Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSTJÓRI Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss hélt í gær nokkra fundi
með starfsmönnum spítalans þar
sem hann kynnti fjárhagsstöðu spít-
alans og aðgerðir sem grípa verður
til, meðal annars uppsagnir starfs-
manna. Þegar hefur verið sagt upp
25 starfsmönnum á ýmsum deildum
yfirstjórnar spítalans. Haldnir verða
fleiri slíkir fundir í dag. Forráða-
menn Landspítala hafa einnig kynnt
Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð-
herra hugmyndir um aðgerðir.
Magnús Pétursson, forstjóri LSH,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ekki væri einfalt að mæta þeirri
kröfu stjórnvalda um að draga sam-
an starfsemina um 4% á þessu ári.
Það þýðir 700 til 800 milljóna króna
samdrátt. Segir Magnús að grípa
verði til fjölþættra aðhaldsaðgerða
og meðal þess sem hann kynnir á
fundunum er að draga úr starfs-
mannahaldi. Um 70% rekstrarkostn-
aðar spítalans er vegna launa.
Ekki hafa verið ákveðnar upp-
sagnir að því frátöldu að sagt hefur
verið upp 25 manns sem starfað hafa
á ýmsum sviðum stjórnsýslu spítal-
ans. Nefndi Magnús sem dæmi að 6
manns hafa hætt í tölvudeild. Hann
segir ekki tímabært að ákveða frek-
ari uppsagnir en reynt verður einnig
að ná sparnaði með því að minnka yf-
irvinnu, fækka vöktum og að minnka
starfshlutfall þar sem því verður við
komið. Allmargir læknar eru t.d. í
hlutastörfum með öðrum störfum ut-
an spítalans og verður t.d. hugað að
því að minnka starfshlutfall þeirra.
Þá verður reynt að ráða ekki í störf
þeirra sem kunna að hætta og starfs-
mannaveltan þannig nýtt til að
fækka fólki. Hún er hins vegar mjög
misjöfn, t.d. hæg meðal lækna.
Magnús segir fækkun starfsmanna
og minni yfirvinnu koma niður á öll-
um starfsgreinum spítalans. Í gær
voru haldnir fundir í Fossvogi, í
rannsóknastofnunum við Ármúla 1
og við Hringbraut.
Hugsanlegt að flytja
verkefni annað
Fram kom í máli Magnúsar á
fundinum á Landspítalanum að á
spítalanum færi fram ákveðið
kjarnastarf í heilbrigðiskerfinu og
bráðaþjónusta. Þar færi einnig fram
ýmis starfsemi sem einnig gæti farið
fram annars staðar og nokkuð væri
um þjónustu sem heyrði að sínu mati
fremur undir félagsmálaráðuneytið,
m.a. í Gunnarsholti og Arnarholti. Þá
nefndi Magnús sem dæmi að tækni-
frjóvgun gæti allt eins farið fram
annars staðar. Sagði hann spítalann
leggja kringum 50 milljónir með því
starfi. Einnig sagði hann hugsanlegt
að auglækningar gætu farið fram
annars staðar að nokkru leyti og
nefndi einnig húðlækningar og öldr-
unarlækningar. Forstjórinn nefndi
að með tilkomu hjúkrunarheimilisins
Sóltúns hefðu 72 rúm losnað á Land-
spítala og þyrfti að ákveða hvernig
þau yrðu nýtt eða hvort þau ættu að
standa ónotuð.
Jafnframt því sem Magnús Pét-
ursson kynnti heilbrigðisráðherra
hugmyndir um samdráttaraðgerðir
kvaðst hann hafa lagt fram hugmynd
um að Landspítalinn tæki að sér að
stytta biðlista. Væri hún í því fólgin
að spítalinn annaðist 100 bæklunar-
aðgerðir og 100 þindaraðgerðir og
fengi greitt fyrir það 52 milljónir
króna. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Magnús ráðuneytið hafa lagt
til hliðar 80 milljónir til að vinna á
biðlistum og í ljósi þess hefði hann
sett fram þessa hugmynd. Með því
væri unnt að nýta betur getu spít-
alans á þessu sviði.
