Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 37
BYLTING varð í styrkveitingum
til íþróttahreyfingarinnar með gerð
nýs samstarfssamnings milli
Íþróttabandalags Hafnarfjarðar
(ÍBH) og Hafnarfjarðarbæjar. Á síð-
ustu árum hafa sveitarfélögin í Suð-
vesturkjördæmi gert samninga til að
styrkja rekstur barna- og unglinga-
starfs íþróttafélaganna. Þeir samn-
ingar eru öðrum til fyrirmyndar og
hafa eflt starf félaganna. Þessi
samningur er sérstakur að því leyti
að æfingagjöld hjá iðkendum 10 ára
og yngri eru nánast felld niður.
Gagnvart fjölskyldunni er þetta mik-
il búbót og jafnframt hvatning til að
senda börnin í íþróttir. Það er löngu
viðurkennt að íþróttahreyfingin
gegnir mikilvægu hlutverki í for-
vörnum gegn neyslu vímuefna.
Rannsóknir sýna skýrt fram á að þau
börn og unglingar sem stunda íþrótt-
ir neyta síður vímuefna og tóbaks.
Jafnframt eru þau betur upplögð til
náms og annara starfa sem bíða á
degi hverjum. Ég hef áður minnst á
að íþróttafélögin eru fyrst og fremst
þjónustuaðilar fyrir sveitarfélögin.
Rekstur félaganna snýst ekki lengur
um áhugamennsku nokkurra ung-
menna heldur eru þetta félög sem í
eru allt frá nokkur hundruð iðkend-
um upp í nokkur þúsund. Þau eru
rekin af sjálfboðaliðum fyrir iðkend-
ur, foreldra og sveitarfélögin. Þess
vegna eiga þau rétt á styrkjum.
Samfylkingin í Hafnarfirði og
ÍBH eiga mikilnn heiður skilinn fyrir
þennan samning og ég mun ekki
liggja á liði mínu við að breiða hann
út innan íþróttahreyfingarinnar.
Þegar styrkir til íþróttamála eru
skoðaðir kemur í ljós að sveitarfélög
í öðrum kjördæmum standa mjög
höllum fæti í samanburði við sveit-
arfélög í Suðvesturkjördæmi. Það er
okkur öllum umhugsunarefni. Ég
hef ætíð barist fyrir auknum styrkj-
um til íþróttahreyfingarinnar, hvort
heldur er frá ríki eða bæ. Áhugaleysi
ríkisins til að styrkja íþróttahreyf-
inguna er sér kapítuli og núverandi
ríkisstjórn til skammar. Það er efni í
aðra grein sem ég mun reifa síðar.
Auknir styrkir til íþrótta
Eftir Valdimar Leó
Friðriksson
Höfundur stefnir á 4. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi.
„Ég hef ætíð
barist fyrir
auknum
styrkjum til
íþróttahreyf-
ingarinnar, hvort heldur
er frá ríki eða bæ.“
ÉG hvet Samfylkingarfólk í Suð-
urkjördæmi til að tryggja Jóhanni
Geirdal öruggt sæti í flokksvalinu
9. nóv.
Jóhann hefur
gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum. Hann
var í stjórn Kaup-
félags Suðurnesja,
formaður UMFK
þegar landsmót
UMFÍ var haldið í
Keflavík og Njarðvík. Formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja
og í bæjarstjórn í Keflavík, síðar
Reykjanesbæ. Jóhann sinnir vel því
sem hann tekur að sér. Hann er
sanngjarn og leitast við að sameina
krafta þeirra sem með honum
starfa. Þetta kom best í ljós við
mótun nýs stjórnmálaafls. Þar var
Jóhann í forystu. Hann lagði
áherslu á það sem sameinaði fólk í
stað þess sem sundraði. Það mætti
vera öðrum til eftirbreytni. Mat
fólks á störfum Jóhanns sést á því
að hann hefur í tvígang sigrað í
opnu prófkjöri og hefur forskot
hans vaxið.
