Morgunblaðið - 12.04.2003, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN segir að fram-
leiðslugeta BM Vallár á hellum og
steinum hafi verið aukin mikið. Nú sé
mögulegt að framleiða um 2.300 fer-
metra á dag, samanborið við 1.600
fermetra áður. Báðar verksmiðjur
fyrirtækisins voru stækkaðar, til að
anna eftirspurn á mestu álagstímum
á sumrin, en um 70% allrar sölu fara
fram á fimm mánaða tímabili.
Samhliða þessu hefur fyrirtækið
fjárfest í nýrri aðstöðu fyrir alla ein-
ingaframleiðslu þess í Garðabæ. „Sú
fjárfesting mun auka afkastagetu
okkar í garða- og húseiningum um-
talsvert, auk þess sem við náum fram
umtalsverðu hagræði með bættu
skipulagi framleiðslunnar,“ segir
Þorsteinn.
BM Vallá vinnur nú að því setja
upp steypustöð á Reyðarfirði, að sögn
Þorsteins. „Við höfum gert samning
við Ístak, um steypu í Reyðarfjarð-
argöngin. Í þeim tilgangi munum við
koma upp steypustöð með fullum af-
köstum inni í Reyðarfirði. Henni er
ætlað að geta sinnt þeim verkefnum
sem eru fyrirsjáanleg á næstu árum, í
tengslum við framkvæmdirnar fyrir
austan,“ segir Þorsteinn.
Töluverðar framkvæmdir
á Reyðarfirði
Hann segir ljóst að töluvert af
íbúðarhúsnæði muni verða byggt á
Reyðarfirði á næstu árum. „Svo eru
auðvitað talsverðar framkvæmdir
þar, í tengslum við byggingu álvers, á
næstu árum,“ segir Þorsteinn.
Að sögn Þorsteins er ætlunin að
starfrækja steypustöðina á Reyð-
arfirði til frambúðar. „Við munum
þurfa að ráða heimafólk til starfa hjá
okkur og jafnframt flytja fólk með
sérþekkingu á steypuframleiðslu
austur. Ætlunin er einnig að bjóða
upp á allar okkar framleiðsluvörur af
lager á Reyðarfirði, fyrir norðaust-
urhluta landsins. Þarna er um
ákveðna tilraun að ræða, því flutn-
ingskostnaður svona þungrar vöru er
almennt afar drjúgur hluti af verði
hennar. Með þessu vonumst við til
þess að geta sinnt þessu svæði með
sambærilegu verði og því sem við
bjóðum á höfuðborgarsvæðinu.“
Nýjungar í hellum og steinum
BM Vallá gefur út myndarlegan
bækling um vörur og þjónustu á
tveggja ára fresti. Handbókin í ár er
116 síður að stærð, í lit og prýddur
miklum fjölda mynda. Þorsteinn seg-
ir að í honum megi finna ýmsa ný-
breytni í vöruúrvali fyrirtækisins.
„Þar má nefna nokkrar nýjungar í
hellum og steinum. Við höfum aukið
framboðið af steinflísum töluvert, en
þær eru sérstaklega hugsaðar fyrir
verandir og garðskála. Litaúrvalið er
meira en áður,“ segir hann. Þá segir
Þorsteinn að framboð garðeininga
hafi einnig verið aukið nokkuð.
„Einnig eru í þessum bæklingi
tveir nýir vöruflokkar. Annars vegar
eru múrvörur, en í fyrra keyptum við
fyrirtæki sem heitir Steinprýði ehf.
og tókum þar með yfir framleiðslu og
sölu múrefna af ýmsum gerðum. Við
bjóðum nú upp á heildarlausn í múr-
kerfum utanhúss, sem eru sér-
staklega hönnuð fyrir íslensk veð-
urskilyrði. Eitt erfiðasta viðfangsefni
húsbyggjenda hér á landi er veðr-
unin. Líklegast búa Íslendingar við
ein örustu frost- og þíðuskipti í heimi
yfir vetrartímann og þá mæðir mjög
mikið á ytra byrði húsanna,“ segir
Þorsteinn.
