Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 34

Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g heilsa vetri með frásögn, sem birt- ist í ensku dag- blaði á dögunum; bréfaskipti milli hótelgests og starfsmanna hót- elsins. Fyrsta bréfið er á þessa leið: „Kæra vinnukona, Vinsamlegast skildu ekki fleiri sápustykki eftir á baðherbergi mínu, þar sem ég hefi í farangr- inum mína einkabaðsápu. Vertu svo væn að fjarlægja sex sápustykki af hillunni undir meðalaskápnum og önnur þrjú, sem eru í sápuskálinni. Þau eru fyrir mér. Með kærri þökk S. Berman.“ Svarið lét ekki á sér standa: „Góði gestur á herbergi 635. Ég er ekki þín daglega vinnu- kona. Hún kemur aftur úr fríi á morgun, fimmtudag. Ég tók sápustykkin þrjú úr sápu- skálinni, eins og þú baðst um. Sápurnar sex á hill- unni tók ég til hliðar og setti þær ofan á þurrkustandinn, ef þér skyldi snúast hugur. Svo kom ég með þrjú sápu- stykki og skildi eftir, því sam- kvæmt fyrirmælum hótelstjór- ans eigum við að setja þrjú sápustykki á hvert herbergi á hverjum degi. Ég vona að nú sé allt í góðu lagi. Kathy afleysingavinnukona.“ „Kæra vinnukona, ég vona að þú sért mín fasta þjónusta. Það er ljóst að Kathy hefur láðst að segja þér af bréfi mínu um sápustykkin. Þegar ég kom í herbergið mitt í kvöld, sá ég að þú hafðir bætt þremur sáp- ustykkjum á hilluna undir lyfja- skápnum. Ég ætla að dvelja hér í hót- elinu í tvær vikur og tók með mér mína eigin Imperial- baðsápu svo ég þarf ekki þessi sex litlu Camay-stykki, sem eru á hillunni. Þau eru fyrir mér, þegar ég raka mig, bursta tenn- urnar og þess háttar. Vinsamlegast taktu þau í burtu. S. Berman.“ Næst hefur S. Berman sam- band við aðstoðarhótelstjórann, Kensedder að nafni, og segir honum farir sínar ekki sléttar í sápustríðinu við þjónusturnar. Það verður til þess, að hann fær bréf frá Carmen yfirþjónustu, sem segist hafa fengið honum nýja vinnukonu og biður hann að hringja í sig, ef eitthvað fari úrskeiðis. Nýja þjónustan bætir umsvifalaust á sápubirgðirnar í herbergi Bermans, sem getur ekki hringt í Carmen, því hann er farinn, þegar hún mætir til vinnu á morgnana og hún er farin heim, þegar hann kemur aftur á hótelið að kvöldi. Því skrifar hann enn eitt bréfið: „.... Hvers vegna í ósköpunum gerið þið mér þetta?“ Þetta bréf verður til þess að Carmen lætur þjónustuna fjar- lægja alla sápu úr herbergi Berman, þar með líka hans einka Imperialbaðsápu! Í ör- væntingu snýr Berman sér öðru sinni til Kensedders aðstoð- arhótelstjóra, sem skilur ekkert í því, að engin sápa skuli fyr- irfinnast á herbergi Bermans, þar sem reglur hótelsins kveði á um þrjú stykki á dag! Kensedd- er lofar að kippa þessu strax í liðinn! „Kæra frú Carmen Hver í ósköpunum skildi eftir 54 Camay-stykki í herberginu mínu? Þegar ég kom á hótelið í gær- kvöldi, fann ég 54 sápustykki í herberginu mínu. Ég vil alls ekki 54 lítil Camay-sápustykki. Ég vil fá mína eigin Imperial- baðsápu. Gerirðu þér grein fyrir því að ég sit uppi með FIMMTÍU OG FJÖGUR sápustykki. Allt sem ég vil er Imperial- baðsápan mín. Vertu nú svo væn að láta mig hafa Imperial-sápuna mína aft- ur. S. Berman.