Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 08.03.2003, Síða 32
ÚR VESTURHEIMI 32 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G GERI ættartölur fyrir fólk,“ segir Hall- dora Sigurdson eða Dóra eins og hún er gjarnan kölluð, þegar hún er spurð hvað hún hafi helst fyrir stafni þessa dagana. Í næstu viku, nánar tiltekið 13. mars, verð- ur Dóra 85 ára, en hún fæddist skammt frá Steep Rock við Mani- tobavatn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gíslason, sem flutti úr Öræfasveitinni til Gimli í Kanada árið 1905, rúmlega tvítugur að aldri, og Pálína Guðbjörg Halldórs- dóttir frá Gimli, en foreldrar henn- ar, Halldór Brynjólfsson og Hólm- fríður Eggertsdóttir, fæddust á Íslandi og fluttu ung vestur. Dóra átti eina eldri systur og þrjá yngri bræður, og er aðeins miðbróðirinn, Garðar Gislason í Winnipeg, á lífi fyrir utan hana. „Ég átti ágæta æsku og við höfðum alltaf nóg að borða, en það var ekki þannig hjá öllum,“ segir hún. „Við höfðum garð rétt hjá húsinu þar sem við ræktuðum kartöflur og allt svoleið- is. Síðan vorum við með nokkra gripi og ég hjálpaði pabba mínum að heyja á sumrin. Ég fór á skóla þegar ég var sex ára og þurfti að ganga svolítið meira en mílu í skól- ann. Það var ágætt, en það var aldrei kennt í janúar og febrúar.“ Gott að vera Íslendingur í Manitoba Dóra var gift Franklin Emil Sig- urdson bónda. Þau bjuggu lengst af í Oak Point og voru með minka- bú auk þess sem Franklin var fiski- maður á veturna og húsamálari á sumrin. Þau eignuðust fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur, en barnabörnin eru 10. Önnur dóttirin býr í Ottawa og hin í Winnipeg, en synirnir eru annars vegar í Mani- toba og hins vegar í Victoria í Bresku Kólumbíu. Dóra talar ís- lensku skammlaust en hún segir að sama sé ekki hægt að segja um börn sín og barnabörn. „Það er samt svolítið íslenskt í þeim. Þegar yngri dótturdóttir mín gifti sig sagði hún: „Amma, ég og Kris vilj- um fara til Íslands í brúðarför og við viljum að þú komir líka.“ Ég fór með þeim og hef alls farið fjór- um sinnum til Íslands.“ Heimili foreldra Dóru var ís- lenskt og íslenskir siðir voru í heiðri hafðir. „Ég talaði aldrei eitt orð í ensku við mömmu og pabba alla ævina og sama er að segja af Franklin við sína foreldra. En við lærðum ensku í skólanum og við Franklin töluðum ensku saman því þannig var betra fyrir börnin okk- ar að læra ensku rétt. Ég hef samt haldið íslenskunni við, þótt ég fái ekki oft tækifæri til að tala hana nú í seinni tíð.“ Franklin og Dóra hittust fyrst í fjölmennri lautarferð. „Ég var um 20 ára en við giftumst 1940. Á þessum tíma voru um 20 heimili í Oak Point og um helmingur þeirra íslenskur. Lundar er skammt fyrir norðan og þar bjuggu mun fleiri, en Franklin, sem var Þingeyingur að uppruna, fæddist rétt austan við Lundar. Steep Rock var frekar ein- angraður staður og það var betra að búa í Oak Point en síðan fluttum við til Winnipeg. Það var samt ekki mikill munur á þessum stöðum því alls staðar voru Íslendingar. Það er gott að vera Íslendingur hérna og svo skrifast ég alltaf á við ættingja mína á Íslandi.“ Hefur aldrei verðlagt vinnuna Í áratugi aðstoðaði Dóra konur sem voru nýbúnar að eiga börn. „Ég hjálpaði pabba við störfin heima en síðan fór ég til Steep Rock eða Bratta kletts til að vinna í heimilisþjónustu. Þegar læknirinn hafði sinnt sínu og kvatt tók ég við og var oft í mánuð á hverjum stað. Þetta var skemmtileg vinna, en þegar ekki var vinnu að fá í Steep Rock fór ég til Winnipeg til að vinna. En það var nú áður en ég gifti mig.