Á fundinum varpaði einn fyrir-
spyrjandi því fram hvort ekki væri
hætta á að fjármagn flyttist frá spít-
alanum ef einhver þáttur yrði lagður
niður, t.d. tæknifrjóvganir. Sagði
Magnús slíkt ekki koma til greina af
hálfu spítalans. Í tengslum við þetta
var einnig spurt hvort ekki væri
hægt að bjóða meiri þjónustu og afla
tekna á þann veg, t.d. að spítalinn
tæki að sér ferliverk og byði jafnvel
sjúklingum frá útlöndum þjónustu.
Sagði Magnús ferliverk til skoðunar
og hugsanlegt væri að spítalinn fengi
aukin verkefni á þann veg og tilheyr-
andi greiðslur.
Forstjóri spítalans segir enga
breytingu á sameiningarvinnu spít-
alans. Hann segir hana skila hag-
ræðingu, m.a. vegna fækkunar
starfa, en jafnframt að leggja þurfi í
nokkurn kostnað til að halda þeirri
vinnu áfram, líklega um 200 milljónir
á árinu. Er hugmyndin að ná þeirri
upphæð með sölu eigna og telur for-
stjórinn það raunhæft.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið mikilvægt að sameiningarferl-
ið héldi áfram ótruflað á árinu.
Meðan það stæði væri ákveðinn órói
á spítalanum. Hann kvað líklegt að
takast myndi að ljúka sameiningunni
á þessu ári. Hann sagði heimildir í
fjárlögum fyrir áðurgreindri eigna-
sölu og væru heilbrigðisráðuneytið
og fjármálaráðuneytið sammála um
að hraða því verkefni.
Forstjóri Landspítala kynnir samdráttaraðgerðir í fundaröð með starfsmönnum
Morgunblaðið/Ásdís
Fundur forstjóra Landspítalans með starfsmönnum Landspítala í Fossvogi í gærmorgun var vel sóttur.
25 manns
sagt upp í yf-
irstjórninni
VIKULEGT áætlunarflug milli Eg-
ilsstaða og Düsseldorf hefst 7. júní nk.
og var undirritað samkomulag þess
efnis á Egilsstöðum í gær. Auk þýska
flugfélagsins LTU, eiga aðild að
samningnum ferðaskrifstofan Terra
Nova-Sól hf., Ferðamálaráð Íslands,
Þróunarstofa Austurlands, Markaðs-
stofa Austurlands og Ferðamálasam-
tök Austurlands. Samningurinn kveð-
ur m.a. á um að fyrrgreindir aðilar
munu vinna að því í allt að þrjú ár að
þróa og festa í sessi millilandaflug um
Egilsstaðaflugvöll. Að þeim tíma liðn-
um verður árangur verkefnisins met-
inn og ákvörðum tekin um framhald.
Á fjölmennum kynningarfundi á
Egilsstöðum í gær, var vandlega farið
yfir samninginn og gerðu allir aðilar
hans grein fyrir verkefnum fram und-
an og sóknarfærum tengdum nýrri
flugleið.
LTU hefur áætlunarflug um al-
þjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum hinn
7. júní nk. og heldur úti vikulegu flugi
fram til 30. ágúst. Flogið verður til
Egilsstaða frá Düsseldorf á föstudög-
um og sama dag til baka frá Egils-
stöðum með millilendingu í Keflavík.
Farkosturinn verður 180 sæta Air-
bus-farþegaþota í eigu LTU.
