Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 27
SAFN til sögu íslenskrar leiklistar og leikbókmennta 2. bindi er komið út og hefur að geyma nýja íslenska þýðingu á leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar, Skugganum. Jón Viðar Jónsson, fil. dr., sem ritstýrir rit- röðinni, hefur þýtt verkið og ritar inngang. Leikritið Skugginn var samið á dönsku, að öllu líkindum síðla hausts 1902, og á því aldaraf- mæli um þessar mundir. Það hefur þó aldrei fyrr verið þýtt eða gefið út, heldur legið í handriti, fáum kunnugt nema fræðimönnum, í handritadeild Landsbókasafnsins. Jón Viðar Jónsson, fil. dr., sem rit- stýrir ritröðinni, hefur þýtt leikinn og ritar ítarlegan inngang. Í ritinu er einnig birt ný þýðing hans á öðru æskuverki Jóhanns, Rung lækni, sem kom út á dönsku árið 1905. „Þó að það verk hafi ekki átt brautar- gengi að fagna á leiksviði vakti það athygli danskra bókmennta- og leik- húsmanna á hinu unga íslenska skáldi og varð þannig til að greiða braut þess inn í heim danskra bók- mennta og leiklistar,“ segir Jón Við- ar. Í bókarauka er birtur hinn danski frumtexti Skuggans, ásamt þýðingu á brotum úr uppkasti að Rung lækni. Þetta er í annað skipti sem Jón Viðar sendir frá sér útgáfu á verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Árið 2000 kom út hjá JPV-útgáfu endurskoðuð gerð hans á Fjalla-Eyvindi, þar sem textinn var lagaður að þeim breyt- ingum sem urðu á verkinu í hinni dönsku lokagerð þess frá 1913. „Markmiðið með þessu starfi er að skila textum skáldsins í fyllri og rétt- ari mynd til íslenskra lesenda,“ segir Jón Viðar. „Þegar Jóhann Sigur- jónsson samdi Skuggann stóð hann á miklum tímamótum. Hann hafði stundað nám í dýralækningum í þrjú ár, frá því hann sigldi til Kaup- mannahafnar haustið 1899, en var nú hættur því námi, þvert gegn vilja föður síns sem hafði styrkt hann til náms. En Jóhann hafði ekki áhuga á því að verða hjáverkaskáld líkt og ís- lensk skáld höfðu verið fram að því. Skugginn er saminn undir miklum áhrifum frá Ibsen og leikrænn frá- sagnarháttur þess sniðinn að fyrir- mynd hins svokallaða „vel gerða leikrits.“ Þar bregður fyrir minnum sem Jóhann átti eftir að vinna úr í bestu verkum sínum, Fjalla-Eyvindi og Galdra-Lofti.“ Í inngangi gerir Jón Viðar frekari grein fyrir þessum atriðum ásamt þeim áhrifum frá ofurmenniskenn- ingu Nietzsches sem Jóhanni var hugleikin, eins og fleiri samtíðar- mönnum, og endurspeglast m.a. í Rung lækni og Galdra-Lofti. Útgefandi er Narfi-leiklistarút- gáfa. Óbirt æskuverk Jó- hanns Sigurjónssonar Jóhann Sigurjónsson (1880–1919) LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 27 LJÓÐABÓK Matthíasar Johann- essen, Sálmar á atómöld, hefur ver- ið gefin út í norskri þýðingu Knut Ödegaards. Nefnist þýðingin Salm- er i atomalderen og kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Cappelen í Nor- egi um þessar mundir. Knut Ödegaard er búsettur hér á landi og er mörgum kunnur fyrir ritstörf sín, en hann er mikilvirkt skáld og þýðandi. Salmer i atom- alderen er önnur þýðing Ödegaard á ljóðabók eftir Matthías Johann- essen, en árið 1990 þýddi hann ljóðabókina Dagur af degi. Ödegaard segir Sálma á atómöld hafa orðið fyrir valinu af ýmsum ástæðum, en hér glími hann t.d. við allt annars konar ljóð en í Dagur af degi „Ég hef lifað með þessum sálmum Matthíasar í mörg ár, en hluti ljóðanna, þ.e. 49 þeirra, kom fyrst út í ljóðabókinni Fagur er dal- ur árið 1966. Síðar jók Matthías við bálkinn, og voru þau orðin 65 að tölu í ljóðabókinni Sálmar á atóm- öld sem út kom árið 1991. Þetta er öðruvísi Matthías, hér er ekki á ferðinni sá flókni módernismi sem einkennir önnur ljóð