Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðfinna Torf-hildur Guðna-
dóttir fæddist í
Brekku á Reyðar-
firði 7. desember
1928. Hún andaðist
á Hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 26. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þorbjörg
Einarsdóttir, f. í
Bakkagerði við
Reyðarfjörð 1894, d.
1984, og Guðni Þor-
steinsson múrara-
meistari, f. í Bæ í Lóni 1897, d. ár-
ið 1985. Systkini Guðfinnu eru
Eggert, f. 1914, Emil Hilmar, f.
1919, Eiríkur, f. 1921, Emma
Kristín, f. 1922, Guðmundur, f.
1924, Gísli Einar, f. 1925, tvíbur-
arnir Hörður Halldór og Kjartan
Þorsteinn, f. 1928, Ásdís, f. 1931,
Benedikta, f. 1933, Hulda, f. 1937,
og Ásgeir, f. 1938. Eftirlifandi eru
þau Ásdís, Benedikta og Ásgeir.
Guðfinna giftist 26. desember
1979, þeirra barn er Aron Krist-
inn, f. 1999, Einar Örn, f. 1991, og
Guðfinna Sif, f. 1994.
Guðfinna ólst upp á Reyðarfirði
hjá foreldrum sínum og systkin-
um. Um tíma var Guðfinna í fóstri
hjá móðursystur sinni Guðfinnu
Einarsdóttur og manni hennar
Guðmundi Þorvaldi Gíslasyni í
Bóndhól í Borgarfirði, en flutti
síðan austur á ný, gekk í barna-
skóla og vann ýmis störf. Árið
1946 flutti fjölskyldan búferlum
suður og settist að á Selfossi en
skömmu áður hafði Guðfinna flutt
til Reykjavíkur. Þar starfaði hún
m.a. á Elliheimilinu Grund. Hóf
hún síðan nám við ljósmæðra-
skóla Íslands en varð að hverfa
frá námi sökum veikinda. Guð-
finna flutti síðan á Selfoss, þar
sem hún vann meðal annars í
Tryggvaskála og í mötuneyti
Kaupfélags Árnesinga. Sumarið
1952 réð hún sig sem kaupakonu
að Brautartungu í Lundarreykja-
dal með Margréti dóttur sína þá
fárra mánaða gamla. Í Brautar-
tungu var hún húsmóðir í tæp
fimmtíu ár eða þar til þau hjónin
fluttu að Bröttuhlið 11 í Hvera-
gerði í ágúst 2001.
Útför Guðfinnu verður gerð frá
Lundarkirkju í Lundarreykjadal í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
1952 Eðvarði Torfa-
syni frá Brautar-
tungu í Lundar-
reykjadal, f. 14. júní
1919. Börn þeirra
eru: 1) Margrét Krist-
jánsdóttir, f. 1952,
dóttir Kristjáns Jóns-
sonar frá Litla
Saurbæ í Ölfusi, f.
1922, Margrét er gift
Helga Hannessyni, f.
1946, þau eiga tvo
syni: Sævar Þór, f.
1973, í sambúð með
Bryndísi Valdimars-
dóttur, f. 1978, og
Arnar Geir, f. 1978. 2) Sveinn
Gunnar, f. 1953, kvæntur Önnu
Eygló Rafnsdóttur, f. 1958, þeirra
börn eru: Arnar Pálmi Pétursson,
f. 1975, Eðvarð Jón, f. 1984, og
Anna Margrét, f. 1993. 3) Hildur,
f. 1956, gift Eiríki Sveinssyni, f.
1948. 4) Guðni, f. 1960, kvæntur
Halldóru Ingimundardóttur, f.
1962, þeirra börn eru: Ingimund-
ur Pétur, f. 1980, í sambúð með
Ríkey Björk Magnúsdóttur, f.
Elsku amma. Það er erfitt að trúa
því að þú sért farin frá okkur.
Þau voru ófá skiptin sem við
bræðurnir komum í heimsókn í
sveitina til ykkar afa og alltaf voru
móttökurnar jafn frábærar. Það var
ekkert betra í heiminum en að setj-
ast niður, fá nýbakaðar kleinur og
ískalda mjólk. Amma var alltaf svo
glöð þegar allir voru samankomnir í
sveitinni. En minningin um þig
verður alltaf með okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við kveðjum þig með söknuði og
þökkum þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum með þér. Guð
geymi þig.