“ Dóra segir að sér hafi yfirleitt alltaf liðið vel og snemma hafi hún náð að leggja fyrir. „Ég hafði alltaf svolítið í banka, þótt það hafi ekki verið mikið. Við gerðum mesta peninga úr því að fella net á haust- in, en stundum fékk ég ekkert borgað fyrir að hjálpa konunum því þær áttu ekki neitt. Það er sama með ættartölurnar, stundum fæ ég borgað og stundum ekki, en ég set aldrei prís á neitt. Þrátt fyr- ir þetta höfðum við, ég og mað- urinn minn, alltaf nóg af öllu. Eftir að ég átti börnin var ég heima með þeim og svo þurftum við að hjálpa öldruðum foreldrum Franklins, sem bjuggu við hliðina á okkur.“ Dóra hefur alla tíð verið heilsu- hraust. „Ég þurfti reyndar að taka meðöl þegar ég var ung vegna þess að blóðið í mér var þunnt, en ég hef ekki þurft að nota meðöl lengi. Ég geng mikið á hverjum degi og fer aldrei í lyftuna hérna heldur geng upp og niður stigann. Það besta sem maður getur gert er að ganga og þegar veðrið er gott geng ég lengi, lengi.“ Betelstofnunin var stofnuð í Winnipeg 1915 til að tryggja öldr- uðum „Íslendingum“ öruggt ævi- kvöld í vernduðu húsnæði. Betel- staður, heimili fyrir aldraða, var formlega opnaður í Winnipeg 1988 og hefur Dóra búið þar síðan. „Hins vegar hef ég unnið við það að gera ættartölur lengur eða í meira en 20 ár,“ segir hún. „Ég byrjaði á þessu fyrir pabba, setti allt frændfólkið á Íslandi á spjald, og í kjölfarið fóru aðrir að biðja um það sama. Ég hef því haft nóg að gera við að skrifa niður ætt- artölur.“ Tölva á dagskrá Víða má sjá rokka á íslenskum heimilum vestra og þeir eru tveir hjá Dóru, annar frá Íslandi og hinn búinn til í Winnipeg. Fyrir skömmu gekkst Íslendingafélagið Framfari í Winnipeg fyrir sýnikennslu í notkun rokka á Betilstöðum og sýndu Dóra og Gunnþóra Gísla- dóttir réttu handtökin auk þess sem Brian Guðmundson, forseti Framfara, greindi frá muninum á íslenskum og kanadískum rokkum og sagði frá rokki Pálínu Stef- ánsdóttur, langömmu sinnar, en rokkurinn var fluttur frá Íslandi 1888. „Ég spinn og prjóna en ekki eins mikið núna og áður því ég hef svo mikið að gera í ættartölunum,“ segir Dóra. „Ég notaði rokkana mikið þegar ég var ung en núna hef ég rokkana hérna meira að gamni mínu. Ég á líka prjónavél og prjónaði margar stórar peysur áð- ur, en ég hef ekki brúkað hana lengi.“ Á einum veggnum er m.a. platti til minningar um Stephan G. Stephansson, skáld. „Ég hef lesið mikið og stundum bý ég til vers en ekki á Íslensku,“ segir Dóra og bætir við að hún hafi gefið mikið af bókum sínum. Íbúð Dóru er ekki stór en þar hefur hún haganlega komið fyrir mörgum kössum og þegar betur er að gáð má sjá að þeir geyma ætt- argögnin hennar og ýmsar ætt- artölur. „Ég byrja alltaf á því að gera uppkast og endurrita töl- urnar svo þær verði fallegri, en þetta tekur ekki langan tíma. Ég byrjaði á þessu af einskærum áhuga og tæknin kom fljótt. Stund- um hef ég skrifað Nelson Gerrard í Arborg ef mig hefur vantað eitt- hvað og hann hefur líka fengið upplýsingar hjá mér. Ég átti einu sinni tölvu en ég hafði aldrei tíma til að læra á hana svo ég gaf hana í burtu. Hins vegar er ég að hugsa um að fá mér tölvu því ég held að ég geti unnið ættartölurnar á hana.