Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 33
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Talstöðvar
VERSLUN • VERKSTÆÐI
Radíóþjónusta Sigga Harðar
Allar gerðir talstöðva
Áratuga reynsla
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
2 ævintýraferðir á ári geitarinnar:
MEÐ KÍNAKLÚBBI UNNAR
TIL KÍNA
á bestu tímum ársins, hitastig um 25O
8.-30. maí og 5.-26. september 2003.
Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai, Suzhou. Siglt
eftir Li ánni og Keisaraskurðinum og gengið á Kínamúrinn.
Auk þess er farið um gljúfrin 3 í Jangtze fljóti, í fyrri
ferðinni og bærinn Tongli heimsóttur, í seinni ferðinni.
Heildarverð kr. 350 þúsund. ALLT innifalið;
þ.e. allar skoðunarferðir og dagskrá. skv. ferðalýsingu.
Gisting á lúxushótelum í tvíbýli, fullt fæði, allir skattar og
gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar, sem er
sérfræðingur í skipulagninu ferða til Kína.
Þetta verður 18. og 19. hópferðin, sem hún leiðir um Kína.
Uppl. veitir Unnur Guðjónsdóttir,
símar: 551 2596 og 868 2726
Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
HÁALOFT, einleikur Völu Þórs-
dóttur, kom nýverið út á bók í tyrk-
neskri þýðingu ásamt tveimur öðr-
um leikþáttum Völu, Kíkir,
Súkkulaði, Fýlugufa og rusl og Eða
þannig....
Það er leikstjórinn og leikskáldið
Semih Celenk og Ayse Üner sem
hafa þýtt leikþættina en Semih svið-
setti Háaloft í fyrrahaust á vegum
leikhópsins Tiyatroevi í Izmir með
leikkonuna Funda Ilhan í aðal-
hlutverki. Í bókinni eru einnig
greiningar á verkunum sem eru
skrifaðar af Zerrin Celenk, eig-
inkonu Semih, en hún er einn af
helstu leiklistargagnrýnendum í
Tyrklandi. Semih Celenk veitir for-
stöðu leikritunardeild við háskólann
í Izmir sem er rúmlega þriggja millj-
óna manna borg í Suður-Tyrklandi.
Háaloft var frumsýnt haustið
2000 á leiklistarhátíð sjálfstæðu
leikhúsanna Á mörkunum. Vala lék
þáttinn sjálf og hefur leikið hann
ótal sinnum bæði hér heima á ís-
lensku og erlendis á ensku. Hefur
hún hlotið mikið lof fyrir verkið og
flutninginn.Vala segir að tildrög
sýningarinnar í Tyrklandi megi
rekja til þess er hún tók þátt í
kvennaleikhúshátíð í Finnlandi sum-
arið 2001 og flutti Háaloft.
„Semih og Funda voru þar stödd
með einleiki eftir Dario Fo og
Frönku Rame og vildu endilega fá
að þýða og leika Háaloftið. Mér leist
vel á það enda eru þau flinkir lista-
menn. Ég var svo viðstödd frumsýn-
inguna í Izmir í fyrra og það var
mjög sérstök upplifun. Tyrkir eru
ekki vanir óformlegum leiksýn-
ingum af þessu tagi þar sem áhorf-
endur sitja við borð eða standa. Þeg-
ar leikkonan kom í salinn í upphafi
verksins varð hálfgert uppnám því
fólkið áttaði sig ekki á því að þetta
væri hluti af leiksýningunni. Í lok
sýningarinnar var ég svo kölluð upp
á svið og þakkaði leikkonunni og
leikstjóranum kærlega fyrir og
glopraði því útúr mér að þetta væri í
fyrsta sinn sem ég sæi þetta leikið af
öðrum. Þá hrópaði einhver úr saln-
um að þeir vildu sjá mig leika part
úr verkinu. Það skipti engum togum
að upp hófst klapp og hvatningaróp
sem linnti ekki fyrr en ég var búin
að leika smábút.“
Tyrkneskir fjölmiðlar fjölluðu
mjög vinsamlega um verkið og hrós-
uðu sýningunni á hvert reipi. Vala
segir að efni verksins hafi þótt tals-
vert djarft þar sem ekki er talað op-
inberlega um geðsjúkdóma í Tyrk-
landi.