Nýtt litakerfi
Hinn nýi vöruflokkurinn er frá-
veitukerfi, en BM Vallá tók yfir Pípu-
gerðina í Garðabæ árið 2001. Helstu
framleiðsluvörur eru steinsteypt
múffurör, falsrör, brunnar, hús-
brunnar, brunnbotnar og tilheyrandi
tengistykki.
Samhliða þessu býður fyrirtækið
nú upp á nýjung í litun á steinefnum.
„Aðallega þá fyrir hellur og steina og
einingar. Í vetur fjárfestum við í nýju
litakerfi, sem eykur mjög möguleika í
sérlitun og sérþjónustu, einkum fyrir
arkitekta. Nú er í raun hægt að
blanda hvaða lit sem er og lita með
honum steypuna. Framleiðslutæknin
er líka markvissari og öruggari en áð-
ur.“
Ágætar horfur
Spurður um horfur í byggingariðn-
aði segir Þorsteinn þær vera ágætar.
„Það er ljóst að byggingariðnaður
hefur verið í niðursveiflu núna í á
annað ár, en átaksverkefni rík-
isstjórnarinnar mun án efa örva
greinina töluvert á næstu misserum.
2001 var mikið þensluár. Mikið var
byggt af stöðluðu atvinnuhúsnæði,
sem síðan hefur að miklu leyti staðið
autt og verið baggi á greininni. Íbúð-
armarkaðurinn hefur þó verið í ágæt-
is jafnvægi, mikil spurn verið eftir
fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.
Sá hluti geirans er í góðu lagi, en
mjög hefur dregið úr stórfram-
kvæmdum frá árinu 2001,“ segir
hann.
„Byggingariðnaðurinn er almennt
um einu ári á eftir hagsveiflunni og á
síðasta ári var að nokkru leyti tekinn
út sá slaki sem hafði verið annars
staðar í hagkerfinu 2001. Ég myndi
þó alls ekki segja að það væri nein
kreppa í byggingariðnaðinum. 2002
var ágætis jafnvægisár og árið í ár
virðist vera það líka; það er ekki
ósennilegt að við getum verið að
horfa fram á 5–10% vöxt á þessu ári,
en ég á ekki von á að áhrifa stór-
iðjuframkvæmda verði farið að gæta
að neinu marki fyrr en þegar komið
verður vel fram á næsta ár,“ segir
Þorsteinn.
Óljóst hver þensluáhrifin verða
Þar að auki, segir Þorsteinn, á eftir
að koma í ljós hve mikill hluti fram-
kvæmdanna skili sér inn í íslenskt
efnahagslíf. „Þarna eru stór erlend
verktakafyrirtæki, sem flytja umtals-
verðan hluta starfsfólks, tækja og
búnaðar, inn til landsins með sér. Við
eigum eftir að sjá hver þensluáhrifin
af því verða fyrir íslenskan bygging-
ariðnað.“
Eins og fram kemur hér að ofan
hóf Þorsteinn störf sem fram-
kvæmdastjóri hjá BM Vallá fyrir
tæpu ári. Áður hafði hann verið yf-
irmaður greiningardeildar Kaup-
þings og yfirmaður Íslandsdeildar
einkabankaþjónustu Kaupthing
Bank Luxembourg. Þar áður, árin
1995–1998, starfaði hann sem blaða-
maður á Morgunblaðinu. Hann segir
breytinguna hafa verið mjög
skemmtilega. „Það er gaman að
koma inn í umhverfi sem er svo gjör-
ólíkt því sem maður bjó við áður og
takast á við ný og spennandi verk-
efni,“ segir hann, „þetta er skemmti-
legur markaður sem einkennist af
mikilli samkeppni. Menn verða að
vera á tánum í þjónustu við við-
skiptavinina.“
Aukin framleiðslu-
geta og bætt skipulag
Morgunblaðið/RAX
Þorsteinn Víglundsson er bjartsýnn á horfur í byggingariðnaði.
