Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Úlfar Þórðarsonfæddist á Kleppi
2. ágúst 1911. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
aðfaranótt fimmtu-
dagsins 28. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Þórður
Sveinsson, yfirlækn-
ir á Kleppi, f. 20. des-
ember 1874, d. 21.
nóvember 1946, og
kona hans Ellen Jo-
hanne Sveinsson,
fædd Kaaber, f. 9.
september 1888, d.
24. desember 1974. Úlfar var næst
elstur sjö systkina en þau eru: 1)
Hörður, lögfræðingur og spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, f. 11. desember 1909,
d. 6. desember 1975, kvæntur Ingi-
björgu Oddsdóttur, f. 31. október
1909, d. 4. desember 1999. 2)
Sveinn, eðlisfræðingur og fyrrum
skólastjóri Menntaskólans á
Laugavatni og síðar prófessor í
Red Deer í Albertafylki í Kanada,
f. 10. janúar 1913, kvæntur Þór-
unni Hafstein, f. 23. ágúst 1912, d.
16. ágúst 1998. 3) Nína, f. 27. jan-
úar 1915, gift Trausta Einarssyni
jarðfræðingi og prófessor við Há-
skóla Íslands, f. 14. nóvember d. 25.
júlí 1984. 4) Agnar, bókavörður á
Landsbókasafni og rithöfundur, f.
11. september 1917, kvæntur Hildi-
gunni Hjálmarsdóttur, f. 20. mars
1920. 5) Gunnlaugur lögfræðingur,
f. 14. apríl 1919, d. 20. maí 1998,
kvæntur Herdísi Þorvaldsdóttur, f.
15. október 1923. Þau slitu sam-
vistum. 6) Sverrir, blaðamaður á
Morgunblaðinu, f. 29. mars 1922,
giftur Petrínu Ásgeirsdóttur, f. 25.
október 1924, d. 26. febrúar 1986.
Hinn 31. júlí 1938 kvæntist Úlfar
Unni Jónsdóttur kennara, f. 16.
apríl 1916, d. 8. júní 1994. Foreldr-
ar hennar voru Elísabet Sigfús-
dóttir frá Syðri-Völlum í V-Húna-
þingi, f. 20. júní 1891, d. 6. júní
1978, og Jón Hjálmarsson, vélstjóri
frá Látrum í Aðalvík, f. 1. október
skiptafræðingur, f. 2. febrúar
1950, kvæntur Ágústu S. Björns-
dóttur, f. 2. apríl 1958. Dætur
Sveins eru: a) Signý Vala lækna-
nemi, f. 12. júlí 1976, gift Þóri
Skarphéðinssyni lögfræðingi, f. 28.
október 1974, dóttir þeirra er
Hrafnhildur Helga, f. 7. ágúst
2001, og Unnur Edda mennta-
skólanemi, f. 20. janúar 1982.
Úlfar varð stúdent frá MR 1930,
fékk styrk frá Humboldt-stofnun-
inni og var við nám við Albert-Uni-
versität í Königsberg í Þýskalandi
1933–34. Hann lauk læknanámi frá
Háskóla Íslands árið 1936, fékk al-
mennt lækningaleyfi 1938 og sér-
fræðingsleyfi í augnlækningum ár-
ið 1940. Hann dvaldi auk þess við
nám, sérfræðinám og störf í Þýska-
landi, Danmörku og Bandaríkjun-
um um lengri og skemmri tíma.