Arnar Geir og Sævar Þór.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Mig langar að minnast systur
minnar sem nú hefur lokið sinni
jarðvist. Þakka henni samveru okk-
ar, áhyggjulausa bernsku sem við
áttum í stórum systkinahópi austur
á Reyðarfirði, sem í minningunni er
engu lík. Þar var næstum hægt að
hlaupa á milli fjalls og fjöru. Síðan
unglingsárin, sem mér finnst hafa
verið áhyggjulítil. Þá vorum við
búnar að skipta um aðsetur, fluttar
á Selfoss, og hér var líka gott að
vera, nema hvað vantaði fjallahring
og sjó. Svo tók alvaran við, börn og
makar, leiðir okkar skildi og hún
flutti í Borgarfjörð en ég varð eftir
hér á Selfossi. Við fjölskyldan nut-
um sveitaverunnar hjá þeim. Ynd-
islegra heimsókna til þeirra, veiði-
ferða, berjaferða og alls þess sem
sveitin bauð upp á. Síðan þegar
börnin mín höfðu aldur til fóru þau
til sumardvalar eitt af öðru. Alltaf
voru allir velkomnir á þeirra stóra
heimili, gestagangur var alltaf mjög
mikill, enda í alfaraleið. Á sumrin
þegar farið var um Uxahryggi þótti
sjálfsagt að koma við í Brautar-
tungu og þar var hjartarými þó að
húsrými væri ekki alltaf mikið. Hún
og hennar góði maður Eðvarð
Torfason voru alltaf samstiga í að
láta fólki líða vel. Fyrir þetta viljum
við fjölskyldan nú þakka, um leið og
við vottum eiginmanni og börnum
innilegustu samúð okkar.
Benedikta og fjölskylda.
Þau urðu þrettán alls börnin
hennar ömmu minnar, fjóra drengi
missti hún mjög unga, þeir dóu úr
barnasjúkdómum sem tíðir voru í
þá daga. En níu börn komust upp,
þau ólust upp í stórum glaðværum
systkinahópi austur á Reyðarfirði.
Oft hef ég heyrt þær systur minnast
liðinna sæludaga fyrir austan. Börn
og unglingar að leik, aldursmunur
skipti ekki máli á þessum árum.
Heimilið var stórt, margir munnar
að metta og afi löngum stundum
fjarri vegna vinnu sinnar. Við þær
aðstæður þótti sjálfsagt að börnin
tækju til hendinni og gengu þau til
allra verka til að létta undir.
Dídí var dugnaðarforkur og hafði
hún amma það á orði að hún gengi
eins og karlmaður til verka. Auk
þess að hjálpa til inni, gæta systkina
sinna og annast gegningar með
ömmu, var hún í kaupavinnu eins og
títt var og vann í sláturhúsinu. Dídí
var sannkallað miðjubarn í systkina-
hópnum, tengdi saman þau eldri og
þau yngri. Hún var hláturmild, söng-
elsk og hafði góða kímnigáfu. Dídi
var ákveðin, á stundum föst fyrir,
hún var umhyggjusöm og hafði
sterka réttlætiskennd.
Um tíma fór hún í fóstur til Guð-
finnu móðursystur sinnar og nöfnu í
Bóndhól í Borgarfirði. Þrátt fyrir
gott atlæti í Bóndhól saknaði hún
æskustöðvanna fyrir austan, for-
eldranna og systkinanna og sneri
heim á ný. Voru alla tíð kærleikar á
milli hennar og Bóndhólsfólksins og
heyrði ég oft minnast á manngæsku
Guðmundar í Bóndhól.
Yngsta systir Dídíar, Hulda
Björg, var síðan alin upp frá unga
aldri til fullorðinsára hjá þeim hjón-
um í Bóndhól.
Sem unglingsstúlka flutti hún til
Reykavíkur og síðan á Selfoss.
Minntist hún oft þessara liðnu ung-
lingsára. Hún var lífsglöð stúlka,
hafði unun af því að dansa og
skemmta sér í góðra vina hópi. Hún
naut sín vel innan um fólk og eign-
aðist á þessum árum fjölda vina.
Á Selfossárum sínum kynntist
hún Kristjáni Jónssyni frá Litla
Saurbæ í Ölfusi og eignaðist með
honum dótturina Margréti. Þegar
Margrét er fárra mánaða ræður Dídí
sig sem kaupakonu að Brautartungu
í Lundarreykjadal. Það reyndist
þeim mæðgum mikið gæfuspor. Í
Brautartungu bjó ungur bóndi, Eð-
varð Torfason, ásamt móðurbræðr-
um sínum, þeim Gunnari og Sveini
Einarssonum. Þeir bræður héldu
heimili með þeim Ebba og Dídí þar
til þeir létust í hárri elli. Móður sína,
Hildi Einarsdóttur, hafði Ebbi misst
ári áður en Dídí kom í Brautartungu.
