Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 31
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 31
hann fyrst þessar jákvæðu aðferð-
ir.
Reynslan af námskeiðum í anda
Gordons hefur oft vakið gagnrýni á
formlegt kennaranám, þar sem
lögð er áhersla á hugtök, hug-
myndir og kenningar án þess að
nemendum sé gefinn kostur á að
reyna fræðin í verki. Hvernig er
t.d. hægt að læra „tvíhliða boð-
skipti“ af bókinni einni saman?
Týndi hlekkurinn fundinn
Eitt af boðorðum kennara er til
dæmis að þeir eigi að „bera virð-
ingu fyrir þörfum nemenda“. En
spyrja má: Hvernig er það gert?
Hvaða athafnir kennarans birta
virðingu hans fyrir þörfum nem-
enda? Markmið Gordons er að gefa
kennurum aðferðir og mælitæki til
að ganga úr skugga um hvort þarf-
ir nemenda séu virtar. Virðingin
fyrir þörfum þeirra verður þá ekki
aðeins hugtak og hugmynd heldur
einnig iðkuð í daglegu starfi. Ef til
vill má segja að verk Gordons felist
í því að þróa aðferð sem gæðir öll
helstu og bestu sígildu gildin í
samskiptum kennara og nemenda
lífi. Eða það sem hann kallar týnda
hlekkinn á milli hugtakanna og
gildanna í samskiptunum.
Samskiptunum hættir til að ýta
undir það að nemendur verði hjálp-
arvana, bernskir og öðrum háðir.
Þetta er hættan eins og Gordon
lýsir henni: „Í stað þess að efla
með nemendum ábyrgðarkennd
stjórna kennarar og skólastjórar
nemendum á öllum aldri eins og
þeir geri ráð fyrir að þeim sé ekki
treystandi og þeir geti aldrei orðið
ábyrgir. Í stað þess að efla sjálf-
stæði nemenda styrkja skólar í
raun réttri ósjálfstæði þeirra gagn-
vart kennurum sem ákveða hvað
þeir eigi að læra, hvernig þeir
læra, hvenær og að sjálfsögðu
hversu vel þeir skuli læra það sem
þeim er ætlað.“ (16).
Þetta gerist ef týndi hlekkurinn
finnst ekki. Hugsjónin um nem-
endur er að þeir öðlist sjálfstæða
og gagnrýna hugsun, fari eigin
leiðir og takist á við ábyrgðina. Til
að hugsjónin rætist þurfa bæði for-
eldrar og kennarar að kunna leikn-
ina sem hlúir að sjálfsábyrgð nem-
enda, sjálfsákvörðunum, sjálfstjórn
og sjálfsmati. Þessa leikni þarf að
kunna og hana þarf sífellt að kenna
nýjum kennaraefnum.
Ábyrgðin hjá nemandanum
Aðferðir Gordons og fleiri þeim
líkar hafa haft mjög jákvæð áhrif á
íslensk skólastarf, og opnað nem-
endum tækifæri til að finna eigin
lausnir í námsefninu (d: þrauta-
lausnir) í stað þess að þurfa æv-
inlega að þiggja svörin af kenn-
aranum. „Þegar ábyrgðinni er
haldið hjá nemandanum eflir lausn-
in með honum innri styrk sem eyk-
ur sjálfsábyrgð og sjálfsöryggi
hans,“ skrifar Gordon.
Þannig fer höfundur í höfuðatriði
kennslunnar og leggur ævinlega til
aðferðir til að auka leikni kennara í
samskiptum sínum við nemendur
sína. Bókin er um leið kennslubók í
mannlegum samskiptum því hér er
um að ræða sammannlega þætti.
