Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2003, Blaðsíða 1
Mikið í húfi Dæmisaga um viðgerðir í fjöl- býlishúsi Fasteignir 26 Tölvukubbar gera harða hríð að venjulegu ljósaperunni Erlent 16 Leiknir lagasmiðir Yngstu höfundarnir voru þriðju í forkeppni Evróvisjón Fólk 51 STOFNAÐ 1913 47. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 mbl.is Leiðarlok ljósaperunnar ÍSLENSKA kvikmyndin Salt fékk Caligari- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín en hátíðinni lauk á sunnudaginn. Myndin var tekin upp á Íslandi og er leikin á ís- lensku af íslenskum leikurum. Höfund- urinn, Bradley Rust Gray, er hins vegar Bandaríkjamaður, sem búið hefur hér- lendis í fimm ár ásamt konu sinni, So Young Kim, en hún vann með honum að myndinni. Salt keppti í svonefndum For- um-flokki, sem tekur yfir nýstárlegar og tilraunakenndar myndir, en 51 mynd önn- ur var sýnd í þeim flokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brad Gray og So Young Kim. Salt fær verð- laun í Berlín  Hlaut/51 gæti aðeins verið „allra síðasta úr- ræðið“. „Stjórnvöld í Bagdad ættu ekki að gera sér neinar grillur. Þau verða að afvopnast og sýna tafar- laust fullt samstarf [við vopnaeft- irlitslið Sameinuðu þjóðanna]. Íraksstjórn ein mun bera ábyrgð á afleiðingunum, haldi hún áfram að hafa vilja alþjóðasamfélagsins að engu,“ lýstu leiðtogarnir yfir. Í lokaályktun þeirra var þess krafizt af Írökum að þeir hlíttu settum skilyrðum tafar- og undan- bragðalaust, en enginn dagsettur frestur var settur til þess. Í yfirlýs- ingunni var ekki að finna orðalag sem fulltrúar Bretlandsstjórnar höfðu lagt áherzlu á; það er að „tíminn sé á þrotum“. „Það [orðalag] gátum við ekki sætt okkur við,“ tjáði þýzki kanzl- arinn Gerhard Schröder frétta- mönnum. „Þetta er auðvitað mála- LEIÐTOGAR Evrópusambands- ins sneru saman bökum í gær og sendu frá sér hvassyrta ályktun, þar sem því var meðal annars lýst yfir að Íraksstjórn stæði frammi fyrir „síðasta tækifæri“ sínu til að afvopnast með friðsamlegum hætti. Var í ályktuninni jafnframt áréttað að ESB-ríkin stæðu þétt við hlið bandamanns síns, Banda- ríkjanna. Í ályktuninni, sem leiðtogar ESB-landanna fimmtán komu sér saman um á löngum fundi sem lauk í Brussel síðla kvölds, lýstu þeir yf- ir ótvíræðum stuðningi við þær kröfur um tafarlausa afvopnun Íraka sem ráðamenn í Washington og Lundúnum hafa sett fram af mestri ákveðni að undanförnu. En í henni var jafnframt tekið undir með málflutningi Frakka og Þjóð- verja um að láta bæri betur reyna á friðsamlega lausn; beiting hervalds vopnun þeirra í samræmi við álykt- anir SÞ væri skýlaus af hálfu Evr- ópusambandsins. Slegið á ágreining Í þeirri viðleitni að slá bæði á djúpstæðan ágreining innan raða ESB og við bandamanninn volduga vestanhafs lýstu evrópsku leiðtog- arnir ennfremur yfir velþóknun á hernaðaruppbyggingu Bandaríkja- manna í nágrenni Íraks, sem yki þrýstinginn á Saddam Hussein Íraksforseta að fara að kröfum SÞ. „Við erum staðráðnir í að starfa með bandamönnum okkar, einkum og sér í lagi Bandaríkjunum, að af- vopnun Íraka, í þágu friðar og stöð- ugleika í þessum heimshluta,“ sögðu leiðtogarnir. Með þessari ályktun náðu ESB- leiðtogarnir áfangasigri að björgun sameiginlegrar utanríkis- og ör- yggismálastefnu sambandsins, en óeiningin um Íraksmálið hafði steypt henni í mestu kreppu sem um getur frá því byrjað var að reyna að ljá ESB styrkari rödd í al- þjóðamálum. miðlun.