Bóndinn ungi hafði nýlokið við að
reisa nýtt einbýlishús og kaupakon-
unnar ungu beið ærinn starfi. Minnt-
ist hún oft þess dags er hún kom
fyrst í hlað í Brautartungu, með
kommóðuna sína, eina ferðatösku og
barnið undir handleggnum. Í
hlaðinu sátu konur úr sveitinni að
þvo þvott í hvernum, sem þá var sið-
ur. Brautartunga átti eftir að verða
heimili hennar í hartnær hálfa öld. Í
Ebba fékk hún Dídí mín umhyggju-
saman og góðan eiginmann, sem
reyndist henni vel. Hefur hann
reynst Margréti sem besti faðir og
er sérstaklega kært með þeim feðg-
inum. Fljótlega bættust við fleiri
börn, þau: Sveinn Gunnar trésmiður
í Borgarnesi, Hildur sjúkraliði á
Akranesi og Guðni bóndi í Brautar-
tungu. Húsmóðir á stóru sveitaheim-
ili var hlutskipti hennar, þar naut
hún sín vel, hlúði að börnum sínum,
eiginmanni og ekki hvað síst þeim
bræðrum, Gunnari og Sveini. Með
þeim bræðum og Dídí tókust miklir
kærleikar og endurguldu þau Dídí
og Ebbi þeim allt gott sem þeir
höfðu sýnt þeim og börnum þeirra,
með umönnun og kærleik.
Mikill fjöldi barna átti þess kost
að eiga sumardvöl í Brautartungu.
Þau höfu einstakt lag á börnum og
unglingum og með ástúð og um-
hyggju tókst að laða fram jákvætt
viðhorf og áhuga fyrir viðfangsefn-
inu.
Í ágúst 2001 yfirgefa þau sveitina
sína og flytjast á Dvalarheimilið Ás í
Hveragerði, það sem þau nutu
stuðnings Margrétar dóttur sinnar
sem býr í Hveragerði. Héldu þau
heimili í Bröttuhlíð 11 og áttu þar
saman yndislegan tíma og nutu
stuðnings starfsfólks dvalarheimilis-
ins. Heilsu hennar hrakaði svo mjög
sl. haust að hún þurfti að dvelja á
GUÐFINNA
GUÐNADÓTTIR
✝ Margét ElínÓlafsdóttir
fæddist á Eyrar-
bakka 29. júlí 1929.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut hinn 25. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Engil-
bert Bjarnason, f.
13.1. 1893, d. 2.10.
1983, og Jenný Dag-
björt Jensdóttir, f.
12.5. 1897, d. 2.12.
1964. Þau eignuðust
12 börn, þau eru:
Sigrún, f. 1917, d. 2001, Bjarni, f.
1918, d. 1981, Sigurður, f. 1920,
Ólafur, f. 1922, d. 2001, Eggert, f.
1924, d. 1980, Sigurður Bjarna-
son Ólafsson, f. 1925, d. 1943,
Guðbjörg, f. 1926, d. 1994, Mar-
grét sem hér er minnst, Bryndís,
f. 1930, Guðrún, f. 1934, Sigríður
Dagný, f. 1939, og Áslaug, f. 1941.
Hinn 25. desember 1949 giftist
Margrét Ragnari Böðvarssyni, f.
6. janúar 1920 frá Eyrarbakka.
Foreldrar hans voru
Böðvar Friðriksson
og Jónína Guðmunds-
dóttir. Börn Mar-
grétar og Ragnars
eru: 1) Ólafur, f.
18.10. 1949, kvæntur
Ásrúnu Jónsdóttur,
þau eiga þrjú börn og
þrjú barnabörn. 2) Jón
Karl, f. 12.11. 1953,
kvæntur Snjólaugu
Kristjánsdóttur, þau
eiga fimm börn og sex
barnabörn. 3) Stúlka
andvana fædd 3.9.
1962.
Margét ólst upp í foreldrahúsum
á Eyrarbakka. Hún starfaði í nokk-
ur ár á saumastofu í Reykjavík,
starfaði svo við ýmislegt ásamt
heimilisstörfunum, síðast hjá
Kaupfélagi Árnesinga á Eyrar-
bakka á meðan heilsan leyfði. Hún
var virkur félagi í Kvenfélagi Eyr-
arbakka.
Útför Margrétar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Pabbi talaði við okkur á sunnu-
dagskvöldi og sagði okkur að ömmu
Möggu liði vel og tali um að fara
heim eftir tvo, þrjá daga. Um nótt-
ina varstu flutt suður, engan grun-
aði að þú værir svona mikið veik en
það var fljótt ljóst að hverju stefndi.
Þú náðir samt að koma öllum á
óvart áður en þú kvaddir alveg.
