Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 30
MENNTUN 30 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKAR bækur umskólamál, frumsamdar ogþýddar, koma nú reglulegaút og seljast víst ágætlega. Á níunda áratugnum var víst von- laust að selja svona bækur. En nú er öldin önnur og hefur íslenskum fræðiritahöfundum vaxið ásmegin. Nokkrar bækur hafa verið til um- fjöllunar á menntasíðu undir heit- inu Innsýn og verður síðar fram- hald á því. Pistlar hafa verið skrifaðir út frá bókunum Skóla- starf og gæðastjórnun (15.05. 01), Litróf kennsluaðferðanna (29.08. 01), Frá skóla til atvinnulífs (08.11. 01), Breytingar – Lions Quest (29.05. 01) og greinasafninu Lestr- arbókin okkar (01.05. 01). Þessar bækur eru ýmist handa fagmönnum í kennslu- og uppeld- isfræðum, eins og kennurum, eða foreldrum. Æskan gaf nýlega út bók sem heitir Samskipti kennara og nemenda – í skólum og fé- lagsstarfi, á heimilum og leikvöll- um. Hugmyndin á bak við hana er að nefna leiðir til að laða fram það besta í börnum og unglingum svo þau nái góðum árangri í námi og samskiptin verði auðveld og ánægjuleg, og er hún eftir dr. Thomas Gordon í þýðingu Ólafs H. Jóhannssonar við KHÍ. Hér verður veitt innsýn í þessa bók en hún er gott dæmi um umræðuna um skólamál og viljann til að gera bet- ur. Áhrif kennarans viðurkennd Erfiðlega gengur að fá áhrifa- vald kennarans viðurkennt, mann- eskjunnar sem er með nemendum dagana langa í skólastofunni. Fremur er litið á skólann eins og verksmiður og áhrif á námsárang- ur séu fremur tengd þáttum utan skólastofunnar, eins og efnahag foreldra. „Enginn í skólanum getur haft eins mikil áhrif á nemendur og kennarinn. Hann er því ekki neðst- ur í metakerfinu heldur efstur. Kennarinn er í fremstu víglínu. Samskipti nemenda eru fyrst og fremst við kennara sinn. Í þeim samskiptum eru þroskamöguleikar þeirra fólgnir og þar er einnig hættan á stöðnun falin,“ skrifar Thomas Gordon. „Allt veltur á hæfni kennarans; á því sem hann aðhefst með nem- endum sínum. Húsnæði, búnaður, námskrár við nám og önnur kennslugögn eru aðeins hjálpar- tæki við nám og kennslu. Athafnir kennarans ráða úrslitum um gæði skólans. Ef kennarar viðurkenndu fyrir sjálfum sér hversu mikilvægt hlutverk þeirra er og berðust af alefli gegn þeim ölfum sem vilja rýra gildi kennarastarfsins, bæru fleiri þeirra höfuðið hátt sem fag- menn.“ (bls. 267). Er það vænlegt til vinnings ef kennarar taka að trúa því að fé- lagsleg staða fjölskyldu nemandans ráði meiru um námsárangurinn en hans eigin kennsla? Gordon telur að allt of mikið sé gert úr mun á nemendum sem skapist af ytri þáttum. „Þessi alþjóðlega hneigð til að flokka, meta, greina og stimpla nemendur virðist ekki að- eins óþörf heldur beinlínist skaðleg [...] slík flokkun bæði lækki sjálfs- mat kennara og skekki væntingar þeirra til nemenda með þeim af- leiðingum að kennslan verði lakari en hún hefur verið. (21). Hvernig á að kenna? Kennsla er sammannlegt fyrir- bæri að mati Gordons, allir kenna. „Foreldrar kenna börnum sínum, atvinnurekendur kenna starfs- mönnum, þjálfarar kenna leik- mönnum, konur kenna eiginmönn- um sínum (og gagnkvæmt).“ (bls. 11). Málið er að kennslan sé árang- ursrík, leiði til meira sjálfstraust og viðleitni til að menntast. Hvern- ig á að kenna? Hvað ber að varast og hvað að rækta? „En allir vita að kennsla getur verið afar erfitt viðfangsefni og valdið sárum vonbrigðum. Æði oft komast kennarar, foreldrar og leið- beinendur að því sér til sárra von- brigða að ákefð þeirra í að kenna ungu fólki eitthvað mikilvægt vek- ur ekki sömu löngun hjá því til að læra það. Þess í stað uppsker fræð- arinn lítinn áhuga, takmarkaða at- hygli, andstöðu og stundum beinan fjandskap.