Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Arnarfell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brú- arfoss kom til Straums- víkur í gær. Bremon fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur kl. 14, stjórnandi Kári Friðriksson. Versl- unarferð í Hagkaup á morgun kl. 10. Skráning s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13–16.30 opnar handavinnu og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Opið hús í Holtsbúð 6. nóv. kl. 13.30 Spilað o.fl. Bridgenám- skeið byrjar 6. nóv. á Garðabergi kl. 13 og verður í 5 miðvikud. fyrir jól og 5 miðvikud. eftir jól. Skráning hjá Hönnu í s. 565 6838 eða Margréti í síma 820 8571. Allir vel- komnir. Byrjenda- námskeið í spænsku byrjar 7. nóv. kl. 17 Skráning hjá Margréti í s. 820-8571 eftir hádegi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13, alkort spilað kl. 13.30. Baldvin Tryggva- son verður með fjár- málaráðgjöf 7. nóv. panta þarf tíma. Árshátíð FEB verður haldin í Ásgarði föstud. 15. nóv. Húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 19. Miðapant- anir á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er í Ásgarði, Glæsibæ. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Handa- vinna og brids kl. 13.30. Föstudaginn 8 nóv. dans- leikur í Hraunseli kl. 20.30 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. Miðvikud. 13. nóv. heim- sókn til eldri borgara í Rangárþingi, skráning hafin. Allar uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 17.15 og kl. 16. 15 kínversk leikfimi. Handverks- markaður verður fimmtud. 7. nóv. kl. 13. Panta þarf borð sem fyrst. Nokkur pláss laus í kínverskri leikfimi, stóla- leikfimi og málm- og silf- ursmíði. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, handa- vinnustofan opin kl. 13– 16, leiðbeinandi á staðn- um, kl. 17 línudans, kl. 19 gömlu dansarnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 10.30 Söngstund við píanóið, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerðir hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Vatns- leikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postulíns- málun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13–16 frjáls spil, brids tvímenn- ingur. Fimmtud. 7. nóv. kl. 10.30 helgistund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mósaik, kl. 14 félagsvist. Háteigskirkja. Eldri borgarar á morgun mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 20 bingó. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s. 551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC deildin Fífa í Kópa- vogi fundur á morgun miðvikudag kl. 20.15, í Alþjóðahúsinu, Hverf- isgötu 18, Reykjavík. All- ir velkomnir. Uppl. í s. 554 2045. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur fund í dag í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20. Konur eru beðnar að mæta með myndir úr sumarferðinni. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur fund þriðjud. 5. nóv. í safn- aðarheimilinu við Linn- etsstíg kl. 20.30. Hringurinn. Á morgun kl. 18.30 félagsfundur á Ásvallagötu 1. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara miðvikudaginn 6. nóv. kl. 14. Einsöngvararnir Erna Blöndal og Örn Arnarson syngja. Hugvekju flytur sr. Jón Bjarmann, bílferð fyrir þá sem þess óska, allir velkomnir. Uppl. veitir Dagbjört í s. 510 10340. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifst. félags- ins í Suðurgötu 10 (bak- húsi) 2. h., s. 552-2154. Skrifst. er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18, utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í s. 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.– fim. kl.10–15. S. 568- 8620. Bréfs. 568-8621. Tölvup. ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er þriðjudagur 5. nóvember, 309. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottinn, hef ég sál mína. (Sálm. 86, 4.) K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 húfu, 8 messuklæði, 9 tekur, 10 starf, 11 magr- an, 13 endurskrift, 15 él, 18 bjargbúar, 21 hrós, 22 hugleysingi, 23 manns- nafns, 24 gráti nær. LÓÐRÉTT: 2 drykkfelldur, 3 reyfið, 4 snjóa, 5 fær af sér, 6 óblíður, 7 þurrð, 12 ill- deila, 14 illmenni, 15 hrím, 16 logi, 17 kátt, 18 dögg, 19 hóp, 20 gang- setja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skrök, 4 fegin, 7 ríkur, 8 Regin, 9 tún, 11 port, 13 bana, 14 eyddi, 15 þjöl, 17 káta, 20 hné, 22 negul, 23 tregt, 24 illur, 25 riðla. Lóðrétt: 1 skróp, 2 rýkur, 3 kort, 4 forn, 5 gegna, 6 nenna, 10 úldin, 12 tel, 13 bik, 15 þandi, 16 öngul, 18 áreið, 19 aftra, 20 hlýr, 21 étur. Klassík FM 100,7 ÉG vil taka undir orð Sig- ríðar Einarsdóttur í Vel- vakanda sl. fimmtudag 24. okt. um Klassík FM 100,7 sem nú hefur hætt. Ég hafði oft ánægju af að hlusta á þessa stöð og sakna hennar. Æskilegt og eðlilegt er að Ríkisútvarpið kynni og flytji meiri klassíska tónlist, gjarnan með sérrás. Ef það þykir of mikið fyrirtæki mætti nýta Rás 2 betur en nú er gert með því að hún notaði þriðjung sendingar- tíma síns fyrir klassíska tónlist. En tónlist á Rás 2 er nú mjög einhæf og klassísk verk heyrast þar varla. Rás 2 gæti gegnt mikilvægu hlutverki með því að kynna fjölbreytta tónlist. En þá þurfa allar tegundir að vera fluttar og nöfn verka og höfunda að vera kynnt. Slíkt mundi hafa mikil áhrif á tónlistarmenntun og smekk almennings. Kristinn Björnsson, sálfræðingur. Bónda svarað Í VELVAKANDA sunnu- daginn 27. október síðast- liðinn birtust hugleiðingar bónda um verð fyrir ærkjöt. Mig, sem neytanda og skattgreiðanda, langar að fá svör við spurningum sem kvikna við lestur svona hug- leiðinga. Mig langar til að bóndi þessi upplýsi hvað hann fái í beingreiðslur frá ríkinu mánaðarlega ef hann kýs að hafa þessar verðlausu ær sínar á fæti. Einnig mætti hann upplýsa þjóðina um það hvað hann fái fyrir slát- urlambið. Neytandi og skattgreiðandi. Til Fróða hf. AÐ kvöldi 28.10. sl. hringdi síminn hjá mér og hinum megin á línunni var sölu- maður hjá Fróða að bjóða mér bindandi áskrift að Séð og heyrt í 3 mánuði. Ég var ekki viss fyrr en sölumað- urinn sagði mér verðið á hverju blaði og fullvissaði mig um að ég fengi ein- hverja tvo miða sem hvor um sig innihéldi vinning að lágmarki 2.000 kr. Fannst mér það furðulegt svo ég spurði aftur og hann svar- aði á sama veg. Síðan komu þessir tveir miðar og hvorugur innihélt vinning. Þá hringdi ég í Fróða, þar sem loforð sölu- mannsins stóðust ekki, til að leita svara um hvað ég hefði ekki skilið og varð enn meira hissa því ég fékk frá símadömunni lítið annað en dónaskap ásamt setningu sem ég ekki enn skil: „Þú hlýtur að geta hugsað fyrir þig sjálf.“ Vissulega get ég það og vildi því fá að tala við yfir- mann söludeildar. Ég beið en aldrei tók hann upp tólið. Vil ég því að hann hringi í mig og útskýri fyrir mér þá hluti sem mér er sagt í óbeinum orðum af hans fólki að mig skorti vitsmuni til að átta mig á. Ég vænti þess að það samtal muni einkennast af kurteisi. Virðingarfyllst, Hólmfríður Eygló Gunnarsdóttir. Dýrahald Frá Dýra- verndunarfélagi Reykjavíkur ÓHEIMILT er að hafa hvers konar kofa eða kassa með kanínum eða dúfum á lóðum húsa nema með leyfi Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkur, sam- kvæmt heilbrigðisreglu- gerð nr. 149/1990 og úrgangsreglugerð nr. 805/ 1999 grein 6.3. Eigendur kanínu- eða dúfnahúsa (eða kassa) þurfa að sækja um leyfi fyrir þeim til Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Mengunar- varnir, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, sími 563 2725. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... FORELDRAR barna á skólaaldriþekkja eflaust flestir hversu mikil röskun felst í hinum svokölluðu starfsdögum, sem reglulega eru í skólum og leikskólum. Þessa daga liggur hefðbundin starfsemi skólanna niðri og foreldrar verða því að finna einhverjar leiðir til að hafa ofan af fyrir börnunum. Það getur reynst erf- itt ef báðir foreldrar eru útivinnandi og eiga erfitt með að taka sér frí. Sumir bregða á það ráð að taka börn- in með sér í vinnuna, aðrir skiptast á að vera heima hjá börnunum, sumir reyna að koma þeim fyrir hjá ætt- mennum og loks eru eldri börn stund- um látin vera ein heima. Nú hefur ofan á þetta allt saman bæst eitthvað sem kallað er vetrarfrí þar sem skólabörnum er gefið frí í tvo daga. Víkverji á mjög erfitt með að skilja tilgang þessara frídaga ekki síst þar sem ekkert samræmi virðist vera á milli mismunandi skóla hvenær þessi frí skella á. Því geta foreldrar lent í því að börn þeirra séu ekki í fríi á sama tíma sem torveldar mjög allar tilraunir til að skipuleggja sameigin- legt frí fjölskyldunnar á þessum tíma. Raunar er vetrarfríið það stutt og á þeim tíma árs að fæstir eru í þeim hugleiðingum að taka sér frí og leggja hugsanlega land undir fót. Fyrir marga auka þessi frí því einungis á það álag sem er á barnafjölskyldum og börnin líklega dauðfegin þegar þau komast aftur í skólann. x x x FARÞEGAR í flugi eru yfirleittmjög fegnir þegar matur er bor- inn fram enda fátt annað hægt að gera þá klukkutíma sem millilanda- flug varir en að lesa, fylgjast með skemmtidagskrá á sjónvarpsskjá ef viðkomandi flugfélag býður upp á slíkt og neyta þeirra veitinga, sem bornar eru fram. Víkverji hefur hins vegar nú í tvígang fengið fiskrétt í millilandaflugi Flugleiða, sem vakti litla kátínu hans og annarra farþega. Um er að ræða kringlótta sneið af ein- hvers konar fiskstöppu, er í útliti minnir helst á gamla fiskbúðinginn, sem Víkverji minnist frá æskuárum sínum. Þessi kaldi fiskréttur var nær alveg bragðlaus og með honum var vægast sagt sérstakt meðlæti. Sósa er minnti helst á graflaxsósu hvað bragð varðar, couscous og rækjur. Þetta var óneitanlega frumleg sam- setning en umdeilanlegt hversu vel heppnuð hún var. x x x NÚ á dögunum gengu í gildi lög erbanna ökumönnum að tala í far- síma við akstur. Víkverji er einn þeirra er í gegnum tíðina hefur verið duglegur við að masa og aka án þess að nota handfrjálsan búnað og hélt því áfram fram á síðasta dag. Víkverji er þó fús til að viðurkenna að þessi lög eiga fyllilega rétt á sér. Þótt hann vilji ekki viðurkenna að far- símamasið hafi haft slæm áhrif á aksturslag hans sjálfs hefur hann ítrekað orðið vitni að því að aðrir öku- menn virðast eiga erfitt með að sam- ræma þetta tvennt. Hins vegar er spurning hvort að ekki sé rétt að ganga lengra og leggja bann við að ökumenn séu yfirhöfuð að gera aðra hluti við stýrið en að einbeita sér að akstri. Víkverji er til dæmis sann- færður um að reykingar og athafnir er þeim tengjast, t.d. þegar ökumenn ná sér í sígarettur og kveikja í þeim, geti ekki síður orðið til að menn missi einbeitinguna. Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans, þeir Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa að undanförnu fjallað ítarlega um kostnað og hagnað af Línu.Neti og haft miklar áhyggjur af því fjármagni sem lagt hefur verið í fyr- irtækið. Þar er þó um að ræða stofnun sem þjónar íbúum og fyrirtækjum Reykjavík- ur og því væri gaman að sjá jafnítarlega umfjöllun af þeirra hálfu um tíu- til tutt- ugufalt meiri væntanlegar/ mögulegar áhættufjárfest- ingar Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun, mann- virki í öðrum landshluta sem á að þjóna erlendu fyr- irtæki næstum eins langt frá Reykjavík og hægt er að komast á Íslandi. Hvergi hefur verið sýnt fram á með tölum að hagn- aður geti orðið af verkinu svo þátttaka borgarsjóðs Reykjavíkur í þessu æv- intýri öllu ætti því að vera gersamlega út í hött. Ekki verður amalegt fyr- ir okkur andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar að fá svo öfluga stuðningsmenn í lið með okkur. Heidi Kristiansen. Lína.Net og Kárahnjúkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.