Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 64
HANNES Hlífar Stefánsson stýrði hvítu mönnunum til sig- urs gegn Nigel Short í annarri einvígisskákinni á áttunda móti Guðmundar Arasonar. Hannes lék afbrigði af spænskum leik og var hörð barátta framan af skákinni en upp úr 30. leik, þeg- ar líða tók að fyrstu tímamörk- um, tóku varnir Shorts að gefa sig og Hannes náði betri stöðu og tefldi síðan mjög örugglega og hafði sigur í 46 leikjum. Hannes er nú með einn og hálf- an vinning en Short hálfan. Fischer hringir í Sæmund Nýverið gerðist sá óvænti at- burður að Bobby Fischer hringdi í gamlan vin sinn, Sæ- mund Pálsson lögreglumann. Sæmundur kannaðist strax við röddina og sagði að það hefði verið ótrúlega ánægjulegt að heyra aftur í þessum gamla vini eftir 20 ár. Sæmundur sagði að Fischer hefði verið mjög einlæg- ur. Hann sagðist sakna Sæ- mundar afar mikið og spurði um fjölskyldu hans og ættingja sem hann hafði kynnst hér meðan heimsmeistaraeinvígið stóð yfir 1972. Þeir Sæmundur ræddust við í u.þ.b. hálftíma og Sæmund- ur sagði að Fischer hefði verið mjög blíður og ólíkur því sem hann hefði kynnst á árum áður. Hannes Hlífar lagði Short  Hannes/10 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skrá›u flig á isb.is og fá›u reiknings- yfirlitin á Netinu. Engan gluggapóst, takk! HÖRÐUSTU golfararnir hafa nýtt sér hlýindin í vetur og dregið fram golfsettið þótt á miðjum vetri sé. Einbeitnin skein af þeim félögum og upprennandi golfurum Aroni Erni og Aroni Tómasi þar sem þeir slógu kúluna á grænum grundum við Gerðarsafn í Kópavogi. Og ekki vantaði tilþrifin við sveifluna. Ekki er að furða þótt grasið sé grænt því nýliðinn desember var óvenju hlýr og í Reykjavík mældist meðalhitinn 2,5 gráður og er þetta einn hlýjasti desember frá upphafi mælinga. Gert er ráð fyrir að stytta muni upp hér í Reykjavík og að vindur verði hægari þannig að þeir Aronar ættu vafalaust að geta haldið áfram að slá í dag. Morgunblaðið/Kristinn Leika golf í blíðunni í Kópavogi TILSJÓNARMAÐUR með eignum Kjötumboðsins (áður Goða) hefur hafnað kröfu Bændasamtakanna um að útflutningsgjald, sem Kjötumboðið hefur ekki greitt, verði flokkað sem forgangskrafa. Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtakanna, segir að þetta leiði til þess að auka verði útflutnings- skyldu á alla bændur á næsta ári, en það felur í sér vissa kjaraskerðingu fyrir bændur. Í næstu viku koma lánardrottnar Kjötumboðsins saman til fundar til að taka afstöðu til frumvarps til nauða- samninga. Samkvæmt frumvarpinu mun Kjötumboðið greiða 61% krafna. 36% verða greidd með peningum sem inntir verða af hendi með þremur jöfnum greiðslum. 25% verða greidd með hlutabréfum í Norðlenska mat- borðinu, sem keypti á síðasta ári stór- an hluta eigna Kjötumboðsins. Miðað er við að gengi hlutabréf- anna í Norðlenska verði 1. Ari sagði að Norðlenska væri ekki á hlutabréfa- markaði og því vissi í reynd enginn hvert verðmæti hlutabréfanna væri eða hversu auðvelt yrði að selja þau. Ari sagði að eitt af því sem enn væri ekki ljóst væri hvað yrði um slátur- húsin sem nú væru í eigu Kjötum- boðsins. Rætt hefði verið um að kaup- félögin eða félög heimamanna tækju við þessum eignum og þar með ein- hverju af skuldum Kjötumboðsins. Þegar hefði verið gengið frá því að heimamenn á Egilsstöðum tækju við sláturhúsinu á Fossvöllum. Á öllum sláturleyfishöfum hvílir út- flutningsskylda, þ.e. þeir