Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 47
HELGIN var frekar
annasöm og töluvert
um útköll vegna ölvun-
ar aðfaranótt sunnu-
dags. Tilkynnt var um 26 innbrot,
20 þjófnaði og 24 sinnum tilkynnt
um skemmdarverk. Þá var 5 öku-
tækjum stolið um helgina. Tilkynnt
var um 5 bruna en allir voru þeir
taldir minniháttar.
Um helgina var tilkynnt um 39
umferðaróhöpp og var í 3 þeirra
um minniháttar slys á fólki að ræða
sem ætlaði sjálft á slysadeild en í
einu tilfelli voru aðilar fluttir á
slysadeild í sjúkrabifreið en meiðsl
þeirra talin minniháttar. 20 öku-
menn voru kærðir fyrir of hraðan
akstur og 11 voru grunaðir um að
vera ölvaðir við aksturinn. Mikið
eftirlit var með ölvunarakstri bæði
aðfaranótt laugardags og sunnu-
dags, öll umferð á ákveðnum göt-
um stöðvuð og rætt við ökumenn.
Svo virðist sem ökumenn virði
bann við notkun farsíma við akst-
urinn því aðeins einn var um
helgina kærður fyrir það brot.
Um miðjan dag á föstudag var
lögregla og slökkvilið kallað að
húsi við Suðurlandsveg en þar
hafði fjögurra ára stúlka fest hönd
milli stafs og hurðar. Tókst að losa
stúlkuna með því að spenna hurð-
ina frá stafnum með kúbeini.
Stúlkan var flutt á slysadeild. Á
laugardagsmorgun var beðið um
aðstoð í íbúð í austurborginni
vegna þess að þar hefði fyrrum
kærasta húsráðanda ruðst inn og
væri að rústa íbúðina. Er lögreglu-
menn komu á vettvang kom í ljós
að konan hafði skemmt eigur hús-
ráðanda og gengið í skrokk á hon-
um. Stúlkan var handtekin og fjar-
lægð af vettvangi.
Veski stolið úr
innkaupakerru
Á laugardag var kona að versla í
stórmarkaði í austurborginni er
hún veitti því athygli að búið var að
taka veski hennar sem hún hafði
haft í innkaupakerru. Gerði hún
strax ráðstafanir og tilkynnti að
greiðslukorti, sem var í veskinu,
hefði verið stolið.
Nokkru síðar er hún beið við af-
greiðslukassann veitti hún því at-
hygli að kona var að reyna að
greiða fyrir vörur, með greiðslu-
kortinu hennar en tókst ekki þar
sem kortið var lokað. Var kallað
eftir aðstoð lögreglu sem handtók
hina fingralöngu konu og færði á
lögreglustöð til viðræðna.
Illviðráðanlegur unglingur
Tvö fimmtán ára ungmenni, pilt-
ur og stúlka, voru aðfaranótt
sunnudags handtekin í austur-
borginni eftir að hafa skemmt bif-
reið með því að sparka í hana og
ganga á vélarhlífinni. Voru þau
flutt á lögreglustöðina. Er móðir
drengsins kom að sækja hann var
hann mjög æstur en hann hafði all-
an tímann verið æstur og illviðráð-
anlegur.
Hann barði og sparkaði frá sér í
bifreið móður sinnar og þá barði
hann og sló til móður sinnar. Réð
hún ekkert við drenginn og var
hann því aftur færður inn á lög-
reglustöðina. Haft var samband við
barnaverndarfulltrúa sem fékk
vistun fyrir drenginn á viðeigandi
stofnun.
Á sunnudag var tilkynnt að verið
væri að brjótast inn í fyrirtæki í
austurborginni. Starfsmaður sá til
bifreiðar við húsið. Í ljós kom að
stolið hafði verið tölvubúnaði fyrir
milljónir. Nokkru síðar var til-
kynnt um grunsamlega menn, í
götu ekki alllangt frá, sem væru að
bera eitthvað inn í gám. Er lög-
reglan kom á staðinn lögðu menn-
irnir á flótta en þeir náðust síðar og
voru færðir í fangageymslu.
