Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 1
7. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 10. JANÚAR 2002
ábyrgð á árásinni og hún sýndi að
ekkert væri að marka yfirlýsingar
hans um að hann vildi vopnahlé.
Palestínsk lögreglu-
stöð eyðilögð
Síðar um daginn réðust ísraelskir
hermenn á þremur skriðdrekum og
jarðýtum á palestínska lögreglustöð
nálægt alþjóðaflugvellinum á Gaza-
svæðinu og eyðilögðu hana.
Hamas lýsti árásinni á herstöðina
á hendur sér. Hreyfingin lýsti því yf-
ir 21. desember að hún hefði orðið
við áskorun Arafats um vopnahlé en
leiðtogar hennar sögðu í gær að
Hamas hefði aðeins lofað að hætta
sprengjuárásum. Fréttaskýrendur
sögðu árásina benda til þess að
Hamas hygðist nú hefja skæruhern-
að gegn ísraelskum hermönnum en
hætta eða draga úr sjálfsmorðsárás-
um á ísraelska borgara.
TVEIR félagar í íslömsku hreyfing-
unni Hamas réðust í gær á ísraelska
herstöð nálægt Gaza-svæðinu og
urðu fjórum hermönnum að bana.
Árásarmennirnir féllu síðan í skot-
bardaga.
Er þetta í fyrsta sinn í tæpan mán-
uð sem Palestínumenn verða Ísr-
aelum að bana og árásin dregur
mjög úr líkunum á því að nýtt sam-
komulag náist um vopnahlé.
Hermennirnir fjórir, sem biðu
bana, voru í hersveit sem er nánast
öll skipuð bedúínum, arabískum
hirðingjum. Ættingjar árásarmann-
anna sögðu að þeir hefðu einnig ver-
ið bedúínar.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, kvaðst ætla að standa við lof-
orð sín um vopnahlé og palestínska
heimastjórnin fordæmdi árásina. Ar-
iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
sagði hins vegar að Arafat bæri
Sex menn falla
í árás á her-
stöð í Ísrael
Jerúsalem. AP, AFP.
Reuters
Ísraelskir hermenn standa við vopn og lík tveggja Hamas-liða sem réðust á herstöð í Ísrael í gær.
BANDARÍSK herflugvél hrapaði á
fjall í Pakistan í gær þegar hún var á
leiðinni til herflugvallar í suðvestur-
hluta landsins. Að minnsta kosti sjö
hermenn voru í vélinni en ekki var
vitað í gærkvöldi hvort einhverjir
þeirra hefðu komist lífs af. Björgun-
arsveit var á leiðinni á staðinn.
Vélin var af gerðinni KC-130, eða
svonefnd Herkúles-vél, en slíkar vél-
ar eru einkum notaðar til að dæla
eldsneyti í orrustuþotur og þyrlur á
flugi. Einnig er hægt að nota þær til
birgða- og liðsflutninga, björgunar-
starfa og sérstakra aðgerða.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að sam-
kvæmt síðustu upplýsingum hefði
vélin verið með farþega en hann
lagði áherslu á að fréttirnar af at-
burðinum væru enn mjög óljósar.
„Við vitum ekki enn hvort manntjón
hefur orðið.“
Embættismenn í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu sögðu að sjö
menn hefðu verið í vélinni, sex
manna áhöfn og einn farþegi.
Segja að kviknað hafi í vélinni
áður en hún hrapaði
Í stuttri yfirlýsingu frá Banda-
ríkjaher sagði að flugmennirnir
hefðu verið að undirbúa lendingu
þegar vélin fórst. Hún fór frá Jac-
obabad í Pakistan og hrapaði nálægt
herflugvelli í Shamsi, um 280 km
suðvestan við borgina Quetta, klukk-
an 15.15 að íslenskum tíma. Heimild-
armaður fréttastofunnar AFP í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu
sagði að vélin hefði verið að flytja
birgðir.
Pakistanskur blaðamaður, sem
býr nálægt Shamsi, sagði að vélin
hefði hrapað á afskekktu og strjál-
býlu svæði í Balochistan-héraði og
sjónarvottar segðu að eldur hefði
komið upp í henni. „Íbúar á svæðinu
sáu blossa frá brennandi flugvélinni
áður en hún hrapaði.“
Embættismenn í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu sögðu að ekkert
benti til þess að vélin hefði verið
skotin niður en útilokuðu það ekki,
að sögn CNN-sjónvarpsins.
Bandarísk sprengjuþota hrapaði í
Indlandshaf 12. desember og að
minnsta kosti fjórar bandarískar
þyrlur hafa hrapað frá því að Banda-
ríkjamenn hófu hernaðaraðgerðirn-
ar í Afganistan 7. október. Tveir
menn biðu bana þegar þyrla fórst í
sandbyl í Pakistan 6. október en
áhafnir hinna þyrlnanna þriggja og
sprengjuþotunnar björguðust.
