Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 47
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
1
63
36
01
/2
00
2
Njóttu lífsins
á réttan hátt!
Handhægu heilsubækurnar
Heilsubók
fyrir alla
Bókin hefur að geyma lýsingar á einkennum og
orsökum fjölda sjúkdóma og upplýsingar um hvenær
ástæða er til að leita sér hjálpar. Þá er fjallað um hvaða
úrræði hefðbundin læknavísindi hafa gegn
sjúkdómunum og lýst hvernig hægt er að bregðast við
þeim með ýmsum óhefðbundnum lækningaaðferðum.
Einnig er greint frá grundvallaratriðum helstu tegunda
náttúrulækninga og hvernig ber að stunda þær.
Hér gefst tækifæri til að nálgast á einum stað
upplýsingar um hvernig hægt er að viðhalda góðri
heilsu og verjast fjölda sjúkdóma á náttúrulegan hátt
með bætiefnum og réttu mataræði. Gerð er grein fyrir
hvers konar vítamín, steinefni og önnur bætiefni henta
best í hverju tilfelli, hvaða fæði er æskilegt og hvað ber
að varast. Auk þess er í bókinni að finna töflur þar sem
gerð er grein fyrir virkni og notkun bætiefnanna og
hvernig þau henta ólíkum aldursskeiðum.
30%afsláttur 1.750 kr.
TILBOÐSBÓK MÁNAÐARINS
SÆBJÖRG, Slysavarnaskóli sjó-
manna, hefur fengið Viking
björgunarbúning, Standard COM
neyðarsendi sem einnig er með
406 MHZ kóðuðum sendi og
Ocenco neyðar/flóttareykköf-
unargrímu að gjöf frá ICEDAN.
Á myndinni eru fulltrúar frá
gefendum, ICEDAN og áhöfn
Slysavarnaskólans, talið frá
vinstri: Ólafur Steinarsson, ICE-
DAN, Þráinn Skúlason, Aðalbjörg
Erlendsdóttir, Einar Haraldsson,
ICEDAN, Einar Örn Jónsson, Ei-
ríkur S. Aðalsteinsson, Ingi-
mundur Valgeirsson, Hilmar
Snorrason skipstjóri og Halldór
Almarsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Slysavarnaskóli
sjómanna fær gjöf
FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfs-
greinasambands Íslands hefur sent
frá sér ályktun þar sem harðlega er
mótmælt þeim hækkunum á opin-
berum gjöldum og þjónustu sem tek-
ið hafa gildi að undanförnu. „Með
þessum hækkunum er verið að
stefna í hættu þeim markmiðum sem
Alþýðusambandið og SA settu sér
með samkomulaginu 13. desember
sl.,“ segir í ályktuninni.
Starfsgreinasamband Íslands
átelur harðlega þær hækkanir sem
urðu á heilbrigðisþjónustu og lyfja-
kostnaði síðustu misseri.
Bitnar verst á láglauna-
fólki og öryrkjum
„Framkvæmdastjórnin telur það
einkennilegt innlegg í viðleitni aðila
vinnumarkaðarins til að koma bönd-
um á vaxandi verðbólgu undangeng-
inna mánaða, að auka kostnað not-
enda heilbrigðiskerfisins. Þessar
hækkanir bitna hvað verst á lág-
launafólki, barnafjölskyldum, ör-
yrkjum og eftirlaunafólki.
Með þessum hækkunum ætlar rík-
isstjórnin að bæta stöðu ríkissjóðs
um hálfan milljarð á sama tíma og
hún léttir sköttum af þeim sem
tekjuhæstir eru.
Í úttekt á kostnaðarþátttöku not-
enda lyfja í heilbrigðisþjónustu kom
fram að hann hefur margfaldast á
síðustu tíu árum. Þannig vegur rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar stöðugt
að hag sjúkra og lífeyrisþega.
Framkvæmdastjórn Starfgreina-
sambandsins skorar á fólk að kynna
sér vandlega framgöngu ríkis-
stjórnarflokkanna í þessum efnum.
Sveitarfélög sem nú hafa í sínum
fjárhagstillögum kynnt verulegar
hækkanir á útsvari og gjöldum sýna
að þau telja sig geta spilað ábyrgð-
arlaust í þeirri verðbólgu sem teflir
efnahagslegum markmiðum síðustu
kjarasamninga nú í tvísýnu.
Þessi óábyrga stefna ríkis og
sveitarfélaga er með öllu óviðunandi
og gengur þvert á þá viðleitni aðila
vinnumarkaðarins að koma böndum
á efnahagsmarkmið kjarasamn-
inga,“ segir í ályktun Starfsgreina-
sambandsins.
Ályktun Starfsgreinasambandsins
um hækkanir á opinberri þjónustu
Vegið að mark-
miðum ASÍ og SA
STÖÐ 1 hefur nú tífaldað sendistyrk
sinn með nýjum búnaði sem settur
var upp á gamlársdag. Ná útsending-
ar Stöðvar 1 nú til allra heimila á
Faxaflóasvæðinu um hefðbundið
dreifikerfi.
„Sent er út á rás 21, og allir sem
hafa hefðbundið loftnet eiga því auð-
velt með að nema útsendingar stöðv-
arinnar, sem nú sendir út sjónvarps-
efni allan sólarhringinn.