Neyðarblys frá erlendum
togara í Reykjavíkurhöfn
Um 4.20 var tilkynnt að neyð-
arblys sæist í eða við Reykjavík-
urhöfn. Komu margar tilkynning-
ar, meðal annars sáu lögreglumenn
á eftirlitsferð blysin. Við eftir-
grennslan lögreglu kom í ljós að
blysunum hafði verið skotið upp
frá erlendum togara sem var í
Reykjavíkurhöfn en þar mun
áfengi hafa verið haft um hönd.
Málið er í rannsókn.
Úr dagbók lögreglu 1.–4. nóvember
Sló til móður sinnar
og var handtekinn aftur
Fundur hjá Krafti Kraftur, stuðn-
ingsfélag ungs fólks, sem greinst
hefur með krabbamein, og að-
standenda, verður með fund
þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20 í
húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð 8, á 4. hæð. Sólveig Eiríks-
dóttir hjá Grænum kosti fjallar
um hvernig á að skipta um mat-
aræði og Arnhildur S. Magn-
úsdóttir kynnir jóga fyrir þá sem
ganga í gegnum eða hafa lokið
krabbameinsmeðferð.
Opin málstofa í Alþjóðahúsi Í
kvöld, kl 20 verður málstofa í Al-
þjóðahúsi, Hverfisgötu 18, um
sjálfsmynd ungra Albana í Dan-
mörku ættaðra frá Makedóníu.
Sesselja Ólafsdóttir skýrir frá nið-
urstöðum MA-ritgerðar sinnar í
mannfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla um það hvernig ungir
Albanar hafa tækifæri, í gegnum
menntun sína, til að efla albanskt
þjóðerni sitt, samhliða aðlögun
þeirra að dönsku samfélagi. Þátt-
taka er ókeypis og allir velkomnir.
Málstofa í HÍ á vísindadögum
Málstofa verður haldin í Háskóla
Íslands í samstarfi við RÚV í til-
efni Vísindadaga 2002 og fer fram
í Hátíðasal Háskólans í aðalbygg-
ingu, í dag, þriðjudaginn 5. nóv-
ember, kl. 17–19. Orkumál og
orkurannsóknir, staða og framtíð-
arsýn, samstarfsverkefni Orku-
stofnunar og Háskóla Íslands. Þar
verður m.a. rætt um hlutverk rík-
isins í orkuiðnaði, grunnrann-
sóknir, umhverfismál og nýsköpun
í orkuiðnaði.
Framsögumaður er Þorkell Helga-
son orkumálastjóri og stjórnandi
umræðu er Ævar Kjartansson.
Þátttakendur í pallborðsumræðum
verða Ingvar Friðleifsson, starfs-
maður Orkustofnunar og for-
stöðumaður Jarðhitaskóla Samein-
uðu þjóðanna, Sveinbjörn
Björnsson, deildarstjóri á Orku-
stofnun, Þorsteinn Ingi Sigfússon,
prófessor við raunvísindadeild HÍ,
og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, pró-
fessor við raunvísindadeild HÍ.
Í DAG
Málstofuröð í HÍ á vísindadög-
um Þessa viku verða málstofur í
Háskóla Íslands. Þær eru haldnar í
samstarfi við RÚV, í tilefni Vís-
indadaga 2002 og fara allar fram í
Hátíðasal Háskólans í Aðalbygg-
ingu.
Miðvikudagurinn 6. nóvember,
kl. 17–19: Rekstrarform heilbrigð-
isþjónustu, málstofa skipulögð af
hjúkrunarfræðideild. Framsögu
flytja Rúnar Vilhjálmsson prófess-
or og Kristín Björnsdóttir, dósent í
hjúkrunarfræðideild. Stjórn pall-
borðsumræðna er Margrétar S.
