Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                    !     "   # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR seinna stríð áttu gyðingar samúð alls heimsins. Aldrei hafði maðurinn séð eins mikla grimmd og brjálæði og beinst hafði að gyð- ingum í Þýskalandi á stríðsárun- um. Útrýmingarbúðir, pyntingar, tilraunir á lifandi fólki og fleira viðbjóðslegt. Í byrjun var stefna Þjóðverja ekki svona augljós, heldur var far- ið fínna í málið og opinber stefna stjórnvalda ekki höfð í hámælum. Gyðingar urðu fyrir skipulögð- um ofsóknum, verslanir þeirra voru brenndar, heimili þeirra, at- vinnurekstur, skólar og bara allt sem þeim viðkom. Síðar kom að því að gyðingar voru reknir af heimilum sínum og fluttir annað, í gettóin. Öllu fé- mætu og einhvers virði var stolið af þeim í leiðinni. Í staðinn fluttu Þjóðverjar í híbýli þeirra. Gyðing- ar urðu réttdræpir og margir létu lífið án dóms og laga, bæði af völd- um hermanna og óbreyttra borg- ara. Litið var á gyðinga sem meindýr og þeim bæri að útrýma. Loks var skipulagðri áætlun um einmitt það hrint í framkvæmd. Eftir að bandamenn höfðu sigr- að Þjóðverja kom allur þessi hryll- ingur í ljós. Heimurinn stóð á önd- inni. Hvernig gat þetta átt sér stað í siðmenntuðu þjóðfélagi, í nútím- anum? Gyðingar áttu samúð allra og hinar nýstofnuðu Sameinuðu þjóð- ir tóku vandamálið sem gyðingar áttu við að glíma upp á sína arma. Því gyðingar voru í raun land- lausir og höfðu verið það í tæp 2.000 ár. Nokkuð gamalt vanda- mál, sem skyldi leysa strax. Þetta vandamál var leyst, – eða þannig. Gyðingum var færð land- ræma í Palestínu upp í hendurnar. Allir urðu ánægðir, búið var að gera nokkuð fyrir þetta fólk, sem hafði þurft að reyna svo margt, nema kannski þá er höfðu átt þarna heima áður. Hvað um það, það var nýtt vandamál, en 2.000 ára vandamáli var loksins komið í höfn. Menn voru búnir að skrá nafn sitt í söguna. Nú líða árin, sex daga stríðið skellur á. Hið nýja Ísrael hernem- ur enn stærri hlut af Palestínu. Árin líða, Ísraelar halda upptekn- um hætti og hernema fleiri lendur og hafa nú gert Palestínumenn að aðskotadýrum í eigin landi. Nú voru Ísraelsmenn hinum megin við borðið, þeir fóru og drápu Palestínumenn, börn sem fullorðna, án dóms og laga. Bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Nú fóru Ísraelsmenn og ráku Pal- estínumenn út af heimilum sínum og rýmdu þau fyrir sjálfa sig. Jarðýtur jöfnuðu við jörðu versl- anir Palestínumanna, atvinnu- rekstur þeirra var eyðilagður, heimili þeirra sprengd í loft upp, fólk handtekið og tekið af lífi af handahófi. Gerður var dauðalisti yfir þá er stjórnvöld vildu að væru myrtir. Börn sprengd í loft upp á leið í skólann, hermenn á hlaupum á eftir litlum börnum til að myrða þau. Sagan virðist vera að endurtaka sig, nema nú er ekki verið að of- sækja gyðinga heldur eru gyðing- ar að ofsækja Palestínumenn. Fyrir seinna stríð fengu Vest- urlandabúar fregnir af ofsóknum nasista en aðhöfðust ekkert, nú berast okkur þessar fréttir og við aðhöfumst ekkert. Höfum við ekk- ert lært? Er maðurinn sama skepnan og hann hefur alltaf verið, eða getum við trúað því að við séum sálir sem hafa samvisku? Ef svo er er það skylda okkar að að- hafast eitthvað. Þjóðverjar voru ekki slæmt fólk upp til hópa, heldur þeir er stjórn- uðu. Ísraelsmenn eru ekki slæmt fólk upp til hópa, heldur þeir sem stjórna. Getum við Íslendingar, eða þú sem utanríkisráðherra, lagt eitt- hvað á vogarskálarnar til að koma þessum glæpamönnum og morð- ingjum frá völdum í Ísrael? Getur Ísland slitið stjórnmála- sambandi við Ísrael? Getum við borið fram þá tillögu hjá Samein- uðu þjóðunum að friðargæslusveit verði send til Ísraels? Ég veit að aðrar þjóðir hafa gert slíkt og Bandaríkjamenn hafa neitunar- vald. Við höfum fordæmt verknað Ísraela og hryðjuverk almennt og það hefur ekki skipt máli. Það þýð- ir samt ekki að við eigum að sitja með hendur í skauti og segja „já herra“ við öllu sem þeir segja. Þarna í Austurlöndum eru fram- in níðingsverk sem að öllu leyti geta kallast glæpir gegn mann- kyni. Ef ég hefði aðstöðu eða smá- möguleika til að leggja mitt af mörkum hefði ég ekki samvisku, sem mannvera, til að láta það ógert. Herra utanríkisráðherra: Getum við eitthvað gert? Er eitthvað sem þú getur gert? Ef svo er ber okkur, og ekki síst þér, skylda til þess. Þetta er bara spurning um að vera maður eða mús. KJARTAN HILMISSON, Aragerði 9, 190 Vogum. Opið bréf til utanríkisráðherra Frá Kjartani Hilmissyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.