“ „Kæri herra Berman Þú kvartaðir yfir of mikilli sápu í herberginu þínu svo ég lét fjarlægja hana. Þá kvartaðir þú yfir því við herra Kensedder, að sápan þín væri horfin. Ég ákvað því að skila sápunni sjálf; Camay-stykkjunum 24, sem höfðu verið fjarlægð, og ég bætti við okkar daglega skammti upp á þrjú stykki … Það má ljóst vera, að þjónusta þín, hún Kathy, vissi ekki af þessu, því hún kom líka með 24 Camay-stykki og daglega skammtinn að auki. Mér er það hulin ráðgáta, hvernig þú hefur fengið þá flugu í höfuðið að við látum gesti okk- ar fá Imperial-baðsápu. Engu að síður útvegaði ég Ivory-baðsápu, sem ég skildi eftir í herberginu þínu. Elaine Carmen yfirþjónusta.“ Og nú sér S. Berman sína sápusæng upp reidda! „Kæra frú Carmen Ég ætla aðeins að gera þér grein fyrir sápubirgðum mínum. Nú eru í herbergi mínu: Á hillunni undir lyfjaskápnum - 18 Camay-stykki í fjórum fjög- urra stykkja stöflum og tvö stykki að auki. Á þurrkustandinum – 11 Camay-stykki í tveimur fjögurra stykkja stöflum og þrjú stykki að auki. Á kommóðunni – stafli af fjór- um Ivory-baðsápumog átta Camay-stykki í tveimur stöflum. Í lyfjaskápnum – 4 Camay- stykki í þremur fjögurra stykkja stöflum og tvö stykki að auki. Í sápuskálunni í sturtunni – 6 Camay-stykki, sem sér á. Á norðvesturhorni baðkarsins – 6 Camay-stykki í tveimur 3ja stykkja stöflum. Vertu svo væn að biðja Kathy að ræsta reglulega sápu- birgðirnar, þegar hún tekur til í herberginu, og sjá til þess að sápustaflarnir séu í röð og reglu. Skilaðu til hennar að ef fleiri en fjögur stykki eru í staflanum, þá fari jafnvægið að riðlast. Má ég benda á að gluggakist- an er ónotuð og er tilvalinn staður fyrir meiri sápubirgðir. Eitt einn; ég hef fjárfest í öðru stykki af Imperial-baðsápu og mun framvegis geyma það í öryggishólfi hótelsins til að forð- ast allan misskilning. S. Berman.“ Gleðilegan vetur! Það er allt í sápu alls staðar Hér segir af broslegu sápustríði í ensku hóteli, en svona stríð gæti sem bezt geis- að hvar sem er – líka hér á landi. VIÐHORF eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ÞEGAR læknisfræðin tók að greinast í sérgreinar að marki upp úr 1950 töldu ýmsir að eðlilegast og jafnvel ódýrast væri að fólk leitaði beint til þeirrar sérgreinar, sem það taldi vanda sinn eiga heima hjá. Þannig urðu t.d. til í Svíþjóð risastór sjúkrahús með göngudeildum sérgreina. Af ýms- um ástæðum beið þessi stefna skipbrot en í millitíðinni lá við að gamli góði heimilislæknirinn dæi út. Þegar leið á sjöunda áratuginn hófst vakning um eflingu frum- heilsugæzlu og heilsugæzlustöðva. Hér á Íslandi skutu þessar hug- myndir fljótt rótum og lögðu margir góðir menn þar hönd á plóginn. Læknar eins og Örn Bjarnason, Gísli G. Auðunsson, Helgi Valdimarsson og Guðmund- ur H. Þórðarson. Það var síðan með hinum merku heilbrigðislög- um sem sett voru 1973 í ráðherra- tíð Magnúsar Kjartanssonar og undir forystu Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra að straumhvörf urðu hér á Íslandi. Ný kynslóð unglækna svaraði strax kalli þess- arar framtíðarsýnar og og vænn hluti hennar hélt utan til að sér- mennta sig í heimilislækningum. Tuttugu og fimm árum síðar Enginn þarf að efast um að staða heilbrigðismála á Íslandi í dag er í mörgu góð. Eins virðist almenn sátt um að heilbrigðisþjón- ustan