Morgunblaðið - 18.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.02.2003, Qupperneq 1
Mikið í húfi Dæmisaga um viðgerðir í fjöl- býlishúsi Fasteignir 26 Tölvukubbar gera harða hríð að venjulegu ljósaperunni Erlent 16 Leiknir lagasmiðir Yngstu höfundarnir voru þriðju í forkeppni Evróvisjón Fólk 51 STOFNAÐ 1913 47. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 mbl.is Leiðarlok ljósaperunnar ÍSLENSKA kvikmyndin Salt fékk Caligari- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín en hátíðinni lauk á sunnudaginn. Myndin var tekin upp á Íslandi og er leikin á ís- lensku af íslenskum leikurum. Höfund- urinn, Bradley Rust Gray, er hins vegar Bandaríkjamaður, sem búið hefur hér- lendis í fimm ár ásamt konu sinni, So Young Kim, en hún vann með honum að myndinni. Salt keppti í svonefndum For- um-flokki, sem tekur yfir nýstárlegar og tilraunakenndar myndir, en 51 mynd önn- ur var sýnd í þeim flokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brad Gray og So Young Kim. Salt fær verð- laun í Berlín  Hlaut/51 gæti aðeins verið „allra síðasta úr- ræðið“. „Stjórnvöld í Bagdad ættu ekki að gera sér neinar grillur. Þau verða að afvopnast og sýna tafar- laust fullt samstarf [við vopnaeft- irlitslið Sameinuðu þjóðanna]. Íraksstjórn ein mun bera ábyrgð á afleiðingunum, haldi hún áfram að hafa vilja alþjóðasamfélagsins að engu,“ lýstu leiðtogarnir yfir. Í lokaályktun þeirra var þess krafizt af Írökum að þeir hlíttu settum skilyrðum tafar- og undan- bragðalaust, en enginn dagsettur frestur var settur til þess. Í yfirlýs- ingunni var ekki að finna orðalag sem fulltrúar Bretlandsstjórnar höfðu lagt áherzlu á; það er að „tíminn sé á þrotum“. „Það [orðalag] gátum við ekki sætt okkur við,“ tjáði þýzki kanzl- arinn Gerhard Schröder frétta- mönnum. „Þetta er auðvitað mála- LEIÐTOGAR Evrópusambands- ins sneru saman bökum í gær og sendu frá sér hvassyrta ályktun, þar sem því var meðal annars lýst yfir að Íraksstjórn stæði frammi fyrir „síðasta tækifæri“ sínu til að afvopnast með friðsamlegum hætti. Var í ályktuninni jafnframt áréttað að ESB-ríkin stæðu þétt við hlið bandamanns síns, Banda- ríkjanna. Í ályktuninni, sem leiðtogar ESB-landanna fimmtán komu sér saman um á löngum fundi sem lauk í Brussel síðla kvölds, lýstu þeir yf- ir ótvíræðum stuðningi við þær kröfur um tafarlausa afvopnun Íraka sem ráðamenn í Washington og Lundúnum hafa sett fram af mestri ákveðni að undanförnu. En í henni var jafnframt tekið undir með málflutningi Frakka og Þjóð- verja um að láta bæri betur reyna á friðsamlega lausn; beiting hervalds vopnun þeirra í samræmi við álykt- anir SÞ væri skýlaus af hálfu Evr- ópusambandsins. Slegið á ágreining Í þeirri viðleitni að slá bæði á djúpstæðan ágreining innan raða ESB og við bandamanninn volduga vestanhafs lýstu evrópsku leiðtog- arnir ennfremur yfir velþóknun á hernaðaruppbyggingu Bandaríkja- manna í nágrenni Íraks, sem yki þrýstinginn á Saddam Hussein Íraksforseta að fara að kröfum SÞ. „Við erum staðráðnir í að starfa með bandamönnum okkar, einkum og sér í lagi Bandaríkjunum, að af- vopnun Íraka, í þágu friðar og stöð- ugleika í þessum heimshluta,“ sögðu leiðtogarnir. Með þessari ályktun náðu ESB- leiðtogarnir áfangasigri að björgun sameiginlegrar utanríkis- og ör- yggismálastefnu sambandsins, en óeiningin um Íraksmálið hafði steypt henni í mestu kreppu sem um getur frá því byrjað var að reyna að ljá ESB styrkari rödd í al- þjóðamálum. miðlun.