Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ tók áratugi að reisa Búdda-
líkneskin miklu í Bamian í Afgan-
istan. Það tók talibanana hátt í
mánuð að eyðileggja þau. Það var
gífurlegt verk að rústa stytturnar
og vinnan var svo flókin að fá
þurfti erlenda sprengjusérfræð-
inga og nokkrir innfæddir Afganar
tóku að sér að hanga í köðlum yfir
bjargbrún á meðan þeir hjuggu
holur fyrir sprengiefni.
Að sögn sjónarvotta og þátttak-
enda rembdust talibanarnir við
kaðla og talíur, eldflaugar, járn-
karla, loftpressur, skotvopn og
skriðdreka áður en gríðarlegar
sprengingar náðu loks að jafna
stytturnar við jörðu. „Dag eftir dag
reyndu talibanarnir að eyðileggja
Búddana, og dag eftir dag stóðu
Búddarnir óhaggaðir, sama hvað
talibanarnir reyndu,“ sagði Ahmad
Hussein, 55 ára, sem búið hefur í
Bamian alla sína tíð. Hann kvaðst
hafa fylgst með því hvernig stytt-
urnar urðu smám saman að engu á
26 dögum í febrúar og mars í fyrra.
Höfðu staðið í 1.600 ár
Þorpsbúarnir í grennd við stytt-
urnar urðu vitni að niðurrifinu og
voru neyddir til að vinna við það.
Þeir hafa sagt frá því hvernig
Búddastytturnar, sem höfðu staðið
þarna í um 1.600 ár, létu lengi vel
lítið á sjá þrátt fyrir harðar atlögur
talibananna. Fyrst voru stytturnar
gataðar lítillega með skotum úr
fallbyssum og skriðdrekabyssum,
en það hafði í raun lítil áhrif. Þá
settu talibanarnir röð af sprengjum
við fætur stærri styttunnar, sem
var um 60 metra há og kölluð Sol-
sol, sem þýðir „ár eftir ár“. Spreng-
ingarnar tóku bara part af fótunum
á líkneskinu, segja þorpsbúar, en
eyðilögðu mosku sem byggð hafði
verið úr leir og timbri við rætur
sandsteinsbjargsins sem líkneskin
voru höggvin út úr.
Er hér var komið gerðu talib-
anarnir sér grein fyrir því að þeir
þurftu á hjálp sérfræðinga að halda
og kölluðu til tvo pakistanska og
tvo arabíska sprengjusérfræðinga
sem þorpsbúar segja að al-Qaeda-
samtök Osama bin Ladens hafi út-
vegað. Það var þá sem nokkrir
þorpsbúar voru neyddir til að
hanga í köðlum utan í bjarginu við
að grafa holur í stytturnar til að
koma sprengiefni fyrir. Fólkið sem
býr í Bamian-sýslu er af þjóðflokki
Hazara og er shíta-múslímir. Það
sætti ofsóknum og morðum þegar
talibanar, sem eru súnní-múslímir,
voru við völd í Afganistan.
Kröfðust skilvirkari aðferða
Ali Agha, mjósleginn, 28 ára
karlmaður, sagðist hafa unnið fyrir
hóp talibana er létu hann hanga í
köðlum utan í bjargveggnum á
meðan hann reyndi að nota felgu-
járn, meitla og beitt kúbein til að
höggva holu í styttuna. „Mann
svimaði í þessari hæð og þeir tos-
uðu mann upp og lömdu mann með
byssuskeftunum,“ sagði Agha.
Honum tókst að gera holu í vinstri
öxl minni styttunnar eftir átta
klukkustunda vinnu. Pakistanskur
sprengjusérfræðingur var látinn
síga niður í vönduðu talíukerfi með
miklum öryggisbúnaði og kom
sprengiefni fyrir í holunni.
Allan tímann kom háttsettur
embættismaður í talibanastjórninni
á staðinn á nokkurra daga fresti.