hans. Í sálm- unum dregur hann upp einfaldar landslagsmyndir úr hversdagslíf- inu sem vísa síðan til einhvers sem er mun stærra. Kannski birtist okk- ur þarna trúaða skáldið Matthías Johannessen,“ segir Ödegaard en bætir því við að þótt Dagur af degi hafi verið meðal flóknustu ljóða- bóka Matthíasar sé Sálmar á atóm- öld ekki síður krefjandi í þýðingu. „Maður verður að vera mjög var- kár við þýðingu ljóða sem virðast svo einföld við fyrstu sýn. Í þýðing- unni má ekki auka við einu einasta orði sem ekki tilheyrir heildinni, því þá getur allt raskast.“ Salmer i atomalderen kemur að sögn Ödegaards út í tengslum við 850 ára afmælishátíð erkibisk- upssetursins í Niðarósi í Noregi. „Af því tilefni hefur Matthías ort nýtt ljóð er nefnist „I Nidaros“ og birtist í fyrsta sinn í bókinni Salm- er i atomalderen. Matthías mun flytja ljóðið á afmælishátíðinni í Niðarósi næsta sumar og má segja að sagan endurtaki sig þá að nokkru leyti. Það var nefnilega ís- lenska skáldið Einar Skúlason sem flutti ljóð í tilefni af stofnun erki- biskupssetursins fyrir 850 árum. Í þessu nýja ljóði vitnar Matthías í þetta ljóð skáld- bróður síns. Ég skrifa eftirmála að bókinni þar sem gerð er grein fyrir til- komu þessa nýja ljóðs Matthíasar. Inngang að bókinni skrifar síðan Lars Roar Langslet fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs, en hann fjallar um sálma Matthíasar og setur ljóðin í bókmennta- legt samhengi.“ Þýðingarnar vann Ödegaard í náinni samvinnu við Matthías Johannessen. „Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíð- ina, við hittumst reglulega og spjöllum saman, auk þess sem Matthías hefur þýtt eitthvað af mínum ljóðum á íslensku. Ég hef því getað borið ýmislegt undir Matthías, enda hann er mjög vel að sér í norsku. Margir vita það ef- laust að afi hans var Norðmaður og leitast Matthías mjög við að rækta tengsl sín við Noreg. Ég hef því á tilfinningunni að honum þyki vænt um að fá að vera skáld í landi afa síns í gegnum þessar þýðingar,“ segir Knut Ödegaard að lokum. Sálmar á atómöld í norskri þýðingu „Þetta er öðru- vísi Matthías“ Knut Ödegaard Matthías Johannessen Tónlistardagar Dómkirkjunnar Hilmar Örn Agnarsson leikur á org- el kirkjunnar kl. 20:30. Á efnisskrá eru orgelverk eft- ir J.S. Bach, Þor- kel Sigurbjörns- son, Floor Peeters o.fl. Hilmar Örn byrj- aði ungur að læra á píanó og fór síð- ar í orgelnám í Tónskóla Þjóð- kirkjunnar og Tónlistarskól- anum í Reykja- vík. Hann stundaði framhaldsnám í kirkjutónlist í tónlistarháskólanum í Hamborg. Kennarar hans voru Ger- hart Dickel og Rose Kirn. Frá árinu 1991 hefur hann verið organisti í Skálholtskirkju. Hann hefur haldið orgeltónleika á Íslandi, Ítalíu og í Noregi og Þýskalandi og leikur fyrir ferðafólk á sumrin í Skálholtskirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is. Súfistinn, bókabúð Máls og menningar Lesið verður úr sögum um konur og fyrir konur kl. 20. Björn Ingi Hrafnsson les úr bók sinni Barist fyrir frelsinu. Íris Aníta Hafsteinsdóttir les úr bók sinni Ekki segja frá og Ragnhildur Richt- er kynnir bókina Íslenskar konur. Vilborg Halldórsdóttir les úr bók Þóru Snorradóttur Yfir djúpið breiða og Eyrún Ingadóttir, Mar- grét Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Svandís Svavarsdóttir kynna bók sína Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð. Í lokin leikur Tómas R. Einarsson af diski sínum Kúbanska. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hilmar Örn Agnarsson Opin vika í Tónlistar- skóla Mos- fellsbæjar ÞESSA vikuna er Opin vika í tón- listarskóla Mosfellsbæjar. Hefð- bundin kennsla fellur niður en í staðinn býðst nemendum skólans að velja úr úrvali hóptíma, einka- tíma eða samspilstíma. Í boði eru m.a. samspilshópar, spunahópar og slagverkssamspil. Fyrir yngri deildina verður boð- ið upp á hópa þar sem farið verður í tónlistarleiki svo sem tónlistar- bingó. Fiðludeildin verður með kynningu og opna tíma, kennt verður á tónlistarforrit Síbelíusar og þeir sem vilja læra að spila uppáhaldslagið sitt eftir eyranu geta lært að „pikka það upp“ eftir geisladiski. Nemendum gefst einnig tæki- færi á að fara í spilatíma á annað hljóðfæri en sitt eigið. Thor sýnir í Eddufelli BJARNI Þór Þorvaldsson, THOR, sýnir nú verk sín á Markaðstorgi Eddufelli 8 og er þetta hans 6. sýning. Þar gefur að líta fjölda veka sem unnin hafa verið á síðustu árum. Verkin eru öll til sölu. Sýningin stendur til 1. des- ember og er opið alla daga frá 13–18.30. FYRSTU háskólatónleikar vetr- arins verða í hádeginu á morgun, miðvikudag, og verða að vanda í Norræna húsinu kl. 12.30. Á tón- leikunum flytja Tómas R. Ein- arsson, kontrabassi, Eyþór Gunn- arsson, píanó, Jóel Pálsson, saxófónn og bassaklarínett, og Matthías M.D. Hemstock, tromm- ur, verk eftir Tómas R. Einarsson. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeyp- is fyrir handhafa stúdentaskír- teina. Morgunblaðið/Kristinn Tómas R. Einarsson Djassað á hádegistón- leikum Í GALERIE Pi í Kaupmannahöfn hefur að undanförnu staðið yfir málverkasýning Kristínar Geirs- dóttur og dönsku listakonunnar Bertine Knudsen. Galleríið er við götu Dag Hammarskjölds númer 33 og fer sýningunni að ljúka. Ennfremur má sjá verk Kristínar í „Café Fashion Gallery“ í tískuhús- inu „Feminin Fashion“ í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Myndirnar voru áður sýndar í Hallgrímskirkju og eru ol- íumálverk á striga þar sem áhersla er lögð á tákn litar og forms. Verk Kristínar Geirsdóttur, Róða. Kristín Geirsdóttir sýnir í Kaupmannahöfn Engill í vesturbænum er eftir Kristínu Steinsdóttur. Hér segir af Aski sem býr í vest- urbænum með mömmu sinni, kynnum hans af varúlfi, engli, Línu langsokk og fleiri litríkum persónum – sem allar búa í blokkinni hans. Kristín Steins- dóttir er þekkt fyrir fjölmargar barna- og unglingasögur. Teikningar í bókinni eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 100 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 2.990 kr. Börn Halló heimur, hér er ég er eftir Inger Önnu Aikman og Margréti Blöndal. Í kynningu m.a.: „Bókinni er ætlað að geyma minningar, en ekki bara minningar okkar, heldur ekki síður það sem barnið hefur að segja um lífið og til- veruna fyrstu ár- in. Bókin verður til á sam- verustundum for- eldra og barna þegar fólk gefur sér tíma til að spyrja og hlusta og staldra aðeins við til að upplifa þessar dýrmætu stundir sem aldrei koma aftur.“ Útlit bókarinnar hannaði Anna Cynthia Leplar. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 80 bls. Verð: 3.490 kr. Mamma er skáldsaga eftir Vigdis Hjorth í þýðingu Solveigar Brynju Grétarsdóttur. Hér segir af unglings- stúlkunni Mari og móður hennar sem er ólík mæðrum allra vina hennar. Móðirin er sterk og heilsteypt og þorir að fara sínar leiðir en um leið drykk- felld og ábyrgðarlaus. Lesandinn sér heiminn með augum Mari og skynjar tilfinningar hennar gagnvart móður sinni; aðdáun, skömm, vorkunn og ást. Samtímis fer ýmislegt að gerast í sambandi mæðgnanna sem umturn- ar lífi þeirra. Vigdis Hjorth er meðal fremstu nú- lifandi skáldkvenna í Noregi og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Útgefandi er Almenna bókfélagið. Bókin er 165 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 3.490 kr. Skáldsaga ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.