Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 63 HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur val- ið landsliðshóp sinn fyrir vináttu- leikina við Frakka og Íslendinga sem fram fara í Þýskalandi síðar í mánuðinum. 13 af leikmönnum sem Brand valdi léku með á HM í Portúgal í jan- úar en þar töpuðu Þjóðverjar fyrir Króötum í úrslitaleik. Þeir sem falla út úr hópnum eru Wolker Zerbe, Mark Dragunski og Heiko Grimm en einn nýliði er í hópnum – Sebastian Preiss línumað- ur frá Kiel. Landsliðshópur Þjóðverja er þannig skipaður: Markverðir: Henning Fritz (Kiel), Christian Ramota (Lemgo). Aðrir leikmenn: Christian Lichtlein (Grosswall- stadt), Florian Kehrmann (Lemgo), Christian Schöne (Magdeburg), Christian Zeitz (Kronau-Östringen), Markus Baur (Lemgo), Steffen Web- er, Jan-Olaf Immel og Pascal Hens (Wallau-Massenheim), Adrian Wagn- er (HSV Hamburg), Stefan Kretzschmar (Magdeburg), Christ- ian Schwarzer (Lemgo), Klaus- Dieter Petersen (Kiel), Stephan Just (Eisenach), Sebastian Preiss (Kiel).  Þjóðverjar mæta Frökkum í Mülhausen miðvikudaginn 19. mars og Íslendingum í Berlín 23. mars. Öflugt lið Þjóðverja mætir Íslendingum  TRYGGVI Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu mark Stabæk sem tap- aði fyrir Brann, 2:1, á æfingamóti á La Manga á Spáni í gær.  HJÁLMAR Jónsson var í byrjun- arliði Gautaborgar sem tapaði fyrir norska liðinu Bodö/Glimt, 2:0, á La Manga. Hjálmar lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.  INDRIÐI Sigurðsson var í liði Lilleström sem vann Malmö FF, 2:0, í æfingaleik á La Magna. Indriða var dæmd vítaspyrna á 16. mínútu en fé- laga hans, Uwe Rösler, brást boga- listin. Rösler var síðar vikið af leik- velli. Frode Kippe skoraði bæði mörk Lilleström í leiknum.  BJARNI Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Molde sem vann Hels- ingborg, 1:0, á La Manga í gær. Andri Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í lið Molde en Ólafur Stígsson sat á varamanna- bekknum frá upphafi til enda leiks- ins. Sigurmarkið var sjálfsmark leik- manna Helsingborg.  TJÖRVI Ólafsson skoraði 5 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra, Århus GF, vann Otterup HK, 28.21, á útivelli í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöldi. År- hus GF komst upp í þriðja sæti deild- arinnar með sigrinum.  REYNIR Þór Reynisson, mark- vörður Aftureldingar, meiddist snemma leiks gegn ÍBV í gær og lék ekkert eftir það. Einar Bragason hljóp í skarðið fyrir Reyni og varði sem berserkur. Þess má geta að Ólafur H. Gíslason, sem verið hefur varamarkvörður Aftureldingar, er einnig meiddur og því urðu Mosfell- ingar að treysta á Einar sem brást ekki en frammistaða hans nægði Aft- ureldingu ekki til sigurs í leiknum.  ÚLFAR Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari 21 árs landsliðs kvenna í knattspyrnu næstu tvö árin og verður hann einnig aðstoðarmað- ur Helenu Ólafsdóttur, þjálfara A- landsliðs kvenna. Úlfar, sem er íþróttakennari að mennt, hefur lokið E-stigs-námskeiði í knattspyrnu- þjálfun á vegum KSÍ. Hann tók ný- verið til starfa sem tæknistjóri hjá Breiðabliki, en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu um árabil.  ÚLFAR stýrir liðinu í fyrsta sinn laugardaginn 15. mars í vináttuleik gegn Svíum í Egilshöll.  FIFA, alþjóðaknattspyrnusam- bandið, ákvað á fundi sínum í Zürich í gær að heimsmeistarakeppnin í knattspynru árið 2014 færi fram í Suður-Ameríku, en keppnin hefur ekki verið haldið þar síðan 1978 er Argentína var gestgjafi keppninnar. Áður hefur verið samþykkt að HM 2010 verði í Afríku og hafa sex þjóðir sótt um að halda keppnina. HM 2006 verður í Þýskalandi.  FRANCESCO Totti, fyrirliði AS Roma, tekur ekki þátt í slag stórlið- anna í Róm, AS Roma og Lazio, í dag vegna veikinda. FÓLKRÚNAR Kristinsson skoraðisigurmark Lokeren í gær-kvöldi þegar liðið lagði Stand- ard Liege í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu, 2:1, á heimavelli Standard. Þar með komst Lokeren upp í annað sæti deildarinnar, a.m.k. í bili. Lokeren hefur nú 49 stig þeg- ar 24 leikir eru að baki en Club Brugge er sem fyrr lang- efst með 64 stig eftir 23 leiki. Lierse er í þriðja sæti með 48 stig eftir 23 leiki og And- erlecht hefur 47 stig, einnig eftir 23 leiki. Lokeren byrjaði af krafti gegn Standard í gær og komu bæði mörk liðsins í fyrir hálf- leik. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á 75. mínútu en komust ekki lengra. Rúnar skoraði mark sitt á 39. mín- útu. Auk Rúnars voru Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson í byrj- unarliði Lokeren í leiknum. Rúnar skoraði sigurmarkið ÍBV sigraði í gærkvöldi Gróttu/KRí baráttuleik í Eyjum 29:23 í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi mestallan fyrri hálfleik en Eyjastúlkur náðu þó að komast örlítið fram úr undir lokin og hafa fjögurra marka forystu í leikhléi, 15:11. Strax í upphafi síðari hálfleiks náði ÍBV undirtökunum og jók forskotið í níu mörk þegar mest var, um miðbik síðari hálfleiks. Leik- urinn var aldrei spennandi eftir það og spurning hvort sjóferð gestanna hafi setið eitthvað í þeim, en þær komu til Eyja með Herjólfi fyrr um daginn. Anna Yakova og Vigdís Sig- urðardóttir sáu til þess að leikurinn var aldrei spennandi, Anna skoraði ellefu mörk, og Vigdís varði mjög vel í marki Eyjastúlkna. Alla Gorkorian náði sér engan veginn á strik og skoraði sitt fyrsta mark eftir 40 mín- útna leik. ÍBV dugar því sigur gegn FH á morgun í Eyjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Það var engin ein sem skaraði fram úr í liði Gróttu/KR en þó skoraði Eva Krist- jánsdóttir nokkur glæsileg mörk. Hún og Stefane Aiga voru marka- hæstar með sex mörk hvor. Það lítur því allt út fyrir að Grótta/KR endi í 7. sæti deildarinnar og mótherjar þeirra í átta liða úrslitum líklega bik- armeistarar Hauka. Gestirnir að norðan voru alltafskrefinu á undan en gerðu ekki meira en þurfti og Fram tókst að jafna í nokkur skipti. Hinsvegar skerptu heimamenn ræki- lega einbeitinguna í hálfleik og skoruðu fimm fyrstu mörkin án þess að KA- menn gerðu nokkuð í því. Þeir tóku leikhlé eftir fimmtán mínútur þegar staðan var 21:17. Framarar féllu þá í sömu gildru og KA sat í þegar þeir hófu að bíða eftir leikslokum en tókst að rífa sig upp úr því og ljúka leikn- um með sæmd. KA-menn reyndu vörn um allan völl er leið að lokum en það var of seint auk þess að það vant- aði frekar yfirvegun en hraða – mik- ið fyrr. Fyrirliði Fram, Sebastian Alex- andersson markvörður, sagði menn hafa hugsað sitt ráð í hálfleik. „Þjálf- arinn kom ekki inn í klefa fyrr en hléinu var að ljúka og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun því leik- menn ræddu málin og hugsuðu sitt,“ sagði Sebastian eftir leikinn en hann átti með góðri markvörslu stóran þátt í að koma piltum sínum í gírinn. „Við höfum verið að sniglast í gegn- um seinni umferðina á hálfum hraða og það er alltaf verið að bíða eftir því að liðið springi út. Það hefur glitt í það og sem betur fer dugað til að ná í stig. Eftir áramótin höfum við oft ekki farið í gang fyrr en í seinni hálf- leik. Það gerðist í dag en næst verð- um við að duga í sextíu mínútur.“ Björgvin Björgvinsson var drjúgur og ungu drengirnir Stefán Baldvin Stefánsson og Jón Björgvin Péturs- son lögðu einnig sitt af mörkum. „Við vorum einfaldlega lélegir og það er óþolandi að hafa tapað þrem- ur leikjum í röð bara útaf eigin aula- skap,“ sagði Akureyringurinn Arnór Atlason eftir leikinn. „Eftir hlé fór markvörður þeirra að verja en við vorum óheppnir í vörninni og feng- um brottvísanir eftir klaufaskap auk þess að henda boltanum útaf. Það er ömurlegt að tapa og við erum nú í baráttu við að halda okkur í fjórða sætinu því við verðum að fá heima- leikjarétt,“ bætti Arnór. Dauft í Mosfellsbæ Leikur Aftureldingar og ÍBV íMosfellsbænum í gærkvöldi var ekki upp á marga fiska. Leikmenn virtust hafa lítið sem ekkert gaman af því að spila handbolta og gerðu því leikinn að mikilli raun. Þótt vart mætti á milli sjá tókst gestunum úr Eyjum að vinna, 30:27, en heimamenn voru yfir í hálfleik, 15:13. „Við héldum einfaldlega ekki haus, við virtumst hafa þetta svona þokkalega í fyrri hálfleik, svo bara missum við dampinn í seinni hálfleik. Þeir nýttu sér vel vandræði þau sem við áttum í samskiptum við dómar- ana og þá var eftirleikurinn auðveld- ur,“ sagði niðurlútur Bjarki Sigurðs- son, þjálfari Aftureldingar, í leikslok. Morgunblaðið/Kristinn Héðinn Gilsson úr Fram komst lítt áleiðis gegn KA-manninum Andrius Stelmokas en Fram hafði engu að síður 30:26 sigur. Liðin halda þó sætum sínum í deildinni – KA í fjórða en Fram í fimmta. Fram skerpti á baráttunni VÆRUKÆRÐ varð KA-mönnum að falli í gærkvöldi þegar þeir sóttu Fram heim í Safamýrinni. Norðanmenn byrjuðu vel en álitu að síðari hálfleikur yrði sjálfkrafa í sama dúr og sá fyrri en Framarar létu ekki bjóða sér slíkt, sneru taflinu við og unnu 30:26. Engu að síður held- ur KA fjórða sætinu en Fram fylgir fast á hæla þeirra í því fimmta með þremur stigum minna þegar sex stig eru eftir í pottinum. Eyja- menn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn og lögðu Aftureldingu 30:27. Við það urðu sætaskipti þegar Eyjamenn tóku 11. sætið af Mosfellingum. Stefán Stefánsson skrifar Andri Karl skrifar Öruggt hjá ÍBV Sigursveinn Þórðarson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.