Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 58
BANDARÍSKA tískulöggan herra Blackwell gefur ár- lega út lista yfir þær stjörnur sem honum þykja ósmekklegastar í klæða- burði og kemst söngkonan Björk á listann fyrir árið 2001 líkt og árið áður. Í efsta sæti situr hins vegar breski þáttastjórnandinn Anne Robinson en hún stýr- ir þáttunum „Veikasti hlekkurinn“, sem notið hafa nokkurra vinsælda í Bretlandi og víðar. Poppstjarnan Britney Spears situr í öðru sæti á þessum 42. lista Blackwells yfir verst klæddu stjörn- urnar en hún hefur sést oftar en einu sinni á listum hans síðustu ár. Franska leikkonan Juliette Binoche vermir þriðja sætið og kallar Blackwell hana „Le Gauche Binoche“. Samstæður stíll stúlknanna í Destiny’s Child fellur ekki í kramið hjá Blackwell og deila Beyoncé, Kelly og Mich- elle fjórða sætinu á list- anum yfir verst klæddu stjörnurnar. Í sætum fimm til tíu sitja síðan Björk, Stefanía prinsessa af Mónakó, Camilla Parker Bowles og leikkonurnar Cameron Diaz og Gillian Anderson. Björk er á niðurleið á listanum en í fyrra sat hún í þriðja sætinu. Efsta sætið yfir best klæddu stjörnurnar vermir leikkonan Julia Roberts en fast á hæla hennar fylgja þáttastjórn- andinn Oprah Winfrey og sjónvarpskonan Diane Sawyer. Britney Spears fellur ekki í kramið hjá Blakwell gamla. Reuters Björk á meðal ósmekk- legustu stjarnanna Björk er greinilega of flippuð fyrir Blackwell blessaðan! FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára Glæsileg leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Ævintýrið lifnar við Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Örlög með kímnigáfu... Getur einu sinni á ævinni gerst tvisvar? DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i  BORGARLEIKHÚSIÐ: Stórtónleikar með Selmu Björns og Jóhönnu Vigdísi föstudagskvöld kl. 21. Stúlk- urnar munu syngja söng- leikjalög, dúetta og sólólög. Tónlistarstjóri er Óskar Ein- arsson. Siggi Flosa, Jói Ás- munds og Halli G leika undir og meðlimir úr Íslenska dans- flokknum leika listir sínar.  BÚÐARKLETTUR, Borg- arnesi: Kolbeinn Þorsteins- son leikur og syngur laugar- dagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Gos skemmtir gestum föstudags- og laugar- dagskvöld.  CAFÉ ROMANCE: Liz Gammon syngur og leikur á píanó öll kvöld frá fimmtu- degi til sunnudags.  CATALINA, Hamraborg: Upplyft- ing leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld kl. 23 til 3.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Gleði- sveitin Dickmilch skemmtir á barnum laugardagskvöld. Frítt inn til mið- nættis, 500 kr. eftir það.  GAUKUR Á STÖNG: Stjórnin kemur saman aftur föstudagskvöld. Með þeim Siggu og Grétari í Stjórn- inni kemur fram Einar Ágúst, fyrrum Skítamórall, hugleiðslubolti og Júróvisjónfari. Miðaverð 1.000 kr. Á móti sól leikur á laugardagskvöld.  GERÐUBERG: Á laugardaginn verður opnuð sýning á þýskum tísku- ljósmyndum frá árunum 1945-1995. Á sýningunni eru verk eftir 39 ljósmynd- ara sem spanna hálfa öld í þýskri tískuljósmyndun. Sýningin er sam- vinnuverkefni Gerðubergs og Goethe Zentrum og styrkt af IFA.  GULLÖLDIN: Hin sívinsæla stuð- sveit Svensen og Hallfunkel skemmtir gestum föstudags- og laugardags- kvöld. Boltinn í beinni.  H-BARINN, AKRANESI: Diskó- tekið og plötusnúðurinn Dj. Skugga- baldur föstudags- og laugardagskvöld. Í fyrsta sinn á árinu á H-Barnum. Reykur, þoka, ljósagangur og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. 500 kr. sekt fyrir þá sem mæta eftir miðnætti!  HÁSKÓLABÍÓ: Stórtónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna sunnudagskvöld kl. 20 til 22. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína en fram koma Sálin hans Jóns míns, Jet Black Joe, Ný- dönsk, Á móti sól, Írafár, Í svörtum fötum, Védís Hervör, Svala Björgvins, Páll Rósinkranz og Jóhanna Guðrún. Miðaverð 2.000 kr. Forsala hafin í Há- skólabíói.  INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi laug- ardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Dj Bestboy snýr skífum fimmtudagskvöld. Geir- fuglarnir leika fyrir dansi fram eftir nóttu á föstudags- og laugardags- kvöld. Um þar næstu helgi leikur síð- an Nýdönsk.  KAFFI-LÆKUR, Hafnar- götu 30, Hafn.: Írski trúba- dorinn Leon Gillespie og Eggert Mandólín troða upp á laugardagskvöld.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línudans verður með línudansæfingu á fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomn- ir.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Nú geta Keflvíkingar og nærsveitamenn skellt sér í stuðgallann því enginn ann- ar en Dj Páll Óskar þeytir skífum á laugardagskvöld.  NÝLISTASAFNIÐ: Föstudag kl. 20 og laugar- dag kl. 18 verður sýnd kvik- myndin With You Now. Myndin er í fræðslumyndastíl og fjallar um eitt kvöld í lífi japansks pars í Tókýó. Leikstjóri er Bandaríkjamað- urinn Brad Gray en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd en hann hefur getið sér orð fyrir stuttmyndagerð, þ.á m vann ein þeirra til verðlauna á Sundance. Með enskum texta. Að- gangseyrir er 250 kr.  ODD-VITINN, Akureyri: Hin bráð- hressa hljómsveit Bahoja skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  ORMURINN, Egilsstöðum: Dj rocco heldur uppi fjörinu föstudags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Geirmundur sjálfur heldur uppi fjörinu á föstudags- og laugardags- kvöld.  SPOTLIGHT: Dj Sesar sér um fjör- ið föstudags- og laugardagskvöld. Brjálað útflutningspartí á laugardag þegar rifjuð verður upp Spot-stemn- ing síðustu 3ja ára.  SPORTBARINN: Uppistand með Sigurjóni Kjartanssyni og Þorsteini Guðmundssyni á fimmtudagskvöld. Húsið opnað kl. 20, uppstandið hefst kl. 22. Miðaverð 1.000 kr.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin SÍN skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  VÍDALÍN: Bagalú leikur fúnkí djass á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Buff leikur á föstudags- og laugardags- kvöld. FráAtilÖ Gleðisveitin Dickmilch verður í Egilsbúð um helgina. Páll Óskar heldur uppi stans- lausu stuði á N1-bar í Keflavík á laugardag. Selma Björns og Jóhanna Vigdís verða í Borgar- leikhúsinu á föstudagskvöld ásamt fríðu föruneyti. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.