Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 8

Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástæðulaust að puðra miklu í auglýsingar, flokkarnir gætu þess vegna farið allir í sömu rútunni í þessa skattalækkunarferð. Ætla að stofna Stangaveiðifélag Akureyrar Nú reynir á áhuga manna STANGAVEIÐI ergríðarlega vinsælttómstundagaman meðal landsmanna. Stangaveiðifélög eru skjól og hagsmunaverðir margra, en þannig vill til að í höfuðstað Norður- lands, Akureyri, eru að- eins starfandi litlir veiði- klúbbar. Þar er ekkert stangaveiðifélag eins og í flestum af stærri bæjum landsins. Ragnar Hólm Ragnarsson ætlar nú að bæta úr því. – Þú ætlar að stofna Stangaveiðifélag Akureyr- ar, hvernig vaknaði sú hugmynd? „Það sem ég ætla að gera er að láta reyna á áhuga Akureyringa fyrir því að hafa hér stórt og öflugt stangaveiðifélag. Ég er Akureyr- ingur, en hef starfað um árabil fyrir sunnan. Í byrjun síðasta árs kom ég síðan heim og af því að ég er þessi félagsmálatýpa sem vill vera að skipta sér af öllu og hafði verið á kafi í stangaveiðifélaga- málum í Reykjavík, fór ég að kanna hvernig þessum málum var háttað á Akureyri. Í ljós kom að hér eru aðeins lítil og jafnvel lok- uð félög sem hafa skapast um ein- hver afmörkuð sérstök veiðisvæði. Það eru stór og öflug stangaveiði- félög í Reykjavík, Hafnarfirði, á Selfossi, í Keflavík og Borgarnesi svo eitthvað sé nefnt, en í þessum stóra bæ, Akureyri, ekki neitt. Þegar ég kom til Akureyrar kynntist ég fljótt hópi veiðimanna sem hittist reglulega yfir flugu- hnýtingum í Listagilinu og þar fannst mér ég heyra á mönnum að áhugi væri fyrir slíku félagi. Það hefur því orðið úr að láta á málið reyna.“ – Hvar verður fundurinn? „Hann verður á Hótel KEA í dag klukkan 15. Þetta er undir- búningsfundur, ekki stofnfundur. Það á að koma í ljós hvort grund- völlur er fyrir stofnun Stanga- veiðifélags Akureyrar og ef svo reynist verður skipuð undirbún- ingsnefnd.“ – Hvaða væntingar gerir þú þér? „Ég renni algerlega blint í sjó- inn, en mér hefur skilist á mönn- um að áhugi sé mikill fyrir þessu og margir hafa hvatt mig til þessa fundar. Nú reynir því á hver sá áhugi er í raun og veru. Það er al- veg ljóst að ef það mæta um eða innan við fimmtíu manns þá kem ég ekki nálægt þessu meir því þá er ljóst að hinn meinti áhugi er ekki fyrir hendi og ég ætla ekki draga vagninn einn fyrir lítinn hóp manna. Komi milli 50 og 100 manns, hvað þá fleiri, þá horfir málið hins vegar allt öðru vísi við. Þá reynum við að koma þessu dæmi á koppinn. En menn verða að sýna áhuga sinn í verki. Ef það er t.d. ekki hægt að sleppa einum leik í enska boltanum, þá hafa menn bara ekki þann áhuga sem þarf.“ – Nú hafa sumir sagt að tími stangaveiði- félaga sé á enda runn- inn, markaðsöflin hafi náð slíku tröllataki á greininni. „Það er alveg rétt að stanga- veiðiumhverfið er orðið afskap- lega markaðsvætt þar sem 3–4 mjög stórir aðilar ráða verðlagn- ingu og bæta stöðugt við sig vatnasvæðum. Ég tel að við þessu sé ekkert að gera, þetta er þróun sem hefur orðið og er staðreynd. Hlutverk stangaveiðifélaga er þó meira en það eitt að útvega vatna- svæði fyrir félaga sína þótt það skipti auðvitað miklu máli. Eitt meginatriðið hvað okkur Akur- eyringa varðar er, að við höfum verið sundraðir og sem slíkir haft lítið bolmagn til að svara tilboðum í veiðisvæði. Það er mikilvægt að menn þjappi sér saman, bæði til að standa sterkir út á við, t.d. gagnvart umræddum markaðsöfl- um og einnig á félagslegum for- sendum. Sterkt stangaveiðifélag á Akureyri myndi standa fyrir öfl- ugu félagslífi og fræðslu og von- andi barna- og unglingastarfi.