Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNADEILD Háskóla Íslands hefur samþykkt reglur um inntöku- próf í deildina sem haldið verður í fyrsta sinn í júní nk. Prófið verður sameiginlegt fyrir nám í læknis- fræði og sjúkraþjálfun og er ætlað að vera að hluta til mat á almennri þekkingu, nálgun og úrlausn vanda- mála, en auk þess verður spurt um siðfræðileg álitaefni. Samþykkt hefur verið að fjölga þeim nemendum sem fá að halda áfram námi um átta í læknisfræði og tvo í sjúkraþjálfun, þannig að læknanemar á hverju ári verði framvegis 48 talsins og nemendur í sjúkraþjálfun 20. Tveir prófdagar, alls tólf klukkustundir Að sögn Stefáns Baldvins Sig- urðssonar, prófessors og varafor- seta læknadeildar, verður öllum nemendum sem hafa stúdentspróf heimilt að þreyta inntökuprófið. Hann segir að prófið verði þannig uppbyggt, að prófdagar verði tveir með þremur tveggja tíma próftím- um hvorn daginn, eða 12 klukku- stundir alls. Lágmarkseinkunn í prófinu er 5,0. Fram kemur í reglum um inn- tökuprófið sem læknadeild hefur samþykkt, að í stað hefðbundinna viðtala sem nú tíðkast við inntöku nýnema, verði prófið að hluta til mat á almennri þekkingu, nálgun og úr- lausn vandamála, svo og spurningar um siðferðileg álitaefni. Tveir tveggja tíma próftímar verða nýttir fyrir þennan hluta sem gildir 30% af heild. Í þeim hluta er um að ræða krossapróf og stuttar ritgerðir og byggist þessi námsþáttur ekki á ákveðnu námsefni. Hinir próftímarnir fjórir verða í formi krossaprófa eingöngu og gilda 70%. Að meðaltali er áætlað að nem- endur hafi tvær mínútur til þess að svara hverri spurningu, en þær verða alls 240. Miðað við aðalnámskrá framhaldsskóla Stefán Baldvin segir að í þeim spurningum verði miðað við náms- efni framhaldsskóla. Þetta verði þó gert í nokkrum skrefum, því enn hafi aðalnámskrá framhaldsskóla ekki tekið að fullu gildi. Þannig megi búast við því að prófið í júní nk. og einnig í júní 2003 taki mið af gildandi aðstæðum, en upp frá því verði miðað að fullu við aðalnám- skrána. Inntökuprófið er sameiginlegt fyrir báðar skorir læknadeildar, læknisfræði og sjúkraþjálfun, en að sögn Stefáns er heimilt að hafa mis- munandi vægi í einstökum próf- greinum fyrir hvora skor. Við inn- ritun í prófið ákveði nemendur fyrir hvora skorina (læknisfræði eða sjúkraþjálfun) prófúrlausn þeirra skuli metin með því að merkja töl- una 1 við þá skor sem við á. Jafn- framt geti nemendur óskað þess að prófúrlausn þeirra verði einnig met- in til hinnar skorarinnar með því að merkja töluna 2 við þá skor. Inntaka til náms í heilbrigðisvísindum „Þeir sem merkja töluna 1 við ákveðna skor ganga fyrir þeim sem merkja töluna 2 og koma þeir því fyrst til álita ef ekki ná nógu margir einkunninni 5,0 í þeirri skor,“ segir Stefán Baldvin. Hann leggur áherslu á um sé að ræða próf til inntöku nýnema til náms í heilbrigðisvísindum. Vísað er til þess í reglum um inntökuprófið, en þar segir: „Hugtakið „almenn þekking“ í skilningi reglna þessara miðast því við það markmið en svið- ið er í sjálfu sér ekki takmarkað að öðru leyti en því, að leitað verður eftir þekkingu á málefnum líðandi stundar s.s. á sviði mannlegra þátta, sögu og menningar hvers konar, fé- lagsfræði og heilbrigðisumræðu. Nálgun og úrlausn vandamála, svo og siðfræðileg afstaða, verða metin eftir lausnum sérstakra vandamála sem verða sett fram sem sjúkra- tilfelli eða annars konar vandamál til úrlausnar. Höfundar prófsins munu við gerð þess ákveða fyrir- fram hvaða áherslum er verið að sækjast eftir til að byggja ramma utan um einkunnagjöf.“ Læknanemar hafa verið undir of miklu álagi Hin síðustu ár hefur mikill fjöldi stúdenta, eða allt að 200 manns, les- ið stíft á haustönn í læknisfræðiskor fyrir jólapróf sem haldin eru í des- ember. 40 þeir hæstu úr þeim próf- um hafa fengið að halda áfram námi eftir sk. numerus clausus-reglu og sama fyrirkomulag hefur gilt um nám í sjúkraþjálfun í læknadeild. Nám í hjúkrunarfræði og ljósmóð- urfræðum heyrir ekki lengur undir deildina, því á sl. ári tók hjúkrunar- fræðideild til starfa. Spurður um ástæður breyting- anna nú segir Stefán Baldvin það mat deildarinnar að núverandi fyr- irkomulag hafi einfaldlega gengið sér til húðar. „Við höfum orðið meira og meira vör við það mikla álag á nemendur sem þessi aðferð hefur skapað og við veltum því fyrir okkur hvort virkilega væri nauðsyn- legt að taka tvö hundruð stúdenta, keyra þá áfram í sólarhringsvinnu heilt haust með öllu því mikla and- lega álagi sem því fylgir.“ Stefán segir að vissulega hafi hér áhrif að komnir séu inn nýir menn í yfirstjórn deildarinnar frá því nú- verandi fyrirkomulag var ákveðið og þeir hafi verið staðráðnir í að finna aðra leið. Hann segir stærsta kost- inn við breytinguna felast í því að mun betur sé farið með tíma nem- enda og álagið eigi að minnka. „Slík inntökupróf eru mjög þekkt erlendis, t.d. í Bandaríkjunum og þar er löng hefð fyrir þekkingar- og stöðuprófum. Það hefur auga leið að stúdentar úr ólíkum framhaldsskól- um eru með mismunandi stúdents- próf og einhvern veginn verður að raða þeim. Þetta er aðferð til þess,“ segir Stefán Baldvin ennfremur. Læknadeild hefur samþykkt að efna til inntökuprófs í skorir deildarinnar í júní Sameiginlegt próf fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í læknadeild verða haldin í fyrsta sinn í júní nk. Læknadeild Háskóla Ís- lands hefur samþykkt reglur um inntökupróf í deildina sem haldið verður í fyrsta sinn í júní nk. Í grein Björns Inga Hrafnssonar kem- ur fram að prófið verður sameiginlegt fyrir nám í læknisfræði og sjúkra- þjálfun og er ætlað að vera að hluta til mat á almennri þekkingu, nálgun og úrlausn vandamála, en auk þess verður spurt um sið- fræðileg álitaefni. bingi@mbl.is KOSTIR hinna nýju inntökuprófa í læknadeild eru fleiri en gallarnir, að mati Gísla Engilberts Haraldsson- ar, formanns Félags læknanema. Hann segir að málið sé mikið rætt meðal læknanema og almennt sé ánægja með þá ákvörðun að leggja af samkeppnisprófin (e. numerus clausus). Hins vegar valdi nokkrir óvissuþættir áhyggjum og brýnt sé að leysa úr þeim áður en prófið verði lagt fyrir í fyrsta sinn. „Við höfum rætt þessi mál í stjórn félagsins og eins verðum við vör við mikinn áhuga læknanema á breyt- ingunum, enda telja margir þær tímabærar. Segja má að stærsti kosturinn felist í því að stúdentar þurfi ekki að verja heilum vetri í nánast mannskemmandi klásus- próf, en geta þess í stað nýtt tímann í annað nám, komist þeir ekki inn í deildina,“ segir Gísli. Ekki hljótist aukinn kostnaður af framkvæmd prófsins Hins vegar nefnir formaður læknanema einnig nokkra þætti sem valdi áhyggjum, t.d. þá óvissu sem ríki um námsefni til prófs. Það sé mat læknanema að námsefni læknadeildar eigi þar að fá meira vægi, enda sé það líklegra til þess að nýtast læknanemum í námi og starfi síðar meir. Sérsaklega segir Gísli mikilvægt