Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 35

Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 35
til fjórum sinnum hærra. Enda eru vindmyllur hvergi reknar nema með umtalsverðum styrkjum eða niðurgreiðslum. Er ástæða fyrir okkur að verja almannafé til að styrkja óarðbæra orkuframleiðslu þegar enn hefur aðeins verið virkj- að brot af þeirri hagkvæmu end- urnýjanlegu orku sem við búum yfir? Hvernig veitir Orkustofnun aðstoð við smávirkjanir? Aðstoð Orkustofnunar við þá sem huga að virkjun bæjarlækja beinist að vatnamælingum. Endur- skoðaðar leiðbeiningar um einfald- ar mæliaðferðir má nálgast á vef- síðu Vatnamælinga. Jafnframt er verið að taka saman þau gögn sem stofnunin á og geta komið að gagni við mat á rennsliseiginleikum smárra vatnsfalla. Þetta efni verð- ur gert aðgengilegt á prenti og á vefsíðum. Þá hefur stofnunin feng- ið nokkurt fé til að aðstoða bænd- ur við að koma af stað rennsl- ismælingum. Verður sú aðstoð bráðlega kynnt í samvinnu við samtök raforkubænda. Að lokum er verið að semja alhliða upplýs- ingarit um smávirkjanir og þau at- riði sem hafa verður í huga, áður en til kastanna kemur. Þá má benda á að Rafmagnsveitur rík- isins hafa tekið saman þau atriði sem þarf að hafa í huga til að geta tengst raforkukerfinu. Hvað vindinn varðar hefur Orkustofnun nú um nokkra hríð tekið þátt í starfshóp sem kannar möguleika þess að beisla vind á Ís- landi til orkuframleiðslu. Þrátt fyrir góðar veðurmælingar hér á landi þarf að umreikna þær þannig að þær gefi réttar upplýsingar um vindorkuna í þeirri hæð yfir jörðu þar sem spaðar vindmylla eru. Einnig stendur til að gera úttekt á því hvernig vindur og vatnsafl geta tvinnast saman við íslenskar aðstæður án þess að orkufram- leiðslan verði óstöðug um of. Þeg- ar upplýsingar liggja fyrir verður auðveldara að ákveða hvort og hvar hagkvæmt geti verið að virkja vindinn í einhverjum mæli hérlendis. Nú er talið að vindorka megi hér vera um eða yfir 5% af heildarorkuframleiðslunni án þess að stefna stöðugleika í raforku- kerfinu í hættu. Þetta svarar til um 75 MW afls eða 225 GWst orkuframleiðslu á ári, sem er nokkru minni orka en frá Íra- fossvirkjun svo að dæmi sé tekið. Miðað við hagkvæma stærð á vindmyllum mætti tæknilega fella um 100 slíkar inn í orkukerfi okkar. Hvort það er hagkvæmt er síðan önnur saga eins og áður seg- ir. Höfundur er orkumálastjóri. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 35 LÍKLEGA er þjónusta sem hag- ræn stærð yngri í íslensku þjóð- félagi en flest annað sem metið er til fjár. Hinar sk. frumgreinar, þ.e.a.s. sjávarútvegur og landbúnaður, byggðu ekki mikið á þessu fyrirbæri og afköst þeirra voru framan af metin í magni, en síðar einnig í verðmæti. Það er eflaust ekki fyrr en eftir miðja síðustu öld að fyr- irbærið þjónusta fer að láta á sér kræla í íslensku þjóðfélagi sem hag- stærð. Síðan hefur þetta aukist jafnt og þétt enda er nú athugasemda- laust staðhæft að verslun og hvers kyns þjónusta séu þýðingarmestu greinar atvinnulífsins þegar litið er fram á veginn. Þjónusta byggist oft nær eingöngu á mannauði og ósjald- an er ekkert áþreifanlegt eða vel mælanlegt magn til staðar