Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 21

Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 21 699kr. Páskakrýsi 299kr. Páskaliljur í potti (ath. keramikpottur fylgir ekki) 990kr. Sýpris 100-120 sm Verð áður 2.790 kr. blómstrandi páskar 299kr. Blómstrandi páskagreinar, 2 stk. 99kr. Ís & málsháttarpáskaegg (aðeins í Sigtúni og Akureyri) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 07 90 04 /2 00 3 SAMRÁÐSNEFND landssam- banda ASÍ telur fullkomlega óeðli- legt að á sama tíma og um 6.000 manns eru á atvinnuleysisskrá hér á landi sé gengið út frá því fyr- irfram að ekki verði hægt að manna fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu Kárahnjúkavirkjunar að mestu leyti með íslensku vinnuafli. Samráðsnefnd vegna Virkjunar- samnings, sem skipuð er fulltrúum Rafiðnaðarsambands Íslands, Sam- iðnar og Starfsgreinasambands Ís- lands, sendi í gær frá sér frétta- tilkynningu, í tilefni af fréttum í fjölmiðlum af kynningarfundi Landsvirkjunar og Impregilo 9. apríl, sl. Þar segir að vegna fyr- irhugaðra framkvæmda við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar vilji samráðsnefndin taka eftirfarandi fram: „Í fréttum kemur fram að fyr- irtækið þurfi að flytja inn stóran hluta starfsmanna og tvær ástæður gefnar upp fyrir því. Í fyrsta lagi er gefið til kynna að það þurfi að flytja inn stóran hóp starfsmanna vegna sérþekkingar og í öðru lagi verði ekki hægt að fá nægt vinnuafl hér á landi. Í þessu sambandi er rétt að horfa til þess að íslensk fyr- irtæki hafa verið aðalverktakar við virkjunarframkvæmdir hér á landi til marga ára og byggt upp góða verkþekkingu meðal íslenskra starfsmanna. Eina sem er frá- brugðið við Kárahnjúkavirkjun er tæknin við gangagerð en gert er ráð fyrir að bora í stað þess að sprengja. Önnur ástæðan sem upp er gefin er að íslenskur vinnumarkaður sé svo smár að hann beri ekki svo miklar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir. Nefndin vill benda á að um 6.000 manns eru á atvinnuleys- isskrá í dag og því verður að telja fullkomlega óeðlilegt að gefa sér fyrirfram að ekki verði hægt að manna fyrirhugaðar framkvæmdir að mestu leyti með íslensku vinnu- afli. Samráðsnefndin bendir á að sækja þarf um atvinnuleyfi fyrir starfsmenn utan EES og forsendan fyrir slíkum leyfum er að öll störf verði auglýst fyrst á Íslandi. Einnig vil samráðsnefndin benda á að laun og önnur ráðningarkjör starfs- manna fara eftir ákvæðum Virkj- unarsamningsins sem tekur til allra framkvæmda á svæðinu. Í því sam- bandi skiptir þjóðerni starfsmanna engu máli. Reykjavík 10. apríl 2003 Rafiðnaðarsamband Íslands Samiðn Starfsgreinasamband Íslands.“ Samráðsnefnd landssambanda ASÍ gagnrýnir innflutning vinnuafls vegna Kárahnjúka Óeðlilegt að reikna ekki með íslensku vinnuafli SIGURÐUR Arnalds verkfræðing- ur, sem sér um almannatengsl vegna Kárhnjúkavirkjunar fyrir Lands- virkjun, segir að Landsvirkjun hafi áætlað að hlutur íslensks vinnuafls við Kárahnjúkavirkjun yrði mjög hár. Það séu hins vegar í gildi frjálsir samningar og frjáls viðskipti. Ítalska fyrirtækið Impregilo sé á evrópska efnahagssvæðinu og kjósi að nýta sitt reynda vinnuafl við það sem sé sérhæft og vandasamt, sérstaklega varðandi það að reka hinar þrjár flóknu borvélar sem notaðar verða. Impregilo hafi byggt margar virkj- anir og það sé eðlilegt að fyrirtækið vilji nýta fastan starfskraft frá ein- um vinnustað til annars. Sigurður segir að þrátt fyrir þetta séu framundan fjölmörg stór verk- efni. Engin ástæða sé því til að óttast áhrif þess að margir útlendingar vinni við Kárahnjúkavirkjun. Frá- leitt sé að halda því fram að þeir Ís- lendingar sem geta lyft hendi fái ekki vinnu á þeim uppgangstíma sem sé framundan. Þá segir Sigurð- ur að öllum reglum um atvinnuleyfi fyrir hið erlenda vinnuafl verði að sjálfsögðu fylgt. Að sögn Sigurðar bauð Impregilo í þetta verk á ákveðnu verði en náði ekki samningum til að mynda við Ís- lenska aðalverktaka og Ístak um undirverktöku. Það hafi hins vegar tekist við Arnarfell á Akureyri, sem muni útvega Íslendinga til verksins. Í öðru lagi ætli Impregilo að ráða ís- lenskt starfsfólk í margvísleg störf, en þær ráðningar séu ekki hafnar. Ljóst sé hins vegar að hlutfall út- lendinga í þeim hluta verksins sem nú er að hefjast vinna við, sem er um helmingur heildarverksins, verði hærra en Landsvirkjun gerði ráð fyrir í upphafi. Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun Eðlilegt að Impregilo nýti fastan starfskraft ♦ ♦ ♦ RÁÐHERRANEFND um einka- væðingu hefur ákveðið að gengið verði til viðræðna við Framtak fjár- festingarbanka hf., BM Vallá ehf., Björgun ehf. og Steypustöðina ehf. um kaup á Sementsverksmiðjunni hf. Í fréttatilkynningu frá Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu segir að ákvörðunin byggist á tillögu framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu og mati MP Verðbréfa hf. á þeim fimm tilboðum sem bárust í verksmiðjuna þann 28. mars. Ráð- gert er að viðræður hefjist nú þegar. Sala Sements- verksmiðjunnar Viðræður hefjast við fjóra aðila

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.