Björnsdóttur, framkvæmdastjóri,
þátttakendur í pallborði eru, Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir alþing-
ismaður, Elsa Friðfinnsdóttir, að-
stoðarmaður heilbrigðisráðherra,
og Sverrir Jónsson læknir.
Fimmtudagurinn 7. nóvember kl.
17–19: Islam? Vesturlönd. Við-
fangsefnið verður „Hefur umræð-
an um átökin fyrir botni Miðjarð-
arhafs og atburðina 11. september
orðið til þess; að auka skilning
Vesturlandabúa á trúarbragða- og
menningarheimi Islam eða til þess
að auka fordóma?“ Framsögu flyt-
ur Lilja Hjartardóttir, stjórnmála-
fræðingur og verkefnisstjóri fé-
lagsvísindadeild, en umræðum
stjórnar Friðrik Rafnsson, þýðandi
og bókmenntafræðingur. Þátttak-
endur í pallborðsumræðum eru
Salmann Tamimi, formaður félags
múslima, Viðar Þorsteinsson og
séra Þórhallur Heimisson.
Laugardagurinn 9. nóvember, kl.
17–19: Umræður um stofnun sam-
taka um „Íslenska erfðamengið“.
Samtök fulltrúa þeirra er tengjast
rannsókna- og þróunarstarfi í líf-
tækni og erfðavísindum á Íslandi.
Markmið slíkra samtaka yrði að
vera vettvangur samráðs og fjár-
mögnunar grunnrannsókna og ný-
sköpunar í líftækni og erfðavís-
indum. Gísli Pálsson, prófessor í
mannfræði, flytur framsögu en
Stefán Jökulsson, félagsfræðingur
og útvarpsmaður, stjórnar um-
ræðum. Þátttakendur í pallborðs-
umræðum eru, Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Aflvaka, Kári
Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, Magnús Karl
Magnússon, Læknir og Salvör
Nordal, forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar.
Laugardaginn 9. nóvember verða
námskeið fyrir börn og unglinga í
viðskipta- og hagfræðideild einnig
verða námskeið í eðlisfræði: „Til-
raunir með ljós“ og í læknisfræði:
„Hvað gerist við hreyfingu?“
Sunnudaginn 10. nóvember er
námskeið fyrir börn og unglinga í
eðlisfræði: „Þurrís og hamskipti
efna“.
Hönnunarsamkeppni og opið hús
hjá viðskiptadeild sunnudaginn
10 nóvember: Verkfræðideild og
Barnasmiðjan, kl. 14–16. Hönn-
unarsamkeppni í sal 3 í Há-
skólabíói milli hópa af mið og efsta
stigi ólíkra grunnskóla.
Opið hús hjá heimspekideild laug-
ardaginn 9. nóvember. Ýmsar
uppákomur í Nýja Garði og Árna-
garði.
Sunnudag 10. nóvember verður op-
ið hús hjá viðskiptafræðideild í
Odda, fyrir þátttakendur í nám-
skeiðum, aðra grunnskólanem-
endur og fjölskyldur þeirra.
Námstefna á vegum Tölvudreif-
ingar og Microsoft Námstefna
verður haldin á vegum Tölvudreif-
ingar og Microsoft um nýjustu og
heitustu málin í upplýsinga-
tækninni helgina 9.–10. nóvember.
Kynnt verður Microsoft-tækni út
frá íslenskum forsendum. Sérfræð-
ingar í íslenskum tölvuiðnaði
kynna efni frá Microsoft og miðla
sinni þekkingu og reynslu, ásamt
þremur erlendum sérfræðingum
frá Microsoft. Námstefnan verður
tvíþætt, annars vegar verður leit-
ast við að svara tæknilegum spurn-
ingum og hins vegar um hugbúnað.
Stjórnendalína verður svo þriðja
brautin. Þar verður lögð áhersla á
gildi upplýsingatækninnar í stjórn-
un og hagræðingu hjá fyr-
irtækjum. Námstefnan er byggð á
þeim ráðstefnum sem Microsoft
heldur um þessar mundir í Banda-
ríkjunum í tengslum við útgáfur
nýjustu forritanna. Sýndar verða
nýjungar svo sem: .NET server,
Office 11, Tablet PC o.fl, segir í
fréttatilkynningu.
