Morgunblaðið - 17.01.2002, Síða 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 23
DANSKIR neytendur telja mat-
vælin sem þeir kaupa almennt
séð örugg og holl, samkvæmt
könnun sem Upplýsingastofnun
neytenda í Danmörku hefur látið
vinna. Könnunin nefnist „Trú og
vantrú danskra neytenda á mat-
vælum.“ Viðhorfið til ýmissa teg-
unda matvara er hins vegar mis-
munandi og virðist meðal annars
velta á því hversu mikið þær eru
unnar. „Neytendur hafa mikla
trú á matvælum á borð við brauð,
mjólkurvörur og kartöflur, sem
færri en 10% vantreysta.
Meiri vafi virðist leika á ágæti
matvæla á borð við kjöt, alifugla,
ávexti og grænmeti þar sem milli
þriðjungur og fjórðungur að-
spurðra er í vafa. Um helmingur
þátttakenda lætur í ljósi van-
traust á mikið unnum matvælum
á borð við tilbúna rétti,“ segir
ennfremur.
Fram kemur að vantraust
neytenda aukist eftir því sem
meiri óvissa ríki um innihald og
vinnsluaðferðir á tiltekinni vöru.
„Óvissan gerir að verkum að
mörgum neytendum finnst þeir
þurfi að gera sérstakar ráðstaf-
anir við innkaup og upplýsa 40–
50% aðspurðra að þeir leggi sig
oft eða alltaf fram um að kaupa
matvæli sem þeir telja „örugg“.
Veltur það síðan á vörutegund-
inni hvers konar eiginleika neyt-
andinn telur örugga.
„Þegar kjöt og alifuglar eru
annars vegar eru það sjónarmið
um lífræna ræktun sem liggja til
grundvallar. Um 30% vantreysta
hefðbundnu kjöti og 15% lífrænt
ræktuðu. Hvað grænmeti varðar
er danskt grænmeti talið öruggt
og hvað mjólkurvörur áhrærir
eru flestar þeirra í lagi í huga
neytenda þar sem þær eru í
mörgum tilfellum bæði lífrænt
ræktaðar og fitusnauðar. Gott
álegg er síðan annað tveggja
fitusnautt eða beint frá kjöt-
kaupmanninum.“
Einnig er bent á að umræða
um matvæli hafi áhrif á hversu
örugg þau séu talin. „Allt tal um
sýklalyfjagrísi, prísundarsvín og
ólystugt svínakjöt eykur vantrú
neytenda á hollustu þess, meðan
fallegar sögur af lífrænum
svínabúskap eykur lystina á
svínakjöti,“ er haft eftir Lotte
Holm hjá Konunglega dýra-
lækna- og landbúnaðarháskól-
anum, sem hafði umsjón með
rannsókninni.
„Viðhorf neytenda ræðst líka
af mögulegum framleiðsluhátt-
um. Lífræn mjólk er fyrir hendi í
lítravís en lítið til af lífrænu
áleggi. Í síðara tilfellinu veltur
traustið því á álitinu sem hann
hefur á kjötkaupmanninum og
því hvort áleggið er heimalagað,
svo dæmi sé tekið."
Kartöflur, mjólkurvör-
ur og brauð „öruggust“
! ' 4 ? ;+ D
D
$%
,+ F,0 GD&
" G H
$ F
2 G2 D D
I )
J
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
VERÐ á vínberjum er allt að
því þrisvar sinnum hærra hér-
lendis en í Danmörku sam-
kvæmt verðkönnun sem
Neytendasamtökin gerðu 15.
janúar síðastliðinn. „Þannig
var kílóið af vínberjum selt
á tæpar 1.300 krónur í bæði
Nóatúni og Nýkaupi 15.
janúar (1.298 krónur í þeirri
fyrrnefndu og 1.299 krónur í
þeirri síðarnefndu),“ segir
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður NS, á heimasíðu þeirra.
Könnun Morgunblaðsins á vínberja-
verði 7. janúar leiddi í ljós 721 krónu
verðmun á milli verslana í höfuðborg-
inni, þar sem hæsta verð var 1.299
krónur og hið lægsta 578 krónur.
„Starfsmaður Neytendasamtak-
anna kannaði verð á vínberjum í
nokkrum verslunum í
Kaupmannahöfn og
reyndist kílóið af vínberj-
um frá Suður-Afríku
kosta frá 36 og upp í 40
danskar krónur. Miðað við
opinbert viðmiðunar-
gengi Seðlabanka Íslands
15. janúar sl. er verð á
vínberjum í verslunum í
Kaupmannahöfn á bilinu
445–494 íslenskar krónur.
Þannig er verð á vínberjum
frá Suður-Afríku allt að því
þrefalt hærra í verslunum hér en í
Kaupmannahöfn. Íslenskir neytend-
ur hljóta því að spyrja sig hvort ein-
okunin sem heildsöluaðilar hafa skap-
að sér á þessum markaði valdi því að
neytendur greiði miklu meira en
ella.“
Segja s-afrísk
vínber þrefalt
dýrari hérlendis
EGGERT Á. Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Mata ehf., gagnrýnir
verðsamanburð Neytendasamtak-
anna á vínberjum í Danmörku sem
samtökin sendu frá sér í gær.
Hann segir að samtökin hafi ekki
miðað við sömu vínberjategundina
og Mata hafi keypt frá Cape í S-Afr-
íku. Eggert segist hafa kannað verð
á grænum Cape-vínberjum í Prime-
verslanakeðjunni í Danmörku og þar
hafi kílóverðið verið á 60 krónur
danskar eða 774 kr. íslenskar, en
ekki 36–40 d.kr. eins og Neytenda-
samtökin hafi haldið fram. Eggert
segir að algengt kílóverð á Cape-vín-
berjum í stórmörkuðum hér á landi
sé 798–875 krónur. Því sé útsölu-
verðið á þessari berjategund í fullu
samræmi við verðþróun erlendis.
Mata gagnrýnir
Neytendasamtökin