Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 2

Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ McLOUIS HÚSBÍLAR Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, laugardag frá kl. 10-16 Opið á morgun, sunnudag, frá kl. 11-16 Einnig bjóðum við upp á McLouis GLEN 6 metra húsbíl, verð 4.200.000, og Sterling Benz Sprinter 316, 6,7 metrar, verð 5.500.000. EFTIRLIT Í BAGDAD Bandaríkjaher hyggst taka upp eftirlit að nóttu til í hverfum Bagdad til að reyna að koma á reglu og vinna trúnað skelfdra íbúanna. Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að algjör upplausn og stjórnleysi ríkti í Bagd- ad og bregðast þyrfti við. Samfylking með mest fylgi Samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morg- unblaðið mælist Samfylkingin með 37,1% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 33,1%. Framsóknarflokkurinn er með 10,3% atkvæða og Frjáls- lyndi flokkurinn fer upp fyrir Vinstri græna, fær 8,9%, en Vinstri grænir eru með 8,7%. Nýtt afl fær 1,1% at- kvæða. Grænmetið hækkar Samkvæmt nýrri verðkönnun Samkeppnisstofnunar hefur með- alverð á nokkrum tegundum græn- metis hækkað frá því í mars. Þannig hækkaði meðalverð á papriku um 10–28%. Aðalmeðferð frestað Aðalmeðferð í stóra málverkaföls- unarmálinu hefur verið frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur fram yfir páska og reiknað með að hún hefjist á nýjan leik í lok apríl með vett- vangsgöngu um Kjarvalsstaði. Stórtjón í Sandgerði Tjón á fiskverkunarhúsi Jón Erlingssonar í Sandgerði, sem brann í fyrrinótt, er talið nema á annað hundrað milljónum króna hið minnsta. Grunur um eldsupptök beinist að rafmagni. L a u g a r d a g u r 12. a p r í l ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 44/47 Viðskipti 16/21 Skoðun 47/48 Erlent 22/28 Minningar 49/55 Höfuðborgin 29 Kirkjustarf 57/63 Akureyri 30 Bréf 66/67 Suðurnes 31 Myndasögur 64 Árborg 32 Dagbók 66/67 Landið 33 Staksteinar 62 Heilsa 34/35 Íþróttir 70/71 Neytendur 36/37 Fólk 72/77 Listir 38/39 Bíó 74/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Viðhorf 44 Veður 79 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Orka og fram- tíð þjóðar. Blaðinu er dreift um allt land. KAMFÝLÓBAKTERSÝKINGUM í mönnum hefur fækkað um 80% frá því árið 1999 og er sá árangur fyrst og fremst þakkaður fyrir- byggjandi aðgerðum sem ráðist var í til að auka öryggi matvæla, að því er fram kom á málþingi um kamfýlóbakter í gær. Talið er að fækkun sýkingartil- fella þýði 130–260 milljóna króna sparnað fyrir samfélagið árlega, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra en hún flutti ávarp á málþinginu. Hún benti á að í ná- grannlöndunum væri litið til að- gerðanna á Íslandi sem fyrirmynd- ar á þessu stigi og gjarnan talað um íslensku aðferðina. Jarle Reiersen, dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hjá embætti yfir- dýralæknis, segir að aðgerðirnar sem gripið var til eftir faraldurinn 1999 hafi að mestu leyti verið á framleiðslustigi kjúklinga. „Mörg atriði koma þarna saman eins og aukið eftirlit í framleiðslunni, skyldumerkingar umbúða og fræðsla til neytenda. Líklega skiptir þó mestu máli að ákveðið var að frysta allar afurðir sem vit- að var að væru mengaðar til að fækka sýkingum í mönnum.“ Hann bendir á að aðgerðirnar séu enn í stöðugri þróun enda sé afar mikið í húfi. Þótt sýkingartilfellum í mönnum hafi fækkað hefur mengun ekki minnkað í sláturhópum og eru nú 14–18% kjúklinga menguð, að sögn Jarle. „Allir leggja sig fram en það er ákaflega erfitt að koma í veg fyrir að smit komist í kjúklingana. Nú er svo komið að í Svíþjóð eru til dæmis 10% kjúklinga menguð og í Danmörku 40%.