eigi að vera samfélagsverk- efni. Fyrir um fimmtán árum deildu íslenzkir læknar í Morg- unblaðinu um hvort væri betra að taka upp ameríska eða sænska heilbrigðiskerfið. Þær deilur eru löngu þagnaðar. Góð heilbrigðis- þjónusta er dýr. Heilbrigði þjóðar er þó ekki síður háð mörgu öðru svo sem atvinnuástandi, menntun, húsnæðismálum, samgöngum o.fl. Það væri auðvelt að eyða öllum skatttekjum íslenzka ríkisins í heilbrigðismál en ekki gáfulegt. Hitt er þó ljóst að sum verkefni heilbrigðiskerfisins eiga enn eftir að vaxa mikið í framtíðinni, ekki sízt vegna hækkandi aldurs þjóð- arinnar. Þetta ásamt efnahags- ástæðum veldur því nú að for- gangsröðun er komin á dagskrá eins og fyrir þrjátíu árum. Þar vilja margir læknar varpa ábyrgð á stjórnmálamennina eina. Það er bæði ósanngjarnt og óviturlegt. Þar þarf að koma til víðtæk um- ræða og þjóðfélagssátt. Þar bera læknar mikla ábyrgð sem þeir eiga að axla. En hvað vill heimilislæknirinn? Margir hafa orðið til að spyrja mig að undanförnu hvað það sé eig- inlega sem heilsugæzlulæknar vilja og finnst erfitt að átta sig á því. Ég tala hér eingöngu eigin munni. Öll þau tuttugu og sex ár sem ég hef starfað sem læknir hafa sér- fræðingar í heimilislækningum mátt una því að hafa lakari kjör en aðrir sérfræðilæknar. Þetta sézt m.a. á þeim smánar eftirlaunum sem gamlir starfsbræður mínir og fyrirmyndir í starfi njóta. Ólíklegt er að aðrir læknar og makar þeirra muni nokkru sinni þurfa að bera viðlíka starfsbyrðar og á þá voru lagðar á sínum tíma. Sumum finnst víst samt að þeir eigi ekkert betra skilið en aðrir gamlingjar. En þótt ég sé ekki alls kostar ánægður með kjör mín er þó starfsumhverfið verra. Það hlýtur að vera takmark allra að vera góðir í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Góður heim- ilislæknir á heilsugæzlustöð er eins og móðir á stóru heimili. Þeg- ar ró færist yfir heimilið og allir eru farnir út til að sinna áhuga- málum sínum situr móðirin ein eft- ir með uppþvottinn, tiltektina og þrifin svo fátt eitt sé nefnt. Þannig er komið fyrir mörgum heimilis- lækni á heilsugæzlustöð í dag. All- ir ráðskast með hann á daginn. Einn situr hann eftir í haugunum sínum þegar allir eru farnir. Hann á að skrifa sjúkraskrár sem full- nægja kröfum miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði, vera máttarstoð í gagnaöflun landlækn- isembættisins og sjá sístækkandi stjórnsýslu heilsugæzlunnar fyrir gögnum í skýrslur. Eins konar sí- verpandi hæna, þó ekki litla gula hænan sem hafði vit á að borða brauðið sitt sjálf. Ónefndar eru endalausar greinargerðir og vott- orð af ólíklegasta tagi til Trygg- ingastofnunar, Félagsþjónustunn- ar, tryggingafélaga, lögfræðinga og o.s. frv. Nú er nýlokið vinnuverndarviku. Þar var réttilega vakin rækileg at- hygli á þeirri streitu sem fylgir því að hafa lítið sem ekkert um vinnu- álag sitt og vinnutilhögun að segja. Æ fleiri stjórna nú tíma heilsu- gæzlulæknisins og gera til hans kröfur og ekkert lát er þar á. Það þarf því ekki að koma á óvart að tugir heimilislækna hafi kosið að yfirgefa þetta annars fjölbreytta og skemmtilega starf. Fleiri eru á förum. Sú spurning er áleitin hvort fjármagni er rétt varið í útþenslu stjórnsýslunnar meðan áðurtalin verkefni og aðstæður hefta aðgang sjúklinga að lækni sínum. Í næstu grein mun ég viðra frekar skoðanir mínar á góðum heimilislækningum. Hvers konar heim- ilislækningar? Eftir Jóhann Tómasson „Æ fleiri stjórna nú tíma heilsu- gæzlulækn- isins og gera til hans kröfur og ekkert lát er þar á.