LTU skuldbindur sig í samningn-
um til að markaðssetja hina nýja flug-
leið fyrir að lágmarki 10 milljónir ís-
lenskra króna, í samráði við skrifstofu
Ferðamálaráðs í Þýskalandi. Mark-
aðsráð ferðaþjónustunnar leggur
fram aðra eins upphæð til kynningar í
Þýskalandi á hinni nýju innkomuleið
til Íslands, ásamt gisti- og afþreying-
armöguleikum á Austur- og Norður-
landi.
Terra Nova-Sól, sem verið hefur
umboðsaðili fyrir LTU frá árinu 1995,
sinnir sölu ferða í flugið, mótar fram-
tíðarhugmyndir og er leiðandi aðili í
verkefninu.
Ferðaskrifstofa Austurlands hefur
fyrirfram tryggt kaup á 500 sætum af
hálfu Íslendinga og koma þar einkum
að málum sveitarfélög, fyrirtæki og
Byggðastofnun, auk fjölmargra ein-
staklinga. Unnið verður að endursölu
sætanna á komandi mánuðum. Hlut-
verk Markaðsstofu Austurlands verð-
ur skipulagning og framkvæmd
margvíslegrar þjónustu við erlenda
farþega og Ferðamálasamtök fjórð-
ungsins munu vinna sérstakt kynn-
ingarefni, auk þess að stuðla að auknu
samstarfi við Norðlendinga.
Hin nýja flugleið er talin geta aukið
arðsemi í ferðaþjónustu á Norður- og
Austurlandi umtalsvert. Anton Ant-
onsson, framkvæmdastjóri Terra
Nova –Sólar hf. og einn helsti frum-
kvöðull verkefnisins, segir veltuna í
ferðaþjónustu á Austurlandi hugsan-
lega geta sexfaldast. Hann tekur sem
dæmi að 100 farþegar á vegum ferða-
skrifstofunnar gegnum Keflavík gefi
u.þ.b. 90 gistinætur á Norður- og
Austurlandi. Á sama svæði muni 100
farþegar gegnum Egilsstaðaflugvöll
skilja eftir sig 560 gistinætur og fjár-
hagslegur ávinningur sjálfsagt tífald-
ast vegna bættrar nýtingar á gistingu
í júní og meiri sölu á afþreyingu.
Stórviðburður í ferðaþjónustu
og samgöngumálum
Að sögn Gunnars Vignissonar hjá
Þróunarstofu Austurlands er um að
ræða stórviðburð jafnt í ferðaþjón-
ustu sem samgöngumálum landsins.
Hann segir að hugmyndir um milli-
landaflug um Egilsstaðaflugvöll megi
rekja til ársins 1988. Frá þeim tíma
hafi verið unnið með hugmyndina, en
þáttaskil hafi orðið árið 1995 þegar
Terra-Nova-Sól hf. hafi orðið um-
boðsaðili LTU. Markaðsstjóri al-
þjóðasviðs flugfélagsins gerði hið
sama ár úttekt á stöðu mála varðandi
millilandaflug um Egilsstaði. Mat
hans á þeim tíma var að skilyrði væru
ekki fyrir hendi, þar sem m.a. flug-
stöð væri ólokið, nægjanlegt gott
gistirými ekki fyrir hendi, markaðs-
setning á landinu óhagstæð flugi um
Egilsstaði, heimamarkaður takmark-
aður og ferðaþjónustan á svæðinu á
margan hátt frumstæð og þróunar-
starf í greininni óskipulagt. Frá þess-
um tíma hefur markvisst verið unnið
að bótum á þessum þáttum, m.a. með
hótelbyggingu og stofnun Markaðs-
stofu Austurlands sem leitt hefur til
víðtæks samstarfs ferðaþjónustuaðila
í norðurhluta Austurlands. Árið 2000
virtist flestum hindrunum rutt úr vegi
og stóð þá eftir sú áhætta sem óhjá-
kvæmilega fylgir því að opna nýja
flugleið og markaðssetning íslenskra
ferðamálayfirvalda til að koma hinni
nýju flugleið á framfæri. Fyrra atrið-
ið var leyst með staðfestingu á 500
sæta kaupum í fjórðungnum. Þá benti
Gunnar á að hlutverk skrifstofu
Ferðamálaráðs í Þýskalandi væri nú
allra mikilvægasti þáttur þess sem
ógert væri varðandi flugið og mikil-
vægt að þar yrði vel að málum staðið.