Flogið var með hann þangað í
þyrlu. Hann fylgdist með niðurrif-
inu og krafðist þess, að taliban-
arnir sem stjórnuðu verkinu fyndu
skilvirkari leiðir til að rústa stytt-
urnar. Sumir þorpsbúar segja að
embættismaðurinn hafi verið varn-
armálaráðherra talibanastjórn-
arinnar, múllann Obaidullah. Segja
þeir að hann hafi verið einn af
mörgum mikilvægum talib-
anaforkólfum sem komu öðru
hvoru til að fylgjast með niðurrif-
inu og greina æðstu leiðtogum tal-
ibanastjórnarinnar í Kabúl og
Kandahar frá gangi mála.
Það var æðsti trúarleiðtogi talib-
ananna, múllann Mohammed Om-
ar, sem gaf fyrirskipun um að stytt-
urnar skyldu eyðilagðar í febrúar í
fyrra. Hann sagði þær vera „skurð-
goð“, „falsguði“ og „guði villu-
trúarmannanna“, og skírskotaði
þar til Hazaranna. Samkvæmt
strangri túlkun talibananna á Kór-
aninum voru allar myndir af lifandi
verum bannaðar.
Núna getur að líta tilvitnun í
Kóraninn á klettaveggnum þar sem
önnur Búddastyttan stóð: „Rétt-
lætið kemur í stað óréttlætisins.“
Talibanarnir máluðu þetta á vegg-
inn.
Stytturnar voru reistar á tíma-
bilinu frá þriðju öld til fimmtu ald-
ar og voru dæmi um klassískan
samruna búddískrar og grískrar
listar. Þær voru byggðar áður en
Hazarar snerust frá búddatrú til
shíta-íslam um miðja níundu öld.
Þær stóðu við Silkileiðina, þar sem
úlfaldalestir fóru á milli Rómar og
Kína, og Búddarnir höfðu staðið af
sér atlögur Ghengis Khans og fleiri
manna.
Möguleikar
á endurbyggingu
Þorpsbúar í grenndinni segja að
þegar talibönunum hafi loksins
tekist að jafna stytturnar við jörðu
með gífurlegum sprengingum hafi
talibanarnir fagnað og strítt
Hazörunum. „Þeir sögðu við okkur:
Við erum búnir að drepa guðina
ykkar,“ sagði öldungur í þorpi
Hazara. En Hazararnir dýrkuðu
ekki stytturnar eða litu á þá sem
guði. Búddarnir voru ómetanleg
tákn Hazaranna, og þeim þykir
leitt að hafa ekki getað bjargað
styttunum.
Menningarmálastofnun Samein-
uðu þjóðanna hefur kallað saman
nefnd sem kanna á hvort hægt sé
að verða við beiðni bráðabirgða-
stjórnarinnar sem nú situr í Afgan-
istan um að Búddastytturnar verði
endurreistar eða eitthvað komi í
þeirra stað. Meðal þess sem mögu-
leiki er á, er að byggja sams konar
styttur á sama stað eða svipaðar
styttur skammt frá, að sögn tals-
manns Sameinuðu þjóðanna í
Bamian.
Erlendir
sprengju-
sérfræðingar
kallaðir til
Bamian í Afganistan. Los Angeles Times.
Þegar talibanar réðust til atlögu gegn
stóru Búddastyttunum í Bamian gerðu
þeir sér ekki grein fyrir því hversu erfitt
það yrði að jafna þær við jörðu.
Los Angeles Times
Talibanar prentuðu þessa mynd, sem sýnir skriðdreka skjóta á aðra
Búddastyttuna, á veggspjald til almennrar dreifingar.
Washington Post/Marc Kaufman
Í hellunum í grennd við hvilftina sem Búddastytturnar stóðu í hafa fjölskyldur úr héraðinu sest að, eftir að hafa
neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna sem geisað hafa í Afganistan undanfarin misseri.