“ Hins vegar sagði Costas Simitis, forsætisráðherra Grikk- lands sem nú gegnir formennsk- unni í ESB, að „tíminn ynni á móti Írökum“. Krafan um tafarlausa af- „Síðasta tækifæri“ Íraka til að afvopnast Brussel. AP, AFP. ESB lýsir samstöðu með Bandaríkj- unum en stríð algjört lokaúrræði Reuters Blair hinn brezki gengur hjá er Schröder hinn þýzki fær sér sæti á leiðtogafundinum í gær. ÍSLENSKIR ríkisborgarar með lögheimili erlendis eiga rétt á að kjósa í alþingiskosn- ingunum 10. maí ef innan við átta ár eru liðin frá því að þeir fluttu lögheimili sitt frá Ís- landi. Þeir verða skráðir í kjördæmi þar sem þeir voru síðast með lögheim- ili. Þeir sem áttu lögheim- ili í Reykja- vík deilast niður á Reykjavíkur- kjördæmin miðað við fæðingardag. Lands- kjörstjórn hefur ákveðið að þeir sem eru fæddir í fyrri hluta hvers mánaðar, þ.e. fyrir 15. hvers mánaðar, verði í suðurkjördæm- inu, en þeir sem eru fæddir í síðari hluta hvers mánaðar verði í norðurkjördæminu. Landskjörstjórn hefur sent dómsmála- ráðuneytinu bréf þar sem lagt er til að Graf- arholtshverfi tilheyri norðurkjördæmi Reykjavíkur. Að öðru leyti miðist skipting borgarinnar milli kjördæmanna við Hring- braut, Miklubraut og Vesturlandsveg. Með því að færa Grafarholtshverfi úr suðurkjör- dæmi í norðurkjördæmi verða kjördæmin nánast jafnstór. Kjósendur í hvoru kjör- dæmi fyrir sig verða rúmlega 42.000. Þegar kjördæmaskipaninni var breytt á Alþingi og ákveðið að skipta Reykjavíkur- kjördæmi í tvennt var við það miðað að við endanlega skiptingu kjördæmisins yrði leit- ast við að hafa þau sem næst jafnfjölmenn. Að mati landskjörstjórnar næst þetta mark- mið laganna með því að færa Grafarholts- hverfi úr suðurkjördæmi í norðurkjördæmi. Þess má geta að íslenskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili erlendis í meira en átta ár komast ekki á kjörskrá til þess að kjósa í vor ef þeir eru þar ekki núna. Kjördæmi ræðst af fæð- ingardegi                                       ! "#$  % "%%% #!$ &  '  (  ( )* )+, -## NEW-York-búi rennir sér á gönguskíðum eftir Times-torgi í miðborginni í gær. Snjóbyljir gengu yfir norðausturhluta Bandaríkjanna síð- asta sólarhring og var búizt við því að úrkoman í New York-borg yrði allt að 60 cm jafnfallinn snjór. Mikil röskun varð á samgöngum af völdum vetrarveðursins. Bílaumferð stöðvaðist víða að mestu og flugvöllum var lokað. Neyðarástandi var lýst yfir í sjö ríkjum og yfirvöld hvöttu fólk til að halda sig heima við. Að minnsta kosti níu dauðsföll voru rakin til veðurhamsins og veð- urfræðingar vöruðu við því að lítið lát yrði á honum næstu daga. Flugleiðir felldu af þessum völdum niður flug til Baltimore og Boston í gær. Jafnframt var flugi frá þessum borgum til Íslands aflýst. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum var þó gert ráð fyrir að farþegar félagsins kæmust til þessara tveggja borga samkvæmt áætlun síðdegis í dag. Reuters Á skíðum á Times-torgi OLÍUVERÐ tók dýfu í heimsmarkaðsviðskiptum gærdagsins. Gerðist þetta í beinu framhaldi af miklum fjöldamótmælum helgarinn- ar víða um heim gegn hern- aðaríhlutun í Írak. Verðið á fati af Norður- sjávarhráolíu, til afgreiðslu í apríl, féll á markaðnum í Lundúnum um ríflega hálfan Bandaríkjadollar, niður í rétt tæpa 32 dollara. Í New York hafði hráolíuverðið risið um tugi prósentustiga síðustu vikur og var á föstudag komið í 36,80 dollara fatið. Markað- urinn í New York var lokaður í gær vegna frídags. „Öflug mótmæli andstæð- inga stríðs út um allan heim hafa komið sterkum skila- boðum til stjórnmálamanna,“ hefur AFP eftir Lawrence Eagles, sérfræðingi hjá al- þjóðlega fjármálaþjónustu- fyrirtækinu GNI-Man. Þetta, ásamt skýrslu yfirmanna vopnaeftirlits SÞ til öryggis- ráðsins fyrir helgi, sem virt- ist ætla að verða til þess að framlengja um sinn veru vopnaeftirlitsmanna í Írak, hefði sín áhrif á markaðina. En Eagles og aðrir sér- fræðingar segja þetta þó sennilegast ekki verða til þess að seinka verulega lík- legu upphafi hernaðar í Írak. Olíuverð lækkar Lundúnum. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.