“ Skráir ættartölur í Vesturheimi Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Dóra Sigurdson leggur mikla vinnu í ættartölur sínar og þarf stundum mikinn pappír til að koma öllu heim og saman, en síðan hreinritar hún allt saman. steg@mbl.is Ættfræðiáhugi virð- ist vera mörgum Íslendingum í blóð borinn og einnig Kanadamönnum af íslenskum ættum. Vestur í Winnipeg hitti Steinþór Guð- bjartsson Halldóru Sigurdson, sem dundar sér við það á efri árum að skrá ættartölur manna af íslenskum uppruna. „SÝNINGIN hefur fengið mjög góðar viðtökur,“ segir Anna Þóra Karlsdóttir um nútímatextílsýn- ingu hennar, Guðrúnar Gunn- arsdóttur og Hildar Bjarnadótt- ur, sem var opnuð í Vancouver í Kanada 21. febrúar og stendur til 23. mars. Borgarstjórinn í Norður- Vancouver opnaði sýninguna að viðstöddu fjölmenni, en verkin eru mismunandi. Anna Þóra var fyrir vestan fyrir tveimur árum og fékk hugmynd að verkum sín- um þegar hún flaug yfir Kanada. „Ég vinn út frá því að búa til teppi yfir rudda skóga,“ segir hún, en hún á sex slík teppi á sýningunni og voru þau á sýn- ingu hennar í Ásmundarsal í haust. Guðrún vinnur með þræði, ann- ars vegar úr vír og hins vegar úr pappír. „Ég fæst við náttúruna, náttúruteikningar, teikna þrí- víddarteikningar á vegg,“ segir hún. Hildur er með blöndu af verk- um og vinnur meðal annars með ryk, en hún býr í Bandaríkjunum. Greint var frá sýningunni á forsíðu blaðsins North Shore News og ræddi John Goodman, sem er af íslenskum ættum, við listamennina. „Það er auðsjáan- legt að við erum að vinna verk sem eru ekkert lík verkum sem verið er að vinna í Kanada og það er spennandi að upplifa það,“ segir Guðrún og Anna Þóra tekur í sama streng. Þótt þær séu ís- lenskar séu verkin í raun mjög al- þjóðleg. „Það er líka gaman að sýna í Kanada því fólkið er svo jákvætt og vill ræða um verkin.“ Þetta er fyrsta sýning þeirra í Kanada en þær hafa annars sýnt víða og mest á Norðurlöndunum fyrir utan Ísland. North Shore News/Julie Iverson Guðrún Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir og Anna Þóra Karlsdóttir setja upp sýninguna í Vancouver. Spenn- andi upplifun Íslenskar listakonur með sýningu í Vancouver ÞORRABLÓT eru í hávegum höfð í Vesturheimi, en þau eru þau fastur liður hjá mörgum Íslendingafélög- unum og eru jafnan vel sótt. Að undanförnu hafa til dæmis ver- ið fjölmenn þorrablót í Vancouver, Edmonton og Winnipeg í Kanada og Chicago, Seattle og Utah í Banda- ríkjunum svo dæmi séu tekin. Íslendingafélagið í Utah hélt sitt árlega þorrablót síðustu helgina í febrúar og segir David A. Ashby að það hafi heppnast vel sem fyrr. Emil Emilsson, Devon Koyle og Robert Johnson sáu um heitu réttina fyrir um 150 gesti en auk þess var þorra- matur frá Íslandi á borðum. „Hins vegar var ekki boðið upp á brenni- vín, því flestir félagsmenn eru í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og drekka ekki áfengi,“ segir David. Á þorrablótinu greindi Richard Johnson, forseti Íslendingafélags- ins, frá því að Sherman Bearnson og Betty Robinson yrðu heiðursfélagar félagsins í ár. Fjölskylda Shermans gaf landið þar sem íslenska minn- ismerkið er í Spanish Fork og Betty gerði m.a. íslensku þjóðbúningana sem voru sýndir á Vetrarólymp- íuleikunum í Salt Lake City í fyrra. Ljósmynd/David A. Ashby Sherman og Beverly Bearnson á þorrablótinu í Utah. Fjölmenni á þorra- blótum vestanhafs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.