Þorsteinn Víglundsson var ráðinn framkvæmdastjóri hjá BM Vallá fyrir tæpu
ári. Hann segir að fyrirtækið hafi stóraukið framleiðslugetu í hellum og stein-
um að undanförnu samhliða auknu vöruframboði. Þá ætli það að opna steypu-
stöð á Reyðarfirði í byrjun sumars. Einnig er nýútkomin vegleg handbók um
vörur og þjónustu fyrirtækisins.
EFTA-ríkin nýta ekki að fullu mögu-
leika sína til að hafa áhrif á ákvarð-
anir sem teknar eru innan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES). Alþingi Ís-
lendinga hefur til að mynda engin
áhrif á mótun yfir 80% af löggjöf
ESB, sem Íslandi er þó skylt að taka
upp. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra á ráðstefnu um
hagsmunagæslu innan EES sem
haldin var í utanríkisráðuneytinu í
gær.
„Vissulega felst fullveldisskerð-
ing í inngöngu í ESB, en aðild að
EES felur einnig í sér verulega
fullveldisskerðingu eins og dæmin
hér á undan sanna. Sannleikurinn
er sá að þjóðir heims deila fullveldi
sínu hver með annarri í vaxandi
mæli. Aðalatriðið í þeirri þróun er
að sérhver þjóð geti haft áhrif á þá
þróun svo að þær geti gætt mik-
ilvægra hagsmuna sinna. Hvort
sem fólki líkar betur eða verr erum
við aðilar að innri markaði ESB og
þurfum að taka yfir ákvarðanir
Evrópusambandsins á því sviði
með sama hætti og íbúar þess.“
Halldór sagði að bæði stjórnvöld
og ýmis samtök á Íslandi þyrftu að
standa að skipulagðri hagsmuna-
vörslu á erlendum vettvangi til að
koma málum sínum á framfæri.
„Almenningur í EFTA-ríkjunum
hefur sífellt minni áhrif á þær regl-
ur sem móta daglegt líf hans í sí-
auknum mæli. Á sama tíma miða
áherslur Evrópusambandsins að
því að auka áhrif almennings.“
Halldór sagði þingmenn Evrópu-
þingsins nú hafa meira vægi í
ákvarðanatöku. Allir, þ.á m.
fulltrúar EFTA-ríkjanna, geti nýtt
sér aðgang að þingmönnunum.
Hann sagðist telja að það þyrfti að
gerast með skipulegri hætti en
verið hefði.
Halldór tók sem dæmi að fyrir
rúmum tveimur árum þegar til
stóð að loka á allan innflutning á
fiskimjöli til Evrópu hefði fulltrú-
um íslenskra stjórnvalda ekki verið
leyft að sitja fundi um málið.
Fulltrúar Íslands hefðu því beitt
nokkurs konar hagsmunagæslu
með því að hanga á göngum funda-
húsnæðis og koma þannig að sínum
röksemdum.
„Það hlýtur að vera umhugsunar
virði að við skulum í dag standa
frammi fyrir þeirri staðreynd að
við verðum að grípa til nokkurs
konar „lobbýisma“ til þess að hafa
áhrif á mótun framtíðarlöggjafar
okkar. Er það í raun viðunandi
staða fyrir þjóð sem er stolt af
sjálfstæði sínu og fullveldi?
Mér þykir því einsýnt að við
verðum að leita allra leiða til að
kanna hvort okkur bjóðast ekki
betri kostir sem samræmast betur
hugmyndum okkar um fullveldi og
sjálfstæði og tryggja sem best
hagsmuni Íslands.“
Verðum að gæta
hagsmuna okkar
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
ÞAÐ AÐ skapa sér sérstöðu og
markaðssetja landið út frá því er
það sem mestu máli skiptir á vett-
vangi Evrópusambandsins, ESB, í
Brussel, að því er fram kom í máli
Donalds MacInnes framkvæmda-
stjóra skoskrar stofnunar sem sér
um hagsmunagæslu fyrir skoskar
stofnanir og samtök gagnvart
ESB, á ráðstefnu um markvissari
hagsmunagæslu á Evrópska efna-
hagssvæðinu, EES, sem fram fór í
Utanríkisráðuneytinu í gær.