við sölu á þjónustu. Þetta eiga sumir erfitt með að höndla, einkum þeir sem eru fastir í frumgreinaframleiðslu fyrri tíma, en það breytir engu um veru- leika nútíðarinnar. Einhvern veginn er það svo, að þjónusta nýtur ekki sannmælis í hugum fólks og er ekki verðmetin sem vert væri. Þeir sem reka þjónustufyrirtæki kvarta gjarnan undan þessu skilningsleysi og erfiðleikum sem þetta veldur fyr- irtækjunum sem eiga allt sitt undir því að tekjur dugi rúmlega fyrir út- gjöldum til að hægt sé að halda starfseminni áfram. Þetta er eins í öllum öðrum rekstri. Dæmi um bjagað verðmætamat er t.d. vatnsglasið sem kostar ekk- ert á veitingastað. Það þarf nánast jafn mikinn umbúnað til að afhenda þetta eins og dýrari vökva auk þess sem laun, uppþvottur og frágangur glassins er jafn dýr hvort heldur afhent er vín eða vatn. Það er því augljóslega rangt að leggja kostnað við afhendingu vatnsglassins ofan á kostnað við afhendingu annarra veiga sem verða þeim mun dýrari því afla þarf tekna fyrir kostnaði við afhendingu vatnsins. Viðskiptavinurinn sem kom með tæki í viðgerð (ekki í ábyrgð), sem síðan reyndist í fullkomnu lagi eftir skoðun og prófun, en neitar við af- hendingu tækisins að greiða fyrir „enga viðgerð“ þar sem ekkert var að tækinu er annað dæmi í van- metna þjónustu. Viðgerðaraðilinn tók við tækinu, skráði verkbeiðni í verkbókhald sitt og úthlutaði tæk- inu til ákveðins starfsmanns. Sá prófaði tækið og skráði þann tíma í tímabókhaldið með skýringum, sem þá leiddi til gerðar reiknings og kom tækinu síðan fyrir í rekka fyrir viðgerð tæki sem tilbúin eru til af- hendingar. Að neita að greiða fyrir þetta ferli sem allt býr til kostnað er augljóslega mikið vanmat á þjón- ustu. Stórfyrirtæki sem ætlar að velja sér þjónustufyrirtæki á grundvelli hugmyndasamkeppni og sýnishorna á útfærslum þeirra hugmynda velur nokkur fyrirtæki til að taka þátt í þessari keppni um viðskiptin. Stóra fyrirtækið er feitur biti fyrir alla þjónustuaðilana sem vilja augljós- lega hljóta umrædd viðskipti. Þau leggja því 200–300 klst. vinnu í framlag sitt í þessari samkeppni, en aðeins tvö eru valin. Hin fá ekki greitt fyrir þátttökuna (?) og verða að sjálfsögðu að ná umræddum þátttökukostnaði inn á öðrum verk- um. Því miður finnast svona dæmi. Miklar umræður um matvöruverð fara fram á Alþingi. Þingforseti sem tekur þátt í umræðunni segist tala fyrir munn allra á Alþingi og gagn- rýnir að vörur skuli ekki seldar út á sama verði í öllum verslunum versl- unarfyrirtækis sem kaupi þær inn á einu verði. Aðrir þingmenn mót- mæla ekki þessum málflutningi þótt margir geri sér eflaust ljósa grein fyrir því að önnur atriði, ekki síst þjónusta, veldur því að útgjaldasam- setning verslana með hin ýmsu nöfn er ólík. Þess vegna þarf að selja vör- urnar á mismunandi verði. Þarna birtist enn og aftur vanmat á þjón- ustu. Kurteisi kostar ekki peninga sagði gamla fólkið fyrrum. Er þetta nú alveg víst? Ég held að þjónustu- fyrirtæki verði umfram önnur að leggja áherslu á vandað, vel mennt- að og kurteist starfsfólk – og þetta kostar töluverða peninga. Fræðslu- kostnaður þjónustufyrirtækja er oft meiri en annarra. En ef þetta er ekki í