Hefðbundnar útsendingar með
fullmótaðri dagskrá hefjast með vor-
inu, og er Stöð 1 að hefja uppsetningu
á fjarskiptamannvirkjum á Akureyri,
Selfossi og í Borgarnesi. Gerður hef-
ur verið samstarfssamningur við
Fjarskiptafélagið Fjarska um dreif-
ingu myndefnis Stöðvar 1 um landið.
Þá hefur Stöð 1 gert samstarfs-
samning við Ríkisútvarpið um að-
stöðu á Vatnsenda sem hýsir útsend-
ingar og loftnetastæðu fyrir hefð-
bundið dreifikerfi, en öll slík loftnet
vísa í átt að Vatnsenda.
Nýverið eignaðist Stöð 1 einnig út-
varpsstöðina 101 Reykjavík, og
munu útsendingar þeirrar stöðvar
hefjast aftur á næstunni, en nýtt
dreifikerfi hefur verið sett upp. Jafn-
framt mun Útvarp 101 Reykjavík
fylgja eftir Stöð 1 í uppbyggingu
sinni um landið. Framundan er dreif-
ing Stöðvarinnar á örbylgju og um
hin ýmsu kapalkerfi,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Stöð 1 tífaldar
sendistyrk sinn
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Félagi ís-
lenskra kjötiðnaðarmanna:
„Fjölmennur félagsfundur hjá Fé-
lagi íslenskra kjötiðnaðarmanna sem
var haldinn á Stórhöfða 31 mánudag-
inn 7. janúar mótmælir harðlega
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð
hafa verið við samruna kjötiðnaðar-
fyrirtækja að undanförnu.
Mótmælt er þeim vinnubrögðum
Ferskra kjötvara, með fulltingi Slát-
urfélags Suðurlands, að segja fag-
mönnum í kjötiðnaði, kjötiðnaðar-
mönnum, upp störfum á sama tíma
og auglýst er eftir ófaglærðum
verkamönnum til kjötiðnaðarstarfa.
Þá er og mótmælt vinnubrögðum
Norðlenska matborðsins gagnvart
kjötvinnslunni í Borgarnesi. Fyrir-
tækið yfirtók Goða og þar með Borg-
arnes kjötvörur ásamt þriggja ára
leigusamningi en starfar aðeins í 6
mánuði. Ljóst má vera að tilgangur
með yfirtökunni var sá einn að leggja
niður starfsemina í Borgarnesi.
Fundurinn varar kjötiðnaðarfyrir-
tæki við að láta stóru verslanakeðj-
urnar Baug og Kaupás, sem eru
markaðsráðandi fyrirtæki, vaða uppi
með óeðlilegum yfirgangi við inn-
kaup á kjötvörum.“
Kjötiðnaðarmenn
mótmæla vinnu-
brögðum
DAGUR Nella nágranna verður
haldinn laugardaginn 12. janúar.
Deginum er ætlað að kynna tóm-
stundastarf fyrir börnum á aldr-
inum 6–12 ára sem eru í Austurbæj-
arskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla
og Álftamýrarskóla.
Að deginum stendur Forvarna-
félagið Samtaka.
Fjölskylduhátíð verður í Tónabæ
kl. 16.30–18 þar sem boðið verður
upp á skemmtiatriði, m.a. barnakór,
borðtennissýningu og dans. Þá
verður og nýi bókabíllinn framan
við Tónabæ á meðan hátíðin er.
Einnig munu eftirtalin félaga-
samtök og fyrirtæki verða með opið
hús kl. 13–16: Glímufélagið Ár-
mann, Skátafélagið Landnemar,
Tennis- og badmintonfélag Reykja-
víkur, Balletskóli Eddu Scheving,
Dansskóli Jóns Péturs og Köru,
Jazzballetskóli Báru, Enskuskólinn,
Knattspyrnufélagið Fram, Háteigs-
kirkja, Hallgrímskirkja, Félagsmið-
stöðin Tónabær, Karatefélagið
Þórshamar og KFUM&KFUK í
Friðrikskapellu.
Dagur Nella
nágranna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Dýralækna-
félagi Íslands:
„Vegna umræðna um flutning til-
raunastöðvarinnar á Keldum vill
haustfundur DÍ leggja áherslu á að
hér á landi til samræmis við önnur
lönd verði stofnuð sérstök Rann-
sóknarstofnun dýrasjúkdóma, sem
verði sjálfstæð stofnun á háskóla-
stigi sem byggist í stórum dráttum á
núverandi starfsemi Keldna auk
þess að vera faglegur bakhjarl dýra-
læknastarfsemi hér á landi.“
Vilja að
stofnuð verði
rannsóknarstöð
KRISTJÁN L. Möller alþingismað-
ur Samfylkingarinnar er á ferð um
Norðurland. Í dag, fimmtudag, verð-
ur hann á Akureyri og á föstudag í
Skagafirði þar sem hann verður með
kaffispjall í Ströndinni á milli kl. 17
og 19, segir í fréttatilkynningu.
Þingmaður á ferð
um Norðurland
NÁMSKEIÐ vorannar á vegum
Tölvumiðstöðvar fatlaðra eru að
hefjast. Námskeiðin eru ætluð fag-
fólki og foreldrum fatlaðra barna.
Foreldrar fatlaðra barna fá afslátt
á námskeiðin. Upplýsingar á heima-
síðunni www.tmf.is.
Tölvunámskeið