Listin yfir góð tengsl
Einhvers staðar verð ég að láta
staðar numið og enda því á lista
um góð tengsl nemenda og kenn-
ara. „1. Þegar þau eru opin og
hreinskiptin svo báðir séu tilbúnir
að taka þá áhættu að koma hreint
til dyra. 2. Þegar þau eru um-
hyggjusöm; hvor um sig veit að
tekið er tillit til hins. 3. Þegar hvor
er hinum háður. 4. Þegar hvor um
sig er sjálfstæður og hefur tæki-
færi til að þroska sköpunarmátt
sinn og sérstæði. 5. Þegar hvor um
sig reynir að koma til móts við
þarfir hins án þess það verði á
kostnað annars.“ (30). Þetta hljóm-
ar vel og góðu fréttirnar eru þær
að þetta er líka hægt.
Bókin Samskipti kennara og
nemenda er gefin út af Æskunni
2001 og er 267 bls.
Það verður aldrei rétt fullyrðing
að það sé auðvelt að kenna. Það
þarf, fyrir utan þekkinguna á efn-
inu, karakter í starfið, leikni í
mannlegum samskiptum og aðgát.
Kyn: Karl.
Aldur: 14 ára.
Spurning: Hvaða mögu-
leikar eru á að læra við-
skiptalögfræði?
Svar: Á Íslandi er hægt að ljúka lög-
fræðiprófi frá lagadeild Háskóla Ís-
lands (cand.jur.). Námið tekur 5 ár.
Þegar laganemi hefur lokið þriggja
ára skyldunámskeiðum tekur við
tveggja ára nám á kjörsviði þar sem
hægt er að velja námskeið til sérhæf-
ingar. Ýmis námskeið tengd við-
skiptum og lögfræði eru í boði. Sem
dæmi má nefna námskeið um verð-
bréfamarkaðsrétt, félagarétt og
skattarétt. Nemendur í lagadeild
geta einnig valið að taka námskeið
við viðskipta-og hagfræðideild HÍ. Að
loknu námi getur viðkomandi hafið
störf sem lögfræðingur og hefur þá
sérhæft sig í málefnum viðskipta og
laga. Viðskiptaháskólinn á Bifröst
býður þriggja ára BS-nám í við-
skiptalögfræði. Á vefsíðu háskólans
segir að um sé að „ræða nám sem
samþættir fjármál, viðskipti og lög-
fræði með það að markmiði að
mennta stjórnendur með sérþekk-
ingu á lagalegum þáttum viðskipta og
rekstrar fyrir atvinnulíf og samfélag“.
Ýmsir kostir eru fyrir hendi bæði
hvað varðar störf og framhaldsnám.
Nám og störf
TENGLAR
.....................................................
Svörin eru unnin úr www.idan.is og í
samstarfi við nám í námsráðgjöf við
Háskóla Íslands.
Nýsköpunaráætlun ESB
Lokaumsóknarfrestur Nýsköp-
unaráætlunar ESB er 15. mars
nk. Kallað er eftir verkefnaum-
sóknum sem innihalda tækniyf-
irfærslu og
áherslur á almenn
atriði sem eru til
þess fallin að
greiða fyrir frum-
legum tækniyfirfærslum. Sjálfbær
þróun og þekkingarstjórnun eru
þættir sem tekið verður tillit til en
mikilvægast er að verkefnin skapi
þekkingu og getu til að styðja við
nýsköpun til lengri tíma. Hægt er
að sækja um allt að 50% af kostn-
aði verkefnis. Umsækjendur geta
verið fyrirtæki, háskólar, rann-
sóknastofnanir, svæðisbundnar
stuðningsstofnanir, samtök o.fl.
Umsóknargögn og upplýsingar
er að finna á vefsíðu ESB:
http://www.-
cordis.lu/inn-
ovation-smes/
calls/200102.htm
RANNÍS býður
upp á styrki til
undirbúnings verkefnaumsókna í
Nýsköpunaráætlun ESB (sjá:
http://www.rannis.is/althjoda-
samstarf.htm)
Aðstoð og upplýsingar hjá
Rannís í síma 515 5800 eða tölvu-
pósti: thorvald@rannis.is og hjor-
dis@rannis.is.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál