Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 43
Það var mikill heiður að fá að kynnst þessum manni og koma inn á heimili hans, það eitt var efni í marg- ar bíómyndir, þvílík undraveröld. Hann var frábær listamaður. Mjög afkastamikill, stundum sagðist hann hafa verið að teikna svolítið, þá stóðu staflarnir eftir hann af teikningum. Alveg einstök persóna sem ég hefði ekki viljað missa af að alast upp með, frábær frændi. En nú er komið að því að okkar leiðir skilja þangað til seinna Doddi minn. Hvíldu í friði, þín frænka María Björk Gunnarsdóttir. Doddi var fæddur og uppalinn í Reykjavík og var mikill Reykvíking- ur. Hann var líka mikill náttúruunn- andi. Það var mjög gaman að ferðast með honum og fara í gönguferðir þar sem hann fræddi okkur um plönt- urnar, hvað þær hétu og hvað mætti nýta þær í. Og fróður var hann um allt milli himins og jarðar. Ég spurði hann einu sinni að því hvort hann vissi allt, ég verð að játa að ég hef ekkert vit á bílum og vélum svaraði hann. Öll þessi tuttugu og fimm ár sem ég hef þekkt Dodda hefur hann verið heilsuhraustur, í mesta lagi fengið smá kvef. Hann hafði sínar aðferðir, sagði að hugurinn réði því mikið hvort maður veiktist eða ekki. Hann tíndi jurtir sem hann bjó til seiði úr og drakk, gerði alltaf leik- fimisæfingar og borðaði það sem honum fannst gott. Hann sagði oft að hann ætlaði að verða 200 ára. Hann var alltaf rausnarlegur heim að sækja, dró fram kræsingar af ýmsu tagi til að metta bæði maga og huga. Hann túlkaði náttúruna á al- veg sérstakan hátt í myndunum sín- um. Alltaf var skemmtilegt að opna jólapakkana frá Dodda, hann var galdramaður í að finna sniðuga hluti. Þær voru bæði fróðlegar og óvenjulegar skoðanir hans en hann víkkaði út það mannlega litróf sem við lifum í og gerði það auðugra. Hvíl þú í friði, Þórdís (Dísa). MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 43 Doddi samdi svo skemmtilegar sögur. Þær voru ekki allar sannar en mér fannst þær bara skemmti- legar. Ég sá Dodda oft. Hann var góður við dýrin og í uppáhaldi hjá kettinum okkar. Hann Doddi teiknaði sniðugar, skemmtilegar og flottar myndir. Við eigum margar myndir eftir Dodda. Hann var góður frændi. Guð blessi Dodda. Snæbjörg G. Gunnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengda- faðir og afi, DANÍEL S. LÁRUSSON, Óðinsgötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Dóróthea Magnúsdóttir, Árný Daníelsdóttir, Hörður Harðarson, Daníel Sigurður, Tómas Atli, Orri og Darri, Brynja Daníelsdóttir, Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir. Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÓNSSON rafvirkjameistari, Hæðargarði 33, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 30. október sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Herdís Sigurðardóttir Lyngdal. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR DAGNÝSSON, Miðvangi 8, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 3. nóvember. Helga Sveinsdóttir, dætur, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, JÓHANNES B. SVEINBJÖRNSSON, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Halla Hjálmarsdóttir, Margrét J. S. Jóhannesdóttir, Ólafur Daði Jóhannesson, Viktor Már Kristjánsson, Maríanna Rún Kristjánsdóttir og systkini hins látna. Frænka okkar, JÓHANNA JOHNSON, 766 Shackleton Drive, Richmond BC, Kanada, andaðist þriðjudaginn 29. október sl. Jarðarför hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Ingibjörnsdóttir, Ólafur Ingibjörnsson. Konan mín og systir okkar, NORMA MOONEY, Sarpsborg, Noregi, er látin. Útförin hefur farið fram. Gunnar Berg, Ellen Mooney, Karl Mooney. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GERDA GUÐMUNDSSON, Frederiksborg Allé 23, Randers, Danmörku, lést fimmtudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Aðventukirkjunni í Randers í dag, þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 11.00. Sonja Danielsen, Jens Danielsen, Harrí Guðmundsson, Sunneva Guðmundsson, Eric Guðmundsson, Laila Panduro, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, amma og systir, GUÐMUNDÍNA ÞÓRUNN SAMÚELSDÓTTIR, Heiðargerði 24, Akranesi, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 4. nóvember. Þórunn Selma, Hafþór Örn, Albert Máni og systkini hinnar látnu. Maðurinn minn, INGVI ÞORGEIRSSON, Klapparstíg 16, Ytri Njarðvík, er látinn. Útförin fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 8. nóvember kl. 14.00. Guðbjörg Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Eiginkona mín og systir okkar, SIGRÍÐUR ÁSTA HOUDLETTE, (SIDDÝ GUÐMUNDS) lést í Kaliforníu fimmtudaginn 24. október sl. Útförin hefur farið fram. Greg Houdlette og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Nesvegi 70, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erla Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.