Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 8
Þér hefði nú verið nær að láta fagmanninn um þetta, góði.
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeiðahald Foreldrahússins
Mikilvægasta
hlutverk okkar
SÍÐUSTU daga hefurForeldrahúsið aug-lýst námskeið af
ýmsum toga, en rauði
þráðurinn er sjálfstyrk-
ing, sjálfstraust og fleira í
líkum dúr sem aðstoðar
fólk við að takast á við
verkefni framtíðarinnar
auk uppgjörs við fortíðina.
Athygli vekur, að nám-
skeiðin sem Foreldrahúsið
er að auglýsa nær til allra
aldurshópa. Það eru sér-
stök námskeið fyrir börn,
unglinga og fullorðna. Ólöf
Ásta Farestveit, uppeldis-
og afbrotafræðingur, hef-
ur umsjón með þessum
námskeiðum fyrir hönd
Foreldrahússins og Morg-
unblaðið lagði fyrir hana
nokkrar spurningar.
Hvenær var Foreldrahúsið
stofnað og af hvaða tilefni?
„Foreldrahúsið var stofnað 4.
apríl 1999 og er til húsa í Von-
arstræti 4b. Vímulaus æska og
Foreldrahópurinn reka Foreldra-
húsið og tilefnið var að auka þjón-
ustu við foreldra og börn þeirra.
Margir foreldrar höfðu haft sam-
band við Vímulausa æsku og talað
um að það vantaði aðgengilegri
og betri þjónustu við foreldra.
Foreldrahúsið veitir þjónutsu all-
an sólarhringinn og eftir að
vinnudegi lýkur tekur við For-
eldrasíminn þar sem foreldrar
geta hringt eftir upplýsingum um
hvert þeir geti snúið sér eftir því
hvert eðli vandans er. Foreldra-
síminn er oft fyrsta skrefið sem
foreldrar stíga til að leita sér
hjálpar fyrir sig og börn sín.“
Þið eruð að auglýsa þrjú nám-
skeið, eitt þeirra er „Öflugt sjálfs-
traust“. Segðu okkur eitthvað frá
því...
„Nýjasta verkefni Foreldra-
hússins er námskeiðið „Öflugt
sjálfstraust“. Þetta námskeið er
ætlað öllum foreldrum til að
byggja upp sjálfsmynd sína og
verða sterkar fyrirmyndir fyrir
börn sín. Öflugasta forvörnin og
sú sem dugar best er að ala upp
sterka og ákveðna einstaklinga,
þ.e.a.s. einstaklinga með gott
sjálfstraust. Sjálfstraust er færni
sem við getum tileinkað okkur og
eflt með þjálfun. Sjálfstraust
byggist á þeim tilfinningum og
hugmyndum sem við höfum um
okkur sjálf. Markmiðið með
þessu námskeiði er að öðlast trú á
sjálfan sig og eigin getu og geta
tekið ábyrgð á eigin lífi. Börn
þurfa góðan jarðveg og aðstæður
til að dafna og nýta eiginleika sína
til fulls. Það er mikilvægasta hlut-
verk okkar að skapa þennan jarð-
veg. Höfundar námskeiðsins eru
sálfræðingarnir Jóhann Ingi
Gunnarsson og Sæmundur Haf-
steinsson. Námskeiðið saman-
stendur af myndbandi, geisladisk
og vinnubók. Sérstök ánægja hef-
ur verið hjá þátttakendum með
hvað þeir fá góð gögn í hendur að
loknu námskeiði, sem nýtist vel til
upprifjunar á efninu.“
Annað er „Sjálf-
styrking unglinga“...
„Sjálfstyrking ung-
linga fór af stað fyrir
tveimur árum og hefur
verið mjög vinsælt
námskeið. Það er hugsað til þess
að efla sjálfstraust og sjálfsvirð-
ingu unglinganna og gera þá í
stakk búna til þess að takast á við
þá erfiðleika sem upp koma í sam-
félaginu sem við búum í. Einnig
er komið inn á forvarnir gagnvart
vímuefnum. Unglingum er kennt
að þekkja eigin tilfinningar og
hvernig hægt er að verða sjálf-
stæður einstaklingur með sjálf-
stæðar skoðanir. Unglingunum er
skipt upp í tvo hópa á námskeið-
unum, þ.e. stelpu- og strákahópa
fyrir 13–14 ára og svo hóp fyrir
15–16 ára. Á námskeiðið hafa
unglingar sótt sem hafa ein-
hverra hluta vegna átt erfitt fé-
lagslega, lent í einelti eða bara til
að takast á við feimni.“
Og það þriðja, „Börn eru líka
fólk“?
„Þetta námskeið er fyrir börn á
aldrinum 6 til 12 ára og foreldra
þeirra. Ráðgjafi sér um börnin og
svo er sálfræðingur sem vinnur
með foreldrunum á sama tíma.
