Morgunblaðið - 10.01.2002, Side 49

Morgunblaðið - 10.01.2002, Side 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 49 Á FUNDI framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknar- manna sem haldinn var 8. janúar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Framkvæmdastjórn SUF lýsir sig ósammála þeirri afstöðu Út- varpsráðs að flytja mestan hluta starfsemi Rásar 2 til Akureyrar. Rás 2 hefur sinnt hlutverki sínu vel með vandaðri og fjölbreyttri dagskrárgerð sem hefur höfðað til allra landsmanna óháð aldri og bú- setu. Flutningur Rásar 2 felur í sér mikinn kostnað, sem betur væri varið í dagskrárgerð. Flutningur- inn þjónar ekki heldur hagsmun- um landsbyggðarinnar, enda er ekki um mörg störf að ræða. Það eina sem þessi ráðstöfun hefur í för með sér er að veikja Rás 2. Það má einnig benda á að þekking og reynsla þess fjölmarga hæfa starfsfólks sem starfar á Rás 2 verður ekki svo auðveldlega byggð upp á nýjum stað. Flytji starfs- fólkið ekki með er í raun verið að leggja stöðina niður.“ Mótfallin flutningi Rásar 2 ORGELFRÆÐI verður kennd í fjarkennslu á vegum Verkmennta- skólans á Akureyri í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar nú á vor- önn. Þessi námsgrein hefur verið kennd í Tónskóla Þjóðkirkjunnar um árabil og er ein af þeim sér- greinum sem kenndar hafa verið til kantorsprófs organista. Kennari er Smári Ólason. Námið miðar að því að kynna nemendum hvernig orgel eru upp- byggð, mismunandi eiginleika þeirra og fjölbreytni. Fjallað er um sögu orgelsins, þróun þess og mis- munandi gerðir. Farið verður í helstu hluti sem snerta byggingu og notkun orgela, t.d. mismunandi pípur, raddir, vindhlöður, spilaborð, útlit og svo mætti lengi telja. Einn- ig er farið í undirstöðuatriði hljóð- eðlisfræðinnar. Sem verklegur hluti námskeiðs- ins verður skipulögð heimsókn á orgelverkstæði Björgvins Tómas- sonar á Blikastöðum, þar sem nem- endur kynnast praktískari hlutum í sambandi við stillingu og viðhald orgela. Námið er einkum hugsað fyrir starfandi organista en er að sjálf- sögðu opið öllum sem áhuga hafa á orgelum og vilja læra um þau. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Tónskóla þjóðkirkjunnar, í Verkmenntaskólanum á Akureyri og á heimasíðum skólanna, www.tonskoli.is og www.vma.is, segir í fréttatilkynningu. Orgelfræði í fjarnámi LAUGARDAGINN 5. jan. sl. á milli kl. 10 og 12.30 var ekið á bifreiðina KS-675, sem er Chevrolet fólks- bifreið, þar sem hún stóð mannlaus við Grafarvogskirkju. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til hlutaðeiganda eða lög- reglu. Er jafnvel talið að bifreið tjónvalds sé jeppabifreið. Tjónvald- ur eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ÁRLEG þrettándagleði Grafar- vogsbúa sem fresta varð sl. sunnu- dag verður haldin föstudagskvöld- ið 11. janúar. Blysför verður frá Gylfaflöt kl. 19.30. Álfakóngur, álfadrottning, grýla, jólasveinar og fleiri kynja- verur taka þátt í göngunni. Blys verða til sölu við upphaf blysfarar og á Gufunessvæðinu. Skátar munu kveikja í brennunni á Gufu- nessvæðinu með friðarloganum frá Betlehem kl. 20. Fjöldasöngur, önnur skemmtun og flugeldasýn- ing í boði Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og Járnbendingar ehf. Eftirtalin félög og stofnanir hafa undirbúið þrettándagleðina: Ung- mennafélagið Fjölnir, Íbúasamtök Grafarvogs, skátafélögin Vogabúar og Dalbúar, frístundamiðstöðin Gufunesbær, Miðgarður, fjöl- skylduþjónustan í Grafarvogi og hverfisnefnd Grafarvogs, segir í fréttatilkynningu. Þrettándagleði Grafarvogsbúa SPK sendi ekki út jólakort til við- skiptavina, heldur styrkti Mæðra- styrksnefnd Kópavogs fyrir and- virði jólakortanna. Halldór J. Árnason sparisjóðsstjóri afhenti gjaldkera Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Ingibjörgu Ingvadóttur, styrkinn. Nefndin notar peningana sem henni eru gefnir í að styðja fjöl- skyldur sem tímabundið eða lang- varandi eiga undir fjárhagslegt högg að sækja í tilverunni. Þessi aðstoð fer oftast þannig fram að samið er við Bónus eða aðra mat- vöruverslun um kaup á úttektar- miðum sem úthlutað er til bág- staddra fyrir jólin. Ef fjárhagur nefndarinnar leyfir er einnig hægt að sækja styrki til nefndarinnar á öðrum tímum ársins og slíkir styrk- ir hafa þá oftast verið í formi pen- inga, segir í fréttatilkynningu. SPK styrkir Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.