“ Höfundur er læknir. HINN 22. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ragnar Eiríksson undir heitinu „Logn í Orkustofnun?“. Í greininni er vikið að tvennu: Litlum vatnsaflsvirkj- unum og beislun vindorku. Er greinilegt að greinarhöfundi finnst Orkustofnun heldur lítilsigld í þessum efnum og beinir spjótum sínum að undirrituðum svo og for- vera hans. Ragnar telur um of einblínt á stórar virkjanir en finnst aðrar leiðir færar því „að meðan orku- málastjóri ekki slekkur á sólinni að við höfum vind – hann er örugglega óþrjótandi orkulind sem fáeinar vindmyllur hafa lítil áhrif á. Svo mun einnig vera um berg- vatnsárnar og lækina sem nota mætti við smávirkjanir því ekki hættir að rigna þótt eitthvað hlýni!“ Geta smávirkjanir í bæj- arlækjum eða vindmyllur leyst úr okkar raforkuþörf? Og er það hag- kvæmt og umhverfisvænt? Lítum á það nánar. Magn og gæði smávirkjana Til þess að anna aukningu á raf- orkuþörf landsmanna til almennra þarfa með smávirkjunum, þyrfti árlega að reisa 100–150 stöðvar af stærðinni 100 kW en fáar bæj- arlækjavirkjanir eru stærri og flestar minni. Er víst að smávirkj- anir í slíkum fjölda yrði almennt talinn umhverfisvænn kostur? Það getur því vart talist raunsætt að litlar vatnsaflsvirkjanir geti sinnt nema broti af raforkuþörf okkar. En þær geta í vissum tilvikum ver- ið búbót fyrir eigendur vatnsrétt- inda, enda virðist nú vera að vakna mikill áhugi á smávirkjunum. Í okkar litla þjóðfélagi vill það bera við að um ný tækifæri skapist eins konar gullgrafarastemning. Í erindi sem ég hélt á þingi Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga hinn 30. ágúst sl. varaði ég við óðagoti um smávirkjanir. Benti ég m.a. á að framundan væri mark- aðsvæðing raforkubúskaparins, sem leiddi það af sér að kostnaður við flutning og dreifingu á raforku kæmi skýrar fram í dagsljósið en nú er. Því væri eins víst að það verð sem bændur telja sig geta fengið fyrir raforku frá smávirkj- unum kynni að verða annað og hugsanlega lægra en nú er í boði. Sama kom fram í örstuttu útvarps- viðtali við mig sem Ragnar end- ursegir eftir sínu höfði í grein sinni. Stærstu vindmyllur eru nú um og yfir 1 MW. Því þyrfti ekki að reisa árlega nema nokkra tugi slíkra til að sjá við aukningu á al- mennum raforkumarkaði. En sá hængur er á að orka vindmylla er mjög óstöðug. Þær geta því aldrei verið nema til fyllingar annarri og samfelldari orkuvinnslu. En hér sem fyrr er það hagkvæmnin sem er stóra málið. Vissulega hefur verið þróun í gerð vindmylla og verð á þeim hefur lækkað mikið seinustu árin. Engu að síður ber öllum heimildum saman um að orkuverð frá þeim er verulega hærra en verð frá vatnsorkuverum okkar og jarðgufuverum, tvisvar Orkustofnun og smávirkjanir Eftir Þorkel Helgason „Er ástæða fyrir okkur að verja al- mannafé til að styrkja óarðbæra orkufram- leiðslu?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.