Bandarísk herflug-
vél ferst í Pakistan
Talið að sjö menn
hafi verið í vélinni
Washington. AFP, AP.BANDARÍKJASTJÓRN hef-
ur lagt á hilluna átta ára og 1,5
milljarða dala áætlun um fram-
leiðslu hásparneytinna bíla, og í
staðinn ætlar hún að hvetja til
þróunar bifreiða er knúnar eru
vetni. Spencer Abraham orku-
málaráðherra tilkynnti þetta
formlega í Detroit í gær.
Nýja þróunaráætlunin hefur
verið kölluð „Frelsisbíllinn“, en
stjórnin hefur verið lítt hrifin af
þróunaráætlun sem ríkisstjórn
Bills Clintons, fyrrverandi for-
seta, lagði fram sem svar við
þörf fyrir bætta nýtingu bif-
reiðaeldsneytis. Ætlunin var að
þróa fjölskyldubíla sem kæm-
ust 129 km á 3,8 lítrum af elds-
neyti. Áttu þessir bílar að líta
dagsins ljós 2004.
Frumgerðirnar
tilbúnar eftir 4–5 ár
Með því að nýta framfarir í
loftaflfræði, vélasmíði og ný,
léttari byggingarefni hafa
verksmiðjurnar búið til frum-
gerðir bíla sem komast 113 km
á 3,8 lítrum, en ekki hefur tek-
ist að fjöldaframleiða slíka bíla.
Þess í stað vill ríkisstjórnin
nú leggja áherslu á að hraða
þróun vetnisknúinna bíla, en
bandarískir bílaframleiðendur
segjast væntanlega hafa frum-
gerðir slíkra bíla tilbúnar eftir
fjögur til fimm ár. Aftur á móti
sé a.m.k. áratugur í að hægt
verði að framleiða slíka bíla í
miklu magni. Þróunarverkefnið
verður samstarf stjórnarinnar
og bílaverksmiðjanna General
Motors, Ford og Daimler-
Chrysler AG.
Stjórnin
hugar að
vetnisbílum
Washington. AP.
Bandaríkin
AUSTURRÍKISMENN eru andvígir
kjarnorku, útlendingum og banda-
rískum lífsháttum, en kunna að
meta öryggi og röð og reglu, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar á
því, hvaða orð þeim hugnist best og
verst.
Óvinsælasta orðið í Austurríki er
„kjarnorka“ og sögðu 69% lands-
manna að þeim hugnaðist það ekki.
Fast á hæla þess kom orðið „ísl-
amismi“, sem 58% sögðust ekki
kunna við. Fyrirtækið Imas vann
könnunina.
„Útlendingar“ er eitt af tíu óvin-
sælustu orðunum í Austurríki og
höfðu 48% illan bifur á því og sama
hlutfall lýsti andúð sinni á „banda-
rískum lífsháttum“. Önnur orð sem
verma botninn í orðaforða Austur-
ríkismanna eru „erfðatækni“ og
„verkföll“.
En vinsælustu orðin í huga lands-
manna eru aftur á móti „öryggi“,
sem fékk 82% fylgi, og 81% fellur
vel við „heimili“ og „röð og regla“.
Önnur vinsæl orð eru m.a. „stöð-
ugleiki“ og „vinna“.
Austurríkismenn hafa löngum
verið eindregnir kjarnorku-
andstæðingar og í þjóðaratkvæða-
greiðslu 1978 voru hugmyndir um
kjarnorkuver kveðnar í kútinn. Eitt
þúsund manns tóku þátt í könn-
uninni, en í næstu viku verður hald-
in almenn atkvæðagreiðsla, sem
ekki er bindandi, um fyrirhugað
kjarnorkuver, sem setja á upp í ná-
grannaríkinu Tékklandi.
Hugnast
ekki orðið
„kjarnorka“
Vín. AFP.
ingarnar skutu flugeldum og köst-
uðu grjóti og flöskum á lög-
reglumenn sem voru sendir á
staðinn til að stilla til friðar. Að
minnsta kosti fimm lögreglumenn
særðust og brynvarin lögreglu-
bifreið eyðilagðist þegar bensín-
sprengju var kastað á hana.
ÁTÖK blossuðu upp í gær milli
ungra mótmælenda og kaþólikka
nálægt kaþólskum stúlknaskóla á
Ardoyne-vegi í norðurhluta Bel-
fast. Hermt var að þrjú kaþólsk
ungmenni hefðu verið flutt á
sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir
skotárás mótmælenda. Báðar fylk-
Óeirðir í Belfast
AP