„Eftir að ég kynntist þeim þá
skildi ég vel að þau vildu sýna Háa-
loft. Þau höfðu þegar ferðast um allt
Tyrkland og í tyrknesk samfélög er-
lendis með áðurnefnda einleiki Fo
og Rame og barist þannig fyrir
meira kvenfrelsi. Þau vilja sýna
verk sem opna samfélagslega um-
ræðu og koma áhorfendum til að líta
í eigin barm. Ég hreifst líka mjög af
eljusemi leikstjórans sem hefur unn-
ið afskaplega gott starf fyrir leikhús
og leiklist í Tyrklandi. Hann er verð-
launaskáld og óþreytandi að kenna,
skrifa, þýða og leikstýra. Það væri
sannarlega fengur að því að fá hann
hingað til að vera með leikritunark-
úrs við Listaháskólann.“
Aðspurð um hvað hún sé sjálf að
sýsla þessar vikurnar segir Vala að
hún æfi nú nýtt barnaleikrit eftir
Ólaf Hauk Símonarson sem frum-
sýnt verður í Hafnarfjarðarleikhús-
inu í lok mars.
„Þá erum við Ágústa Skúladóttir
leikstjóri að undirbúa verkefni þar
sem hún leikstýrir og ég skrifa og
verður vonandi hleypt af stað með
vorinu,“ segir Vala Þórsdóttir leik-
kona og leikskáld.
Vala Þórsdóttir ásamt Semih Cenik og Funda Ilhan.
Háaloft vekur
athygli í Tyrklandi
EITTHVAÐ virðist kammerfram-
boðið á klarínettleik vera að glæðast
um þessar mundir. Alltjent er ekki
nema hálfur mánuður frá því er klar-
ínett og píanó hljómuðu síðast saman
í Salnum – og m.a.s. gekk eitt verkið
aftur, nefnilega Sónata Poulencs. Að
öðru leyti voru viðfangsefnin ólík og
yngri eða frá 1943 til 2000.
Poulenc-sónatan þríþætta frá 1962
var fyrst, og enn sló það mann hvað
margt í lagferli, hrynjandi og jafnvel
hljómameðferð virtist minna á Sergei
Prókofjev, einkum í jaðarþáttum.
Annars stendur sónatan fyllilega fyr-
ir sínu sem eitt af höfuðverkum 20.
aldar fyrir klarínett. Blásturinn var
meitlaður og allt að því hvass í hæð-
inni, og píanóleikurinn (sjaldan þessu
vant á annars vannýttan Bösendorf-
erinn) hljómaði afar skýrt í e.t.v.
bezta píanósal landsins.
Tónmálið í viðamiklu verki Johns
Speights, „… into That Good Night“
(2000), innblásið af samnefndu kvæði
velska ljóðskáldsins Dylans Thomas,
var háafstrakt módernískt með m.a.
áberandi notkun hljómklasa og slag-
verkslega nýtingu píanósins. Í eld-
snörpum flutningi þeirra félaga nutu
miklar andstæður sín til fullnustu, og
retórísk mælska verksins fékk að
blómstra í hrífandi samstilltri túlkun
er lét hátt í tuttugu mínútna heild-
arlengd fljúga hjá sem örskot væri.
Ristur eftir Jón Nordal var samið
1985 og hreif mann sérstaklega fyrsti
þáttur hins þríþætta verks fyrir djúp-
fagurt samspil hljóma og lagferlis,
þar sem syngjandi melódíkin virtist
nærri því feimnislega dulbúin með
stórstígum tónbilum. Döpur Fantas-
ían (III.) í lokin var sömuleiðis bráð-
falleg. Alla Marcia (II.) hefði kannski
mátt vera fastari fyrir í takti og stak-
katóið þurrara, en annars var verkið
frábærlega flutt, og eins og önnur at-
riði kvöldsins af áberandi glöggu
næmi fyrir nútímalegum stíl.