“ (bls. 12). Kennsluaðferðin og hæfni kenn- arans til að lesa aðstæður í skóla- stofunni rétt, hlýtur því að vera höfuðatriði, og Gordon er einmitt að velta þessu fyrir sér í bókinni eða í hverju munurinn á milli ár- angursríkrar kennslu og misheppn- aðrar liggur, kennslu sem vekur ánægju og kennslu sem veldur sársauka. Dæmið er ekki einfalt, og margir þættir hafa áhrif. Eitt það mikilvægasta í huga Gordons er þó spurningin um hversu já- kvæðum tengslum kennaranum tekst að ná við nemendur sína. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að þessi jákvæðu og gefandi tengsl séu jafnvel mikilvægari en „hvað kennt er, hvernig kennt er eða hverjum er kennt“ (bls. 12) og markmið hans er að finna leiðir til að byggja upp slík jákvæð tengsl. Listin að tala og að hlusta Ef til vill má segja að bók Gord- ons snúist fyrst og fremst um ein- falda og skýra samskiptatækni, og verkefnið felst svo fyrst og fremst í því að þjálfa hana með sér. Hann leggur megináherslu á orðræðuna, hvernig kennarinn talar við nem- andann og hvaða aðferðir í um- ræðum reynist vel. Slík orðræða getur komið í veg fyrir t.d. sekt- arkennd hjá nemendum og ýmis- konar misskilning. „Þessi hæfni felst einkum í því að tala, nokkuð sem við gerum flest áreynslulaust. [...] Áhrif þess sem kennari segir velta á því að hann velji orð við hæfi í sérhverjum aðstæðum.“ (13). Ég býst við að aðferð Gordons eða aðrar sambærilegar séu kenn- araefnum kunnar. Nefna má að brýnt hefur verið fyrir foreldrum og kennurum undanfarna áratugi að hlusta á börnin. Hættan er á að hlustandi haldi að hann viti hvað barnið ætli að segja, eða að hann heyri aðeins það sem hann vill heyra. Það sem hann heldur að hann heyri er ekki endilega það sem barnið vildi koma á framfæri. Þetta er jafn mikilvægt og að læknir hlusti á sjúklinginn, grípi ekki fram í fyrir honum og þykist sífellt vita hvað hann ætli að segja. Hrós er annað dæmi, og sýnir Gordon annars vegar hvernig til- tekin framsetning á hrósi geti leitt til þess að nemanda finnst hann hrapallega misskilinn, og hins veg- ar hvernig annars konar framsetn- ing veki þær tilfinningar í brjósti nemanda að kennarinn sé um- hyggjusamur og láti sig hann varða. „Staðreyndin er þessi: Það er hægt að kenna körfubolta, heim- ilisfræði, leikfimi og kynfræðslu þannig að nemendum leiðist, þeir missi áhugann eða sýni beina and- úð á náminu ef þeim finnst þeir verða fyrir óréttmætri gagnrýni, þeim sé vantreyst ellegar þeir séu niðurlægðir og misskildir.“ (14). Meiri tími til að kenna Hugmyndin hjá Gordon er að gefa kennurum meiri tíma til að kenna, hver sem námsgreinin er. Aðferðin á að auka þann tíma sem kalla má virkan námstíma; tíma þar sem nemendur gefa kennaran- um tækifæri til að kenna og þar sem kennarinn vekur áhuga þeirra á að læra. Þessi aukni tími fæst með því að minni tími fer í að fást við „vandamálin“, því aðferðin dregur úr þeim. Aðferðir Gordons hafa verið vin- sælar, en bók sína gafa hann fyrst út árið 1974. Þúsundir kennara í Bandaríkjunum hafa lært aðferðir hans. Útgáfan Æskan hefur einnig gefið út bókina Samskipti foreldra og barna eftir hann, en þar þróaði Skólastofan/ Samskipti kennara og nemenda eru lykill að allri árangursríkri kennslu hvert sem efnið er og hvort sem um er að ræða inntak, leikni og mótun gilda. Gunnar Hersveinn las nýþýdda bók um þessi samskipti, sem fjallar meðal annars um hvernig eigi að tala við börnin og hlusta á þau. Árangursrík samskipti eru hér til umræðu. Samskipti kennara og nemenda  Hvernig nemandi verður sjálfstæður í hugsun og verkum  Hvernig kennari öðlast leikni til að gera hugsjónir að veruleika Morgunblaðið/Golli Kennarar þurfa þjálfun í leikni í ákveðnum aðferðum til að samskiptin í skólastofunni verði árangursrík. ’ Gordon vill leysaupp dæmigerðar þverstæður í skóla- stofunni og byggja upp jákvæði. ‘  HÉR ER dæmi úr bók Gordons um kennara sem stillir