Úlfar opnaði eigin lækningastofu í
Reykjavík árið 1940 og starfrækti
hana síðan. Hann var auk þess sér-
fræðingur á Landakotsspítala
1942–81, læknir Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík 1950–84
og trúnaðarlæknir Flugmála-
stjórnar 1962–97. Úlfar gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum
um ævina, var í stjórn sundfélags-
ins Ægis 1931–34 og formaður
knattspyrnufélagsins Vals 1946–
50 og var heiðursfélagi í báðum
þessum félögum. Þá var hann for-
maður Íþróttabandalags Reykja-
víkur 1967–82 og sat í stjórn
íþróttavallanna í Reykjavík um
skeið. Hann var stofnfélagi Fugla-
verndarfélags Íslands árið 1963 og
fyrsti formaður þess. Úlfar var
borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn um tveggja áratuga skeið
frá 1958–78 og sat í sjúkrahús-
nefnd Reykjavíkurborgar 1960–
70. Hann var fulltrúi í heilbrigð-
ismálaráði Reykjavíkurborgar
1970–78 og formaður þess 1972–
74, formaður stjórnar sjúkrastofn-
ana Reykjavíkurborgar 1975–78
og formaður bygginganefndar
Borgarspítalans 1973–78. Þá sat
hann í byggingarnefnd aldraðra
1980–84. Úlfar ritaði greinar í inn-
lend og erlend blöð og var í rit-
stjórn Acta Ophthalmologica
1958–78.
Útför Úlfars Þórðarsonar fer
fram frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
1889, d. 2. október
1938. Þeim Unni varð
fjögurra barna auðið:
1) Þórður Jón, flug-
maður hjá Loftleiðum,
f. 14. júní 1939, d. 18.
mars 1963, kvæntur
Guðnýju Árdal, f. 18.
mars 1939. Börn Þórð-
ar og Guðnýjar eru: a)
Helga Lísa, f. 30. októ-
ber 1956, gift Páli Kr.
Pálssyni, synir þeirra
eru Þórður Páll, f. 27.
júní 1991, og Einar
Sveinn, f. 16 febrúar
1996. b) Úlfar Ingi, f.
6. nóvember 1959, kvæntur Anne
Katrine Hame, f. 17. maí 1965. Þau
slitu samvistum. Börn þeirra eru
Sara Elisabeth, f. 11. desember
1990, Þórður Björn, f. 9. júní 1995,
og Mariane Sól, f. 30. júlí 1998. c)
Einar Sveinn, f. 5. nóvember 1961.
d) Þórður Jón, f. 25. júlí 1963,
kvæntur Sawai Thordarson. Sonur
þeirra er Úlfar Páll Mon, f. 24. jan-
úar 2000. 2) Ellen Elísabet innan-
hússarkitekt, f. 10. október 1942,
gift Marc Klinger verslunarmanni,
f. 1. júní 1943. Þau slitu samvistum.
Synir þeirra eru: a) Benjamín
Þórður flugmaður, f. 3. júlí 1964,
kvæntur Marian Klinger, fædd
Tate, f. 29. nóvember 1964, og eru
synir þeirra John Benjamin, f. 13.
febrúar 1995, og Tate, f. 8. maí
1997. b) Úlfar Markús tölvunar-
fræðingur, f. 7. febrúar 1970,
kvæntur Rut Tómasdóttur, f. 27.
mars 1973, dóttir þeirra er Elísa-
bet Freyja, f. 11. september 2001.
3) Unnur, rithöfundur og fyrrum
fréttamaður, f. 4. júní 1948, gift
Gunnari Gunnarssyni sendiherra,
f. 16. mars 1948. Dætur þeirra eru:
a) Ellen sagnfræðingur, f. 8. júní
1967, sambýlismaður hennar Ed-
ward Farmer sagnfræðingur, f. 1.
maí 1968, og er sonur þeirra Henry
Gunnar, f. 8. mars 1999, og b) Halla
myndlistarnemi, f. 21. júní 1974,
sambýlismaður hennar er Thomas
Outerbridge umhverfisfræðingur,
f. 21. júlí 1963. 4) Sveinn Egill við-
Það er liðið hátt á fjórða áratug frá
því að ég kynntist Úlfari Þórðarsyni
tengdaföður mínum á heimili hans og
Unnar konu hans á Bárugötu 13. Ég
býst við að allir sem kynntust Úlfari
hafi fundið, að hann var óvenjulegur
maður og einstakur persónuleiki.