Það er svona maður sem við
þurfum til að efla starf í nýju kjör-
dæmi. Ég treysti honum til að
halda á lofti málefnum jafnaðar og
félagshyggju. Ég veit að hann mun
vera í nánu samstarfi við fólkið í
kjördæminu.
Jóhann Geirdal
í öruggt sæti
Eyjólfur Eysteinsson skrifar:
Úr • Skart • Silfurborðbúnaður
www.erna.is
Ársskeið
sterling silfur
Tilvalin gjöf
við öll tækifæri
Sif gullsmíðaverkstæði
Laugavegi 20b
s. 551 4444
Gull- og silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 s. 552 0775
Verð 5.900
ÍSLENDINGAR þarfnast Jó-
hönnu Sigurðardóttur í sterkri
stöðu á Alþingi. Jóhanna hefur
þegar markað djúp
spor í íslenskri
stjórnmálasögu.
Hún hefur barist í
þágu réttlætis og
jöfnuðar, ekki síst í
þágu þeirra þjóð-
félagshópa sem
mest hafa þurft á að halda. Hún
er óhrædd við að velgja valdhöfum
undir uggum, en er jafnframt
hreinskiptin og heiðarleg. Hún
hefur allt til að bera sem góðan
stjórnmálamann prýðir enda hefur
hún um langa hríð verið ein af
vinsælustu stjórnmálamönnum
þjóðarinnar.
Í komandi kosningum ætlum við
jafnaðarmenn að sækja fram.
Samfylkingin þarfnast því öflugra
forystumanna í báðum kjördæm-
unum Reykjavíkur. Hún þarf á því
að halda að Össur Skarphéðinsson
og Jóhanna Sigurðardóttir fái
glæsilega kosningu í 1. og 2. sæt-
ið, forystusætin í Reykjavík. Nýt-
um prófkjörið hinn 9. nóvember
næstkomandi til að styrkja okkar
forystumenn, styrkja Samfylk-
inguna og sækja fram. Stillum upp
okkar sterkasta lista, kjósum Öss-
ur númer eitt og Jóhönnu númer
2.
Ísland þarfnast
Jóhönnu
Hrannar Björn Arnarsson, fv. borg-
arfulltrúi, skrifar:
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
19
18
8
1
0/
20
02
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
ProComp
Dekkin eru fyrir 15" og 16" felgur
- einstaklega mjúk og hljóðlát. Góð
í blönduðum akstri. Þau fást í stærðum
33" og 35" og eru neglanleg. Ein þau
alflottustu! Heilsárs- og gróft munstur.
Mynstur dekkja
Stundum er sagt að líkja megi tiltrú manna á einstökum gerðum dekkja
við trúarbrögð. Hvað sem um það má segja er staðreynd að sum
dekk henta betur en önnur við ákveðnar aðstæður. Meðfylgjandi tafla
sýnir virkni mismunandi gerða dekkja.
Aðstæður
Í blautum snjó og slabbi
Í drullu
Í þurrum snjó
Á þjöppuðum snjó
Á ís
Hljóð
Grófmynstruð dekk
Góð
Góð
Sæmileg
Frekar slæm
Frekar slæm
Frekar slæm
Fínmynstruð dekk
Frekar slæm
Sæmileg
Góð
Góð
Sæmileg
Góð
Nokkrir gangar af 33” og 35” Xterrain
ProComp dekkjum með allt að 30% afslætti.
markaður jeppamannsins
mikið úrval jeppadekkja
RÉTTU DEKKIN
305/75R16
315/75R16
33/12,5R15
35/12,5R15
P r o C o m p e t i t i o n T i r e C o m p a n y
®
Chaparral AP
Dekkin eru með fjögurra
bita heilsársmynstri, mikið
skorin og boruð fyrir nagla.
Reynast einstaklega vel
í hálku
225/75R15
30/9,5R15
265/75R16
285/75R16
31/10,5R15
32/11,5R15
33/12,5R15
35/12,5R15
HJÁ OKKUR
ÞÚ FÆRÐ