Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 37 Í ÁRAMÓTABLAÐI Morgunblaðsins fjallar Kristinn Geirsson fráfar- andi framkvæmdastjóri Goða hf., nú Kjötumboðs- ins, á þann hátt um sam- skipti við bændur að gera verður athugasemdir þar við. Kristinn heldur því m.a. fram að hann hafi mætt mikilli andstöðu við það sem hann nefnir fyr- irhugaðar hagræðingar- aðgerðir. Goði varð til við sam- runa nokkurra fyrirtækja í slátrun og kjötvinnslu um mitt ár 2000 og virtist reka stjórnlítið að feigðarósi í sláturtíð það haust. Kristinn tók síðan við framkvæmdastjórn fyrirtækisins í lok ársins og varð ekki séð að við það næðist nein festa í stjórnun þess. Því kallaði stjórn Bændasam- takanna Kristin á sinn fund í byrjun mars 2001 vegna óvissu um uppgjör á kjötinnleggi bænda. Á þeim fundi fullvissaði Kristinn stjórnina um að eigið fé fyrirtækisins væri nálægt 500 milljónum og taphætta því ekki samfara áframhaldandi viðskiptum. Framkvæmdastjóri Goða hafði síð- an lítið samband við forsvarsmenn bænda á næstu mánuðum enda upp- tekinn við að vega og meta hvort framtíðaruppbygging fyrirtækisins yrði í Mosfellsbæ, Selfossi eða Borgarnesi. Á sama tíma hrönnuð- ust upp vanskil fyrirtækisins við bændur og í lok júní kynnti fram- kvæmdastjórinn sauðfjárbændum að Goði gæti ekki ábyrgst greiðslur til bænda fyrir afurðir á komandi hausti en kynnti jafnframt hugmyndir um nýtt sláturskipulag og í framhaldi af því ná- lægt 20% raunlækk- un á afurðaverði sauðfjár til bænda sem hefði þýtt ná- lægt 50% lækkun á árslaunum margra sauðfjárbænda. Andstaða bænda við þessar hugmyndir hefði því ekki átt að koma á óvart. Raunar gerir Kristinn ágætlega grein fyrir mark- miðum sínum í lok viðtalsins þegar hann leggur áherslu á að mynda verði samningskraft gagnvart bændum. Sé að marka ummæli framkvæmdastjórans í mars hefur honum nokkuð miðað í að vinna gegn bændum því við nauðasamn- ingaboð í nóvember virtist vanta um 500 milljónir á að Goði eigi fyrir skuldum og hefur staða Goða þá versnað um nálægt 1 miljarð á átta mánuðum. Á bændum lendir stór hluti þessa í formi tapaðra krafna og upplausnar og óvissu í slátrun, vinnslu og sölu afurða. Fullyrðingar Kristins um að mörg kaupfélög virðist hafi farið á haus- inn vegna taprekstrar í slátrun og kjötvinnslu eru órökstuddar enda munu fleiri kaupfélög hafa komist í þrot vegna tapa af verslun, útgerð eða fjárfestingum í ýmiss konar at- vinnufyrirtækjum. Að lokum er rétt að nefna að for- svarsmenn bænda á hverjum tíma hafa unnið markvisst að hagræðingu í afurðavinnslu og hefur sauðfjár- sláturhúsum fækkað úr 58 1980 í 17 haustið 2001 og á sama tímabili hef- ur mjólkurbúum fækkað úr 17 í 10. Um fjörbrot Goða hf. Ari Teitsson Rekstur Á bændum lendir stór hluti þessa, segir Ari Teitsson, í formi tap- aðra krafna og upp- lausnar og óvissu í slátrun, vinnslu og sölu afurða. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. 20-80% VETRAR ÚTSALA! afsláttur Opið í Glæsibæ: Mánud.–föstud. kl. 10–18, laugard. kl. 10–16. Opið í Smáralind: Mánud.–föstud. kl. 11–20, laugard. kl. 10–18, sunnud. kl. 12–18. Póstsendum samdægurs. Fjällräven úlpur, jakkar, buxur, nærfatnaður og fleira. Úlpur fyrir alla aldurshópa • Skíðafatnaður • Húfur og vettlingar Sundfatnaður • íþróttaskór og íþróttafatnaður • Töskur og bakpokar Rýmingarsala í Útilífi Glæsibæ á öllum hokkí vörum. www.valholl.is Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 80 fm raðhús á einni hæð með glæsilegu útsýni. 2 svefnherbergi, rúmgóð stofa og fallegt parket. Nýstandsett baðherb. Sérinngangur. Áhv. 7,1 millj. í húsbréfum. BREKKUBYGGÐ - RAÐHÚS Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.