Þegar ég lít til baka og hugleiði hvað
það var í fari hans sem hafði mest
áhrif á mann kemur margt upp í hug-
ann en kannski þó mest lífskraftur-
inn sem geislaði af honum allt til ævi-
loka. Það er fáum gefið að lifa lífinu
af jafn miklum krafti og eldmóð og
Úlfar gerði. Hann var hamhleypa til
allra verka og kom víða við á langri
ævi. Störf hans sem læknir og sem
forvígismaður á sviði heilbrigðismála
og á vettvangi íþróttahreyfingarinn-
ar eru vel þekkt. Síðustu tvo áratug-
ina stundaði hann skógrækt af sama
kappi og hann gerði allt annað. Fyrir
Úlfari voru öll störf mikilvæg og
hann var svo viljugur til verka að það
var ekki nokkur leið að sjá að hann
tæki eitt fram yfir annað.
Úlfar kom úr stórri fjölskyldu og
eignaðist sjálfur stóra fjölskyldu með
árunum. Persónuleiki hans var þann-
ig að hann var sjálfkrafa miðpunktur
og bakhjarl í tilverunni fyrir börnum
og barnabörnum. Þrátt fyrir langan
og erilsaman vinnudag gaf hann sér
alltaf tíma til að sinna fjölskyldunni.
Ég minnist þess tíma þegar eldri
dóttir mín var á fjórða ári eða svo að
Úlfar tók stundum bangsann hennar,
kom honum fyrir úti í bæ og sagði
henni síðan að þessi óþekktarbangsi
hefði farið í ferðalag en nú væri hann
kominn í leitirnar og vildi láta sækja
sig. Þau fóru síðan saman að sækja
bangsann, stundum út í flugturn eða
niður á lögreglustöð. Barnið var auð-
vitað alltaf jafn undrandi á þessu
ferðalagi bangsans og þakklát afa
sínum að hafa uppi á honum.
Auk þeirra starfa sem Úlfar tók að
sér átti hann fjölmörg áhugamál.
Hann var víðlesinn, ekki síst í sagn-
fræði. Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á flugi. Í mörg ár stundaði
hann fuglaskoðun og beitti sér fyrir
fuglavernd. Á síðari hluta ævinnar
beindust augun að skógrækt. Hann
var fjölfróður og stálminnugur og
kunni að segja frá mörgu skemmti-
legu sem drifið hafði á dagana og
gerði það vel. Hann lifði óvenjulega
viðburðaríku og farsælu lífi en það
færði honum einnig sorgir. Úlfar og
Unnur urðu fyrir þungu áfalli þegar
þau misstu Þórð son sinn í flugslysi
árið 1963. Úlfar orðaði það ekki oft
en engum duldist að þar bar hann sár
sem ekki greri.
Frá haustdögum 1998 dunduðum
við Úlfar okkur við að setja saman
bjálkakofa á landi sem hann átti og
hafði ræktað upp við Hafravatn. Úlf-
ar var þá nýorðinn 87 ára gamall. Ég
átti þess vegna von á að við þyrftum
að fara hægt í sakirnar. En svo var
ekki. Þessi háaldraði maður gekk
þannig til verks að næsta ótrúlegt
var. Ég sá best þá hversu mikið hann
naut vinnunnar og að sjá árangur
verka sinna. Við unnum verkið að-
allega um helgar. Þess á milli var
Úlfar óþreytandi við að spá og spek-
úlera í framhaldið hverju sinni og
aldrei brást að hann hefði samband í
síðasta lagi á föstudagskvöldi til að
vera viss um að við tækjum daginn
snemma um helgina. Gestir og gang-
andi voru alltaf velkomnir en Úlfar
tryggði að þeir færu ekki heim fyrr
en þeir væru búnir að inna af hendi
einhver verk.
Við Hafravatn hafði Úlfar á tveim-
ur áratugum stundað skógrækt með
mjög góðum árangri. Hann hélt því
áfram til dauðadags. Honum þótti
vænt um gróðurinn. Ég nefndi það
einstaka sinnum við hann hvort ekki
þyrfti að grisja hér og þar. Hann
taldi þetta alltaf vera góð ráð en
benti á að kannski væri rétt að bíða
til haustsins. Þegar þar að kom
komst hann yfirleitt að þeirri niður-
stöðu að rétt væri að bíða fram á
næsta vor.