Íslendingar ættu að
markaðssetja hreina loftið
Ræddi MacInnes um reynslu
Skota af hagsmunagæslu á þessum
vettvangi, en þeir hafa sinnt henni
með skipulegum hætti með góðum
árangri að hans sögn. Vék hann
einnig stuttlega að því hvað skipt
gæti Íslendinga máli og nefndi um-
hverfismál sem málaflokk sem Ís-
lendingar ættu að sinna sérstak-
lega í Brussel. Stakk hann upp á í
framhaldi að Íslendingar markaðs-
settu hið hreina íslenska loft á
vettvangi ESB í Brussel, en hreina
loftið væri nokkuð sem skapaði
okkur sérstöðu. Það að skapa sér
sérstöðu og markaðssetja landið út
frá því er einmitt það sem mestu
máli skiptir á þessum vettvangi að
hans sögn, enda eru 170 þjóðir eða
umdæmi með skrifstofur í Brussel
sem sinna þar hagsmunagæslu
gagnvart ESB og á
milli þeirra ríkti sí-
vaxandi samkeppni.
Skotar hefðu meðal
annars skapað sér
sérstöðu fyrir ný-
sköpun og sagði Mac-
Innes gamansögu af
því á fundinum
hvernig einræktaða
kindin Dolly væri
tákn í huga margra
fyrir nýsköpun og
það rannsóknar- og
þróunarstarf sem
fram færi í landinu.
MacInnes sagði að
það skipti máli fyrir
Íslendinga að láta almennt til sín
taka í hagsmunagæslu sem fyrst,
og því fyrr því betra, eins og hann
orðaði það.
Sjá um hagsmunagæslu fyrir
70 stofnanir og samtök
Scotland Europe er stofnun sem
sér um að kynna hagsmunamál
Skota gagnvart ESB, og annarra
þjóða og umdæma innan Evrópu.
Hagsmunagæsla Scotland Eur-
ope nær til 70 skoskra aðila í hin-
um ýmsu geirum, þ.m.t. úr opin-
bera geiranum, einkageiranum,
borgaralegra samtaka og sjálf-
boðaliðasamtaka. Sem dæmi þá
gætir stofnunin hagsmuna
Hagþróunarskrifstofu Skotlands,
Umhverfisverndar-
skrifstofunnar,
fjölda skoskra há-
skóla og Samtaka
skoskra viskífram-
leiðenda svo eitthvað
sé nefnt, en Donald
MacInnes kvaðst
sérstaklega stoltur
af þeim hluta starfs-
ins.
Megin markmið
stofnunarinnar er að
veita upplýsingar,
ráðgjöf, greiningu og
vitneskju um reglu-
gerðir ESB og til-
skipanir, aðstoða
meðlimi við að útvega fé úr sjóðum
sambandsins til einstakra verkefna
og tryggja að hagrænum málefnum
Skotlands sé fylgt eftir innan svo-
kallaðs Lissabon ferlis sem hefur
það langtímamarkmið að gera Evr-
ópu að mikilvægasta þekkingar-
hagkerfi í heiminum fyrir árið
2010.
Staðlar gegn fjölbreytileika
Donald sagði á fundinum að það
væri mótsögn að á sama tíma og
hvatt væri til fjölbreytileika innan
ESB og að hlúð væri að sérstöðu
þjóða þá væri enginn endir á
staðla- og reglugerðasetningum
sem hefðu það að markmiði fremur
en hitt að steypa alla í sama mót.
Skiptir landið máli að
skapa sér sérstöðu
Donald MacInnes