Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 52

Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 52
KVIKMYNDIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐDÁENDUR Walters Hills eru orðnir langeygir eftir batamerkjum frá þessum sögufræga spennumynda- leikstjóra sem gerði hvert stórvirkið á fætur öðru á uppgangstíma sínum sem hófst með Hard Times (’75), eða Street Fighter einsog hún nefnist í Evrópu. Í kjölfarið fylgdu The Driver (’78), The Warriors (’79), The Long Riders (’80), Southern Comfort (’81) og 48 Hours (’82); Fimm myndir hver annarri betri og vinsælli. Síðan var engu líkara en Hill missti dampinn, að Crossroads (’86) einni undanskilinni. Hill hefur verið nógu iðinn við kolann, framleiðendur eru ekki enn búnir að gleyma afrekum hans á áttunda og ní- unda áratugnum þrátt fyrir fjölda ruslmynda á borð við Red Heat (’89), Last Man Standing (’96) og ofurskell- inn Supernova (’98). Það hlaut að koma að því, Hill er að hressast. Undisputed er umtalsverð framför á ferli sem var við það að lognast útaf. Hann er aftur kominn á heimaslóðir, búinn að finna ræturnar að nýju í gamla, góða B-karlrembu- hasarnum. Á góðum degi kann enginn betur til verka en Hill á þeim vett- vangi. Undisputed er einföld og sterk átakasaga tveggja harðsoðinna hnefaleikakappa og umhverfið þröngt og hráslagalegt. Persóna annars þeirra, James „Iceman“ Chambers (Ving Rhames), virðist byggð á Mike Tyson – bæði andlega sem líkamlega. Rhames hefur komið við í ræktinni, smellir að auki á sig Neanderdalssvip hnefaleikakappans ógurlega með þeim árangri að þeir gætu sem hæg- ast verið tvíburar! Hinn er Monroe Hutchen (Wesley Snipes), en garp- arnir eru í fremstu röð í íþrótt sinni þó hlutskipti þeirra sé ólíkt. Chambers er forríkur, vanstilltur heimsmeistari í íþróttinni og lifir hátt en Hutchen þótti meistaraefni í hnefaleikum er hann varð mannsbani og hefur setið í áratug í öryggisfangelsinu Sweet- water í Mojave-eyðimörkinni. Þar hefur hann verið hinn ósigrandi meistari í mótum sem komið er á milli fanganna. Vandræðagripurinn Chambers á erfitt með að halda sig réttu megin laganna, er dæmdur fyrir nauðgun og skyndilega kominn á sömu slóðir og Monroe, í Sweetwater. Innan veggja fangelsisins er einnig Mendy Ripstein (Peter Falk), gamalreyndur mafíósi og veðmálafíkill og ekki líður á löngu uns meistarakeppni aldarinnar í sögu tukthúsmanna liggur í loftinu. Hill byggir spennuna upp hægt og sígandi með eilífu áreiti á milli Ís- mannsins og samfanganna og meist- aranna tveggja. Gerir það sem hann kann best – að segja sögu vafninga- laust. Færa sig hægt en ákveðið nær og nær hápunktinum sem er sann- kölluð flugeldasýning þegar þessir tveir kraftmiklu pólar mætast í hringnum í tilkomumiklum og vel út- færðum bardagaaatriðum. Við erum stödd í hringleikahúsi Rómverja, hnefaleikarar eru skylmingaþrælar samtímans. Áhorfandinn vill sjá sem hrikalegust átök uns annar liggur. Það er hápunkturinn, hvað svo sem menn tala um „hina“ göfugu sjálfs- varnaríþrótt, ólympíska hnefaleika, og þar fram eftir götunum. Í heimi hnefaleika snýst allt um bardaga hinna bestu, allt frá tímum Jacks Johnsons, nafna hans Dempseys, Clays, Foremans, Listons, Tysons. Þessar vígvélar eru það sem gera hnefaleikana eftirsótta hér sem alls staðar annars staðar. Hill tekst að koma flæði á adren- alínið og heldur áhorfandanum við efnið frá upphafsatriðinu allt til loka. Nýtur vel samsetts leikhópsins, en þeir voru jafnan eitt af aðalsmerkjum mynda leikstjórans á gullaldarárun- um. Hér eru hárréttir menn í hverju rúmi: Snipes og Rhames eru eins raunverulegir þungaviktarmeistarar og hægt er að snara fram á borðið í Hollywood. Hrikalegir og ógnvekj- andi skrattakollar með vitið í vöðv- unum. Síðan kemur heill skari af vel völdum skapgerðarleikurum sem galdra fram litsterkan trantaralýð sem unun er á að horfa: Wes Studi, Michael Rooker, Fisher Stevens og ekki má gleyma Falk sem er dæma- laust góður sem fyrrum valdamikill mafíósó. Nú hálfútbrunninn, fótfúinn gráskeggur með sterk sambönd utan sem innan múrsins svo harðsvíruð- ustu tukthúslimum og fangelsisyfir- völdum stendur stuggur af. Það leynir sér ekki að Hill er kominn á skrið og aldrei að vita nema hann komist á flug að nýju. Tuskast í tukthúsinu KVIKMYNDIR Laugarásbíó UNDISPUTED (ÓUMDEILDUR)  ½ Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: David Giler og Walter Hill. Kvikmyndatöku- stjóri: Lloyd Ahern. Tónlist: Stanley Clarke. Aðalleikendur: Wesley Snipes, Ving Rhames, Peter Falk, Wes Studi, Michael Rooker, Fisher Stevens, Brad Krevoy, Andrew Sugerman, Dennis Arndt. Sýningartími 95 mín. Miramax. Bandaríkin 2002. Sæbjörn Valdimarsson Ving Rhames og Wesley Snipes vígalegir. ÞAÐ ER hreinlega sorglegt að sjá leikstjórann Andrew Niccol, sem er höfundur mynda á borð við Gattaca og handritshöfundur að The