sig um að benda nemandanum á lausn. Nem.: Ég kom til að fá þínar hugmyndir um hvað ég ætti að skrifa. Kennari: Þú ert óviss um hvaða efni þú átt að velja. Er það rétt? Nem.: Já, ég er búinn að velta þessu fyrir mér í marga daga og veit ekkert hvað ég á að velja. Ég veit að þú hefur einhverjar hug- myndir. Kenn.: Þú hefur glímt við þetta án þess að komast neitt áleiðis. Nem.: Hvað hafa aðrir valið sem gott er að skrifa um? Kenn.: Þig vantar efni sem er sérlega gott að skrifa um? Nem.: Já, ég verð að fá A fyrir þetta verkefni svo ég fái A út úr námskeiðinu. Kenn.: Það er eins og þú sért undir miklum þrýstingi að fá A. Nem.: Já, pabbi og mamma æsa sig upp ef ég fæ ekki A. Þau vilja alltaf að ég verði eins góður og eldri systir mín, sem er alger heili! Kenn.: Þér finnst að þau ætlist til að þér gangi eins vel í skól- anum og henni. Nem.: Já, en ég er ekki líkur henni. Ég hef önnur áhugamál og ég vildi að foreldrar mínir skildu að ég er ekki eins og Linda sem gerir ekkert annað en að læra. Kenn.: Þér finnst þú vera ólíkur systur þinni og vilt að foreldrar þínir viðurkenni það. Nem.: Ja, ég hef aldrei talað um þetta við þau en ég held ég geri það núna. Kannski þau hætti að pressa svona á að ég verði A- nemandi. Kenn.: Þú ert að hugsa um að segja þeim hvernig þér líður. Nem.: Ég tapa engu á því og kannski hjálpar það. Kenn.: Allt að vinna, engu að tapa. Nem.: Já, ef þau hættu að þrýsta svona á mig þyrfti ég ekki að hafa svona miklar áhyggjur af einkunnum og myndi jafnvel læra meira. Kenn.: Þú fengir jafnvel meira út úr náminu. Nem.: Já, og þá gæti ég skrifað um eitthvað sem ég hef áhuga á og lært eitthvað af því. Þakka þér fyrir hjálpina. Kenn.: Ekkert að þakka. Árangursríkt samtal  ÓLAFUR H. Jóhannsson við Kennaraháskóla Íslands þýddi bókina Samskipti kennara og nemenda (Æskan, 2001) Hvaða erindi á þessi bók til kennara? í bókinni er kennurum leið- beint um hvernig þeir geta byggt upp jákvæð samskipti við nemendur sína og skapað með því móti aðstæður sem viðhalda og styrkja eðlislæga forvitni og námslöngun. Megináhersla er lögð á að leiðbeina kennurum um að leysa úr deilum meðal nemenda og leysa úr deilum sem skapast milli kennara og nemenda. Þessi samskipti ein- kennast af því að í þeim bíður hvorki nemandi né kennari lægri hlut heldur er leitað að lausnum sem báðir eru sáttir við. Til að þetta takist þarf kennari að þjálfa með sér virka hlustun og læra þannig að skyggnast bak við orð og at- hafnir barnsins til að komast að rótum vandans. Hann þarf einn- ig að temja sér að senda svo- kölluð „ég-boð“ þar sem hann lætur skoðun sína og afstöðu skýrt í ljós en forðast „þú-boð“ sem fela í sér gagnrýni og kalla fram varnarviðbrögð. Gordon leggur áherslu á að efla með börnum sjálfstjórn og ábyrgð á eigin gjörðum, að því miða at- hafnir kennarans.“ Hver er dr. Thomas Gordon? „Um hann veit ég lítið utan efnið í tveimur aðalbókum hans. Ég held að fullyrða megi að hann sé sál- fræðingur. Hann stofnaði og rak sjálfstætt ráðgjafarfyr- irtæki, Effectiveness Training Inc., og á vegum þess hefur hann haldið fjöldann allan af námskeiðum fyrir kennara og fyrir foreldra um þessi jákvæðu og árangursríku samskipti. Þess má geta að hér á landi hafa sálfræðingarnir Hugo Þór- isson og Vilhelm Norfjörð hald- ið fjölmörg námskeið fyrir for- eldra þar sem kenningar og aðferðir Gordons eru lagðar til grundvallar.“ Er þessi aðferð kenndi í KHÍ? Læra kennaraefni hvernig á að tala við nemendur og hvernig ekki? „Umfjöllun um samskipti kennara og nemenda vega þungt í kennaranáminu. Ég get ekki án þess að kanna það bet- ur fullyrt um hversu aðferðir Gordons vega þar þungt. En ég veit að þessi bók verður notuð á námskeiðum nú á vormisseri.“ Hvaða erindi á þessi bók til kennara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.