Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ F yrir jólin kom út á prenti fyrsta leik- ritið samið af ís- lenskri konu svo vit- að sé; Víg Kjartans Ólafssonar eftir Júlíönu Jóns- dóttur. Leikritið er afleitt hvern- ig sem á það er litið en vafalaust hefur það einhverja bókmennta- sögulega þýðingu þar sem um er ræða eitt af fyrstu íslensku leik- ritunum og það er talið staðfest sem fyrsta leikritið eftir konu. Gildi þessa verks sem undanfara annarrar leikritunar hér á landi er takmarkað ef nokkuð og má vafalaust um kenna mörgu öðru en höfundinum sjálfum; ef Júl- íönu hefði veist næg tækifæri og hvatning til frekari leikritaskrifa má ætla að henni hefði farið fram. Víst er að hún hafði áhuga á leiklist og skáldskap og við réttar að- stæður hefðu þessi tvö skyldu áhugasvið hennar sem hægast getað tvinnast saman. Jóhann Sigurjónsson og Guð- mundur Kamban eru þeir tveir höfundar sem eftirkomendur hafa orðið sammála um að skipa beri efstum af íslenskum fráföllnum leikskáldum frá fyrri hluta síð- ustu aldar; þó hafa einungis tvö leikrita Jóhanns verið sýnd á seinni árum, Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur og af leikritum Kambans væri litið hægt að tína til ef ekki hefði verið sýning á Oss morðingjum í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Sú sýning færði oss reynd- ar heim sanninn að verk Kamb- ans verðskulda nánari skoðun af núlifandi kynslóðum. Gullna hlið Davíðs Stefánssonar er eitt hinna sígildu verka íslenskra og þegar litið er yfir þessi örfáu verk sem náð hafa meira en 50 ára aldri og verið tekin til sýninga oftar en einu sinni er augljóst hvers konar þemu hafa verið þjóðinni hug- stæðust. Þjóðsögur og ævintýri, draugar, álfar og forynjur hafa átt hug þjóðarinnar allrar og sá hugarheimur sem Skugga- Sveinn, Nýársnóttin, Galdra- Loftur, Fjalla-Eyvindur og Gullna hliðið endurspegla er giska einsleitur þrátt fyrir að Jó- hann Sigurjónsson skeri sig rót- tækt frá hinum varðandi efnistök og dramatíska dýpt í meðhöndl- un. Leikrit hans eru jafnframt þau verk sem lifað hafa áfram eft- ir að leikhúsgestum var ekki lengur nýnæmi í álfkonubún- ingum eða fallega máluðum leik- tjöldum. Skemmst er að minnast síðustu uppsetningar Þjóðleik- hússins á Gullna hliðinu; vand- ræðalegrar sýningar þar sem gallar verksins voru augljósir og takmarkanir þess greinilegar. Konur á leikskáldabekk eru fá- ar og kemur satt að segja engin upp í hugann á eftir Júlíönu Jóns- dóttur fyrr en Svava Jakobsdóttir sem skrifaði Hvað er í blýhólkn- um fyrir leikhópinn Grímu 1970. Samfellan í leikritun íslenskra kvenna er sláandi svo ekki sé meira sagt. Hér er þó stokkið langt á milli bakka og vafalaust nokkrar sem ómaklega er horft framhjá. Hinu er ekki að leyna að þó konur hafi fengist við leikritun á eftir Júlíönu og á undan Svövu þá er það staðreynd að fáar þeirra náðu þeim áfanga að fá verk sín sýnd af Leikfélagi Reykjavíkur og síðar Þjóðleik- húsinu. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi tvö leikrit eftir konur frá 1897–1972, Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur 1923 og Almansor konungsson eftir Ólöfu Árnadóttur 1965. Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á leikriti eftir íslenska konu var Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur á 6. áratugnum og síð- an fær kona ekki sæti á höfund- arbekk Þjóðleikhússins fyrr en 1979 er sýnt er Hvað sögðu engl- arnir? eftir Nínu Björk Árnadótt- ur. Leikfélag Reykjavíkur hafði þá sýnt Æskuvini eftir Svövu þremur árum fyrr. Og nú í upphafi 21. aldar er blásið til leiks og Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið ætla bæði að hefja leikritun til vegs með því að halda námskeið og sýna stutt leikrit á Nýja svið- inu. Saga íslenskrar leikritunar spannar senn 200 ár en er þó sundurlaus og ósamstæð með af- brigðum. Lengst af stafar þetta af