lagi þá nær fyrirtækið ekki æskilegum árangri. Mun þjónusta öðlast réttmætan sess í íslensku hagkerfi? Ekki er nokkur vafi á því í mínum huga, enda vex þýðing hennar stöðugt. Þeir sem gera sér þetta ekki ljóst sjá ekki samtíma sinn heldur horfa í baksýnisspegil sálarinnar og munu fyrr en varir hverfa af sjónarsvið- inu. Það er brýnt að allir átti sig á því að þjónusta er verðmæt gæði sem þarf að verðleggja eðlilega í viðskiptum. Þjónusta – vanmetin gæði Eftir Sigurð Jónsson „Þjónusta er verðmæt gæði sem þarf að verð- leggja eðli- lega í viðskiptum.“ Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Málning fyrir vandláta B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 12. nóvember Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. N Ý T T H Ú S Kristnibraut 61-63, Reykjavík Tvær 3ja herb (89/91m2)eftir Búsetur.: 1.767.888/1.803.523 Búsetugjald: 76.729/78.275 Átta 4ra herb. (99-109m2)eftir Búseturéttur frá kr. 1.963.880 til 2.151.953 Búsetugjald frá 85.234 til 93.397 Almenn lán Afhending 16. maí 2003 Umsóknarfrestur til og með 19. nóv. Úthlutun 20. nóv. 3ja herb.2ja herb. Miðholt 5, Mosfellsbæ 84m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.593.956 Búsetugjald kr. 45.982 Laus 1. feb. 2003 að ósk seljanda Kristnibraut 67 , Reykjavík 92m2 íbúð 206 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.865.268 til 1.883.761 Búsetugjald kr. 79.503 Laus fljótlega að ósk seljanda Kristnibraut 67 , Reykjavík 91m2 íbúð 306 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.844.905 til 1.863.196 Búsetugjald kr. 78.656 Laus strax að óskseljanda Miðholt 13, Mosfellsbæ 82m2 íbúð 101 Alm.lán Búseturéttur: frá kr. 1.553.457 til 1.571.692 Búsetugjald kr. 59.954 Laus 15.feb. 2003 að ósk seljanda Berjarimi 7, Reykjavík 67m2 íbúð 301 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.247.801 Búsetugjald kr. 44.111 Laus um 20. des. að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. 4ra herb. Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð 301 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.340.860 Búsetugjald kr. 77.222 Laus skv. samkomulagi í des. Hamravík 34, Reykjavík 116m2 íbúð 202 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.652.502 Búsetugjald kr. 78.218 Laus fljótlega að ósk seljanda Berjarimi 3, Reykjavík 78m2 íbúð 302 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.650.715 Búsetugjald kr. 48.749 Laus skv. samkomulagi Eiðismýri 22, Seltjarnarnesi 73m2 íbúð 301 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.459.820 Búsetugjald kr. 43.666 Laus um 16.des.að ósk seljanda 3ja herb. N Ý T T H Ú S Þverholt 13-15, Mosfellsbæ Sjö 2ja herb. 54-83m2, átta 3ja herb. 82-90,3m2 og þrjár 4ra herb. 100 -119m2. Almenn lán. Afhending 4. apríl 2003 Búseturéttur kr. 1.143.835-1.577.109, 1.569.862-1.754.463 og 1.848.835-2.123.408 Búsetugjald kr. 57.305-78.294, 77.943-86.886 og 91.457-104.758 Umsóknarfrestur til og með 19. nóvember Úthlutun 20. nóvember 5 herb. Þrastarás 12, Hafnarfirði 155m2 íbúð 201 Alm.lán Búseturéttur: frá kr. 2.297.436 til 2.364.977 Búsetugjald kr. 99.665 Laus skv. samkomulagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.