’ Við erum búnir að drepa guðina
ykkar ‘
BANDARÍKJAHER sendi í gær
mikinn liðstyrk til átakasvæða í
Arma-fjöllum í austurhluta Afgan-
istans en þar hafa Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra átt í
hörðum bardögum við liðsmenn al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna
undanfarna daga. Sögðu talsmenn
Bandaríkjahers að um eitt hundr-
að al-Qaeda-liðar hefðu verið felld-
ir í átökum á miðvikudag en dag-
inn áður hafði Frank Hagenbeck
hershöfðingi sagt að tekist hefði að
ráða niðurlögum um helmings
þeirra 600–700 al-Qaeda-manna
sem hefðust við í fjöllunum.
Mohammed Zahir Shah, fyrrver-
andi konungur Afganistans, sagði í
viðtali sem ítalska blaðið La
Stampa birti í gær að áframhald-
andi stríðsrekstur Bandaríkja-
manna í Afganistan væri
„heimskulegur og tilgangslaus“ og
betra væri ef endi yrði bundinn á
hann nú þegar.
„Hryðjuverk eru erlent fyrir-
bæri, ekki afganskt. Hér er um að
ræða útlenda menn, frá öðrum
ríkjum Asíu, sem eru vanir því að
búa einir og stunda þjófnað.“
Skoðanir konungsins eru í ósam-
ræmi við stefnu afgönsku bráða-
birgðastjórnarinnar, sem í gær
sendi um eitt þúsund afganska
hermenn til Arma-fjalla til að að-
stoða við það verkefni að ráða nið-
urlögum al-Qaeda-liða þar. Hefur
stjórnin farið fram á það við hér-
aðshöfðingja í austurhluta landsins
að þeir sendi liðstyrk á vígvöllinn.
Sást í gær hvar tólf brynvarðar
bifreiðir Norðurbandalagsmanna,
þ.m.t. sex skriðdrekar, héldu af
stað frá Kabúl til víglínunnar í
Austur-Afganistan.
Þá færðu Bandaríkjamenn sjálf-
ir Cobra- og Apache-herþyrlur,
sem hafa verið annars staðar í
Afganistan, til Arma-fjalla en nú
er allt kapp lagt á að vinna sigur í
orrustunni sem þar hefur verið
háð við al-Qaeda undanfarna viku.
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn
hafi haldið því fram að búið sé að
drepa meirihluta al-Qaeda-mann-
anna í Arma-fjöllum sagði Abdul
Matin Hassankhiel, sem kveðst
hafa forráð yfir 135 af þeim 800
Afgönum sem taka þátt í hern-
aðinum gegn al-Qaeda, að þúsund-
ir til viðbótar gætu leynst í Paktia-
héraði.
Osama bin Laden
í Arma-fjöllum?
Sagði hann ekki útilokað að
meðal þeirra væru ýmsir leiðtoga
al-Qaeda. „Við hefðum ekki mætt
svo harðri mótspyrnu ef þarna
væri aðeins um fótgönguliðana að
ræða. Það er alveg öruggt að
þarna eru líka háttsettir al-Qaeda-
liðar,“ sagði hann við fréttamenn í
borginni Gardez, höfuðstað Paktia.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
hafa á hinn bóginn ekki viljað
svara spurningum um það hvort
Sádí-Arabinn Osama bin Laden,
leiðtogi al-Qaeda, væri hugsanlega
í Arma-fjöllum og í gær sagði Al-
ain Richard, varnarmálaráðherra
Frakklands, að „sterkar líkur“
væru á því að bin Laden væri all-
ur.
„Við höfum ekkert heyrt af hon-
um í mjög langan tíma,“ sagði
Richard en franski herinn tekur
þátt í aðgerðum Bandaríkjahers í
Paktia.
Liðstyrkur
sendur til
Arma-fjalla
Fyrrverandi konungur Afganistans
segir stríðsrekstur Bandaríkjamanna
„heimskulegan og tilgangslausan“
Kabúl, Gardez, Róm. AFP.
AP
Bandarískir hermenn svipast um eftir al-Qaeda-liðum í hlíðum Arma-
fjallanna en harðir bardagar hafa geisað á svæðinu undanfarna daga.