Morgunblaðið - 08.03.2003, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STRAX með fyrstu mynd hans, ung-
lingavandamálamyndinni Árans
Åmål (Fucking Åmål) frá 1998, var
það ljóst að þar var á ferð náungi
sem maður vildi gefa nánari gaum í
framtíðinni.
Hann stóð undir
væntingum og
vel það er hann
hann færði okk-
ur Saman (Til-
samman) fyrir
þremur árum og
nú er Lukas
Moodysson bú-
inn að gera
þriðju mynd
sína, Lilja að ei-
lífu, mynd sem
staðfesti áhuga
manna á Moo-
dysson er hún
var frumsýnd í heimalandinu við
móttökur sem vart eiga sér for-
dæmi.
En þótt fyrri myndir hans hafi
vakið umtal fyrir djörf efnistök og
óvenjuleg þá virka þær sem róm-
antískar gamanmyndir við hliðina á
Lilju. Þar tekur Moodysson líka á
viðfangsefni sem margir telja löngu
tímabært að einhver veki máls á,
þ.e. illri meðferð og vanvirðingu í
garð ungviðis fyrrum Sovétríkjanna
og þá einkum þeirri hrottafengnu
kynlífsþrælkun sem þetta ógæfu-
sama unga fólk er miskunnarlaust
hneppt í og þá gjarnan flutt til Vest-
urlanda, með valdi, undir fölsku
flaggi eða nauðug viljug, þar sem
bíður þeirra jafnvel enn meira hel-
víti er þau lenda í
klóm óprúttinna
einstaklinga sem
gera sér mat úr
blíðu þeirra. Sann-
arlega eldfimt við-
fangsefni sem eins
og við mátti búast
hefur fallið mönn-
um misvel í geð. Í
heimalandinu og í
Austur-Evrópu
hafa heyrst raddir
manna sem telja að
Moodysson alhæfi
um of og dragi því
upp ósanngjarna
mynd, bæði af löndum sínum sem
íbúum fyrrum Sovétríkjanna. En
þeir eru fleiri sem fagnað hafa þessu
framtaki hans en flestir hafa þó kos-
ið að taka myndinni sem kvikmynda-
listaverki fremur en einhverri áróð-
ursmynd, og á þeim grundvelli
verður ekki efast um snilldina sem
myndin er. Ekki einasta að myndin
er einhver sú átakanlegasta sem
rekið hefur á fjörur kvikmyndahúsa
í lengri tíma og beri öll merki kvik-
myndagerðarmanns sem náð hefur
fullum tökum á formi sínu heldur
hefur maður sjaldan eða aldrei séð
eins næman, tilfinningaþrunginn og
það sem mest er um vert sannfær-
andi leik hjá ungmennum og hjá hin-
um svo til óreyndu Rússum, hinni 16
ára gömlu Oksönu Akinshinu, sem
leikur jafnaldra sinn Lilju, og hinum
14 ára Artiom Bogucharskij, sem
leikur 11 ára vin hennar.
Kvikmyndagerðin er köllun
Sjálfur er Moodysson 34 ára og
löngu áður en hann spreytti sig á
kvikmyndagerð sendi hann frá sér
ljóðasafn, 17 ára að aldri. Í kjölfarið
fylgdu nokkrar ljóðabækur og
skáldsaga en ljóð eftir Moodysson
hafa komið út í íslenskri þýðingu
Gunnars Randverssonar.
Moodysson brautskráðist frá
Dramatiska Institutet, þar sem
hann gerði nokkrar rómaðar stutt-
myndir, áður en hann hóf samstarf
við Memfis-kvikmyndafyrirtækið.
Eftir verðlaunastuttmyndina Tala
saman (Bara prata lit) gerði hann
Árans Åmål, sem sló í gegn jafnt hjá
gagnrýnendum sem almenningi,
mynd sem Ingmar Bergman sagði
„fyrsta meistaraverk ungs manns“.
Saman var frumsýnd tveimur árum
síðar og jók hróður Moodysson enn
frekar. Árið 2001 kom svo út sjón-
varpsþáttaröðin Nýja landið (Det
Nya Landet) sem Moodysson var
meðhöfundur að. Blaðamanni gafst
kostur í vikunni að bera undir þenn-
an Malmö-búa og fjölskyldumann
nokkrar spurningar og vaknaði fyrst
sú spurning hvað fékk hann til að
vilja gera kvikmynd um eins erfitt
viðfangsefni og Lilja að eilífu?
