Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 565 6241, fax 5 444 211, netf.: netsalan@itn.is
Opið mán.–fös. kl. 10.00–18.00, lau. 10.00–12.00.
OVERLAND og LIMITED
2003 ÁRG. ER KOMIN
JEEP GRAND CHEROKEE
NETSALAN
„ÞAÐ hefði mátt
búast við því að ég
næði 21. sæti, en ég
náði því sjöunda,“
segir Ingvar Ás-
mundsson skák-
maður sem lauk
keppni um helgina
á heimsmeist-
aramóti öldunga í
skák í Naumburg í
Þýskalandi. Fyrir
mótið var Ingvar í
21. sæti miðað við
ELO skák-
stigafjölda og mið-
aði væntingar sínar
á mótinu við það.
Þegar taflið hófst
kom annað á dag-
inn.
Ingvar náði átta
vinningum og tap-
aði aðeins einni
skák, þeirri sem
hann tefldi við sig-
urvegara mótsins,
Josef Petkevitch,
sem hlaut 8½ vinn-
ing. Tefldar voru
ellefu umferðir og
náði spennan há-
marki í 9. og 10.
umferð. „Í níundu
umferð tefldi ég við Rússann Kar-
asov, sem var talinn einna sig-
urstranglegastur á mótinu. Skákin
varð 99 leikir og ég vann hana að
lokum þótt ég hefði á tímabili aðeins
lakara tafl og berðist fyrir jafn-
tefli.“
Í tíundu umferð lenti Ingvar á
móti Rússanum Timanov og háði
harða baráttu. „Hann fékk betra
tafl í byrjun en þegar ég hafði náð
þokkalegri stöðu, lék ég illa af mér
og lenti í mjög erfiðri vörn sem stóð
í 50 leiki, áður en skákinni lauk með
jafntefli.“
Þetta er í annað sinn sem Ingvar
teflir á heimsmeistaramóti öldunga,
en hann keppti á mótinu árið 1996
en náði þó ekki
eins góðum ár-
angri og nú. 255
þátttakendur
kepptu að þessu
sinni á mótinu,
sem er gríð-
armikil fjölgun
frá 1996. Ingvar
er FIDE-
meistari og hef-
ur teflt á þrem-
ur mótum í röð
á rúmum mán-
uði, fyrst í
Grikklandi í
Evrópumeist-
aramóti fé-
lagsliða með
skáksveit
Hellis. Þaðan
fór hann til Ítal-
íu á Evr-
ópumeist-
aramót öldunga
og nú síðast
tefldi hann í
Þýskalandi á
heimsmeist-
aramótinu.
Ingvar greind-
ist með krabba-
mein í munni og
kjálka snemma
árs 2000 og varð að láta af störfum
sem skólameistari Iðnskólans í
Reykjavík vegna veikindanna. „Ég
var settur strax í geislameðferð og
því næst í skurðaðgerð þar sem
skorið var úr kjálkabeininu og sett
framhandleggsbein í staðinn. Það
gekk vel og ég náði mér ágætlega
og tel mig vera búinn að ná góðri
heilsu á ný,“ segir Ingvar.
En hvað er framundan í skákinni?
„Mér finnst rosalega gaman að tefla
og nú hef ég nógan tíma til þess. Ef
ég fæ áhugaverð tækifæri til að taka
þátt í mótum, þá mun ég taka þeim,
en það verður bara að koma í ljós.“
Ingvar Ásmundsson að jafna sig
eftir alvarleg veikindi
Náði sjöunda sæti
á HM öldunga
Morgunblaðið/Kristinn
Ingvar Ásmundsson: „Hef nógan
tíma til að tefla.“
Með AM-áfanga/49
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra,
sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í
gær, að það kynni að vera umhugs-
unarefni fyrir bankana að huga að
breytingum á verðtryggðum vöxt-
um; ekki bara útlánsvöxtum heldur
einnig innlánsvöxtum, sem væru
töluvert hærri hér á landi en víðast
hvar annars staðar.
Þetta kom m.a. fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn Steingríms J.
Sigfússonar, formanns Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs, á Al-
þingi í gær, um vaxtaþróun í landinu
í kjölfar þess að Seðlabankinn hefði
lækkað stýrivexti sína um samtals
4,5% á síðustu 18 mánuðum.
Steingrímur sagði að þegar athug-
að væri hvernig markaðurinn hefði
brugðist við fyrrgreindum lækkun-
um Seðlabankans kæmi í ljós að
vextir á óverðtryggðum lánum hefðu
fylgt lækkununum nokkuð vel,
sömuleiðis vextir á verðtryggðum
lánum á almennum markaði, en ekki
í bankakerfinu.
„Sú merkilega staðreynd blasir
við að vextir á verðtryggðum lánum í
bankakerfinu hafa nánast ekkert
lækkað,“ sagði Steingrímur. Hann
sagði að sú staðreynd vekti upp
margar spurningar um stöðu banka-
kerfisins og ennfremur um það hvort
samkeppnin væri nægjanlega virk.
Forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi
Bankar hugi að
vaxtabreytingum
Landsbankinn telur/14
„ÞAÐ var tekið mjög vel á móti
mér, alls staðar nema einu sinni.
Það var kona sem sagðist ekkert
vilja með kirkjuna hafa og skellti á
mig,“ sagði Erla Rut Káradóttir
sem var eitt þeirra 2.500 ferming-
arbarna sem gengu í hús víða á
landinu í gær til að safna peningum
fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í Afr-
íku.
Erla Rut tilheyrir Grensássókn
og gekk í hús í Efstaleiti, en um 40
fermingarbörn úr Grensássókn
voru í söfnunarstarfinu í gær-
kvöldi. Þeirra á meðal var Erna
Hrund Hermannsdóttir. „Það gekk
mjög vel að safna. Við fórum í
Hvassaleitið og fengum 500 til
1.000 krónur frá hverjum.“ Hún
sagði fólk sums staðar hafa verið
sér meðvitandi um þörfina á fé til
bágstaddra í Afríku, þá einkum
hina eldri.
Þetta er í fjórða sinn sem íslensk
fermingarbörn safna fyrir Hjálp-
arstarf kirkjunnar, en prestar
fræða börnin um erfiðleika sem
jafnaldrar þeirra eiga við að etja í
fátækum löndum Afríku, s.s. vatns-
skort, fáa möguleika til menntunar
og lélega heilsugæslu.
Gylfi Þór Sigurðsson úr Grens-
ássókn safnaði fé úr tveimur hverf-
um í gærkvöldi og kom með þungan
bauk til baka eins og margir félaga
hans, sem fóru heldur ekki varhluta
af húðarrigningu í höfuðborginni í
gær. „Það var misjafnt hvernig fólk
tók á móti okkur, sumir vildu ekk-
ert með okkur hafa og skelltu á
okkur,“ sagði hann. „En við fengum
500 til 1.000 krónur frá öðrum.“
Hjalti Ásgeirsson, félagi Gylfa,
hafði svipaða sögu að segja, en
fannst söfnunin samt mjög
skemmtileg.
Morgunblaðið/Kristinn
Söfnunarbaukarnir sigu vel í en það veit á gott. Þau ættu að vita allt um það, fermingarbörnin úr Grensássókn,
sem söfnuðu fé handa jafnöldrum sínum í Afríku.
„Gekk mjög vel
að safna“
FÉLAG í eigu hjónanna Ruthar S.
Gylfadóttur og Kolbeins Kristins-
sonar, forstjóra Myllunnar-Brauðs
hf., hefur gert samning um kaup á
68,73% hlutafjár í félaginu. Eignar-
hlutur félagsins eftir kaupin er um
80% af útgefnu hlutafé.
Kolbeinn segir að félagið sé að
kaupa hlut sem var í eigu fjölskyldu
hans. Jafnframt verði leitað eftir
samningum við aðra eigendur um
kaup á hlutafé þeirra. Samningurinn
sé gerður með fyrirvara um að sam-
komulag náist um þau kaup.
„Þetta eru tímamót í fjölskyld-
unni,“ segir Kolbeinn. „Ég hef starf-
að hjá fyrirtækinu í 25 ár og var orð-
inn sá eini úr fjölskyldunni sem var
hjá fyrirtækinu. Þetta eru því eðli-
lega tímamót.“
Kolbeinn segir að rekstrinum
verði haldið áfram eins og verið hef-
ur. Engar breytingar séu fyrirhug-
aðar.
Stofnun Myllunnar-Brauðs hf. má
rekja til ársins 1959, þegar hjónin
Kristinn Albertsson og Dýrleif Jóns-
dóttir stofnuðu Bakaríið Álfheimum
6 í Reykjavík. Þau stofnuðu svo
Brauð hf. ásamt fleirum árið 1963.
Fyrirtækið hefur um árabil verið
stærsta heildsölubakarí landsins,
auk þess sem það á ráðandi hlut í
heildsölubakaríi í Bandaríkjunum.
Íslandsbanki veitti ráðgjöf við
kaupin og annast fjármögnun.
Gengið frá kaupum á meiri-
hluta í Myllunni-Brauði hf.
FYRSTI vinningur í lottóinu á
laugardag er sexfaldur og
stefnir vinningsupphæðin í 50
milljónir króna, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
Íslenskri getspá. Þá stefnir
fyrsti vinningurinn í Víkinga-
lottóinu, sem er tvöfaldur að
þessu sinni, í 250 milljónir
króna.
Í fréttatilkynningu segir að
sú staða komi ekki oft upp að
vinningar í báðum leikjum séu
margfaldir.
Margfaldir
lottóvinningar
ÍSLENSKU skákliðin á ólymp-
íuskákmótinu í Slóveníu töpuðu
bæði viðureignum sínum í gær.
Í opnum flokki töpuðu Íslend-
ingar fyrir Ítölum, 2½:1½, og
kvennaliðið tapaði 2:1 fyrir
Skotum.
Karlaliðið er í 50.–59. sæti
með 19 vinninga og kvennaliðið
er 56.–62. sæti.
Tap gegn Ítöl-
um og Skotum