Ég mun ætíð minnast tengdaföður
míns með þakklæti, hlýhug og virð-
ingu fyrir því sem hann var og stóð
fyrir. Það eru mikil forréttindi fólgin
í því að eiga samleið með manni eins
og honum.
Gunnar Gunnarsson.
Í maímánuði síðastliðnum stóð ég í
ströngu við að gera upp gamla íbúð í
Grjótaþorpinu. Ein helsta hjálpar-
hella mín í þeirri þolraun var afi
minn, Úlfar Þórðarson læknir, en
hann varð níræður það sumarið.
Hann hafði þá nýverið sest í helgan
stein en mætti til mín af sömu elju-
semi og hann stundaði augnlækning-
ar á stofu sinni í 60 ár. Ég setti hann í
einföld verk, hann fékk að mála veggi
en ekki að lakka glugga, pússa með
sandpappír en ekki að sparsla og
honum var bannað að fara upp í
stiga. Hann lét þetta allt yfir sig
ganga og ef ekki var verk fyrir hann
að vinna sópaði hann og safnaði sam-
an rusli frekar en að fara heim. Við
skömmuðum hann fyrir að eyði-
leggja hverjar buxurnar á fætur öðr-
um með málningu og þá fór hann úr
þeim og málaði á boxaranærbrókun-
um. Við kölluðum hann Pablo eftir
öðrum frægum málara sem hafði
yndi af að mála hálfnakinn. Hann sá
ekkert sérstaklega vel til en gerði
sitt besta og ef hann stóð mig að því
að mála yfir verk sín eða slétta úr
málningu hér og þar skipaði hann
mér að fara að vinna eitthvað þarfara
verk því að hann væri búinn þarna.
Þannig var afi minn. Ég gat alltaf
treyst á hann, hann vann sína vinnu
án þess að þjást af efasemdum um
sjálfan sig og húmorinn var alltaf til
staðar. Efasemdir geta leitt til sjálfs-
þekkingar en í afa mínum var sem
hún væri honum í blóð borin. Það
þýðir ekki að hann hafi verið einfald-
ur persónuleiki; í honum bjuggu
margar manneskjur og sumar þeirra
gerðu honum oft erfitt fyrir. En stór-
mennska hans fólst í þeirri staðreynd
að hann afneitaði engri þeirra og
hans eigin margbreytileiki gerði það
að verkum að hann hafði samkennd
með ólíkasta fólki.
Á barnsárum var afi mér ráðgáta.
Hann geystist með svörtu læknis-
töskuna sína inn og út úr því rólega
lífi sem ég átti á Bárugötunni með
ömmu minni. Ég vissi það eitt að
hann læknaði fólk, byggði íþrótta-
miðstöðvar hér og þar og talaði við
ógrynni fólks sem þurfti á honum að
halda í símann á hverjum degi og
nóttu. Ég var auðvitað stolt af því að
vita að hann væri lífgjafi og mann-
vinur en samt sem áður skildi ég ekki
hrynjandi lífs hans; af hverju áttu
hann svo margir? Eftir því sem ég
stækkaði og sjóndeildarhringurinn
víkkaði fór myndin að skýrast og mér
varð ljóst að afi minn hafði fengið í
vöggugjöf óþrjótandi ást á lífinu í öll-
um sínum myndum; mannfólkinu,
dýrunum og gróðrinum. Hann kærði
sig ekki um að snúa þeirri tilfinningu
sinni yfir í pret-a-porter-lífsspeki og
hann hafði ekki áhuga á prédikunum.
