Morgunblaðið - 17.01.2002, Side 57

Morgunblaðið - 17.01.2002, Side 57
Herratískuvika í Mílanó GFF Emporio Armani D&G Pal Zileri Trussardi Valentino Vivienne Westwood Fendi AP HÖNNUÐIR á herratískuvikunni sem stendur nú sem hæst í Mílanó virðast hafa fengið innblástur frá sjöunda áratugnum í Bretlandi og hugleiðingum um hinn vinnandi mann í fatalínum sínum fyrir haustið og veturinn 2002-2003. Í sýningu Fendi mátti sjá föt sem virtust vera „mod“-tíska sjöunda áratugarins í Bretlandi end- urhönnuð fyrir 21. öldina en snemma á sjöunda ára- tugnum í Bretlandi hafði ungt fólk úr verkamanna- stétt í fyrsta sinn efni á að kaupa sér tískuföt. Valentino sýnir föt er bera keim af borgarkú- rekanum og líkjast meira stíl Clints Eastwoods og spagettívestranna heldur en unglingum fyrir fjöru- tíu árum í London. Valentino segir þó sjálfur að hann hafi frekar haft í huga persónu leikarans Johnny Depp í myndinni Súkkulaði. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 57 Enn meiri afsláttur Full búð af flottum vörum Nú með 60% afslætti. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M IS 1 63 92 01 /2 00 2 Smáralind • 522 8380 ÞESSI frumburður hinnar korn- ungu Aliciu Keys fékk frábærar við- tökur víðast hvar á síðasta ári. En við nánari athugun kemur í ljós að plat- an stendur því miður ekki undir öllu lofinu. Hún er kost- um gædd en langt í frá þetta meistara- verk sem margir eru að tala um. Alicia Keys er frábær söngkona – en skortir tilfinnanlega sérkenni sem slík. Hún semur sjálf plötuna sem er stútfull af þekkilegustu sálarlögum – en þau skortir tilfinnanlega sérkenni og þann slagkraft sem þarf til að þau greypi sig inn í huga sem hjarta. Þessi læti í kringum Keys hafa því verið sem stormur í vatnsglasi mætti segja en vissulega er rétt að fylgjast með henni í framtíðinni. Því hér er sannarlega hæfileikakona á ferðinni – bara spurning um slípa aðeins bet- ur og hefla. Sæmilegasti frumburður – en skortir bara tilfinnanlega frumleika, ögrun og eftirminnilegri lög. Svo ein- falt er það nú.  Tónlist B-moll Alicia Keys Songs in A minor J Records/Arista - BMG Ofmetinn frumburður frá sálarsöngkon- unni og -listamanninum Aliciu Keys. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.