Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 39
Í AÐDRAGANDA
og um áramótin hefur
verið nær samfelld
spekileg umræða í öll-
um fjölmiðlum um árið
sem var að kveðja og
framtíðarhorfur á því
nýja. Umræðurnar
ósjaldan beinst að
hremmingum af völd-
um hryðjuverkamanna
í september sl. Í ófá
skipti læðist þá að við-
mælendum uggur um
að sú nýja heimsmynd
með óöryggi kunni að
opna alls kyns yfir-
gangsmönnum leið og
gefa færi á að nema burtu lýðrétt-
indi og innleiða leifar fasisma, eins
og einn viðmælandinn í áramóta-
umræðum orðaði það. Allir hinir
tóku undir að þarna væri veruleg
hætta á ferðum. Að sjálfsögðu orð-
um þá einungis beint að útlöndum.
Þótt ég heyrði engan líta okkur
nær, kæmi mér ekki á óvart þótt
ársins 2001 yrði í sögunni minnst
sem tímamótanna þegar tjáningar-
frelsi var fyrst afnumið með lögum
á Íslandi.
Svo bar til tíðinda að 20. maí á
því herrans ári 2001 samþykkti al-
þingi lög þar sem hverjum Íslend-
ingi er bannað að hafa tiltekna
skoðun eða láta hana í ljós op-
inberlega.
Allir 63 þingmenn Íslendinga
samþykktu að varða skuli við lög að
fjalla á opinberum vettvangi um
tóbak – nema vara megi við því.
Allir 45 viðstaddir þingmenn sam-
þykktu lögin, 18 voru fjarstaddir og
enginn greiddi atkvæði á móti.
Það er ekki að ástæðulausu að
tjáningarfrelsið er undirstöðugrein-
in í alþjóðlegum mannréttindasátt-
málum, þar sem undantekningar-
laust er verndað frelsi til að hafa
og móta skoðun, svo og frelsið til
að láta í ljós þá skoðun og miðla og
taka við upplýsingum. Þetta er
heilagur réttur. Í öllum einræðis-
ríkjum fyrr og síðar hafa einræð-
isherrar byrjað á því að hefta tján-
ingarfrelsi, setja bann við því að
fólk geti látið í ljós eigin skoðanir.
Sama hvort litið er til Hitlers heit-
ins, fyrrum hvíta minnihlutans í
Suður-Afríku, Mugabe í Zimbabve,
Maos í Kína eða ótal Suður-Am-
eríkuríkja. Um leið og varðar orðið
við lög að láta opinberlega í ljós
skoðanir, burt séð frá því hvort
þær eru vitlausar, til óþurftar eða
einhverjum ekki til góðs – að dómi
yfirvalda, þá er einstaklingurinn al-
veg varnarlaus, svo
sem dæmin sýna. Og
ekki langt í hremm-
ingar. Slíku fáum við
stanslaust fregnir af
gegn um Amnesty Int-
ernational. Þetta er
öllum ljóst sem þekkja
eitthvað til sögunnar
og fylgjast með eða
líta í kring um sig í
veröldinni.
Auðvitað trúði mað-
ur því að það væru
einhver mistök að allir
þingmenn vildu banna
fólki að hugsa, mynda
sér skoðun og láta
hana í ljós eða jafnvel að hefði orð-
ið „tæknileg bilun“ í kerfisvinnsl-
unni hjá þeim eða hinu fína at-
kvæðakerfi þingsins. Þegar
alþingismenn áttuðu sig mundi
þetta orðalag lagfært, ekki síst þar
sem stjórnarskráin bannar laga-
setningu af þessu tagi. En lögin
gengu í gildi 1. ágúst, meðvitað,
þrátt fyrir viðvörun Blaðamanna-
félags Íslands. Ef stjórnvöld hefðu
reynt að fyrirskipa þegnunum
hvernig þeir mættu hugsa og skrifa
í nágrannalöndum okkar í Evrópu
hefði aldeilis orðið fjaðrafok. Ég er
ekki í vafa um að t.d. í Frakklandi,
þar sem ég þekki best til, hefði fólk
flykst út á göturnar til mótmæla og
ekki linnt fyrr en búið væri að fá
fólki aftur tjáningaréttinn.
