Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 17
Slitþolin dönsk og þýsk gólfteppi sem seld hafa verið á Íslandi í
tugum þúsunda fermetra. DuPont Antron XL polyamid garn. Vel
hljóðeinangrandi og auðveld í þrifum. Hafa hlotið sérstaka viður-
kenningu fyrir að innihalda engin ofnæmisvaldandi efni. Eldtefjandi
og samþykkt til notkunar á flóttaleiðir.
Fjölbreyttir möguleikar í litum og útliti.
Mælum út og gerum verðtilboð án kostnaðar.
...frá Gólfefnum - Teppalandi
Gólfteppi fyrir stigahús
Ex-Dono gólfteppi. Fáanlegt í
52 mism. litum.Yfir 50.000 m2
seldir hér á landi sl.12 ár.
Fákafeni 9 • Sími 515 9800 • netfang golfefni@golfefni.is • Opið virka daga kl. 8-18 og laugard. kl. 11-14
Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • Sími 420 9800 • Opið virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 10-13
GÓLFEFNI
T E P P A L A N D
NÝR inflúensufaraldur, sem gæti
kostað þúsundir manna lífið, gæti
einhvern tíma farið að herja í Evr-
ópu, að því er fram kemur á fréttavef
BBC. Vísindamenn frá Evrópu hitt-
ast á fundi á Möltu í vikunni til að
ræða fyrirbyggjandi aðgerðir til að
koma í veg fyrir að slík farsótt breið-
ist út og hvetja til aukins viðbúnaðar.
Þótt hefðbundin inflúensa hafi
verið tiltölulega væg síðustu tvo vet-
ur segja vísindamenn það aðeins
spurningu um tíma hvenær nýtt og
mun skæðara afbrigði verði til. Þeir
segja að faraldurinn komi ekki til
með að verða eins skæður og
„spænska veikin“ svonefnda var árið
1918, en allt að 30 milljónir Evrópu-
búa dóu þá af hennar völdum, mun
fleira fólk en féll í heimsstyrjöldinni
fyrri 1914–1918.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir að Íslendingar taki þátt í sam-
ráðsfundum fulltrúa sóttvarna í ríkj-
um Evrópska efnahagssvæðisins og
þar sé oft rætt um viðbúnað vegna
hugsanlegra nýrra afbrigða inflú-
ensu. „Við vitum að uppstokkun á
veirunni gerist á nokkurra áratuga
fresti og nú er orðið nokkuð langt
síðan það gerðist síðast. Fyrir
nokkrum árum kom upp sýki í Hong
Kong sem smitaðist í menn úr kjúk-
lingum og var banvæn. Sem betur
fer kafnaði hún í fæðingu vegna þess
að hún smitaðist ekki milli manna.
Það sem venjulega er í gangi á
hverju ári er það sem við köllum
mótefnaskrið, þ.e. smábreytingar
frá ári til árs. En afbrigðin eru skyld
og við erum að hluta til varin svo að
þetta verður ekki svo slæmt en það
gæti gerst ef upp kæmi nýr stofn og
engin vörn væri til staðar. Það gerð-
ist 1918 og þá voru fórnarlömbin
ekki síst fólk á besta aldri en ekki
gamalt fólk. Ekki er alveg ljóst hvers
vegna sóttin valdi fremur yngra fólk,
aldursdreifingin var allt önnur en
þegar inflúensa herjar núna, mótefni
dvína yfirleitt með aldrinum.“
Haraldur segir að oft sé bent á að
aukin ferðalög milli fjarlægra heims-
hluta geti aukið hættuna á mann-
skæðum farsóttum, þær berist fljót-
ar en áður gerðist. Ljóst sé að ef slíkt
gerist muni m.a. verða gripið til ein-
angrunar hér og annars staðar.
„En sjálfur hef ég stundum velt
því fyrir mér af hverju ekki sé meira
um að slíkar sóttir berist milli landa
núna. Er hugsanlegt að það að við
erum nú ein heimsbyggð en ekki ein-
angruð með sama hætti og áður sé
ekki endilega ókostur, það geti einn-
ig verið kostur?
Við vitum af sögulegri reynslu að
einangrun er mjög hættuleg. Bólu-
sóttin fór svo illa með okkur á Íslandi
af því að hún kom ekki nema tvisvar
eða þrisvar á einni öld og fór þá um
eins og eldur í sinu. Hjá stóru Evr-
ópuþjóðunum varð þetta hins vegar
smám saman barnasjúkdómur. Ein-
angrun getur átt rétt á sér við vissar
kringumstæður en í henni eru líka
fólgnar hættur,“ segir Haraldur
Briem sóttvarnalæknir.