áhugaleysi leikhússins á því að sýna verk íslenskra höfunda en á seinni árum stafar þetta öllu fremur af því að hlutverk höfund- arins hefur verið tekið allt of há- tíðlega í leikhúsinu en með röng- um formerkjum þó; stjórnendur leikhúsanna hafa hamrað á því við öll hugsanleg tækifæri að leik- ritaskrif séu svo erfið að enginn nema örfáir útvaldir séu þess um- komnir að valda þeim. Þetta er bull. Hlutverk höfundarins er ekki vandasamara eða merki- legra en leikarans, leikstjórans eða hvers annars listamanns sem í leikhúsinu starfar. Það er hins vegar annað og krefst annars konar hæfileika. Það krefst þess að viðkomandi geti skrifað. Og hafi hann hæfileika og löngun til þess er ekkert sem ætti að hindra hann í að skrifa leikrit nema ef vera skyldi leikhússtjórar sem misskilja til hvers verið er að eyða milljarði af fé skattborg- aranna í að reka leikhús á Íslandi. Ef núverandi leikhússtjórar ætla sér í alvöru að fá íslensk leikrit til sýninga ættu þeir að ráða höf- unda til að skrifa leikrit í stað þess að bíða með hendur í skauti eftir að snilldarverkin detti inn um dyrnar hjá þeim. Þetta er jafnframt ástæða þess að við höf- um átt býsna marga hæfi- leikaríka og efnilega leikritahöf- unda en mjög fáa sem skrifað hafa gagnmerk leikrit. Snilld- arverkin detta ekki inn í leik- húsin. Þau detta útúr leikhús- unum við réttar aðstæður. Ef þeirri hugsun væri haldið á lofti að það sé enginn vandi að skrifa leikrit; skriftirnar séu jafnframt ódýrasti hluti þess að koma nýju verki á fjalirnar og leikhúsin geti ekki án nýrra höfunda verið þá færu væntanlega fleiri að reyna sig við leikritaskrif. Afhelgun og hvatning ásamt því að nýta fjár- munina til að hleypa nýjum hug- myndum af stokkunum ætti að vera kjörorð íslensks leikhúss á nýrri öld ásamt því að það hætti að taka sjálft sig svona fjári há- tíðlega. Afhelgun og hvatning „Stjórnendur leikhúsanna hafa hamrað á því við öll hugsanleg tækifæri að leikritaskrif séu svo erfið að enginn nema örfáir útvaldir séu þess umkomnir að valda þeim.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Stjórnarþingmaður- inn Árni Ragnar Árna- son fer mikinn í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í síðustu viku. Greinin er merkileg fyrir tvennt; þær fjöl- mörgu rangfærslur sem í henni eru og að þar birtist berstrípaður boðskapur einkavæð- ingarsinna í heilbrigðis- kerfinu. Þótt efast megi um hvort rétt sé að elta ólar við þvílíkan boð- skap sem birtist í grein Árna Ragnars, sé ég mig þó knúna til að leið- rétta mestu rangfærsl- urnar sem þar birtast. Biðlistar og einkatryggingar Stjórnarþingmaðurinn tilgreinir hversu margir einstaklingar bíða nú eftir hinum ýmsu tegundum skurð- aðgerða. Vissulega eru biðlistarnir langir en til að tölurnar gefi rétta mynd af ástandinu þarf að skipta bið- listunum í þrennt eftir því hversu bráður vandi einstaklinganna er; þeir sem eru í bráðri þörf fyrir aðgerð, þeir sem þarfnast aðgerða en geta beðið um einhvern tíma, og síðan þeir sem bíða eftir valaðgerðum og velja jafnvel að bíða þar til persónulegar aðstæður henta. Þingmaðurinn telur að lausn vand- ans hér á landi sé að innleiða einka- tryggingar, að einstaklingar geti keypt sér sjúkdómatryggingu. Síðan geti viðkomandi keypt sig, með hjálp tryggingafélagsins, fram fyrir á bið- lista, sem þá myndi að sama skapi styttast og allir ættu að vera ánægðir. Þvílík firra! Á lengstu biðlistunum eru gjarnan fullorðnir einstaklingar sem bíða til dæmis eftir augnaðgerð- um og bæklunaraðgerðum, einkum liðskiptaaðgerðum. Í greininni segir orðrétt, „Það eru ekki bara trygg- ingasalar sem ekki vilja selja öldruð- um og fötluðum tryggingar.