í þessu sambandi að stúdentar fái að vita með góðum fyrirvara hvað eigi að lesa fyrir slíkt inntökupróf. „Það er verið að vinna að gerð þessa prófs þessa dagana og við læknanemar fáum að koma að fram- kvæmdinni með einhverjum hætti,“ segir Gísli Engilbert. Hann segir Félag læknanema einnig mjög áfram um að aukinn kostnaður hljótist ekki af slíkri framkvæmd fyrir nemendur, enda sé það skiln- ingur þeirra og Stúdentaráðs að slík próf séu aðeins hluti af námi skólans og falli því undir innritunargjöld sem stúdentar greiða á ári hverju. Þeir sem ekki hafa komist áfram áhyggjufullir nú „Við höfum líka orðið vör við nokkrar áhyggjur þeirra stúdenta sem hafa þreytt samkeppnisprófin einu sinni eða tvisvar og ekki komist inn. Hingað til hafa slíkir nemendur þótt hafa nokkurt forskot í prófun- um, en nú ber svo við að þessir nem- endur lýsa yfir áhyggjum sínum og telja lesefnið fyrir inntökuprófið sérsniðið fyrir framhaldsskóla- nema. Þetta þarf að athuga vel,“ segir Gísli, en nefnir á móti þær rök- semdir að umræddir stúdentar hafi nú tíma fram í júní til lestrar og undirbúnings fyrir inntökuprófið en framhaldsskólanemar þurfi að búa sig undir stúdentspróf og gangast undir þau áður en að inntökuprófinu kemur í júní nk. Formaður Félags læknanema um inntökupróf Kostirnir við prófin fleiri en gallarnir Mikil umræða hefur skapast meðal lækna- nema um inn- tökupróf AFGANGUR verður á rekstri embætti lögreglustjórans í Reykja- vík á nýliðnu ári, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. Námu gjöldin 1.707 milljónum króna en fjárheim- ildir embættisins hljóðuðu upp á 1.722 milljónir og munar því 15 milljónum króna. Viðsnúningur úr halla í afgang skýrist fyrst og fremst af því að fækkun lögreglu- manna og annars starfsfólks skil- aði meiri sparnaði en reiknað var með. Launagreiðslur eru stærsti út- gjaldaliðurinn hjá lögreglustjóra- embættinu en þær námu 1.420 milljónum árið 2001. Önnur gjöld voru 305 milljónir og sértekjur 18 milljónum. Í skýrslu Sólmundar Más Jóns- sonar, framkvæmdastjóra þjón- ustu- og rekstrarsviðs lögreglunn- ar í Reykjavík, kemur fram að síðasta ár hafi verið erfitt í allri áætlanagerð vegna kjarasamninga. Þannig voru kjarasamningar lög- reglumanna ekki undirritaðir fyrr en í júlí, hækkanir og breytingar á yfirvinnu lögreglumanna komu til framkvæmda 1. september, hækk- un fjárveitinga vegna kjarasamn- inga lá ekki fyrir fyrr en um miðj- an október og stofnanasamningur lögreglumanna kom ekki til fram- kvæmda fyrr en 1. desember. Því þurfti lengst af árinu að gefa sér ákveðnar forsendur og af varfærn- issjónarmiðum var þess gætt að hafa þær ekki of bjartsýnar. Ársverkum hjá embættinu fækkaði milli ára Þá er kjarasamningur lögreglu- manna (stofnanasamningurinn) ekki að fullu kominn til fram- kvæmda og er eftir að greiða út samkvæmt viðbótarforsendum frá og með 1. september sl. en kostn- aður vegna þessa er metin á nokkr- ar milljónir króna. Árið 2000 voru alls greidd 4.487 mánaðarlaun en árið 2001 voru þau 4.197 og fækkaði því um 290 mán- aðarlaun eða um 6,5 % fækkun milli ára. Ársverk mánaðarlauna voru því um 350 á móti 374 árið á undan sem er fækkun um 24 árs- verk. Af þessari fækkun eru 6–7 ársverk vegna tilfærslu lögreglu- manna af stjórnstöð embættisins yfir á Fjarskiptamiðstöð lögregl- unnar um mitt ár 2000 . Rekstrarafgang- ur 15 milljónir Embætti lögreglustjórans í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.