Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 63

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 63 HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur val- ið landsliðshóp sinn fyrir vináttu- leikina við Frakka og Íslendinga sem fram fara í Þýskalandi síðar í mánuðinum. 13 af leikmönnum sem Brand valdi léku með á HM í Portúgal í jan- úar en þar töpuðu Þjóðverjar fyrir Króötum í úrslitaleik. Þeir sem falla út úr hópnum eru Wolker Zerbe, Mark Dragunski og Heiko Grimm en einn nýliði er í hópnum – Sebastian Preiss línumað- ur frá Kiel. Landsliðshópur Þjóðverja er þannig skipaður: Markverðir: Henning Fritz (Kiel), Christian Ramota (Lemgo). Aðrir leikmenn: Christian Lichtlein (Grosswall- stadt), Florian Kehrmann (Lemgo), Christian Schöne (Magdeburg), Christian Zeitz (Kronau-Östringen), Markus Baur (Lemgo), Steffen Web- er, Jan-Olaf Immel og Pascal Hens (Wallau-Massenheim), Adrian Wagn- er (HSV Hamburg), Stefan Kretzschmar (Magdeburg), Christ- ian Schwarzer (Lemgo), Klaus- Dieter Petersen (Kiel), Stephan Just (Eisenach), Sebastian Preiss (Kiel).  Þjóðverjar mæta Frökkum í Mülhausen miðvikudaginn 19. mars og Íslendingum í Berlín 23. mars. Öflugt lið Þjóðverja mætir Íslendingum  TRYGGVI Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu mark Stabæk sem tap- aði fyrir Brann, 2:1, á æfingamóti á La Manga á Spáni í gær.  HJÁLMAR Jónsson var í byrjun- arliði Gautaborgar sem tapaði fyrir norska liðinu Bodö/Glimt, 2:0, á La Manga. Hjálmar lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.  INDRIÐI Sigurðsson var í liði Lilleström sem vann Malmö FF, 2:0, í æfingaleik á La Magna. Indriða var dæmd vítaspyrna á 16. mínútu en fé- laga hans, Uwe Rösler, brást boga- listin. Rösler var síðar vikið af leik- velli. Frode Kippe skoraði bæði mörk Lilleström í leiknum.  BJARNI Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Molde sem vann Hels- ingborg, 1:0, á La Manga í gær. Andri Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í lið Molde en Ólafur Stígsson sat á varamanna- bekknum frá upphafi til enda leiks- ins. Sigurmarkið var sjálfsmark leik- manna Helsingborg.  TJÖRVI Ólafsson skoraði 5 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra, Århus GF, vann Otterup HK, 28.21, á útivelli í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöldi. År- hus GF komst upp í þriðja sæti deild- arinnar með sigrinum.  REYNIR Þór Reynisson, mark- vörður Aftureldingar, meiddist snemma leiks gegn ÍBV í gær og lék ekkert eftir það. Einar Bragason hljóp í skarðið fyrir Reyni og varði sem berserkur. Þess má geta að Ólafur H. Gíslason, sem verið hefur varamarkvörður Aftureldingar, er einnig meiddur og því urðu Mosfell- ingar að treysta á Einar sem brást ekki en frammistaða hans nægði Aft- ureldingu ekki til sigurs í leiknum.  ÚLFAR Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari 21 árs landsliðs kvenna í knattspyrnu næstu tvö árin og verður hann einnig aðstoðarmað- ur Helenu Ólafsdóttur, þjálfara A- landsliðs kvenna. Úlfar, sem er íþróttakennari að mennt, hefur lokið E-stigs-námskeiði í knattspyrnu- þjálfun á vegum KSÍ. Hann tók ný- verið til starfa sem tæknistjóri hjá Breiðabliki, en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu um árabil.  ÚLFAR stýrir liðinu í fyrsta sinn laugardaginn 15. mars í vináttuleik gegn Svíum í Egilshöll.  FIFA, alþjóðaknattspyrnusam- bandið, ákvað á fundi sínum í Zürich í gær að heimsmeistarakeppnin í knattspynru árið 2014 færi fram í Suður-Ameríku, en keppnin hefur ekki verið haldið þar síðan 1978 er Argentína var gestgjafi keppninnar. Áður hefur verið samþykkt að HM 2010 verði í Afríku og hafa sex þjóðir sótt um að halda keppnina. HM 2006 verður í Þýskalandi.  FRANCESCO Totti, fyrirliði AS Roma, tekur ekki þátt í slag stórlið- anna í Róm, AS Roma og Lazio, í dag vegna veikinda. FÓLKRÚNAR Kristinsson skoraðisigurmark Lokeren í gær-kvöldi þegar liðið lagði Stand- ard Liege í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu, 2:1, á heimavelli Standard. Þar með komst Lokeren upp í annað sæti deildarinnar, a.m.k. í bili. Lokeren hefur nú 49 stig þeg- ar 24 leikir eru að baki en Club Brugge er sem fyrr lang- efst með 64 stig eftir 23 leiki. Lierse er í þriðja sæti með 48 stig eftir 23 leiki og And- erlecht hefur 47 stig, einnig eftir 23 leiki. Lokeren byrjaði af krafti gegn Standard í gær og komu bæði mörk liðsins í fyrir hálf- leik. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á 75. mínútu en komust ekki lengra. Rúnar skoraði mark sitt á 39. mín- útu. Auk Rúnars voru Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson í byrj- unarliði Lokeren í leiknum. Rúnar skoraði sigurmarkið ÍBV sigraði í gærkvöldi Gróttu/KRí baráttuleik í Eyjum 29:23 í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi mestallan fyrri hálfleik en Eyjastúlkur náðu þó að komast örlítið fram úr undir lokin og hafa fjögurra marka forystu í leikhléi, 15:11. Strax í upphafi síðari hálfleiks náði ÍBV undirtökunum og jók forskotið í níu mörk þegar mest var, um miðbik síðari hálfleiks. Leik- urinn var aldrei spennandi eftir það og spurning hvort sjóferð gestanna hafi setið eitthvað í þeim, en þær komu til Eyja með Herjólfi fyrr um daginn. Anna Yakova og Vigdís Sig- urðardóttir sáu til þess að leikurinn var aldrei spennandi, Anna skoraði ellefu mörk, og Vigdís varði mjög vel í marki Eyjastúlkna. Alla Gorkorian náði sér engan veginn á strik og skoraði sitt fyrsta mark eftir 40 mín- útna leik. ÍBV dugar því sigur gegn FH á morgun í Eyjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Það var engin ein sem skaraði fram úr í liði Gróttu/KR en þó skoraði Eva Krist- jánsdóttir nokkur glæsileg mörk. Hún og Stefane Aiga voru marka- hæstar með sex mörk hvor. Það lítur því allt út fyrir að Grótta/KR endi í 7. sæti deildarinnar og mótherjar þeirra í átta liða úrslitum líklega bik- armeistarar Hauka. Gestirnir að norðan voru alltafskrefinu á undan en gerðu ekki meira en þurfti og Fram tókst að jafna í nokkur skipti. Hinsvegar skerptu heimamenn ræki- lega einbeitinguna í hálfleik og skoruðu fimm fyrstu mörkin án þess að KA- menn gerðu nokkuð í því. Þeir tóku leikhlé eftir fimmtán mínútur þegar staðan var 21:17. Framarar féllu þá í sömu gildru og KA sat í þegar þeir hófu að bíða eftir leikslokum en tókst að rífa sig upp úr því og ljúka leikn- um með sæmd. KA-menn reyndu vörn um allan völl er leið að lokum en það var of seint auk þess að það vant- aði frekar yfirvegun en hraða – mik- ið fyrr. Fyrirliði Fram, Sebastian Alex- andersson markvörður, sagði menn hafa hugsað sitt ráð í hálfleik. „Þjálf- arinn kom ekki inn í klefa fyrr en hléinu var að ljúka og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun því leik- menn ræddu málin og hugsuðu sitt,“ sagði Sebastian eftir leikinn en hann átti með góðri markvörslu stóran þátt í að koma piltum sínum í gírinn. „Við höfum verið að sniglast í gegn- um seinni umferðina á hálfum hraða og það er alltaf verið að bíða eftir því að liðið springi út. Það hefur glitt í það og sem betur fer dugað til að ná í stig. Eftir áramótin höfum við oft ekki farið í gang fyrr en í seinni hálf- leik. Það gerðist í dag en næst verð- um við að duga í sextíu mínútur.“ Björgvin Björgvinsson var drjúgur og ungu drengirnir Stefán Baldvin Stefánsson og Jón Björgvin Péturs- son lögðu einnig sitt af mörkum. „Við vorum einfaldlega lélegir og það er óþolandi að hafa tapað þrem- ur leikjum í röð bara útaf eigin aula- skap,“ sagði Akureyringurinn Arnór Atlason eftir leikinn. „Eftir hlé fór markvörður þeirra að verja en við vorum óheppnir í vörninni og feng- um brottvísanir eftir klaufaskap auk þess að henda boltanum útaf. Það er ömurlegt að tapa og við erum nú í baráttu við að halda okkur í fjórða sætinu því við verðum að fá heima- leikjarétt,“ bætti Arnór. Dauft í Mosfellsbæ Leikur Aftureldingar og ÍBV íMosfellsbænum í gærkvöldi var ekki upp á marga fiska. Leikmenn virtust hafa lítið sem ekkert gaman af því að spila handbolta og gerðu því leikinn að mikilli raun. Þótt vart mætti á milli sjá tókst gestunum úr Eyjum að vinna, 30:27, en heimamenn voru yfir í hálfleik, 15:13. „Við héldum einfaldlega ekki haus, við virtumst hafa þetta svona þokkalega í fyrri hálfleik, svo bara missum við dampinn í seinni hálfleik. Þeir nýttu sér vel vandræði þau sem við áttum í samskiptum við dómar- ana og þá var eftirleikurinn auðveld- ur,“ sagði niðurlútur Bjarki Sigurðs- son, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. Morgunblaðið/Kristinn Héðinn Gilsson úr Fram komst lítt áleiðis gegn KA-manninum Andrius Stelmokas en Fram hafði engu að síður 30:26 sigur. Liðin halda þó sætum sínum í deildinni – KA í fjórða en Fram í fimmta. Fram skerpti á baráttunni VÆRUKÆRÐ varð KA-mönnum að falli í gærkvöldi þegar þeir sóttu Fram heim í Safamýrinni. Norðanmenn byrjuðu vel en álitu að síðari hálfleikur yrði sjálfkrafa í sama dúr og sá fyrri en Framarar létu ekki bjóða sér slíkt, sneru taflinu við og unnu 30:26. Engu að síður held- ur KA fjórða sætinu en Fram fylgir fast á hæla þeirra í því fimmta með þremur stigum minna þegar sex stig eru eftir í pottinum. Eyja- menn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn og lögðu Aftureldingu 30:27. Við það urðu sætaskipti þegar Eyjamenn tóku 11. sætið af Mosfellingum. Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar Öruggt hjá ÍBV Sigursveinn Þórðarson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.