“ – En þið mynduð leita eftir því að taka vatnasvæði á leigu eða hvað? „Öll stangaveiðifélg hafa augun opin fyrir slíku og við yrðum engin undantekning. Ef við værum með stórt og kröftugt félag yrðum við að bjóða félögum upp á góða val- kosti. Ég get hins vegar ekkert sagt um áherslur í þeim efnum, það verður að koma í ljós hvernig þessi félagsstofnun fer af stað. Hins vegar er ekkert launungar- mál að hér í nágrenninu og nær- sveitum eru margir álitlegir kostir fyrir öflugt stangaveiðifélag.“ – Nú eru nokkur lítil félög á Ak- ureyri, er það meiningin að gleypa þau? „Nei, alls ekki. Öflugt stanga- veiðifélag á staðnum gæti komið þessum félögum til góða á ýmsa vegu og þessi félög eiga öll að geta unað hag sínum vel í jafnstórum bæ og Akureyri er. Alls konar samstarf er inni í myndinni ef menn kæra sig um.“ – Hefurðu einhverja fyrirmynd, t.d. Stanga- veiðifélag Reykjavík- ur? „Ég sé ekki að Stangaveiðifélag Akur- eyrar verði rekið eins og SVFR, þar eru t.d. 2–3 starfsmenn á laun- um. Hins vegar er margt annað svipað hjá öllum þessum stærri stangaveiðifélögum landsins, t.d. úthlutunarreglur, siðareglur o.m.fl. Við munum fara yfir þetta allt saman og nota það sem best er og reyna jafnframt að bæta ein- hverju við.“ Ragnar Hólm Ragnarsson  Ragnar Hólm Ragnarsson er fæddur á Akureyri 19. nóvember 1962. Hann er með BA-próf í fé- lagsfræði og heimspeki frá Há- skóla Íslands 1987. Hóf störf á Stöð 2 1987, fyrst sem þýðandi, og endaði sem kynningarstjóri fyrirtækisins, en hann hætti störfum þar 2001. Vann síðan ýmis útgáfustörf þar til í janúar 2002 að hann var ráðinn upplýs- inga- og kynningarstjóri Ak- ureyrarbæjar. Ragnar hefur m.a. verið formaður Stangaveiði- félagsins Ármanna og Lands- sambands stangaveiðifélaga. …þá reynum við að koma þessu á koppinn SLÁTURFÉLAG Austurlands hef- ur undanfarið kannað kosti þess að reisa nýtt sláturhús á Austurlandi, annaðhvort nálægt Egilsstöðum eða í Reyðarfirði. Framkvæmdastjóri og ritari fé- lagsins fóru í kynnisferð til Lundúna nýverið og hittu þar m.a. Ray Pratt hjá fyrirtækinu RSP, sem byggir og þjónustar sláturhús. Pratt er vel kunnugur íslenskum sláturhúsum og kjötútflutningsmarkaði og hefur á síðustu tíu árum starfað fyrir velflest sláturhús á Íslandi, a.m.k. þau sem hafa útflutningsleyfi á ESB. Í skýrslu um ferðina, sem kynnt var á aðalfundi Sláturfélags Austur- lands fyrir skemmstu, kemur m.a. fram að Pratt gefur íslenskum slát- urhúsum ekki háa einkunn. Hann segir afkastagetu þeirra ekki nýtta til fulls vegna illa þjálfaðs starfsfólks og slakrar starfsmannastjórnunar. Þá sagði hann vinnslulínurnar, frá rotara að kjötmatsvigt, oft ofmann- aðar af sömu ástæðu. Mannlegi þátt- urinn sé langsamlega stærsta brota- lömin í slátrun á Íslandi og sinnuleysi um þjálfun starfsfólks eigi þar stærstan þátt. Pratt segir nauðsynlegt að fá fólk til starfa þremur vikum áður en byrjað er að slátra á fullum afköst- um. Fyrstu tvo til þrjá dagana eigi eingöngu að fara yfir verkin með til- sögn, en síðan að byrja slátrun með litlum afköstum. Þetta þurfi að gera fyrir hverja sláturtíð, jafnvel þó að litlar breytingar séu á mannahaldi á milli ára. Pratt telur, skv. skýrslunni, flest útflutningssláturhús landsins í hættu með að missa leyfi sín vegna slaks viðhalds. Hann tiltekur hrörn- un húsanna og slakt viðhald, fremur en vaxandi kröfur erlendra eftirlits- aðila. Íslendingar að glata verð- mætum sem felast í innmat Þá segir Pratt að Íslendingar séu í stórum stíl að glata verðmætum með því að urða innmat. Markaður sé fyr- ir hendi fyrir nær allar tegundir inn- matar á Bretlandseyjum og afgang- urinn fari í kjötmjöl. Raunar þurfi stundum að hafa fyrir því að finna markað fyrir sumt af innmatnum og þar með séu Íslendingar úr leik, því áhugaleysi þeirra og vangeta í mark- aðsmálum sé með ólíkindum. Gefur íslenskum slát- urhúsum falleinkunn Egilsstöðum. Morgunblaðið. Sláturfélag Austurlands heimsótti RSP í London

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.