Ristum Jóns var vel komið við hlið
Sónötu Aarons Coplands frá 1943 er
sameinaði kristalstært gegnsæi
fransks nýklassísisma og hlutfalls-
lega huglægt tónmál
sterkri persónulegri
tjáningu. Seinni hluti
I. þáttar vó skemmti-
lega salt milli hita-
stækju næturklúbba-
skrölts og klassísks
balletts. Lento (II.)
var hægur og angur-
vær kórall, og í fínaln-
um breiddi hrynfærsl-
an um skeið úr sér yfir
í nærri djassrænt
stórskálm í anda Fats
Wallers undir hrað-
skreiðara yfirborði
annars tímalags. Þeir
félagar léku þetta víða
snerpufreka meistara-
verk af frábærri samstillingu og tæki
varla að hnjóta um svolítið kaldfingr-
aðan klarínettleik er kröfur nálguð-
ust ljóshraða.
Síðast var Novelette, fremur stutt
verk eftir Atla Heimi Sveinsson frá
1987. Stykkið minnti undirritaðan í
aðra rönd á „and-tónlist“ (anti-music)
undanvillu áratuganna kringum 1960
með kenjum sínum og tröllauknum
andstæðum, allt frá dropóttri kyrrð
yfir í vitfirringslegt „fríkát“. Lá hvor-
ugur spilarinn á liði sínu, enda gekk
ekki lítið á þegar mest lét. Náðust þó
leikar niður að lokum með aukalagi,
útfærslu Þorkels Sigurbjörnssonar á
Björt mey og hrein, sem í flosmjúk-
um samleik þeirra Jóns jafnaðist á
við 1. gymnopedíu Saties í upphöfn-
um einfaldleika sínum.
Ágengt en skýrt
TÓNLIST
Salurinn
Sónötur eftir Poulenc og eftir Copland,
Ristur eftir Jón Nordal, Noveletta eftir
Atla Heimi Sveinsson og „… into That
Good Night“ eftir John Speight. Jón Að-
alsteinn Þorgeirsson, klarinett, og Örn
Magnússon, píanó. Sunnudaginn 2. marz
kl. 16.
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson
Örn
Magnússon
Ríkarður Ö. Pálsson
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur stendur
fyrir fjörugri bókaútgáfu á þessu
vori undir yfirskriftinni Vorbókaflóð
Bjarts og slær síðan á létta strengi
og segir: Gefðu sjálfum þér bók – það
er gott að lesa.
Til að tryggja dyggum lestrarhest-
um nægt lesefni mun Bjartur gefa út
eina nýja bók vikulega á tímabilinu
12. mars til 23. apríl, alls sjö rit af
ýmsu tagi. Bækurnar munu koma út
á miðvikudögum og verður efnt til
sérstakrar útgáfuhátíðar fyrir hverja
bók á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur
að kvöldi útgáfudagsins.
Að sögn útgefandans Snæbjörns
Arngrímssonar eru þetta „pappírs-
kiljur á hóflegu verði enda er mark-
miðið með vorbókaflóði
Bjarts að snúa við
straumi jólabókaflóðs-
ins og hvetja almenna
lesendur til að gefa
sjálfum sér bókagjaf-
ir“, segir Snæbjörn.
Bækurnar sem berast með vor-
bókaflóði Bjarts eru:
12. mars: Hin feiga skepna, skáld-
saga eftir bandaríska rithöfundinn
Philip Roth í þýðingu Rúnars Helga
Vignissonar.
19. mars: Sjónhverfingar, inngangs-
rit íslenskrar menningarfræði eftir
Hermann Stefánsson.
26. mars: Við hinir einkennis-
klæddu, póetískt testamenti eftir
Braga Ólafsson.
2. apríl: Einkavegir, sjálfsævisögu-
legar hugleiðingar eftir Þröst Helga-
son.
9. apríl: Ferðalok, skýrsla um bein
Jónasar Hallgrímssonar eftir Jón
Karl Helgason.
16. apríl: Kynding, smásögur eftir
Jan Sønnergaard í þýðingu Hjalta
Rögnvaldssonar.