Það var fastur liður þegar maður
var yngri að koma á bakkann til
ömmu og afa. Ég var fyrsta barna-
barnið og eini strákurinn í hópnum
og naut ákveðinna forréttinda vegna
þess. Minningarnar eru ótal marg-
ar, það var ýmislegt brallað í kjall-
aranum, þar var oft mikið fjör. Ég
tala nú ekki um úti í kofa eða um
brunninn sem er fyrir utan hjá ykk-
ur. Í einum af mörgum heimsóknum
mínum til ykkar er mér sérstaklega
eitt minnisstætt, það er þegar við
fórum að sofa – þú varst búin að
draga rúmið fram, ég lagstur upp í
og þú á leiðinni upp í til mín að lesa
fyrir mig þegar rúmið sporðreisist
og þú rúllar niður á gólf og ég ofan á
þig. Aldrei ætluðum við að geta
staðið upp því við hlógum svo mikið.
Aldrei kom maður að tómu húsi
hjá ömmu, ófáar eru lopapeysurnar,
sokkarnir og vettlingarnir sem hún
hefur prjónað og svo ekki sé talað
um hlaðborðin sem hún bauð alltaf
upp á ef maður birtist.
Ég verð að segja það, elsku
amma, að það verður skrýtið að
koma á bakkann vitandi það að þú
sitjir ekki við eldhúsborðið að leggja
kapal eins og maður var orðinn van-
ur síðustu ár. Ég kveð þig með
söknuði og þakklæti fyrir allt sem
þú varst mér. Megi hið góða styrkja
elsku afa og alla þá sem þig nú
syrgja.
Jón Ragnar.
Margrét Ólafsdóttir, vinur okkar
og félagi til margra ára, er horfin á
vit feðra sinna.
Kynnin hafa verið löng og góð.
Hjá sumum meira en hálf öld.
Á níunda áratugnum var kosin
basarnefnd fyrir Kvenfélag Eyrar-
bakka, eins og venja var. Að þessu
sinni var Margrét í henni ásamt
fleiri góðum konum. Þarna var unn-
ið af kappi og svo mikilli gleði að úr
nefndinni varð vinnuhópur sem
heldur saman enn í dag.
Oft var Margrét okkar hrókur
alls fagnaðar. Ekki með hávaða eða
látum, nei, hún læddi frá sér einni
og einni glettinni athugasemd og hló
sínum smitandi hlátri. Um leið rann
úr höndum hennar prjónlesið jafn-
vel heilu peysurnar, hreinustu lista-
verk.
Við hittumst til skiptis hver
heima hjá annarri. Engum var í kot
vísað hjá Margréti, á notalegu heim-
ili þeirra Ragnars og hennar. Þar
bar allt vott um fágaðan smekk og
einstaka snyrtimennsku.
Auk handverksins hafði Margrét
áhuga á lestri góðra bóka, ekki síst
um byggðir landsins, enda voru
ferðalög hennar yndi.
Þó voru litlu langömmubörnin
hennar allra mesta yndi og þeirra
hjóna beggja.
Óðum þynnist stóri systkinahóp-
urinn frá Þorvaldseyri. Það er lífs-
ins gangur.
Margir sakna vinar í stað nú á
kveðjustund. Við þökkum af alhug
samfylgdina.
Guð blessi minningu mætrar
konu og ástvini hennar alla.
Handavinnuhópurinn.
Mín elskulega frænka Magga er
látin, svo allt of fljótt eftir stutta
legu. Það vekur mann til svo margra
spurninga og minningarnar hrann-
ast upp þegar einhver sem manni er
mjög kær fellur frá. Magga eða
Margrét Ólafsdóttir móðursystir
mín var miklu meira en móðursyst-
ir, hún átti alltaf heima í næsta húsi
við okkur á Eyrarbakka og þar átti
ég mitt annað skjól fyrir utan æsku-
heimili mitt. Það má nærri geta að
um verulegan samgang var um að
ræða á milli heimilanna þar sem
þær bjuggu systurnar mamma og
MARGRÉT ELÍN
ÓLAFSDÓTTIR
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir
og systir,
ÍSFOLD ELÍN HELGADÓTTIR,
Sléttuvegi 9, áður Hraunbæ 66,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. mars
Björgvin Erlendsson,
Helgi Jóhann Björgvinsson,
Fannar Freyr Björgvinsson,
Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir,
Monika Helgadóttir,
Jóhannes G. Helgason, Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ásgerður Helgadóttir, Marteinn Stefánsson,
Áslaug Hrönn Helgadóttir, Halldór Berg Jónsson.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Formáli minn-
ingargreina