Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 45 KYNNINGARFUNDUR verður í kvöld í Digraneskirkju í Kópavogi. Þá verður Alfa-námskeiðið kynnt. Fundurinn hefst kl. 20 með því að fundargestum verður boðið upp á veitingar. Síðan verður kynning á Alfa og við heyrum frá þátttak- endum af síðasta námskeiði. Alfa er stutt hagnýtt námskeið og fjallar um tilgang lífsins og kristna trú. Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku.Ummæli þátttakenda á Alfa-námskeiði í Digraneskirkju segja mikið: „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með námskeiðið og held að allir séu á sama máli, a.m.k. heyri ég að fólk er mjög ánægt. Það finnur til betri líð- anar.“ „Námskeiðið opnar nýjar enda- lausar víddir sem kveikir lifandi áhuga á Guðsorði. “ „Námskeiðið er afar gefandi.“ „Námskeiðið var gott, fræðandi og uppbyggjandi.“ Kennari á námskeiðinu er séra Magnús Björn Björnsson. Á Alfa geta allir verið virkir þátttakendur hvort sem þeir hafa mikla eða enga þekkingu á kristinni trú. Fyrsta kvöldið verður svo fimmtudaginn 18. janúar kl. 19. Verð fyrir námskeiðið er 5.000 kr. Skráning fer fram í Digraneskirkju. Alfa í Digraneskirkju Digraneskirkja Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar fyrir unga sem aldna. Fimmtudagssöng- hópurinn hittist og tekur lagið undir stjórn Kára Þormar organista. Þorvaldur Halldórsson kemur og syngur. Allir hjart- anlega velkomnir. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Upplestur, söng- stund, kaffispjall. Endurminningafundur kl. 14–15.30. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er málsverður í safnaðarheimili. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Um- sjón Bolli og Sveinn. Félagsstarf aldr- aðra laugardaginn 12. janúar kl. 14. Borgarbókasafnið í Kringlunni skoðað. Eftir ferðina verður borinn fram léttur málsverður. Þeir sem ætla að neyta mat- arins þurfa að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu kirkjunnar í síma 511 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkju- varða. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Kynningarfundur um Alfa kl. 20. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyr- ir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20–21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op- ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–14.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 15 æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hópur. Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðar- heimili. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Kær vinkona mín hún Binna er látin eftir langa og stranga bar- áttu við sjúkdóm sem sjaldan lætur í minni pokann. Hún varðist hetjulega meðan stætt var og lét engan bilbug á sér finna, svo æðrulaus og sterk til hinstu stundar. Þannig var hún vinkona mín. Hún gat blásið upp af litlu tilefni en þegar í harðbakkann sló var hún sannkölluð hetja. Binna stóð ekki ein, hún átti frábæra fjölskyldu að baki sér og eiginmann sem stóð eins og klettur við hlið hennar í gegnum þessa erfiðu baráttu. Hann haggað- ist aldrei og þess vegna gat hún verið eins lengi og mikið heima og kvatt þennan heim í faðmi fjölskyldu sinn- BJARNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Bjarnþóra Ólafs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1923. Hún lést 23. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. janúar. ar. Hún dásamaði líka heimahjúkrunina sem hún fékk. Binna var mikið jóla- barn. Hún hringdi í mig í byrjun nóvember sl. og var að velta fyrir sér hvað hún gæti gefið börnunum sínum í jóla- gjöf og sagði að sig langaði að gefa þeim öllum eins gjöf. Ég hugsaði mig um og benti henni síðan á hlut sem mig grunaði að félli að hennar smekk. Næst þegar hún hringdi sagði hún mér að Eiríkur væri búinn að kaupa gjafirnar og pakka þeim öllum inn – þeim hefði þótt þetta svo fallegt að þau hefðu keypt einn fyrir sig sjálf. Binna hló mikið þegar hún sagði mér síðar að önnur tengdadóttirin hefði komið til sín fyrir jólin og séð þennan hlut og verið ákveðin í að kaupa sér einn slíkan og mátti Binna beita ýmsum brögðum til að fá hana ofan af því – þannig að jólagjöfinni yrði bjargað. Binna og Eiríkur bjuggu ásamt börnum sínum á Suðureyri við Súg- andafjörð í 28 ár. Þeim búnaðist vel þar, eignuðust hús, bát og síðast en ekki síst marga góða vini. Börnin þeirra undu einnig hag sínum vel fyr- ir vestan. Við vinkonur hennar köll- uðum hana oft „vin Hafnarfjarðar“ því hún fékk alltaf stjörnur í augun þegar hún talaði um fjörðinn sinn. Við stofnuðum nokkrar sauma- klúbb sem við kölluðum „Náttfara“ og áttum margar góðar stundir sam- an. Ef við vorum í saumaklúbb hjá Binnu og vorum farnar að hugsa til heimferðar um miðnættið minnti hún okkur á að klúbburinn héti Nátt- fari og okkur lægi ekkert á heim. Við settum reglur um það að einungis mætti hafa þrjár sortir með kaffinu en Binna átti ekki gott með að fara eftir þeim fyrirmælum og fannst að varla gæti heitur ofnréttur, osta- bakki eða dýrindis salat talist sem kökusort. Já, það var oft hlegið og mikið gaman hjá okkur og við klúbb- systur hennar sem fluttar erum suð- ur höfum oft rifjað upp með henni þennan skemmtilega tíma. Það var fastur siður dagana fyrir jólin fyrir vestan að hún kom hún í verslun mannsins míns og þá var nú hvíslað og pukrast og ótal pakkar fráteknir og faldir á leynistað og svo átti endilega að láta hana vita ef þetta eða hitt kæmi í búðina. Síðan skaust hún upp á loft til mín í smá- kaffisopa og spjall. Já, hún Binna var sannkallað jólabarn. Við fjölskylda mín eigum ófáar minningar um góð- ar samverustundir með Binnu, Eiríki og börnunum þeirra og var það fast- ur siður á meðan þau bjuggu fyrir vestan að við hittumst öll á jóladag og drukkum saman kaffi. Eins og flestir sem flytja í smá- þorp úti á landi lenti Binna uppi á leiksviði á þorrablótunum. Hún var smávaxin og var henni því oftar en ekki troðið í stóran barnavagn með snuddu og blúnduhúfu. Eitt sinn fór vagninn af stað og stefndi beint fram af sviðinu en á seinustu stundu tókst okkur að krækja í hann og bjarga Binnu sem leit hlæjandi á okkur og spurði hvort við ætluðum alveg að gera út af við sig. Á einu þorra- blótinu lék hún verkstjóra í frysti- húsinu og tókst henni svo vel upp að daginn eftir færði hann henni gjöf fyrir leikinn. Já, margs er að minnast sem of langt yrði að telja upp en Binna flutti síðar ásamt fjölskyldu sinni í fjörðinn sinn, Hafnarfjörð, og þar kvaddi hún þennan heim. Elsku Binna, við fjölskylda mín, saumaklúbbssystur og aðrir vinir þínir að vestan óskum þér góðrar heimferðar og fjölskyldu þinni gæfu um ókomin ár og biðjum guð að gefa þeim styrk nú þegar þú hefur kvatt okkur öll. Vertu svo guði falin, kæra vin- kona. Ingibjörg Jónasdóttir. Kær vinur er fallinn frá, langt um aldur fram. Frá því ég fyrst man eftir mér hefur fjöl- skylda Hjálmars verið nátengd for- eldrum mínum, og ná þau kynni allt aftur til fjórða áratugar síðustu aldar er faðir minn kom ungur maður frá Noregi til að setja upp rafstöðvar fyr- ir Íslendinga. Fyrstu árin var hann búsettur hjá foreldrum Hjálmars, þeim Páli og Hjálmfríði, sem ráku gistihús við ósa Blöndu, og æ síðan hefur traust vinátta haldist á milli þeirra, meðan þau lifðu, og foreldra minna og barnanna Hjálmars og Guð- nýjar og fjölskyldna þeirra og hvergi borið skugga á. Síðustu árin, eftir að HJÁLMAR PÁLSSON ✝ Hjálmar Pálssonvar fæddur á Blönduósi 26. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, 28. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 4. janúar. faðir minn var orðinn rúmfastur á Héraðs- hælinu á Blönduósi, tóku Hjálmar og Sídý kona hans að sér að keyra móður mína flesta daga upp á sjúkrahús til að heim- sækja föður minn. Leyfi ég mér að efast um að margir hefðu auðsýnt þvílíkan kærleika í verki, sem sýndi svo ekki verður um villst, hvern mann Hjálmar hafði að geyma. Mig langar með þessum lín- um til að þakka Hjálmari allt það sem hann gerði fyrir foreldra mína og hversu góður drengur og vinur hann reyndist þeim. Guð blessi minningu hans og veiti fjölskyldu hans styrk. Það ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, – í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn! Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá sem barn ég þekkti fyr. (Þýð. M. Joch.) Ragnheiður. Ungur tók ég að lað- ast að Friðjóni Krist- inssyni. Hann var vafa- laust barngóður sem kallað er. Eftir því sem árin liðu urðu mér æ betur ljósir fleiri merkilegir mannkostir hans. Þessir kostir urðu til þess að hann var eft- irsóttur til verka bæði hjá Kaupfélag- inu, sem kjötbúðar- og sláturhús- stjóri, og síðar póstafgreiðslumaður og safnvörður í Byggðasafni Dalvík- ur. Friðjón var afar ljúfur í viðkynn- ingu, kurteis og samviskusamur að hverju sem hann gekk, hafði fallega rithönd og skilaði öllu vel og snyrti- lega frá sér. Á þessu sviði voru þau FRIÐJÓN KRISTINSSON ✝ Friðjón Kristins-son fæddist í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal 30. maí 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 16. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dal- víkurkirkju 28. des- ember. samhent hjónin, Frið- rika og Friðjón. Heimili þeirra voru afar falleg bæði á Dalvík og í Graf- arvogi og gestrisnin hlý og tilgerðarlaus. Eitt af því sem gerði Friðjón eftirminnilegan var af- burðahæfileiki hans til upplestrar. Var hann mjög eftirsóttur til slíks á hvers kyns samkom- um. Naut hann þar meðfæddra leikara- hæfileika og þess hve auðvelt hann átti með að herma eftir ýmsum litríkum persónum. Mér er minnis- stætt, er ég, ásamt fleiri ungum mönnum, vann hjá Friðjóni við að undirbúa og mála sláturhúsið, hve skemmtilegur hann var jafnan og hafði gott lag á að láta okkur vinna. „Viltu ekki í mola vinur?“ sagði hann og hellti kamfóru í sykurmola. Síðan eru kamfórumolar í minningu minni hið mesta sælgæti, þótt ég hafi ekki smakkað þá í mörg ár. Einn fallegan sumardag riðum við Friðjón fram í Sveinsstaðaafrétt. Ég varð fyrir því, er hesturinn stökk yfir læk með mig, að ég fékk vondan hnykk á bakið. Þar sem ég húkti hálfskakkur á hestinum á heimleiðinni fannst Friðjóni að hann þyrfti að halda mér skemmti- legan selskap. Reytti hann af sér hvern brandarann og skemmtisög- una á fætur annarri með tilheyrandi eftirhermum, en ég engdist í hlátur- köstum og gleymdi öllum bakverk. Hef ég varla farið skemmtilegri reið- túr um dagana. Friðjón var mikill dýravinur, átti um skeið bæði kindur og hesta. Lét hann sér mjög annt um þessa skjólstæðinga sína og fóðraði þá vel. Einkum voru hestarnir hon- um hugstæðir, og áttum við oft skemmtilegar samverustundir í tengslum við þetta hugðarefni okkar. Ég minnist margra annarra sam- verustunda með Friðjóni, bæði á heimili þeirra hjóna og víðar. Þótt hann ætti ekki langa skólagöngu að baki var hann vel sjálfmenntaður og víðlesinn. Mest held ég að hann hafi lagt sig eftir ýmsum þjóðlegum fróð- leik og ljóðum, og hann var ótrúlega víða heima og sagði vel frá. Nú hefur illvígur sjúkdómur lagt þennan öð- ling að velli. En minningarnar lifa og ylja. Ég sendi Friðriku og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ármann Gunnarsson. ;   #       #     +        $+      5    %        ?*1"A =5+  4 (4 -  '  ) ,'%    ,'% ) & #  &KA 4    =) & # *&( (  '() " )     " ) & &.  . -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.