23. apríl: Njáls saga, texti Reykja-
bókar í nýrri útgáfu Sveins Yngva
Egilssonar.
Gefðu sjálfum þér bók
Vorbókaflóð Bjarts
Skóli í deiglu hef-
ur að geyma frá-
sagnir nokkurra
kennara úr Æf-
inga- og tilrauna-
skóla Kennarahá-
skóla Íslands af
nýbreytni- og til-
raunaverkefnum
sem unnin voru í
skólanum í skólastjóratíð Jónasar
Pálssonar. Bókin er til heiðurs Jónasi
áttræðum og tileinka höfundar hon-
um greinar sínar með þakklæti fyrir
samstarf og vináttu.
Í kynningu segir m.a: „Jónas er eld-
hugi og einlægur umbótamaður í
skólamálum. Í upphafskaflanum gerir
hann grein fyrir stöðu Æfingaskólans
í kerfinu og hugmyndum sínum um
skólastarf þar sem nemandinn er
settur í öndvegi.
Samstarfsmenn Jónasar segja frá
viðfangsefnum sem þeir áttu hlut-
deild í og voru þeim hugleikin. Meðal
annars er fjallað um kennsluhætti,
ráðgjöf og stuðningskennslu, notkun
skólasafnsins og samstarf við for-
eldra. Auk þessara frásagna er starf-
semi Æfingaskólans sett í samhengi
við stefnur og strauma í skólamálum
á þessum tíma.“
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla Íslands. Bókin er
164 bls.
Frásagnir
Út eru komnar fjór-
ar bækur um
Herramenn eftir
breska höfundinn
Roger Har-
greaves. Bæk-
urnar eru þýddar
og endursagðar af
Þrándi Thoroddsen og Guðna Kol-
beinssyni. Bækur um Herramenn
komu fyrst út á íslensku fyrir um ald-
arfjórðungi og nutu vinsælda hjá ís-
lenskum börnum. Þættir byggðir á
sögunum voru sýndir í Sjónvarpinu.
Einungis hluti bókanna kom út á sín-
um tíma en JPV útgáfa hyggst nú end-
urútgefa þær ásamt þeim bókum
sem ekki hafa komið út áður á ís-
lensku. Fyrstu Herramennirnir sem nú
mæta til leiks eru: Herra Fyndinn,
Herra Sterkur, Herra Kjaftaskur og
Herra Latur.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Hver bók
er 40 bls. Verð: 390 kr.
Börn
Stjórnkerfi fisk-
veiða – í nærmynd
er eftir Guðbjörn
Jónsson. Í ritinu eru
ýmis lög um stjórn
fiskveiða og ákvarð-
anir ríkisskattstjóra
um skattalega
framkvæmd veiði-
stjórnunar borin
saman við þau mannréttindi sem eiga
að gilda samkvæmt stjórnarskránni.
Í formála segir höfundur m.a.: „Því
miður hefur þjóðfélagið okkar þróast
hratt frá eðlilegum skoðanaskiptum.
Þeir sem hafa aðrar skoðanir en
ríkjandi valdhafar mæta í vaxandi
mæli árásum á persónu sína, tjái þeir
gagnrýni sína á málefnum viðkomandi
valdhafa. Þetta hefur því miður leitt til
þess að valdhafar hér á landi hafa
ekki búið við nauðsynlegt aðhald, svo
verk þeirra verði þjóðinni til heilla.
Verk þeirra hafa frekar einkennst af
þekktum aðferðum ráðstjórna eða
valdabandalaga.
Sú samantekt sem hér hefur verið
gerð er ekki ætluð til niðurbrots ein-
hverra einstaklinga, heldur til þess að
vekja athygli okkar á því hve hættu-
legt það er að taka fljótfærnislegar
ákvarðanir um atriði er varða grund-
vallarhagsmuni þjóðarinnar. Sagan
sýnir okkur að slíkt kallar yfirleitt á
mun stærra vandamál en þann vanda
sem átti að leysa með fljótfærninni.“
Útgefandi er Bókaútgáfan Lífsljós.
Fiskveiðar