Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ORÐABÓKIN – EÐLI
MÁLSINS SAMKVÆM
Ný útgáfa Íslenskrar orðabók-ar hefur orðið tilefni tiláhugaverðra umræðna um
íslenska tungu, og er það vel. Skoð-
anaskipti um málið, tungutak og þá
stefnu sem það hefur tekið eru auð-
vitað best til þess fallin að vekja
þjóðina til umhugsunar um þá
málþróun sem er að eiga sér stað,
burt séð frá því hvort hún er álitin
æskileg eða ekki.
Tungumálið er fyrst og fremst
tæki til tjáningar og það getur verið
vandmeðfarið ef beiting þess á að
vera hnitmiðuð og hnökralaus. Það
sama gildir þó að sjálfsögðu um
tungumálið og önnur tæki; æfingin
skapar meistarann. Af þeim sökum
er afar brýnt að gæta aðhalds við
notkun tungunnar og spyrna við fót-
um þegar illa er vandað til málfars,
að öðrum kosti er hætt við að tengsl
samtímans við sögu tungumálsins
verði samhengislaus og þau blæ-
brigði þess sem ljá orðum líf fari for-
görðum. Þáttur Íslenskrar orðabók-
ar í því að viðhalda tungunni og
varðveita hana hefur verið ómetan-
legur fram til þessa, sú orðgnótt sem
þar hefur blasað við notendum er vel
til þess fallin að örva málvitund og
skerpa tungutak allra þeirra sem á
annað borð finna sig knúna til að
nota hana.
Möguleikar tjáningar í töluðu og
rituðu máli takmarkast að sjálfsögðu
við þann orðaforða sem við ráðum yf-
ir og færni okkar við að nýta hann á
fjölskrúðugan og skapandi máta. Því
er ljóst að sá mikli fjöldi orða sem
bætt hefur verið við Íslensku orða-
bókina er viðbót, sem einungis getur
aukið skilning okkar á eðli málsins
eins og það hljómar meðal almenn-
ings á öllum sviðum þjóðlífsins.
Jafnvel þó sum þeirra orða sem
þar hafa verið tekin upp teljist
óvönduð eða jafnvel ótæk í rituðu
máli, eru þau samt sem áður vís-
bending um það talmál sem tíðkast
um þessar mundir. Með því að gera
þessum orðum skil þjónar orðabókin
sem mikilvæg heimild um stöðu
málsins. Þar sem vafasöm orð eru
rækilega merkt til að gefa notendum
orðabókarinnar til kynna að þau telj-
ist vont mál, þarf enginn að velkjast í
vafa um hvaða línur orðabókin legg-
ur varðandi málnotkun. Mörg þess-
ara orða tilheyra fremur málfari
yngra fólks en eldra og má því gera
ráð fyrir að nýja orðabókin gefi
raunhæfari mynd af málfari breiðari
aldurshóps en áður, enda mikilvægt
að gera þá kröfu til hinnar nýja Ís-
lensku orðabókar að hún skýri það
mál sem fólkið í landinu talar.
Þegar orðabókinni var fylgt úr
hlaði í síðustu viku kom það fram í
máli Marðar Árnasonar að vonir
stæðu til „að hér eftir liðu ekki nema
5–10 ár á milli prentútgáfna af Ís-
lenskri orðabók“. Hann benti jafn-
framt á að orðabókin ætti „að vera
verk sem er í stöðugri vinnslu“. Það
er því óvíst hvort öll þau orð sem nú
rötuðu inn í bókina halda velli, það
má allteins gera ráð fyrir að sum
þeirra verði felld út rétt eins og varð
raunin með sum þeirra slanguryrða
sem tekin höfðu verið inn í fyrri út-
gáfu. Ef íslenskt mál á að eflast og
halda velli verður umræða um það að
vera lifandi og þá ekki síður umræð-
an um Íslensku orðabókina. Þau
tímamót sem mörkuð eru með nýrri
orðabók eru hvatning til þess að al-
menningur taki afstöðu til þess mál-
fars sem nú tíðkast og leiði jafn-
framt hugann að því það hvernig
hann telur ákjósanlegt að málið þró-
ist.
ARFLEIFÐ VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR
Sl. föstudag flutti forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson, minn-
ingarfyrirlestur um Vilhjálm Stef-
ánsson við Dartmouth-háskóla í
Hanover í New Hampshire í Banda-
ríkjunum, en þar er geymt og varð-
veitt hið mikla bókasafn Vilhjálms
um heimskautasvæðin, sem lengi
var annað stærsta bókasafn þeirrar
tegundar í heiminum.
