Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 29 Útsalan Mörkinni 3 hefst 18.janúar KRINGLUNNI OG SMÁRALIND ÚTSALA Enn meiri verðlækkun 50% afsláttur af öllum vörum ÍGAGNRÝNI eftir tónleikaSinfóníuhljómsveitar Íslandsí síðustu viku spyr RíkarðurÖrn Pálsson hvort hljóm- sveitarstjórinn rússneski, sem þá stjórnaði, Alexander Anissimov, sé „hugsanlega á lausu sem mögu- legur fastastjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í næstu fram- tíð“. Alexander Anissimov stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í fjórða sinn í kvöld. Hann kom hingað til lands með örstuttum fyrirvara fyrir ári, til að hlaupa í skarðið fyrir Rico Saccani fyrir sýningu á Carmen í Laugardalshöll. Anissimov sýndi þá strax, að hann náði frábærum tök- um á hljómsveitinni, og á tvennum tónleikum sem hann hefur stjórnað síðan hefur hann vakið mikla at- hygli fyrir framúrskarandi hljóm- sveitarstjórn og fengið gríðargóða dóma gagnrýnenda. Hljómsveitin er ung og fersk „Það var mjög spennandi að koma hingað fyrst og kynnast hljómsveitinni með svo stuttum fyr- irvara. Hljómsveitin var alveg sér- staklega einbeitt og góð og spilaði gríðarlega vel. Ég held að áheyr- endur hafi líka verið ánægðir með Carmen. Í annað skiptið sem ég kom hingað, til að stjórna Tsjaík- ovskíj, spilaði hljómsveitin líka virkilega vel, og við vorum heiðruð með komu forseta Íslands á tón- leikana. Á tónleikunum í síðustu viku fluttum við þýska tónlist og í kvöld tékkneska. Þetta er hvað öðru ólíkt í stíl, en ég kann vel við fjöl- breytnina. Ef þú spyrðir mig um uppáhaldstónskáldið mitt yrði það erfitt. Mér líkar auðvitað vel við Mozart, Beethoven og Haydn en líka rómantíkerana, eins og Schu- mann, Schubert, frönsku tónskáldin Berlioz, Debussy og Ravel. Hjarta mitt stendur þó næst tónlist Tsjaík- ovskíjs, Rakhmaninovs, Dvoráks og Beethovens, Richards Strauss og Wagners. Þetta eru mínir menn. En í hvert skipti sem ég kem inn á æf- ingu þar sem á að æfa verk eftir ein- hver önnur tónskáld verða þau þá stundina mín uppáhaldstónskáld og þess vegna eru Janacek, Smetana og Dvorák uppáhaldstónskáldin mín í dag.“ Anissimov hefur starfað lengi á Írlandi og verið aðalhljómsveit- arstjóri Írsku þjóðarhljómsveit- arinnar í tíu ár. Í fyrra sæmdi Írski þjóðarháskólinn hann heiðursdokt- orsnafnbót fyrir framlag hans til tónlistarlífs á Írlandi. En hvernig líkar Anissimov við Sinfóníu- hljómsveit Íslands? „Tilfinning mín fyrir Sinfóníu- hljómsveit Íslands er svipuð og var með Írsku þjóðarhljómsveitina. Hér, eins og þar, er fólk mjög hlý- legt og viðmótsþýtt; hljómsveitirnar eru báðar mjög góðar og ég er viss um að hér væri gott að vera, eins og á Írlandi. En Ísland fyrir mér er ennþá bara Hótel Saga og spottinn út í Háskólabíó. Það er mjög mik- ilvægt fyrir mig að stjórna góðum hljómsveitum. Ég hef ferðast víða og hvar sem ég finn svona góðar hljómsveitir líður mér ósjálfrátt eins og heima hjá mér. Sinfón- íuhljómsveit Íslands er þegar mjög góð og ég tel hana eiga mikla fram- tíð fyrir sér. Hún hljómar ung og fersk og það er hljómur sem mér líkar vel. Allar sinfóníuhljómsveitir eiga sín vandamál að glíma við; líka Berlínarfílharmónían og þessar frægu hljómsveitir. Vandamálin eru þó alls staðar þau sömu; jafnvægi, inntónun, rytmi og þess háttar. En það sem ég sé hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands er að ég horfi augliti til auglitis við fólk sem vill gera mjög vel og leggur sig allt fram og þetta er mjög, mjög, mjög mikilvægt. Ég er stundum að stjórna hljómsveitum sem eiga að vera í háum gæðaflokki með afburðatónlistarmenn innan- borðs, en það vantar í þá allan eld- móð og áhuga. Það skiptir miklu máli fyrir hljómsveit að hafa þann neista sem Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur. Á tónleikunum í síðustu viku spilaði hún þriðju sinfóníu Beethovens meistaralega vel. Ég veit þetta, því ég hef stjórnað svo ótalmörgum hljómsveitum. Þessi frammistaða Sinfóníuhljómsveitar Íslands var í heimsklassa. En það er ekki bara mitt verk, heldur líka verk hljómsveitarinnar og þeirra stjórnenda sem hafa verið hér áður, en einnig leiðaranna í hverri rödd, sem mér finnst gegna mjög mik- ilvægu hlutverki; þeir eru hægri hönd stjórnandans. Nú ertu kannski hissa á þessum fagurgala hjá mér í garð hljómsveitarinnar – það er ekki fyrir það að ég sé eitthvað sér- staklega góður náungi; ég er að tala af óhlutdrægni vegna þess hve vel ég þekki heim hljómsveitanna.