Skömmu seinna fór ég einmitt til
Frakklands og fékk þá skoðun
staðfesta að Frakkar hefðu aldrei
látið slíkt yfir sig ganga. Þar
spurðu Íslendingar búsettir í París
mig einmitt hvort það væri virki-
lega rétt sem hefði frést að alþingi
Íslendinga hefði bannað með lögum
að láta uppi í fjölmiðlum ákveðna
skoðun. Og svo hvort það væri ekki
bara kjaftæði „að alþingiskona í
viðkomandi nefnd“ hefði sagt í fjöl-
miðlum að ekki væri endilega ætl-
ast til þess að farið væri eftir laga-
greininni, hún væri bara
stefnumarkandi um gott málefni.
Jú, ég hafði heyrt ekki eina heldur
tvær alþingiskonur, sína úr hvorum
flokki, segja eitthvað á þessa leið.
Þá datt nú fyrst alveg yfir við-
staddan mannskap.
Var það furða. Erum við ekki að
kjósa alþingismenn til að setja
þjóðinni lög til að fara eftir og
hlýða? Getur verið að þeir viti það
ekki. Þeir telji sig bara vera nokk-
urs konar fræðslu- eða upplýsinga-
fulltrúa, sem hafi það hlutverk að
útbreiða góðan boðskap. Leiki í al-
þingishljómsveitinni eins og tónlist-
armaðurinn sem sögur fara af í
upphafi sinfóníuhljómsveitarinnar,
sem á að hafa sagt: Ef á að fara að
spila hérna eitthvað nojið, þá tek
ég bara ekki þátt í þessu! Það kom
líka í ljós þegar ég kom heim eftir
par mánuði og spurði í alvöru á
ráðstefnu um blaðamennsku í Há-
skólanum hvort íslenskir frétta-
menn ætluðu að láta yfir sig ganga
lög um hvaða skoðun þeir mættu
birta. Ég var upplýst um að Morg-
unblaðið hefði nú skrifað tvo leið-
ara gegn þessu og Blaðamanna-
félagið mótmælt, án þess að nokkur
hefði ansað því. „Þú sérð það, Elín,
að þetta er svo vitlaust að enginn
fer hvort sem er eftir því,“ var
svarað. Mér þótti óneitanlega dulít-
ið skondið að jafnvel ríkisfjölmiðlar
telji sig ekki þurfa að fara eftir lög-
um ef þeim finnst þau vitlaus. En
hvað skal gera ef þeir sem setja
lögin telja ekki endilega að þurfi að
taka þau alvarlega? Á það að vera
geðþóttaákvörðun hvenær eigi að
fara eftir lögum eða jafnvel refsa
fyrir brot á þeim?
Hvað um það. Árið 2001 hefur að
minnsta kosti sent Íslendingum
framtíðarinnar viðvörun. Ljóst er
að Alþingi Íslendinga muni ekki
koma til varnar tjáningarfrelsi
þegnanna, þessu grundvallarfrelsi
sem þjónar þeim tilgangi að vernda
lýðræðið og einstaklinginn eins og
ætlast er til í jafnréttisreglu stjórn-
arskrárinnar. Hundsa það, enda
allir í sömu súpunni. Og þá er ekki
efni til að rífast á alþingi, eins og
við heyrum á þingfundum. Það sem
mér þykir þó ekki síður uggvæn-
legt, er að það ætla blaðamenn ekki
heldur að gera svo dugi, hvað þá að
við sjálf, þegnarnir, nennum því.
Fyrri hluta vetrar hafa verið ótal
lærðir fyrirlestrar um inntak þjóð-
ríkisins, frelsi þjóðarinnar og lýð-
ræði. Slíkt boðað áfram út veturinn
– líklega án þess að hafa áhyggjur
af tjáningafrelsinu. Kannski fram-
tíðarspáin við áramót sé bara sú að
alþingismenn muni halda áfram að
setja lög sem ekki séu endilega
ætluð til að fara eftir og kjósendur
að taka við þeim í þeim anda að
ekkert þurfi að ansa lögum. Og svo
getum við spekingslega haldið
áfram að hafa áhyggjur af öðrum
þjóðum – bara ekki nefna okkar
eigin – það gæti orðið svoddan ves-
en.
Nennir nokkur
að verja lýð-
ræðið á Íslandi?
Elín Pálmadóttir
Tjáningarfrelsi
Kæmi mér ekki á óvart,
segir Elín Pálmadóttir,
þótt ársins 2001 yrði
minnst sem tímamóta,
þegar tjáningarfrelsi
var afnumið með lögum.
Höfundur er blaðamaður.