Dagskrá námstefnunnar er að
finna á vefslóðinni: http://
www.td.is/EXP2002/default.htm
Á NÆSTUNNI
Minnst verslunareinokunar Á
vegum Sagnfræðistofnunar Há-
skóla Íslands starfar hópur að
verkefninu Saga íslenskrar utan-
landsverslunar 900–2002 og hefur
hann undirbúið samkomu til að
minnast þess að liðin eru 400 ár
frá upphafi verslunareinokunar á
Íslandi. Samkoman verður haldin
miðvikudaginn 6. nóvember í Nor-
ræna húsinu. Dagskráin hefst kl.
16 með ávarpi Valgerðar Sverr-
isdóttur viðskiptaráðherra. Erindi
halda: Helgi Þorláksson prófessor,
Gísli Gunnarsson prófessor, Anna
Agnarsdóttir dósent og Halldór
Bjarnason, styrkþegi Rannís. Pall-
borðsumræður og fyrirspurnir
undir stjórn Birgis Þórs Runólfs-
sonar dósents og Guðmundar
Jónssonar dósents. Þátttakendur:
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar-
innar – FÍS, Edda Rós Karls-
dóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Búnaðarbanka
Íslands, Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna,
og Jóhannes í Bónus.
Málþing í Lögbergi Málþing verð-
ur haldið, miðvikudaginn 6. nóv-
ember kl. 12.15, í stofu L-101 í
Lögbergi, á vegum lagadeildar Há-
skóla Íslands og umboðsmanns Al-
þingis.
Framsögumenn verða umboðs-
maður rússneska þingsins, pró-
fessor Oleg Mironov, og Björg
Thorarensen, prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands.
Málþingið er opið lögfræðingum,
laganemum og öðrum þeim, sem
áhuga hafa á efninu.
Fyrirlestur um fötlunarrann-
sóknir Sigríður Einarsdóttir flyt-
ur erindið Að vera í sérdeild: Átján
fyrrverandi nemendur lýsa reynslu
sinni. Fyrirlesturinn er í stofu 101
í Odda, Háskóla Íslands miðviku-
daginn 6. nóvember kl. 13 og er
öllum opinn. Fyrirlesturinn er
byggður á eigindlegri rannsókn
sem gerð var á árunum 1999–2001
meðal ungs fólks sem lauk grunn-
skólanámi í almennum sérdeildum.
Fjallað verður um reynslu þátttak-
enda og upplifun af því að vera í
sérdeild, líðan þeirra, námið og
námsárangur og félagslega stöðu í
skólanum. Einnig verður fjallað
um gengi ungmennanna í fram-
haldsnámi og atvinnulífi, eftir að
grunnskóla lauk.
Málstofa sálfræðiskorar Mið-
vikudaginn 6. nóvember flytur
Anna Kristín Newton, M.Sc., er-
indið Reiðivandamál íslenskra
fanga. Anna Kristín lauk námi í
réttarsálfræði við háskólann í Kent
í Bretlandi árið 2000. Hún starfaði
samhliða náminu í bresku fangelsi,
Dovers Young Offender Institute,
og starfar nú hjá Fangels-
ismálastofnun, segir í frétta-
tilkynningu.
Kynning á Bowen-tækni Kynn-
ingarfundur um Bowen-tækni, sem
er fólgin í léttum strokum þvert á
vöðva, bandvef og sinar líkamans,
verður haldinn á morgun, miðviku-
daginn 6. nóvember, kl. 20 á
Laugavegi 43 (Sálfræðiþjónusta
Gunnars Gunnarssonar) . Einnig
verður byrjendanámskeið í Bowen-
tækni dagana 9.–12. nóvember.
Kennari er Julian Baker. Skráning
á netfangi: jmsig@simnet.is.
Á MORGUN
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
mbl.isFRÉTTIR