Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 53

Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 53 ÞÓTT nóvembermánuður sé ekki nema nýhafinn þá eru jólin kom- in í verslunarmiðstöðvum á Ís- landi og bíóhúsum vestra. Santa Clause 2, eða Jóla- sveinninn 2, önnur myndin í röð- inni þar sem handlagni heim- ilisfaðirinn hann Tim Allen treður sér og ístrunni sinni allri ofan í reykháfa ungra og þægra barna, var nefnilega langvinsælasta myndin um helgina og hefur ugglaust kom- ið hálfri þjóðinni í jólaskap, löngu áður en slíkt þykir tímabært. Hvað svo sem mönnum finnst um að jólamyndir skuli vera frum- sýndar tæpum tveimur mánuðum fyrir jól þá var bandaríska þjóðin vel móttækileg fyrir smá jóla- stemningu. Gagnrýnendur eru og margir á því að önnur myndin slái hinni fyrri frá 1994 við, sé í senn fyndnari og hlýlegri, fyrst og fremst vegna góðrar frammi- stöðu Tims Allens. Ekki gekk I Spy með Eddie Murphy og Owen Wilson eins vel í mannskapinn en hún náði þó þriðja sætinu og rétt náði að skáka toppmyndinni frá því í síð- ustu viku, galgopamyndinni Jack- ass: The Movie. Um næstu helgi má búast við því að Jóli blessaður neyðist til að víkja fyrir rappstjörnunni Em- inem en þá verður frumsýnd 8 Mile, fyrsta myndin er skartar honum í aðalhlutverki. Bíóaðsóknin í Bandaríkjunum Jóla- sveinninn er kominn!                                                                                !! " #$  % $ & '( )  !(  "                  *+, -.+/ -0+, -1+- 2+/ /+2 0+2 0+ +3 -+3 *+, 20+* -0+, 0+/ -+ -./+ --1+/ --+, ..+* 0+2 Tim Allen er farinn að kunna vel við sig í hlutverki Jóla gamla. Reuters ÞAÐ hljómar ekkert of vel þegar maður fréttir að fast- eignasalar séu farnir að brjótast inn á tónlistar- markaðinn, ég verð nú bara að viðurkenna það. En … enga for- dóma takk fyrir. Því Unfolding kemur skemmti- lega á óvart. Tónlistin er einfalt rokk og ról, flutt af krafti og ástríðu þar sem söngurinn er hvað eftir- tektarverðastur, en hann er hressilega hrár og rifinn. Sér- staklega er Hálfdan skemmti- lega rokkaður og lífsreyndur í túlkun sinni, hljómar eins og hann hafi flækst á milli knæpna og kráa Bandaríkjanna í tugi ára, með sönginn sem sitt lifi- brauð. Þessi Ameríkutenging liggur nokkuð sterkt í gegnum diskinn, veri það nafn sveitar- innar, mynd á umslagi, laga- smíðar eða heildarbragur. Þessi vinkill gefur disknum visst sér- kenni, sem veldur því að maður dokar lengur við en ella. Hljóm- sveitin nær nefnilega þessum óhamda kúrekablæ, sem um- slagið gefur til kynna bara býsna vel. Manni verður hugsað til erki-amerískra banda eins og Green on Red; „Slash“-sveita eins og Del Fugeos og manna eins og John Cougar Mellen- camp (í ögn rokkaðri útgáfu). Því þarf ekki að koma á óvart að hér er breitt yfir lög þeirra Smithereens og Counting Crows, og það meira að segja nokkuð skammlaust. Hljómur er hrár og þjónar það heildaráferðinni vel. Þó virðist röddin full framarlega – eða þá að hljóðfærin eru of aft- arlega. Sérstaklega er gítar- hljómurinn kæfður. Stundum – og það er í undantekningartil- fellum – ber viðvaningsháttur lögin svo ofurliði, samsöngur Hálfdans og Sigríðar er t.a.m. ekki að ganga upp og í einstaka lögum flýtur reynsluleysið upp á yfirborðið. En þessar umkvartanir eru tittlingaskítur, þegar litið er til heildarinnar. Sem er hrátt og fjörugt rokk, flutt af smitandi einlægni og áhuga. Og það af fasteignasölum!? Já, þessi ver- öld maður… Tónlist Rokkum húsið! Los Angeles Unfolding Fold Fasteignasala Unfolding, plata hljómsveitarinnar Los Angeles. Hana skipa Hálfdan Stein- þórsson (hljómgítar og söngur), Sig- ríður Sif Sævarsdóttir (söngur og slag- verk) og Viðar Böðvarsson (hljóm- og rafgítar). Til aðstoðar voru Fjalar Jó- hannsson (rafbassi), Jón Indriðason (trommur, slagverk og aðstoð við hljóðblöndun), Lárus Magnússon (raf- gítar), Lovísa Fjeldsted (selló) og Snorri Barón Jónsson (hljóm- og rafgít- ar). Lög eftir Hálfdan og Viðar en einn- ig eiga Diamond, DiNizio, Cohen, Duritz og Bryson lög. Upptaka var í höndum Axels Einarssonar en um hljóðblöndun sá Þórir Úlfarsson. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.