Ný afbrigði inflúensuveirunnar
gætu reynst hættuleg
Hvatt til aukins
viðbúnaðar
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, stóð í gær af sér þrjár van-
trauststillögur í Knesset, ísraelska
þinginu. Þingið samþykkti einnig til-
nefningu Shauls Mofaz, hershöfð-
ingja í varaliðinu og fyrrverandi yf-
irmanns herráðsins, í embætti
varnarmálaráðherra landsins. Mofaz
tekur við af Binyamin Ben Eliezer,
leiðtoga Verkamannaflokksins sem
rauf samstarfið við Sharon í liðinni
viku.
Mofaz hefur hvatt til þess að Yass-
er Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
verði rekinn í útlegð og einnig hefur
hann gagnrýnt Óslóarsamkomulagið
frá 1993 þar sem ákvæði eru um að
Palestínumenn fái sjálfsstjórn. Yfir-
leitt er gert ráð fyrir að Ísraelsher
skipti sér ekki af stjórnmálum og
hraður frami Mofaz veldur mörgum
þingmönnum áhyggjum.
Fyrsta vantrauststillagan var lögð
fram af miðflokknum Shinui og önn-
ur af Meretz-flokknum sem er mjög
hófsamur. 51 þingmaður greiddi til-
lögunum atkvæði en alls eru þing-
menn Knesset 120. Þriðja van-
trauststillagan var lögð fram af hópi
arabískra þingmanna en var einnig
felld.
Talsmenn Palestínumanna gagn-
rýndu Sharon harkalega í gær fyrir
að halla sér í enn frekari mæli en
fyrr að harðlínumönnum og draga
þannig úr líkum á friðarsamningum.
„Stjórn þar sem Shaul Mofaz fer
með varnarmálin getur aðeins haft
eina stefnu: að meira land verði her-
numið og efnt verði til fleiri hryðju-
verka gegn palestínsku þjóðinni,“
sagði Yasser Abed Rabbo, ráðherra
upplýsingamála í Palestínustjórn.
Eftir brottför ráðherra Verka-
mannaflokksins verður Sharon að
styðjast við þingmenn úr röðum
heittrúarmanna sem margir vilja
ekki að reynt sé að semja við Palest-
ínumenn og mæla jafnvel með því að
þeir verði hraktir af svæðum sínum
til annarra arabalanda. Shimon Per-
es, sem var utanríkisráðherra úr
röðum Verkamannaflokksins þar til í
liðinni viku, sagðist í gær búast við
að efnt yrði til kosninga fyrir tímann
en kjörtímabilið rennur ekki út fyrr
en eftir ár. Á hinn bóginn hafnaði
Sharon í gær skilyrði sem Benjamin
Netanyahu, fyrrverandi forsætis-
ráðherra úr Likudflokki Sharons,
setti á sunnudag fyrir því að taka við
embætti utanríkisráðherra en Net-
anyahu vill að boðað verði strax til
kosninga. Sagði Sharon að það væri
ábyrgðarlaust að efna nú til kosn-
inga. Talið er að Netanyahu hyggist
reyna að hrifsa leiðtogasætið í Likud
af Sharon.
Amnesty gagnrýnir Ísraela
Mannréttindasamtökin Amnesty
International segja í ítarlegri
skýrslu sem birt verður á næstunni
að „öruggar vísbendingar“ séu um
að Ísraelsher hafi drýgt stríðsglæpi í
árásum á borgirnar Jenin og Nablus
í sumar. Er meðal annars sagt að
herinn hafi tekið fólk af lífi án dóms
og laga, beitt pyntingum gegn föng-
um, komið í veg fyrir mannúðarhjálp
og vopnlausir Palestínumenn hafi
verið notaðir sem „mennskir skildir“
í átökunum. Talsmenn Ísraelsstjórn-
ar sögðu að verið væri að kanna ein-
stök atriði í þessum ásökunum en
bentu á að mannfall í röðum
óbreyttra borgara hefði orðið í hörð-
um bardögum þar sem palestínskir
vígamenn hefðu skýlt sér á bak við
óbreytta borgara.
Stjórn Sharons
stóðst áhlaupið
Mannréttindasamtökin Amnesty
saka Ísraela um stríðsglæpi
Jerúsalem. AFP, AP.