Hann einfaldlega lifði og það var nóg
og svo reyndi hann að gera eins mik-
ið og hann kom í verk á hverjum
degi. Orkan fór í að hlúa að lífinu,
lækna fólk, rækta vinskap og koma
upp trjám í norrænni túndru, ekki í
að eyða sjálfum sér og öðrum. Að ut-
anverðu virtist líf hans hvirfilbylur
(að minnsta kosti leit svefnherbergi
hans alltaf þannig út) en undir lá
hrynjandi og lógík; allt hans daglega
amstur var hluti af æviferli sem var
eins og stöðugur, staðfastur hjart-
sláttur í takt við sitt náttúrulega um-
hverfi og mannlegt samfélag. Það bjó
berserkur í afa mínum, en í sambýli
við hann var svo ríkur mannsandi og
ást að úr varð ofurhugi sem snerti
alla sem að honum stóðu til góðs.
Hann neitaði hins vegar að setja fólk
á stall og það geri ég ekki hér. Til
allrar hamingju var hann ekkert
„übermensch“ en líf hans var vitn-
isburður um það að maðurinn getur
sigrast á sjálfum sér án þess að tapa
þeim breyskleika sem gerir hann
mannlegan og án þess að upphefja
sig yfir umhverfi sitt. Ef við þurftum
á honum að halda þá var sú þörf
gagnkvæm. Hann nærðist á vináttu
og hann var vinur minn. Í honum
fólst einfaldlega það besta sem lífið
hefur upp á að bjóða.
Ást afa míns á lífinu gerði það ekki
að verkum að hann afneitaði dauð-
anum; sem læknir horfðist hann í
augu við hann á hverjum degi, en það
dró ekki úr þeim eiginleika hans að
geta syrgt. Hann hafði skilning á
hringrás lífs og dauða, hamingju og
sorgar, og ég mun reyna að syrgja
hann eins og hann hefði sjálfur syrgt,
án reiði út í náttúruna sem var hon-
um allt. Ég þakka honum fyrir mig
og mína.
Ellen Gunnarsdóttir.
Elsku afi, það er sárt að missa þig
og við söknum þín mikið. Það er svo
erfitt að sætta sig við þetta því að þú
varst alltaf svo hress, hraustur og
fjörmikill. Við vorum viss um að fá að
eiga nokkur ár í viðbót með þér.
Við eigum svo margar ljúfar og
skemmtilegar minningar um þig og
þær verður gaman að endurupplifa í
huganum.
Það var dýrmæt upplifun að eiga
svona afa.
Þú virtist þekkja alla, vera í öllum
félögum, stjórnum og nefndum, vita
allt og vera vinsælasti maður í heimi.
Fyrir okkur varst þú algjör ofurafi.
Og sögurnar sem þú sagðir voru
svo fyndnar og skemmtilegar, og svo
kunnirðu Svejk utan að.
Það var svo gaman þegar við vor-
um lítil að flækjast með þér út um
allt. Við fórum upp á Landakot, í vitj-
anir með þér, út á flugvöll í turninn,
niður á Valsvöll, upp í borgarstjórn, í
fjörur að kasta steinum og brenna
rusl, á völlinn í heiðursstúkuna
o.s.frv. Alltaf vorum við í halarófu á
eftir þér og fengum að upplifa svo
margt skemmtilegt, skrýtið og fróð-
legt. Fólk kímdi nú þar sem þú birt-
ist með hópinn með þér. Alltaf hafðir
þú tíma fyrir okkur, og stundum
máttu sjúklingarnir bíða ef okkur lá
eitthvað á hjarta. Það var nú enn ein
skemmtunin, að fylgjast með þér
niðri á læknastofu, og kannast marg-
ir við þann frumlega stíl sem þú hafð-
ir á öllu þar. Oft sátum við flissandi
úti í horni á stofunni yfir þessum
skemmtilega frumlega afa sem við
áttum.
Það var alltaf mikil tilhlökkun að
fara upp á Báró til að eiga stund með
ömmu og afa og kannski gista. Alltaf
biðu okkar einhverjar óvæntar uppá-
komur og ævintýraferðir. Þetta var
svo gott og gaman og það voru mikil
forréttindi að eiga þig fyrir afa. Þú
hafðir svo sterk og jákvæð áhrif á
okkur. Þú gerðir okkur að betra fólki
með fordæmi þínu í samskiptum við
fólk, hreinskiptinn, heiðarlegur og
hjálpsamur.
