Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 57 Sími 552 3030 úts ala N ýt t ko rt at ím ab il Sjöunda þáttaröð: Keppendurnir (Series 7: The Contenders) Heimildarmynd/Gamanmynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (102 mín.) Leikstjórn Dan- iel Miahan. Aðalhlutverk Brooke Smith, Marylouise Burke. EF flokka á þessa sem gaman- mynd er eins gott að fylgi sögunni að þær gerast ekki mikið svartari. Hér er nefnilega gert fullkomlega mis- kunnarlaust, og það sem meira er, ábyrgðarlaust stólpagrín að heitasta afþreyingarefni samtímans, veru- leikasjónvarpinu. Þessum þáttum sem tröllriðið hafa sjónvarpsheimin- um undanfarin ár. Fyrst fremur meinleysislegum Rescue 911 með sviðsettum lífs- háskaatriðum og dramatískum lýs- ingum kapteins Kirks, Williams Shatners, svo sora- spjallþáttum Jerry Springers og fé- laga, þá alvöru raunveruleikasjónvarp á borð við unglingaveikina Real World og síðar gluggagægjuna Big Brothers og enda- laust mörg klónfyrirbrigði og nú síðast allra stærsta fyrirbærinu, æsilegri keppni „alvöru fólks“ um fúlgur fjár með tilheyrandi undirferli, stungum í bakið og framhjáhaldi í þáttum eins og Survivors og Temptation Island. Hér er fastast skotið á þessa síðast- nefndu og kannski hvað augljósast því Keppendurnir fjallar um keppni al- vöru fólks, þar sem verðlaunin eru ekki peningar heldur það dýrmætasta af öllu, lífið sjálft, eins og markaðs- heilar á bak við þættina ímynduðu hafa kosið að bera þá á borð. Allir of- annefndu þættirnir fá líka sinn skerf af skotum og það vel föst. Ekki ætla ég að fara að meta það hvort ábyrgðarmenn raunveruleika- sjónvarpsins og fylgjendur þess eigi þessi skot skilið. Það er undir hverj- um og einum áhorfanda komið að meta það. En það breytir því ekki að beittari ádeilu á afþreyingu samtím- ans er vart hægt að hugsa sér og það er ólíklegt að hægt sé að líta raun- veruleikasjónvarp sömu augum á eft- ir. ½ Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Lífið er leikur ALLT útlit er fyrir að söngspíran óstýriláta, Robbie Williams, sláist í hóp hins sístækkandi hóps frægs fólks sem á það sam- eiginlegt að hafa komið fram sem gestir í teiknimyndaþátt- unum The Simpsons. Robbie er að sögn talsmanns meira en til í að gera þetta, þar sem þetta myndi alveg örugglega ýta undir frægð hans í Bandaríkjunum. „Þetta yrði frábært fyrir Robbie þar sem nafn hans er ekki enn orðið hinum almenna Bandaríkjamanni tamt í tungu,“ sagði fulltrúi frá Simpsons-þáttaröðinni. „Yfirmenn okkar vita að hann er stór í Evrópu og telja það vera tímaspursmál hvenær hann slái í gegn hér.“ Aðrar frægar persónur sem munu verða teiknaðar fyrir sama þátt eru Mel Gibson, Elton John, Sting og Elizabeth Taylor. Það er ekki erfitt að ímynda sér Robbie Williams sem teiknimyndapersónu, svona þegar pælt er í því. Robbie Simpson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.