“ Hins vegar sagði Costas Simitis, forsætisráðherra Grikk- lands sem nú gegnir formennsk- unni í ESB, að „tíminn ynni á móti Írökum“. Krafan um tafarlausa af- „Síðasta tækifæri“ Íraka til að afvopnast Brussel. AP, AFP. ESB lýsir samstöðu með Bandaríkj- unum en stríð algjört lokaúrræði Reuters Blair hinn brezki gengur hjá er Schröder hinn þýzki fær sér sæti á leiðtogafundinum í gær. ÍSLENSKIR ríkisborgarar með lögheimili erlendis eiga rétt á að kjósa í alþingiskosn- ingunum 10. maí ef innan við átta ár eru liðin frá því að þeir fluttu lögheimili sitt frá Ís- landi. Þeir verða skráðir í kjördæmi þar sem þeir voru síðast með lögheim- ili. Þeir sem áttu lögheim- ili í Reykja- vík deilast niður á Reykjavíkur- kjördæmin miðað við fæðingardag. Lands- kjörstjórn hefur ákveðið að þeir sem eru fæddir í fyrri hluta hvers mánaðar, þ.e. fyrir 15. hvers mánaðar, verði í suðurkjördæm- inu, en þeir sem eru fæddir í síðari hluta hvers mánaðar verði í norðurkjördæminu. Landskjörstjórn hefur sent dómsmála- ráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að Graf- arholtshverfi tilheyri norðurkjördæmi Reykjavíkur. Að öðru leyti miðist skipting borgarinnar milli kjördæmanna við Hring- braut, Miklubraut og Vesturlandsveg. Með því að færa Grafarholtshverfi úr suðurkjör- dæmi í norðurkjördæmi verða kjördæmin nánast jafnstór. Kjósendur í hvoru kjör- dæmi fyrir sig verða rúmlega 42.000. Þegar kjördæmaskipaninni var breytt á Alþingi og ákveðið að skipta Reykjavíkur- kjördæmi í tvennt var við það miðað að við endanlega skiptingu kjördæmisins yrði leit- ast við að hafa þau sem næst jafnfjölmenn. Að mati landskjörstjórnar næst þetta mark- mið laganna með því að færa Grafarholts- hverfi úr suðurkjördæmi í norðurkjördæmi. Þess má geta að íslenskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili erlendis í meira en átta ár komast ekki á kjörskrá til þess að kjósa í vor ef þeir eru þar ekki núna. Kjördæmi ræðst af fæð- ingardegi                                       ! "#$  % "%%% #!$ &  '  (  ( )* )+, -## NEW-York-búi rennir sér á gönguskíðum eftir Times-torgi í miðborginni í gær. Snjóbyljir gengu yfir norðausturhluta Bandaríkjanna síð- asta sólarhring og var búizt við því að úrkoman í New York-borg yrði allt að 60 cm jafnfallinn snjór. Mikil röskun varð á samgöngum af völdum vetrarveðursins. Bílaumferð stöðvaðist víða að mestu og flugvöllum var lokað. Neyðarástandi var lýst yfir í sjö ríkjum og yfirvöld hvöttu fólk til að halda sig heima við. Að minnsta kosti níu dauðsföll voru rakin til veðurhamsins og veð- urfræðingar vöruðu við því að lítið lát yrði á honum næstu daga. Flugleiðir felldu af þessum völdum niður flug til Baltimore og Boston í gær. Jafnframt var flugi frá þessum borgum til Íslands aflýst. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum var þó gert ráð fyrir að farþegar félagsins kæmust til þessara tveggja borga samkvæmt áætlun síðdegis í dag. Reuters Á skíðum á Times-torgi OLÍUVERÐ tók dýfu í heimsmarkaðsviðskiptum gærdagsins. Gerðist þetta í beinu framhaldi af miklum fjöldamótmælum helgarinn- ar víða um heim gegn hern- aðaríhlutun í Írak. Verðið á fati af Norður- sjávarhráolíu, til afgreiðslu í apríl, féll á markaðnum í Lundúnum um ríflega hálfan Bandaríkjadollar, niður í rétt tæpa 32 dollara. Í New York hafði hráolíuverðið risið um tugi prósentustiga síðustu vikur og var á föstudag komið í 36,80 dollara fatið. Markað- urinn í New York var lokaður í gær vegna frídags. „Öflug mótmæli andstæð- inga stríðs út um allan heim hafa komið sterkum skila- boðum til stjórnmálamanna,“ hefur AFP eftir Lawrence Eagles, sérfræðingi hjá al- þjóðlega fjármálaþjónustu- fyrirtækinu GNI-Man. Þetta, ásamt skýrslu yfirmanna vopnaeftirlits SÞ til öryggis- ráðsins fyrir helgi, sem virt- ist ætla að verða til þess að framlengja um sinn veru vopnaeftirlitsmanna í Írak, hefði sín áhrif á markaðina. En Eagles og aðrir sér- fræðingar segja þetta þó sennilegast ekki verða til þess að seinka verulega lík- legu upphafi hernaðar í Írak. Olíuverð lækkar Lundúnum. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.