Í fyrirlestrinum sagði forseti Ís-
lands m.a.: „Með því að helga sig
rannsóknum á norðurhveli jarðar
varð Vilhjálmur frumkvöðull á sviði,
sem í dag býður upp á nýja vídd í
samskiptum Bandaríkjanna og
Rússlands. Vilhjálmur ruddi braut-
ina fyrir samstarf norðursins og hið
nýja pólitíska og efnahagslega mik-
ilvægi norðursins.“
Þetta eru orð að sönnu. Við Ís-
lendingar höfum á síðari árum lagt
vaxandi rækt við minningu og arf-
leifð Vilhjálms Stefánssonar. Það er
ekki sízt að þakka frumkvæði og
framtaki Hjörleifs Guttormssonar, á
meðan hann sat á Alþingi. Nú er ris-
in á Akureyri Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar, sem er að verða mið-
stöð margvíslegra rannsókna og um-
ræðna um þau málefni, sem Vil-
hjálmur Stefánsson lagði áherzlu á í
sínu lífsstarfi.
Hér má hins vegar ekki láta stað-
ar numið. Vilhjálmur Stefánsson
skrifaði og gaf út nokkra tugi bóka.
Einungis lítill hluti þeirra hefur ver-
ið gefinn út á íslenzku. Það ætti að
verða okkur Íslendingum metnaðar-
mál að þýða allar bækur Vilhjálms
Stefánssonar og gefa þær út hér.
Slík útgáfa er í raun forsenda þess,
að við skiljum til fullnustu ævistarf
og afrek þessa frækna landa okkar.
Hið mikla heimskautabókasafn
Vilhjálms Stefánssonar er nú varð-
veitt í Dartmouth-háskóla. Það er
íhugunarefni, hvort við Íslendingar
eigum að bjóðast til að taka það í
okkar vörzlu og sjá um stöðuga end-
urnýjun þess. Tæpast er við því að
búast að aðrir en þeir, sem hafa
brennandi áhuga á að varðveita arf-
leifð Vilhjálms Stefánssonar sinni
því eins og vera ber að hugsa um,
viðhalda og endurnýja þetta mikla
gagnasafn um norðurslóðir. Þetta er
verkefni, sem ástæða er til að
menntamálaráðherra og Alþingi
íhugi vandlega hvort ráðast beri í.
„FAÐIR minn var sérstaklega hrifinn af Þjórsárverum,“
sagði Falcon Scott, sonur sir Peters Scotts fuglafræðings
og myndlistamanns. Scott er staddur hér á landi, m.a. til
að ljá baráttunni fyrir verndun Þjórsárvera lið. „Þjórs-
árverum verður spillt að eilífu ef hugmyndir um virkjun
á svæðinu ná fram að ganga. Að mínu mati á að vernda
Þjórsárver fyrir komandi kynslóðir allrar heimsbyggð-
arinnar. Vonandi hefur heimsókn mín eitthvað að segja.“
Auk Scotts sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Aust-
urbæjarbíói í gær Steingrímur Hermannsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra. Hann sagði að ýmsum spurn-
i
v
s
o
u
S
v
í
l
u
„Hver myndi fó
unum fyrir álbr
ÁHUGAHÓPUR um vernd-un Þjórsárvera boðaði tilbaráttufundar í Austur-bæjarbíói í gærkvöldi. Í
yfirlýsingu sem samþykkt var í lok
fundarins er harðlega mótmælt þeim
vinnubrögðum sem beitt hefur verið
til að fá samþykki fyrir fyrirhug-
uðum virkjunarframkvæmdum.
„Með framkvæmdunum yrði spillt
einstakri náttúrugersemi, hluta af
stærstu og lífríkustu gróðurvin á há-
lendi Íslands sem þróast hefur í fjöl-
breytt vistkerfi á undangengnum ár-
þúsundum. Um leið yrði fórnað
auðæfum sem hvorki við né næstu
kynslóðir getum nokkurn tímann
endurheimt. Verndargildi svæðisins
er ótvírætt og því til staðfestingar
hafa Íslendingar friðlýst hluta þess
og jafnframt gengist undir alþjóð-
legar skuldbindingar um að vernda
það fyrir ágangi sem leitt getur til
skemmda. Engir brýnir almanna-
hagsmunir eru fyrir hendi sem rétt-
lætt geta svik við þau fyrirheit.
Þjóðin býr yfir fjölmörgum valkost-
um í orkumálum og því gjörsamlega
óásættanlegt að gengið skuli að
verðmætustu náttúruperlum hálend-
isins,“ segir í yfirlýsingunni.