Þróunarstofan mun vinna að því að
tryggja að aðstaða á Egilsstaðaflug-
velli og flugstöðin þar uppfylli kröfur
LTU og farþega og aðstoðar við öflun
fjármagns til aðgerða sem verkefnið
kallar á í framtíðinni.
LTU er annað stærsta leiguflug-
félag Þýskalands og hefur verið rekið
í 40 ár. Eigendur þess eru m.a.
Sparkasso Düsseldorf sem í fyrra
keypti 49% hlut Swissair, nokkrar
ferðaskrifstofur og fjárfestingarfélag.
LTU áformar að bæta við flugi frá
München til Egilsstaða árið 2003,
hefja flug frá Düsseldorf til Akureyr-
ar árið 2004 og frá München til Ak-
ureyrar árið 2005. Lenging flugtíma-
bils LTU til Íslands er sett sem
markmið áranna 2006–2010.
Flogið verður vikulega milli
Egilsstaða og Düsseldorf
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Steinunn
Frá undirritun samkomulagsins. F.v. Gunnar Vignisson, Þróunarstofu
Austurlands, Anton Antonsson, framkvæmdastjóri Terra Nova-Sól hf.,
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, Ás-
mundur Gíslason, formaður Ferðamálasamtaka Austurlands, Jóhanna
Gísladóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands, og Hannibal
Guðmundsson, Ferðaskrifstofu Austurlands.
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI telur
ekki tilefni til þess að gera athuga-
semdir vegna framgöngu lögreglu-
manna í samskiptum við blaðaljós-
myndara 7. ágúst sl. við Reykja-
víkurhöfn. Tildrög voru þau að
Alþjóðaflutningaverkamannasam-
bandið, íslensk sjómannasamtök og
Félag leiðsögumanna boðuðu til að-
gerða á Miðbakka vegna komu
skipsins þar sem ekki hefði verið
gengið frá alþjóðlega viðurkenndum
samningum varðandi kjör áhafnar-
innar. Stympingar urðu og voru þrír
handteknir, þeirra á meðal formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Kvartaði ljósmyndari Morgun-
blaðsins og DV yfir framgöngu lög-
reglunnar í sinn garð og lýsti Blaða-
mannafélags Íslands yfir hneykslun
sinni yfir því að lögreglan hefði
hindrað blaðamenn við störf og brot-
ið stjórnarskrárvernduð réttindi
þeirra. Ljósmyndari DV sagði að
komið hefði verið aftan að honum og
rifið í hann og ljósmyndari Morgun-
blaðsins sagði að lögreglumaður
hefði sett handlegg fyrir myndavél
hans og fylgt linsunni eftir. Lög-
reglumaðurinn, sem í hlut átti í síð-
arnefnda tilvikinu, sagðist ekki hafa
sett höndina viljandi fyrir myndavél-
ina heldur hafi hann verið að halda
ljósmyndaranum frá átökum sem
áttu sér stað og einnig til þess að
hann kæmist ekki nær þeim. Ljós-
myndari DV lýsti því svo að tekið
hafi verið aftan í axlir hans. Hafi
hann þá hreyft sig til og strax losnað.
Í niðurstöðu ríkislögreglustjóra
segir að ráða megi af gögnum þessa
máls að þyngst vegi sérstakar og erf-
iðar kringumstæður, bæði fyrir lög-
regluna og ljósmyndara, þar sem
takmarkað athafnasvæði er megin-
orsök þess ágreinings sem kom upp.
Sé ekki við neinn sérstakan að sak-
ast við þessar kringumstæður.
Framganga
lögreglunn-
ar ekki að-
finnsluverð