“ Alexander Anissimov er ekki á því að svara spurningu blaðamanns um það hvort honum finnist fýsilegt að gerast aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómveitar Íslands, enda sé það mál ekki til umræðu enn sem komið er, þó svo að spurst hafi út, að hann sé meðal þeirra sem komi til greina. Hann er á grænni grein í sínu starfi, stjórnar bæði austan hafs og vestan mörgum bestu hljómsveitum heims og á framtíðina fyrir sér. En hann ítrekar þó að sér þyki afar gott að koma hingað vegna þess hvað hljómsveitin sé góð og tilbúin til átaka. Hann segir þó að hvað sem öðru líði sé það líka nauðsynlegt að hljómsveitin hafi góða gestastjórnendur og að hann sé mjög glaður að fá slík tækifæri hér. Anissimov telur að hér á landi þurfi að byggja upp gott verk- efnaval og lengra fram í tímann. „Það er mjög mikilvægt fyrir vel- gengni hljómsveita að réttur hljóm- sveitarstjóri sé valinn fyrir hvert verkefni. Það þarf þematíska list- ræna stjórnun (dramatúrgíu), ekki bara einn vetur fram í tímann, held- ur nokkra. Það er ekki nóg að velja vel stóru góðu verkin, það er ekki síður mikilvægt að vanda vel valið á þeim verkum sem eiga að vera með þeim á prógrammi. Lífið er bara svo stutt og hver mínúta hljómsveitar á sviði svo dýr að fyrir allra hluta sak- ir er það mikilvægt að verkefnin séu vel valin saman bæði fyrir hlustand- ann og þann sem borgar brúsann. Ef við tökum tónleikana í kvöld, þá er sellókonsert Dvoráks stóra stykkið. Það er dásamlegt að hafa Sinfóníettu Janaceks með; þetta er verk sem ekki margir þekkja en frá- bært engu að síður. Moldá eftir Smetana er mjög vinsælt verk sem allir þekkja, en það heyrist alls ekki oft á tónleikum. Þetta er verk sem fólk hlustar á heima. En það á mjög vel við með hinum tveimur.“ „Hvað er ekki erfiður staður?“ Bryndís Halla Gylfadóttir, ein- leikari kvöldsins, situr í kaffistofu Sinfóníuhljómsveitarinnar og er að yfirfara verk næstu tónleika. Selló- konsert Dvoráks er í flokki mestu verka sem sellóleikari glímir við, en Bryndís Halla hefur þó fengið tæki- færi til að leika verkið áður; það var 1993. „Þessi konsert er rosalega krefjandi fyrir einleikarann. Þetta er líka einn þekktasti sellókonsert- inn, það kunna hann svo margir og margir hafa spilað hann vel og margir eru líka þess vegna svolítið hræddir við hann. Ætli þetta lýsi ekki sambandi mínu við konsertinn þessa stundina. Mér finnst ekkert auðveldara að takast á við hann núna, enda er orðið svo langt síðan ég spilaði hann. Maður veit þó kannski betur hvað maður hefði viljað gera öðruvísi. Þetta er súper- rómantískt verk og ég upplifi það sem frekar karlmannlegt. Það er frekar úthverft og átök milli ein- leikarans og hljómsveitarinnar.“ Bryndís Halla segir að konsertinn sé tæknilega erfiður. „Það var ein- hver að ráðleggja mér að æfa bara erfiðu staðina, en þegar við vorum að spila fyrsta kaflann áðan hugsaði ég með mér: hvað er ekki erfiður staður í þessu? Ég fann ekki neitt.“ Hljóðfærið sem Bryndís Halla leik- ur á smíðaði Hans Jóhannsson fiðlu- smiður fyrir Bryndísi Höllu fyrir um fjórum árum. En er það þá smíð- að með einhverjar sérþarfir eða óskir hennar í huga? „Já, ég er hrif- in af dökkum tón í sellóum og við Hans ræddum það mikið. Útlitið skiptir líka svolitlu máli; ég vildi hafa það gamalt í útliti. Þessir nýju hljóðfærasmiðir gera það mjög vel, þótt sumum þyki það hálfsér- kennilegt að maður skuli biðja um að hljóðfærið sé lamið og rispað til að það líti ellilega út. Ætli þetta sé ekki bara eitthvað sálrænt hjá manni.“ Alexander Anissimov stjórnar Sinfóníu- hljómsveit Íslands í fjórða sinn í kvöld, en hann hefur fengið góða dóma fyrir starf sitt með hljómsveit- inni. Bergþóra Jóns- dóttir ræddi við hann um kynni sín af Sin- fóníuhljómsveitinni og við Bryndísi Höllu Gylfadóttur um Dvor- ák og sellóið hennar. „Þetta eru uppáhalds- tónskáldin mín í dag“ Morgunblaðið/Ásdís Bryndís Halla Gylfadóttir og Alexander Anissimov á æfingu í gær. begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.