Truman Show, senda frá sér jafn hroð- virknislega kvikmynd og Simone er. Fyrrnefndar myndir Niccols voru nefnilega hver um sig kvikmyndir af hæsta gæðaflokki sem tóku á áleitnum spurningum um áhrif tækninýjunga í vestrænum samtíma. Hið alltumvefjandi fjölmiðla- og eftirlitssamfélag var tákngert á eft- irminnilegan hátt í The Truman Show og hugsanleg áhrif líftækni og erfðatilrauna voru gerð að viðfangs- efni í Gattaca. En í Simone hefur Niccol algerlega brugðist bogalistin, því þótt umfjöllunarefnið sé á svip- uðum slóðum og áður. Í myndinni segir frá reyndum leikstjóra í Holly- wood (Al Pacino) sem er á botni fer- ils síns þegar hann tekur upp á því að búa til tölvuunna leikkonu og kynna hana sem raunverulega manneskju. Þetta tekst honum eftir að brjálaður aðdáandi hans arfleiðir hann að þar til gerðu forriti. Og með tölvuver- unni Simone er ný stjarna fædd, stjarna sem dýrkuð er sem aldrei fyrr þrátt fyrir að hún sé ekki einu sinni raunveruleg. Skírskotanir sög- unnar eru fljótar að koma upp í hug- ann, verið er að vísa til ímyndamót- unar og stjörnudýrkunar, mörk veruleika og tilbúnings í fjölmiðla- samfélaginu, o.s.frv, auk þess sem gamla góða Frankenstein-minnið um hinn drambsama uppfinninga- mann, sem étinn er af eigin uppfinn- ingu gengur hér aftur. Sem sagt ágætis efniviður til að vinna með, en gallinn er sá að þetta er allt saman einfaldað úr hófi fram, sagan sjálf er klaufalega smíðuð og allar skírskot- anir sögunnar útskýrðar svo skil- merkilega og á svo óþjálan hátt að þær missa marks. Hið fínasta leikaralið hefur verið kallað til og hjálpar það lítið til. Catherine Keener á þar sterkan leik en aðrir reynast fórnarlömb lélegs handrits, ekki síst Al Pacino sem bætir hér enn einni viðbrenndri fjöðrinni í hattinn sinn. Mér er það hreint óskiljanlegt hvernig höfundur snilldarhandrits kvikmyndarinnar The Truman Show getur skrifað svona lélegt handrit í tilfelli Simone. Niccol bregst bogalistin Reuters Al Pacino bætir við „enn einni við- brenndri fjöðrinni í hattinn sinn“, segir í umsögn um Simone. KVIKMYNDIR Regnboginn, Sambíóin SIMONE Leikstjórn og handrit: Andrew Niccol. Kvikmyndataka: Edward Lachman. Aðal- hlutverk: Al Pacino, Rachel Roberts, Catherine Keener, Evan Rachel Wood, Winona Ryder. 115 mín. Bandaríkin. New Line Cinema, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 15/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 21/11 kl. 21 Nokkur sæti Fös 22/11 kl. 21 Uppselt Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti Fös 29/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim 5/12 kl. 21 Fös 6/12 kl. 21 50. sýning Munið gjafakortin! Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Bjóðum einnig upp á notalega aðstöðu, fyrir 15 til 30 manna hópa, í Djúpinu og Galleríinu. Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 5. sýn Blá kort - fö 8/11 kl 20, Fi 14/11 kl 20 , su 17/11 kl 20, fö 22/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 10/11 kl 14,Su 17/11 kl 14 Lau 23/11 kl 20 ATH: Kvöldsýning, Su 24/11 kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Fi 7/11 kl 20, Fö 15/11 kl 20,Lau 30/11 kl 20 Síðustu sýningar JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fi 7/11 kl 20, Lau 9/11 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fö 15 nóv. kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sinn Nýja sviðið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfasoní samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fi 7/11 kl 20 , Fö. 8/11 kl. 20 SUSHI NÁMSKEIÐ með Sigurði og Snorra Birgi Í kvöld kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Frumsýning lau 9/11 kl 17 Ath. breyttan sýningartíma 15:15 TÓNLEIKAR Lau 9/11 Ólafur Kjartan Sigurðsson. Ferðalög Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) fös 8. nóv. kl. 21 örfá sæti lau. 9. nóv. kl. 23.30 fim. 14. nóv. kl. 21.00 lau. 16. nóv. kl. 23.30 Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningu Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastali@simnet.is www.senan.is Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Síðasta sýning lau. 9. nóv. kl. 19 upp- selt Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is SKÝFALL eftir Sergi Belbel Mið. 6. nóv. kl. 20 Fim. 7. nóv. kl. 20 Fös. 8. nóv. kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu föst 8.nóv. kl. 20 nokkur sæti , lau 9. nóv kl. 20 nokkur sæti , lau 16. nóv kl. 20, lau 23. nóv kl. 20, laus sæti, Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 6. nóv, uppselt, fim 7. nóv. AUKASÝNING, örfá sæti, sun 10. nóv, uppselt, þri 12. nóv, uppselt, mið 13, nóv, uppselt, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, örfá sæti mið 20. nóv, uppselt, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, uppselt, sun 1. des. örfá sæti. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.