Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 37
Í ÁRAMÓTABLAÐI
Morgunblaðsins fjallar
Kristinn Geirsson fráfar-
andi framkvæmdastjóri
Goða hf., nú Kjötumboðs-
ins, á þann hátt um sam-
skipti við bændur að gera
verður athugasemdir þar
við.
Kristinn heldur því
m.a. fram að hann hafi
mætt mikilli andstöðu við
það sem hann nefnir fyr-
irhugaðar hagræðingar-
aðgerðir.
Goði varð til við sam-
runa nokkurra fyrirtækja
í slátrun og kjötvinnslu
um mitt ár 2000 og virtist reka
stjórnlítið að feigðarósi í sláturtíð
það haust. Kristinn tók síðan við
framkvæmdastjórn fyrirtækisins í
lok ársins og varð ekki séð að við
það næðist nein festa í stjórnun
þess. Því kallaði stjórn Bændasam-
takanna Kristin á sinn fund í byrjun
mars 2001 vegna óvissu um uppgjör
á kjötinnleggi bænda. Á þeim fundi
fullvissaði Kristinn stjórnina um að
eigið fé fyrirtækisins væri nálægt
500 milljónum og taphætta því ekki
samfara áframhaldandi viðskiptum.
Framkvæmdastjóri Goða hafði síð-
an lítið samband við forsvarsmenn
bænda á næstu mánuðum enda upp-
tekinn við að vega og meta hvort
framtíðaruppbygging fyrirtækisins
yrði í Mosfellsbæ, Selfossi eða
Borgarnesi. Á sama tíma hrönnuð-
ust upp vanskil fyrirtækisins við
bændur og í lok júní kynnti fram-
kvæmdastjórinn
sauðfjárbændum að
Goði gæti ekki
ábyrgst greiðslur til
bænda fyrir afurðir
á komandi hausti en
kynnti jafnframt
hugmyndir um nýtt
sláturskipulag og í
framhaldi af því ná-
lægt 20% raunlækk-
un á afurðaverði
sauðfjár til bænda
sem hefði þýtt ná-
lægt 50% lækkun á
árslaunum margra
sauðfjárbænda.
Andstaða bænda við
þessar hugmyndir hefði því ekki átt
að koma á óvart. Raunar gerir
Kristinn ágætlega grein fyrir mark-
miðum sínum í lok viðtalsins þegar
hann leggur áherslu á að mynda
verði samningskraft gagnvart
bændum. Sé að marka ummæli
framkvæmdastjórans í mars hefur
honum nokkuð miðað í að vinna
gegn bændum því við nauðasamn-
ingaboð í nóvember virtist vanta um
500 milljónir á að Goði eigi fyrir
skuldum og hefur staða Goða þá
versnað um nálægt 1 miljarð á átta
mánuðum. Á bændum lendir stór
hluti þessa í formi tapaðra krafna og
upplausnar og óvissu í slátrun,
vinnslu og sölu afurða.
Fullyrðingar Kristins um að mörg
kaupfélög virðist hafi farið á haus-
inn vegna taprekstrar í slátrun og
kjötvinnslu eru órökstuddar enda
munu fleiri kaupfélög hafa komist í
þrot vegna tapa af verslun, útgerð
eða fjárfestingum í ýmiss konar at-
vinnufyrirtækjum.
Að lokum er rétt að nefna að for-
svarsmenn bænda á hverjum tíma
hafa unnið markvisst að hagræðingu
í afurðavinnslu og hefur sauðfjár-
sláturhúsum fækkað úr 58 1980 í 17
haustið 2001 og á sama tímabili hef-
ur mjólkurbúum fækkað úr 17 í 10.
Um fjörbrot
Goða hf.
Ari Teitsson
Rekstur
Á bændum lendir stór
hluti þessa, segir Ari
Teitsson, í formi tap-
aðra krafna og upp-
lausnar og óvissu í
slátrun, vinnslu og sölu
afurða.
Höfundur er formaður
Bændasamtaka Íslands.
20-80%
VETRAR
ÚTSALA!
afsláttur
Opið í Glæsibæ: Mánud.–föstud. kl. 10–18, laugard. kl. 10–16.
Opið í Smáralind: Mánud.–föstud. kl. 11–20, laugard. kl. 10–18, sunnud. kl. 12–18.
Póstsendum samdægurs.
Fjällräven úlpur, jakkar, buxur,
nærfatnaður og fleira.
Úlpur fyrir alla aldurshópa • Skíðafatnaður • Húfur og vettlingar
Sundfatnaður • íþróttaskór og íþróttafatnaður • Töskur og bakpokar
Rýmingarsala í Útilífi Glæsibæ á öllum hokkí vörum.
www.valholl.is
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 80 fm raðhús á einni
hæð með glæsilegu útsýni. 2 svefnherbergi, rúmgóð stofa
og fallegt parket. Nýstandsett baðherb. Sérinngangur.
Áhv. 7,1 millj. í húsbréfum.
BREKKUBYGGÐ - RAÐHÚS
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is