Þetta eru oftast börn sem búa við
einhvers konar vanda sem þarf að
takast á við á heimilinu. Sem
dæmi má nefna börn sem búa við
áfengisneyslu foreldra eða for-
eldris. Á námskeiðinu er börnun-
um kennt að þau bera ekki
ábyrgð á fullorðna fólkinu. Farið
er í gegn um tilfinningar
barnanna og hvernig þeim líður
við mismunandi aðstæður og hvað
hægt er að gera við reiði og nei-
kvæðar tilfinningar. Einnig er
tekist á við daglega þætti í lífi
barnsins, t.d. vandamálin í skóla,
milli systkina o.fl.
Hvernig fara námskeiðin fram?
„Námskeiðin fyrir börnin fara
öll fram í Foreldrahúsinu. Nám-
skeiðin standa yfir í 10 vikur og
eru einu sinni í viku, eina og hálfa
klukkustund í senn.“
Hvað með skráningu, skrá
börn og unglingar sig
sjálf, eða hafa foreldr-
ar eða aðrir milli-
göngu?
„Yfirleitt hafa for-
eldrar samband og
skrá börn sín. Í „Börn eru líka
fólk“ skrá báðir foreldrar sig með
barninu, eða annað foreldrið.
Er fleira á döfinni á næstunni?
„Á hverju ári hefur Foreldra-
húsið verið með hin ýmsu verk-
efni. Ávallt er reynt að bregðast
við óskum foreldra og barna og
mæta þörfum hvers tíma. For-
eldrahúsið hefur einvalalið af fag-
fólki og foreldrum.“
Ólöf Ásta Farestveit
Ólöf Ásta Farestveit er fædd í
Reykjavík 17. maí 1969. Hún er
stúdent frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1989 og 1994 lauk hún BA-
prófi í uppeldis- og afbrotafræði
við Háskólann í Stokkhólmi.
1994 hóf hún störf hjá Meðferð-
arstöð ríkisins við meðferð ung-
linga og var þrjú ár deildarstjóri
á Stuðlum en sl. þrjú ár hefur
hún haft umsjón með nám-
skeiðahaldi fyrir börn og ung-
linga á vegum Vímulausrar æsku
og setið í framkvæmdastjórn
samtakanna í 5 ár. Eiginmaður
hennar er Þráinn B. Farestveit
og eiga þau tvö börn, Bjarna og
Dröfn.
Foreldrahúsið
hefur
einvalalið
VILHJÁLMUR Birgisson, sem situr
í aðalstjórn Verkalýðsfélags Akra-
ness, mun senda Alþýðusambandi Ís-
lands málefni félagsins til umfjöllunar
í kjölfar þess að hann hefur engin við-
brögð fengið hjá meirihluta stjórnar
félagsins við framkominni van-
trauststillögu á meirihlutann. Tillag-
an var samþykkt á framhaldsaðal-
fundi félagsins 13. desember.
Tillöguflutningurinn var reistur á
meintri vanrækslu af hálfu meirihluta
stjórnarinnar en Vilhjálmur, sem var
flutningsmaður tillögunnar, segir
hluta bókhalds félagsins, vinnumiðlun
– stéttamiðlun, ekki hafa verið endur-
skoðaðan í tíu ár. Þá hafi útistandandi
skuldir, sem nema milljónum króna,
ekki verið innheimtar, auk þess sem
ávöxtunarkjörum félagsins hafi verið
verulega ábótavant.
Á fyrrnefndum aðalfundi félagsins
13. desember var einnig samþykkt að
senda bókhald félagsins í opinbera
rannsókn. Unnið er að greinargerð
sem senda á ríkislögreglustjóra vegna
málsins.
Vilhjálmur hefur ennfremur stefnt
verkalýðsfélaginu fyrir héraðsdóm
þar sem hann krefst þess að fá að
skoða bókhaldsgögn félagsins en hon-
um hefur verið neitað um aðgang að
umbeðnum gögnum. Stefnan var
þingfest í Héraðsdómi Vesturlands 4.
desember sl. og verður tekin fyrir 15.
janúar.
Vantrauststillaga á stjórn Verkalýðsfélags Akraness
ASÍ mun fá málefni fé-
lagsins til umfjöllunar
Sjálfstæðismenn
í Mosfellsbæ
Þrettán
taka þátt í
prófkjöri
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í
Mosfellsbæ fer fram 9. febrúar
næstkomandi.
Þrettán taka þátt í prófkjörinu og
eru þátttakendur þessir:
Bjarki Sigurðsson, Bryndís Har-
aldsdóttir, Guðmundur S. Pétursson,
Gylfi Guðjónsson, Hafdís Rut Rúd-
ólfsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Har-
aldur H. Guðjónsson, Haraldur
Sverrisson, Herdís Sigurjónsdóttir,
Klara Sigurðardóttir, Ólafur Matt-
híasson, Pétur Berg Matthíasson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Tveir bæjarfulltrúar hætta
Af þeim sem tilkynnt hafa fram-
boð er Herdís sú eina sem nú á sæti í
bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúarnir Hákon Björns-
son og Ásta Björg Björnsdóttir gefa
ekki kost á sér áfram né heldur Pét-
ur U. Fenger, 1. varabæjarfulltrúi,
segir í fréttatilkynningu frá Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá
menn kjörna í bæjarstjórn Mosfells-
bæjar í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum. Flokkurinn hefur verið í
minnihluta í bæjarstjórn síðan í
kosningunum 1994.