verða að flytja á erlenda markaði visst hlutfall af lömbum sem þeir taka til slátrunar. Kjötumboðið sinnti ekki þessari skyldu vegna slátrunar haustið 2000. Um er að ræða um 340 tonn af kjöti. Sláturleyfishafar geta keypt sig frá þessari skyldu með því að greiða sér- stakt útflutningsgjald. Ari sagði að eftir að Kjötumboðið fór í nauðasamninga hefðu Bænda- samtökin krafist þess að útflutnings- gjald vegna þessa kjöts yrði flokkað sem forgangskrafa. Þessu hefði til- sjónarmaður hafnað. Krafan yrði því flokkuð sem almenn krafa sem þýddi að 61% af kröfunni yrði greitt. „Þetta þýðir að það verður að hækka útflutn- ingsskyldu á bændum á næsta ári. Ófarir Kjötumboðsins koma því með þessum hætti niður á öllum sauðfjár- bændum,“ sagði Ari. Kjötumboðið stefnir að því að greiða 61% skulda sinna Auka verður út- flutningsskyldu TVEIR svissneskir ævintýramenn eru væntanlegir hingað til lands næsta sumar ásamt föruneyti og hyggjast þeir fljúga í loftbelg víða um land. Tilgangur ferðalagsins er m.a. sá að reyna loftbelginn í flugi við erfiðar aðstæður en einnig stendur til að taka ljósmyndir fyrir dagatal sem gefið verður út í tilefni af Íslandsferðinni. Það eru loftfararnir Thomas Seiz og Urs Mattle sem hyggjast fljúga loftbelgnum og hafa þeir áralanga reynslu af flugi slíkra loftfara, m.a. frá Frakklandi, Spáni, Austurríki, Þýskalandi, Tékklandi, Japan og Bandaríkjunum. Þeir félagar segja Íslandsferðina sérstaklega spenn- andi, þar sem landið sé ekki þekktur áfangastaður loftbelgja en um leið sé það rómað fyrir fegurð og stór- brotið landslag. Í tengslum við ferðina verða flutt- ir hingað til lands tveir aðstoðar- bílar sem fylgja eiga loftbelgnum á jörðu niðri; annars vegar stóreflis AM Hummer dísiljeppi sem ætlað er að flytja körfuna, belginn og sex 42 lítra gaskúta og hins vegar Land Rover jeppi ásamt sérhönnuðum tengivagni. Áætlað er að fljúga loftbelgnum þar sem undirlendi er ekki of hrjúft og vegir nægilega aðliggjandi fyrir aðstoðarbílana og björgunarlið á jörðu niðri. Fyrsti áfangastaðurinn verður Reykholt í Borgarfirði og þar munu loftfararnir m.a. æfa sig í því skyni að venjast íslenskum að- stæðum. Þaðan verður farið til Blönduóss, en í dölum milli Hvammstanga og Varmahlíðar er ætlunin að dvelja við æfingar. Þriðji áfanginn, Fljótsheiði og Mývatn, þykir á hinn bóginn meiri áskorun fyrir flugmennina og loftfarið, eink- um vegna mögulegra sviptivinda, auk þess sem hraun norðaustur af Mývatni er talið geta valdið vand- kvæðum. Lokaáfanginn verður síð- an flug yfir og við höfuðborgina Reykjavík, en einnig er gert ráð fyr- ir að loftbelgurinn svífi yfir Hvera- gerði og Laugarvatn á leið sinni. Svissneskur loftbelgur kemur til Íslands í sumar Svissneski loftbelgurinn sem væntanlegur er til landsins. KAUPÞING hefur undirritað vilja- yfirlýsingu um kaup á sænska verð- bréfafyrirtækinu Aragon Holding AB sem er að sögn Sigurðar Ein- arssonar, forstjóra Kaupþings, nokkuð þekkt á sínu sviði í Svíþjóð. Hann segir Aragon falla vel að starf- semi Kaupþings á Norðurlöndum. Hjá því starfi um 120 manns, eigið fé sé um 2 milljarðar íslenskra króna og eignir í stýringu u.þ.b. 68 millj- arðar íslenskra króna. Kaupverð fæst ekki gefið upp en kostgæfnisathugun mun ljúka í þess- um mánuði og verður þá væntanlega gengið endanlega frá kaupunum. Kaupþing kaupir Arag- on í Svíþjóð  Kaupþing stefnir/B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.