„Ég geri þær myndir sem ég finn
mig knúinn til að gera. Ég vel ekki
myndirnar því myndirnar velja
mig.“
– Hvernig undirbjóstu þig undir
gerð myndarinnar, lagðistu í ein-
hverjar rannsóknir á viðfangsefn-
inu?
„Ég rannsakaði ekkert sér-
staklega fyrir þetta verkefni. Líf
mitt er ein löng rannsóknarvinna.“
– Það er afar erfitt að horfa á
þessa mynd, það hlýtur því að hafa
verið erfitt að gera hana?
„Að sumu leyti og að sumu leyti
ekki. Það mátti samt heyra ófá
hlátrasköllin við tökur á nokkrum af
allra erfiðustu atriðunum. Þannig er
nú bara eðli kvikmyndagerð-
arinnar.“
– Ertu sjálfur tengdur viðfangs-
efninu með einhverjum beinum
hætti?
„Við erum öll tengd þessu við-
fangsefni með beinum hætti. Við er-
um alltaf að gera okkur mat úr ör-
birgð annarra jarðarbúa,
mergsjúgum, misnotum og arðræn-
um þá okkur til lífsfyllingar – að við
höldum.“
– Það hljóta að hafa verið ein-
hverjir sem reyndu að fá þá ofan af
því að gera þessa mynd?
„Nei. Ég er svo lánsamur að vera
studdur heilshugar af framleið-
endum mínum sem eru ekki í þessu
fagi til að græða peninga. Sam-
vinnan við þá hefur alltaf verið feiki-
lega ánægjuleg og náin.“
– Hvaðan hafa háværustu gagn-
rýnisraddirnar í garð myndarinnar
hljómað?
„Karlmenn hafa haft hærra en
konur. Eldra fólk hefur haft hærra
en það yngra. Þetta er eitthvað sem
Vel ekki mynd-
irnar því mynd-
irnar velja mig
Fáar kvikmyndir hafa slegið menn eins harkalega
og sænska myndin Lilja að eilífu sem nú er sýnd á
Norrænum bíódögum. Skarphéðinn Guðmundsson
ræddi við leikstjóra hennar, hinn virta Lukas
Moodysson, um hugsjónir og heimsins hörmungar.
„Ég vildi komast eins nærri Lilju og ég gæti. Og til þess að takast það þurfti ég og vildi að ég, og um leið áhorf-
endur, sæi heiminn alfarið með hennar augum – og það sem hún sér er nær allt í svartamyrkri.“
Lukas Moodysson er 33 ára gam-
all, kvæntur tveggja barna faðir
og býr og starfar í Malmö.
Ljósmynd/Per-Anders Jörgensen-Memfis Film
2 Tilnefningar til Óskars-verðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.
SV. MBL
Kvikmyndir.com
HK DV
Tilnefningar
til Óskar-
sverð-launa þ.
á. m. besta
mynd
13
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.45.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Stútfull af topp tónlist
og brjálæðri spennu.
Missið ekki af þessari
mögnuðu mynd.
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
HJ MBL
Powe
rsýni
ng
kl. 1
0.
Ó.H.T. Rás2
Sýnd kl. 2.45.
Sýnd kl. 2.45 og 4.10.
Sýnd kl. 1.50 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50.
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4. Bi. 12.
kl. 8.
Frábær mynd frá leikstjóranum
Martin Scorsese
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna, þ.á.m.
besta mynd og besti
leikstjóri
10
HJ MBL
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 12.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára
Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu.
Missið ekki af þessari mögnuðu mynd.
kl. 4.
13
Tilnefningar til Óskars-
verðlauna þ. á. m.
besta mynd
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2Kvikmyndir.com
Frá leikstjóra Boogie Nights.
Rómantísk gamanmynd á mörkum þess að vera
rómantísk gamanmynd!
Ein eftirminnilegasta mynd ársins.
Frumsýning
Kvikmyndir.com
6
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna,
þ.á.m. besta mynd.
Ó.H.T. Rás2