Við viljum bara þakka þér afi fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur og all-
ar þessar ómetanlegu stundir og við
munum alltaf sakna þín.
Helga Lísa, Úlfar Ingi,
Einar Sveinn og Þórður Jón
Þórðarbörn.
Elsku afi. Maður datt nú aldeilis í
lukkupottinn að fá að eiga þig sem
afa. Þú varst svo stór hluti af lífi
manns, þú kenndir manni svo margt
og minningarnar eru svo margar og
allt þetta mun ég geyma næst hjart-
anu alla tíð. Þú og amma bjugguð
manni lítinn heim á Báró sem í huga
manns sem barn var algjörlega að-
skilinn umheiminum og það var ekki
hægt að hugsa sér betri stað til þess
að vera á. Ég hugsa til þín þegar þú
komst á harðakani í hverju hádegi
upp á Báró í mat og þótt maður væri
búinn að borða þá kom maður alltaf
niður í eldhús vegna þess að það var
svo gaman að horfa á þig borða. Með
því skemmtilegra var þegar þú
fékkst þér rúgbrauð með smjöri. Þá
braustu hálfa brauðsneið, settir risa-
stóra smjörklípu á, tókst svo salt-
staukinn og vandlega bjóst til stórt
fjall af salti á smjörinu, braust brauð-
ið svo saman og tróðst því öllu upp í
þig í einu. Þarna sat maður pínulítill
og horfði á hvern munnbitann á fæt-
ur öðrum og eftir smá tíma bað mað-
ur ömmu um að gefa sér að borða.
Þegar hún spurði mann hvað maður
vildi var svarið alltaf „bara svona
eins og afi er með“.
Það eru litlu hlutirnir eins og þess-
ir sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa til þín. Eins og hendurnar þín-
ar, þú varst með svo fallegar hendur
og hvernig þú nuddaðir saman fingr-
unum þegar þú drakkst teið þitt og
hvernig nefið á þér krumpaðist sam-
an þegar þú hlóst og krumpaðist sér-
staklega mikið þegar þú varst að
stríða einhverjum.
Elsku afi, nú ertu kominn til
þeirra sem þú hefur saknað svo sárt í
gegnum árin og þar veit ég að þú ert
hæstánægður. Þú fékkst að fara til
þeirra á fallegan og friðsælan máta
og fyrir það er ég svo þakklát. Ég vil
líka að þú vitir það að kisa hefur það
mjög náðugt og biður sérstaklega vel
að heilsa.
Ástarkveðjur, þín
Halla.
Þennan morgun var eins og slökkt
væri á skæru leiðarljósi og á hinum
leikandi logum lífsgleði þinnar eða
umhyggju, sem var þitt aðalsmerki.
Við fjölskyldan finnum þögnina og
lamandi kyrrðina sem ríkti á þessum
sólríka en óraunverulega morgni og
bíðum enn eftir því að þú sviptir upp
hurðinni með tilheyrandi léttleika
eins og þér var einum lagið. Við
söknum allra skemmtilegu frásagn-
anna þinna, bæði af Svejk, vini þín-
um, öllum trjánum sem þér þótti svo
vænt um, hrossaskítnum, sjúkling-
unum og öllum þeim ótrúlegu hlutum
sem þú upplifðir og sagðir okkur
barnabörnunum svo lifandi frá.
Þú varst engum öðrum afa líkur,
eða hvaða afi myndi fara með fullan
bíl af barnabörnum í fuglaskoðun á
sunnudagsmorgni, svo niðrí fjöru að
kasta steinum og brjóta flöskur, þá
var farið í badminton eða „baddann“
þar sem við máttum horfa upp á afa
okkar spila á rifnum nærbuxum og í
sitthvorri tegundinni af skóm. Já, þú
varst engum líkur. Brennandi áhugi
á högum okkar og námi var okkur
stöðug hvatning, þú kenndir okkur
ÚLFAR
ÞÓRÐARSON