Stjórnmálaflokkarn-
ir eru á villigötum
þegar kemur að um-
ræðu um Evrópusam-
bandið. Það hefur
sýnt sig að í öllum
flokkum eru skiptar
skoðanir um aðild Ís-
lands að ESB. Ástæða
þess er einföld, aðild
Íslands að ESB fer
ekki eftir flokkslínum.
Þannig er það og
þannig á það að vera.
Flokksagi á ekki að
múlbinda, hvorki
frambjóðendur né
kjósendur, við afstöðu
með eða móti ESB.
Það lýsir ,,óeðli málsins“ og skertu
lýðræði í landinu.
Stjórnmál eiga fyrst og fremst
að snúast um stefnumótun. Stefnu-
mótun sem lýtur að frjálslyndi vs.
forsjárhyggju eða hefðbundnum
vinstri-hægri stjórnmálum. Um
leið verður að gæta þess að lýð-
ræði nái fram að ganga. Fulltrúa-
lýðræði og flokkapólitík getur vald-
ið vandkvæðum hvað það varðar.
Sökum mismunandi hagsmuna
leggja ýmis stjórnmálaöfl áherslu á
ákveðna málaflokka og sökum full-
trúalýðræðis og flokkakerfis lendir
hinn saklausi kjósandi oft í vand-
ræðum, þar sem hann þarf að velja
milli mismunandi ,,pakka“. Það er
að segja þegar kjósandi kýs flokk
sem hefur flest af því sem honum
líkar, miðað við aðra flokka, en um
leið margt sem hann er ósáttur við.
Það að bæta fleiri víddum eða
málefnum inn í flokkapólitík flækir
í sífellu val kjósenda. Líkurnar á
því að einstaklingur kjósi stefnu
sem hann er í raun á móti aukast
vegna þess að stefnan er hluti af
þeim pakka sem flokkurinn býður
upp á, auk stefnu á öðru sviði sem
hann telur mikilvægari. Um leið
verður sífellt verra
fyrir hina kjörnu full-
trúa að lesa úr nið-
urstöðum kosninga og
vinna samkvæmt hug
kjósenda.
Aðild Íslands að
ESB ætti í eðli sínu að
vera þverpólitískt mál.
Stjórnmálaflokkarnir
ættu ekki að leggja
það á heiðvirta kjós-
endur að bæta því
máli í þá pakka sem
þeir bjóða nú þegar
upp á. Flokkarnir eiga
fyrst og fremst að ein-
beita sér að víddinni
frjálslyndi vs. forsjár-
hyggja.
Það væri miklu eðlilegra að kjós-
endur létu skoðun sína varðandi
ESB í ljós sérstaklega, samhliða
þingkosningum hverju sinni. Það
gæti þá orðið nokkurs konar bind-
andi niðurstaða fyrir verðandi rík-
isstjórn óháð öllu flokkatali. Rík-
isstjórnin yrði þá að vinna
samkvæmt niðurstöðum þessarar
formlegu skoðunarkönnunar. Ef
svo færi að meirihluti kjósenda
kysi að skoða inngöngu, þá væri
ríkisstjórnin bundin því að hefja
samningaferli, óháð því hvaða
flokkar mynda ríkisstjórn. Eftir að
forsendur aðildar lægju fyrir færi
svo fram almenn kosing um aðild
ríkisins að ESB.
Slík útfærsla myndi styrkja lýð-
ræðið í landinu á allan hátt. Skýr
skilaboð kjósenda til stjórnmála-
manna eru forsenda réttmæts lýð-
ræðis. Umræða, sem einnig er for-
senda lýðræðislegs samfélags,
myndi einnig aukast þar sem aðild
yrði sérstakt kosningamál. Stjórn-
málamennirnir okkar færu þá kær-
komið frí frá deilum um ESB, sem
hafa verið til vandræða innan
flokkanna. Svigrúm sérfróðra
manna fyrir deilur á þessu sviði
myndi þar af leiðandi aukast og
umræðan yrði lærðari fyrir vikið.
Það mætti hugsa sér þessa lausn
í fleiri málaflokkum og auka þann-
ig beint lýðræði í landinu. Þetta er
þó sjaldan eins kjörið og í því mik-
ilvæga þverpólitíska máli sem aðild
Íslands að ESB er.
Lýðræðinu
ógnað með
afstöðu flokk-
anna til ESB
Guðmundur
Freyr Sveinsson
Höfundur hefur lokið BA-prófi í
stjórnmálafræði.
Stjórnmál
Stjórnmál, segir
Guðmundur Freyr
Sveinsson, eiga fyrst
og fremst að snúast
um stefnumótun.