„Þurrkar upp fossadjásnin
miklu í Þjórsá“
„Uppistöðulón neðst í Þjórsárver-
um er ávísun á eyðileggingu þeirra í
heild sinni. Hún manngerir öll Þjórs-
árver og þurrkar upp fossadjásnin
miklu í Þjórsá,“ sagði Guðmundur
Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og
rithöfundur, í ræðu á fundinum.
Í yfirlýsingu fundarins segir einn-
ig að Náttúruvernd ríkisins hafi
skýrlega mælt gegn áformum um
virkjunarframkvæmdir í Þjórsárver-
um og almenn andstaða íbúa sem
eigi þar aðild að sé löngu ljós. „Þá er
í skýrslu Skipulagsstofnunar ríkisins
ítrekað bent á rask og eyðileggingu
sem hlýst af framkvæmdunum.
Almenn andstaða er í landinu við
virkjunaráform í Þjórsárverum og
sjónarmið náttúruverndar fá síauk-
inn stuðning. Ráðamenn verða að
hlusta á kall nýrra tíma og taka tillit
til viðhorfa sem fela í sér raunhæft
mat á gildi óspilltrar náttúru.
Fundarmenn minna á mikilvægi
þess að nýta og vernda verðmætin
sem við eigum í fegurð náttúrunnar
á hálendi Íslands og kalla á for-
ystumenn þjóðarinnar til ábyrgrar
afstöðu. Þjórsárver eru náttúruger-
semi sem öll þjóðin ber ábyrgð á og
þeim má aldrei tortíma fyrir von um
skjótfenginn gróða. Næstu kynslóðir
eiga sinn rétt til auðæfanna sem ofar
standa hagsmunum líðandi stundar
og þann rétt verður að virða,“ segir
einnig í yfirlýsingu baráttufundarins
í gærkvöldi.
„Hvergi minnst á
umhverfisáhrif varnargarða
í matsskýrslunni“
Fyrr um daginn hélt áhugahóp-
urinn blaðamannafund. Þar kom
m.a. til umræðu sú staðhæfing sem
fram kemur í umsögn iðnaðarráðu-
neytisins til Skipulagsstofnunar og í
bréfi Agnars Ólsens, verkfræðings
Landsvirkjunar, að Norðlingaöldu-
veita nái tæplega inn í sjálf Þjórs-
árver og með því að lækka lónhæð í
575 metra hafi verið dregið að mestu
úr neikvæðum áhrifum. Þóra Ellen
Þórhallsdóttir, prófessor í grasa-
fræði við Háskóla Íslands sem rann-
sakað hefur Þjórsárver í 20 ár, segir
þetta rangt. Eins og fram kemur í
viðbótargögnum Landsvirkjunar,
sem lögð voru fram að beiðni Skipu-
lagsstofnunar, eftir að matsskýrsla
fyrirtækisins hafði verið kynnt, verð-
ur nauðsynlegt að grípa til mótvæg-
isaðgerða til að draga úr hraðri aur-
söfnun í lóninu og landhækkun ofan
þess, sem myndi m.a. leiða til þess
að Þjórsá tæki að renna yfir neðsta
hluta Oddkelsvers og síðar inn í
Þúfuver. Tvenns konar mótvægisað-
gerðir eru fyrirhugaðar, að reisa
varnargarða upp með ánni og hækka
þá eftir því sem þörf krefur og að
gera annað lón efst í Þjórsárverum
og láta hluta setsins falla út þar.
„Varnargarðar upp með Þjórsá
hefðu gífurleg landslagsáhrif í því
mikla víðsýni sem
um,“ sagði Þóra E
minnst á umhverfis
í matsskýrslunni,“ s
samtali við Morgun
mannafundinn. „Þ
mótvægisaðgerðir
stækka til ver
muna áhrifasvæði
unarinnar, en eru
synlegar vegna þe
framkvæmdinni v
raun aðeins að hl
skýrslunni.“
Þóra segir að set
veita Litlu-Arnarfe
meginkvísl Þjórsár
inn í verin, í setlón
Fjölmennur baráttufundur í Austur
„Ráðamen
hlusta á kall
Hvert sæti var skipað á fundinum í Austurbæjarbíói. Á myndi
dórsson leikari, sem fór með tvö ljóð á fundinum, Þóra Ellen Þ
Steingrímur Herma
Falcon Scott sátu fyr
Lýst er eindreginni and-
stöðu við fyrirhugaðar
virkjunarframkvæmdir
með gerð uppistöðulóns í
Þjórsárverum í yfirlýs-
ingu sem samþykkt var á
fjölmennum baráttufundi
gegn framkvæmdunum,
sem haldinn var í Austur-
bæjarbíói í gærkvöldi.
Hvert sæti var skipað í
salnum og varð fjöldi
manns frá að hverfa.