“ Árni Ragnar fullyrðir sem sagt að stærsti hópurinn sem bíður eftir aðgerðum fái ekki keyptar tryggingar. Þetta er nánast hið eina rétta í grein þing- mannsins. Tryggingafélög, sem rekin eru í hagnaðarskyni, munu varla sjá sér hag í að tryggja aldraða og fatl- aða. En til hvers er þá leikurinn gerð- ur? Jú, stjórnarþingmaðurinn boðar tvískipt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir þá vel stæðu sem geta keypt sér sér- þjónustu, og síðan annað kerfi fyrir aldraða, fatlaða og þá sem bágust hafa kjörin. Kerfi eins og það sem er við lýði í Bandaríkjun- um, kerfi mismununar og stéttaskiptingar. Kerfi sem er í reynd dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Ég er þess full- viss að þorri Íslendinga vill ekki slíkt kerfi. Framsóknarmenn hafna tvískiptu heil- brigðiskerfi, kerfi sem ýtir öldruðum, fötluð- um og illa stæðum til hliðar. Stjórnarþingmaður- inn ásakar heilbrigðis- ráðherra og segir hann „mæla gegn fyrir- hyggju fólksins sjálfs“. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Ég vil spyrja Árna Ragnar um tvennt í þessu sambandi. Vill þingmaðurinn fremur kerfi þar sem læknar raða sjúklingum í forgangsröð til aðgerða út frá efnahag þeirra en ekki eftir al- varleika sjúkdómsástands viðkom- andi, eins og nú er? Ætlar þingmað- urinn einkatryggingum að greiða allan kostnað læknismeðferðar eða á ríkið eftir sem áður að greiða ein- hvern skilgreindan grunnkostnað? Ef hann hugsar sér síðari leiðina vil ég benda á að auk þess að slíkt muni afar líklega leiða til mikillar mismun- unar í gæðum þjónustu og aðbúnaði sjúklinga, væri slíkt kerfi augljóslega mun dýrara en það kerfi sem við bú- um við í dag. Tryggingar íþróttamanna Einn þeirra fjölmörgu þátta sem stjórnarþingmaðurinn fer rangt með í grein sinni er tryggingar íþrótta- manna. Hann fullyrðir að íþrótta- félögin kaupi tryggingar sem síðan standi straum af sjúkrakostnaði íþróttamanna „sem síðan ganga fram fyrir aðra í biðröðunum“. Þvílíkur málatilbúnaður! Ég hvet þingmanninn til að kynna sér upplýsingar sem fram koma í Staðtölum Tryggingastofnunar ríkis- ins. Þar má lesa að árið 2000 greiddi TR til dæmis um 170 milljónir króna vegna meiðsla íþróttamanna. Kostn- aður við sjúkraþjálfunina eina hjá þessum hópi er um 48% af heildar- útgjöldum TR til sjúkraþjálfunar á árinu 2000. Einkatryggingar hafa því ekki verið björgunarnet íslenskra íþróttamanna það ár. Heilbrigðiskerfi, sem er jafnmikils megnugt og það íslenska, hlýtur að kosta mikla fjármuni. Kannanir hér á landi hafa sýnt að fólk vill öflugt heil- brigðiskerfi, það er jafnvel tilbúið til að greiða hærri skatta til að tryggja góða þjónustu fyrir alla. Þó hlutur heilbrigðismála í fjárlög- um ríkisins hafi vaxið síðustu ár hefur sá vöxtur þó ekki verið í fullu sam- ræmi við þann vöxt sem er í kerfinu sjálfu. Því heyrum við reglulega af fjárhagsvanda heilbrigðisstofnana, einkum þeirra sem veita hátækni- þjónustu. Í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 30. desember 2001 er nokkuð fjallað um hin stóru loforð dönsku stjórnarinnar í heilbrigðis- málum, undir fyrirsögninni „Atlaga að biðlistum í heilbrigðiskerfinu“. Þar er réttilega ítrekað að hin nýja stjórn hyggist áfram ganga út frá því að „allir hafi frjálsan, jafnan og ókeypis aðgang að heilbrigðisþjónustu“. Danska stjórnin setur jafnframt fram það markmið að enginn þurfi að bíða lengur en tvo mánuði eftir skurðað- gerð eða annarri meðferð. Hvernig hyggst hin danska hægristjórn ná þessum árangri? Með einkatrygging- um? Nei, með stórauknu framlagi til heilbrigðismála – með því að veita meira en 18.000 milljónum íslenskra króna til opinberra sjúkrahúsa. Með þessu hefur danska stjórnin viðurkennt að ástæður biðlista í heil- brigðiskerfinu séu fyrst og fremst fjárskortur opinberra sjúkrahúsa. Hið sama gildir án efa hér á landi. Að- stæður á sjúkrahúsum hér á landi og geta heilbrigðisstarfsfólks eru fjarri lagi orsakaþáttur biðlista. Leiðin til að stytta biðlista og biðtíma eftir að- gerðum er einföld – að auka fjárveit- ingar til heilbrigðismála. Framlag stjórnarþingmannsins Í umræddri grein gagnrýnir Árni Ragnar bæði fyrrverandi og núver- andi heilbrigðisráðherra harðlega og telur stefnu þeirra hafa skapað vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. Hann gagnrýnir þar með stefnu ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar. Ég vil að lokum beina þeim tilmæl- um til stjórnarþingmannsins að hann beiti sér þannig að komi heilbrigðis- kerfinu hér á landi að gagni – að hann beiti sér í eigin flokki fyrir auknu fjármagni til heilbrigðismála. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi Elsa B. Friðfinnsdóttir Heilsuþjónusta Fólk, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, vill öflugt heilbrigðiskerfi. Höfundur er aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Í LESBÓKARGREIN 5. þ.m. fjallar Baldur prófessor Hafstað afar vinsamlega um bæklinga mína tvo, Slettireku, sem út kom 1954 og er nú nýkomin í 2. útgáfu, og Maddömuna með kýrhausinn frá 1964, sem er í prentun til 2. útgáfu. Í þessum kver- um báðum er rætt um fornan kveð- skap íslenzkan, svo sem hann birtist í þeim útgáfum sem einna merkastar hafa talizt. Ég þakka Baldri Hafstað hjartanlega fyrir þessa grein. Sannlega voru pésar þessir pár- aðir á harla ófræðilega vísu, og í þeirri tóntegund sem sízt af öllu bið- ur um hylli fræðimanna; enda létu öll viðbrögð úr þeirri átt á sér standa, hvort heldur væri til lofs eða lasts. Eina grein um Slettireku sá ég í Ak- ureyrarblaði, og var hún meir en lítið lofsamleg. En höfundur hennar var ekki heimamaður úr klaustri fræð- anna, heldur einungis lögfræðingur og hjástundagrúskari. Baldur pró- fessor lætur í ljósi nokkra furðu á þessu tómlæti. Fyrir löngu hef ég orðið var við þá skoðun, hvaðan sem hún er komin, að tilgátur mínar um fornar vísur séu festulausir hugarórar sem kapp- kosti að skjóta sér snoturlega á skjön við fræðimannlega gát lær- dómsmanna. Þetta viðhorf hefur svo hver tekið eftir öðrum eins og geng- ur. Nú hlyti hverjum sem skoðaði umsagnir mínar vandlega að verða ljóst, að þessu er alveg öfugt farið. Ég hef að jafnaði leitazt við að beina haldlausum og oft harla fjarstæðu- kenndum getgátum inn á vegu traustari staðreynda með sem hald- beztu taki á handritum, hvenær sem því er að skipta. Ég er prófessor Baldri innilega þakklátur fyrir að hamla hér gegn misskilningi þegar hann segir: „Þrátt fyrir leiftrandi hugmyndaflug við skýringar á þess- um forna kveðskap fylgir Helgi yf- irleitt þeirri reglu að komast sem næst rithætti handrita.“ Hvað sem sagt verður um „hugmyndaflugið“, er þarna mergurinn málsins. Að öðru leyti leyfi ég mér lítt að nálgast þessa vandlegu og mjög vinsamlegu grein, sem ég kann ekki að þakka svo vel sem ég óska. Því miður hefur 2. útgáfa Maddömunnar með kýrhausinn taf- izt í prentun af gildum ástæðum og er hún því enn á stokkunum. En það mun hafa orðið til þess, að Baldur fjallar um báða bæklingana í gömlu útgáfunum, og það e.t.v. því fremur, að smáklausu framan á Slettireku hinni nýju má skilja svo, að þar sé lít- il eða engin breyting á orðin. Fyrir bragðið er í grein hans allmikið rætt um hluti sem ekki er á minnzt í hinni nýju útgáfu, eða um þá er rausað nokkuð á annan veg en áður. Lítið vil ég þó undan þessu kvarta, enda um að ræða atriði sem orðið hefðu til álita á sínum tíma, ef til hefði komið. Víst hefði ég kosið að nýja útgáfan af Maddömunni með kýrhausinn hefði verið komin út áður en um yrði fjallað, því þar tel ég betur frá ýmsu gengið en í þeirri gömlu. En hún mun brátt sýna sig og taka við rétt- mætri gagnrýni. Með endurtekinni þökk fagna ég viðurkenningu prófessors Baldurs á mikilvægum atriðum sem í pésum þessum er haldið fram. Og enda þótt hann átti sig ekki til hlítar á sér- hverju lítilræði, þá fyrirgef ég hon- um það fúslega, „ef et betra telk.“ Helgi Hálfdanarson Gamlar vísur enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.