“ Árið 1999 voru skráðar kamfýló- baktersýkingar 326 en 2002 voru þær 74 vegna smits af innlendum toga. Jarle bendir á að 1999 hafi verið fulljóst að meginorsökin var kjúklingar, núna hafi hins vegar komið fram í máli lækna að vís- bendingar séu um aðra orsaka- valda sem tengist ekki kjúklinga- neyslu eins og ómeðhöndlað yfirborðsvatn og ógerilsneydd mjólk. Aðgerðir gegn kamfýlóbakter bera góðan árangur Sýkingum í mönnum hefur fækkað um 80% ÞESSI glæsilegi kjóll er á meðal þess sem sjá má á sýningunni Upp- skeru 2003 sem haldin var í gær og verður einnig í dag þar sem nem- endur úr framhaldsskólum höfuð- borgarsvæðisins sýna afrakstur náms síns. Nemendurnir stunda all- ir nám sem tengist hönnun, eins og fatahönnun, klæðskurð, kjólasaum og iðnhönnun. Markmiðið með há- tíðinni er að kynna til leiks ungt og hæfileikaríkt fólk á þessum sviðum og kynna um leið námið. Þema há- tíðarinnar er Regnboginn og var regnbogakjóllinn samstarfsverk- efni skólanna. Sýningin er haldin í Borgartúni 19 en allur ágóði renn- ur til samtakanna Regnbogabarna. Í öllum regnbogans litum Morgunblaðið/Árni Sæberg GERT er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar ásamt Vinnuskóla Reykjavíkur ráði um 4.500 nemendur til starfa í sumar. Á fundi borgarráðs 25. febrúar sl. var samþykkt að verja 150 milljón- um króna til atvinnuátaks fyrir ungt fólk. Samráðshópur varðandi sumar- vinnu skólafólks hefur farið yfir mál- ið og gerði í gær tillögu til borgar- ráðs um ráðstöfun fjárveitingarinnar vegna atvinnuátaksins, en hann áætlar að hægt verði að ráða um 450 nemendur til viðbótarstarfa hjá Reykjavíkurborg vegna aukafjár- veitingarinnar. Um er að ræða leið- beinendastörf og störf fyrir yngri nemendur hjá Vinnuskólanum, störf hjá leikskólum, í félagsþjónustunni, hjá menningarstofnunum og í Ráð- húsinu, hjá Gatnamálastofu, Um- hverfis- og heilbrigðisstofu og ÍTR. Þar fyrir utan liggur fyrir að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar ráði um 1.100 nemendur og Vinnu- skólinn um 3.000 yngri nemendur til starfa í sumar, en nú hafa 1.980 nem- endur 17 ára og eldri óskað eftir sumarstarfi hjá vinnumiðlun skóla- fólks. Í fyrra skráðu sig 2.695 manns og voru 1.955 ráðnir. 4.500 sum- arstörf hjá borginni MAÐURINN sem lést í bílslysi á Sauðárkróki á fimmtudag, þegar pallbifreið og malarflutn- ingabifreið rákust saman, hét Steindór Hlöðversson. Hann var fæddur 26. maí árið 1980 og bjó í foreldrahúsum í Laugar- túni 25 á Svalbarðseyri. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í bílslysi TVÆR þyrlur Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli fóru í gær til að sækja slasaðan sjómann um borð í litháískt fiskiskip, sem var statt 274 sjómílur suðaustur af Keflavík. Umboðsmað- ur litháíska fiskiskipsins Utena hafði samband við Landhelgisgæsluna um klukkan 13.30 í gær og óskaði eftir aðstoð vegna skipverja um borð sem hafði fótbrotnað og var með opið beinbrot. Einn af skipverjum Utena er læknanemi og gerði hann að sárinu til bráðabirgða. Svæðið sem Utena er statt á er á björgunarsvæði björgunarmiðstöðv- arinnar í Clyde í Skotlandi. Var ákveðið að óska eftir því við Varn- arliðið að það sækti slasaða skipverj- ann. Tveimur tímum síðar var búið að hífa hinn slasaða um borð í aðra þyrluna og um kl. 20 lenti hún við Landspítalann í Fossvogi. Þyrlur sóttu slasaðan sjómann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.