Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 24
STRÍÐ Í ÍRAK
24 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MÚGUR kveikti í byggingum, lét
greipar sópa um banka og fleiri
stofnanir í Mosul, stærstu borg
Norður-Íraks, eftir að íraskir her-
menn gáfust þar upp fyrir hersveit-
um Bandaríkjamanna og Kúrda án
þess að veita mótspyrnu. Fregnir
hermdu þó að leyniskyttur hefðu
skotið á bandaríska sérsveitarmenn
þegar þeir nálguðust opinbera bygg-
ingu í miðborginni.
Peningaseðlar voru á víð og dreif á
götunum eftir að múgurinn réðst inn
í banka í miðborginni og fleiri stofn-
anir, meðal annars háskólabókasafn
þar sem sjaldgæf handrit eru geymd.
Frá bænaturnum mosku í miðborg-
inni gullu áskoranir um að fólkið
hætti að eyðileggja borgina. Fólkið
veifaði fánum Kúrdíska lýðræðis-
flokksins.
Nokkrum klukkustundum eftir
uppgjöf írösku hersveitanna, sem
áttu að verja Mosul, réðust banda-
rískir sérsveitarmenn og hundruð
Kúrda inn í borgina. „Hvers vegna
komið þið svona seint?“ hrópuðu
borgarbúar til bandarísku her-
mannanna.
Daginn áður náðu hersveitir
Kúrda og bandarískir sérsveitar-
menn olíuborginni Kirkuk á sitt vald
og mættu þar nær engri mótspyrnu.
Bandarískir fallhlífahermenn voru
sendir til borgarinnar í fyrrakvöld og
vernduðu í gær olíumannvirki og
flugvöll borgarinnar.
Sakaðir um svik
Tyrkir óttast að Kúrdar leggi
Mosul og Kirkuk undir sig til fram-
búðar og stofni sjálfstætt ríki sem
gæti ýtt undir vonir Kúrda í Tyrk-
landi um að fá sjálfstæði. Tyrknesk
stjórnvöld sögðust í gær vera að
íhuga að fjölga hermönnum sínum
við landamæri ríkjanna og gáfu til
kynna að hernaðarhlutun í Norður-
Írak kæmi til greina færu hersveitir
Kúrda ekki úr borgunum. Áætlað er
að um 5.000 tyrkneskir hermenn séu
nú við landamærin.
Varnarmálaráðherra Grikklands,
Yiannos Papantoniou, hvatti í gær
Bandaríkjamenn til að koma í veg
fyrir að Tyrkir sendu hermenn yfir
landamærin. „Verði Írak skipt verða
afleiðingarnar mjög alvarlegar,“
sagði hann.
Abdullah Gul, utanríkisráðherra
Tyrklands, sagði að Kúrdar hefðu
byrjað að flytja herlið sitt frá Kirkuk
í gærmorgun og borgin væri nú á
valdi bandarísku hersveitanna.
Fimmtán eftirlitsmenn úr tyrkneska
hernum hefðu verið sendir til Norð-
ur-Íraks í samræmi við samkomulag
við Bandaríkjastjórn.
Tyrkneskir embættismenn sögðu
að Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefði lofað í heim-
sókn til Tyrklands í vikunni sem leið
að herlið Kúrda fengi ekki að fara
„yfir ákveðna línu“ umhverfis Kirk-
uk og Mosul. „Augljóst er að þetta
loforð hefur ekki verið efnt,“ sagði
tyrkneska dagblaðið Radikal í gær.
„Þetta viðhorf Bandaríkjamanna
leiðir til deilna við tyrknesku stjórn-
ina.“
Mumtaz Soysal, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Tyrklands, sagði að at-
burðirnir í Kirkuk og Mosul myndu
leiða til trúnaðarbrests milli stjórn-
valda í Tyrklandi og Bandaríkjunum.
„Svo virðist sem það stefni í stofnun
sjálfstæðs ríkis Kúrda á næstunni.“
„Þetta er villimennska“
Írösku hersveitirnar í Mosul gáf-
ust upp eftir að yfirmaður þeirra
hafði samband við bandaríska her-
foringja í Norður-Írak. Frank
Thorp, talsmaður bandarísku her-
stjórnarinnar í Katar, fagnaði upp-
gjöfinni en sagði að stuðningsmenn
stjórnar Saddams Husseins kynnu
að berjast í borginni eða í grennd við
hana.
Sunnan við Kirkuk gengu þúsund-
ir íraskra hermanna í átt að Bagdad,
eftir að hafa lagt niður vopn og losað
sig við hermannabúningana. Þeir
voru með lítið sem ekkert meðferðis,
nokkrir voru jafnvel berfættir, og
sögðu að það gæti tekið þá viku að
komast til heimabæja sinna.
Íbúar Mosul tíndu upp peninga á
götum miðborgarinnar eftir að múg-
ur réðst inn í bankann. Vopnaðir
menn, líklega úr herliði Kúrda, fóru
inn í bankann og skutu upp í loftið til
að reka fólkið í burtu.
„Þetta er villimennska,“ sagði einn
íbúa Mosul um ránin og gripdeild-
irnar í borginni. „Þetta eru ekki pen-
ingar Saddams, heldur þjóðarinnar.“
„Ég á reikning í bankanum. Allir
peningarnir mínir eru horfnir,“ sagði
annar Mosul-búi.
Fólk safnaðist saman við opinber-
ar byggingar í miðborg Mosul og
kveikti í myndum af Saddam Huss-
ein. Margir gengu út úr byggingun-
um með ýmiss konar ránsfeng, svo
sem skjalaskápa og loftnet.
Íkveikjur
og gripdeild-
ir í Mosul
Tyrkir gefa í skyn að hernaðaríhlut-
un í Norður-Írak komi til greina
Mosul. AP, AFP.
Reuters
Íraskir Kúrdar í banka í Mosul eftir að múgur réðst inn í hann og lét greip-
ar sópa um fjárhirslurnar. Peningar voru á víð og dreif á götum úti.
SADDAM Hussein leit fyrst dagsins ljós í litlu
þorpi nærri borginni Tikrit í Norður-Írak árið
1937. Nú bendir flest til þess að veldi hans
verði greitt náðarhöggið í þeirri sömu borg 66
árum síðar.
Með falli borganna Kirkuk á fimmtudag og
Mosul í gær stendur Tikrit í raun ein eftir af
ríki Saddams Husseins. Þessi borg, sem er um
150 kílómetra norður af Bagdad, var miðstöð
valda Saddams Husseins, helsta vígi hans og
Baath-flokksins. Hann kann að leynast þar en
jafnframt kann að vera að hann hafi valið sér
annað byrgi annars staðar í landinu sem
hinsta felustaðinn – ef hann hefur þá ekki þeg-
ar yfirgefið fósturjörðina.
Tikrit verður hins vegar tekin. Spurningin
er einungis sú hvernig það verður gert og
hversu miklar mannfórnir það kostar. Loka-
stig herfarar Bandaríkjamanna og Breta gegn
stjórn Saddams forseta er að hefjast.
Ógerlegt er að segja fyrir um hvenær
Bandaríkjamenn og Bretar láta til skarar
skríða gegn þessu vígi Saddams Husseins.
Spádómar eiga tæpast við þegar slíkir atburð-
ir gerast en engu að síður virðist mega færa
ákveðin rök fyrir því að lokasóknin gegn Tikr-
it kunni að „tefjast“ nokkuð.
Nú hefur komið í ljós að Bretar og Banda-
ríkjamenn ráða ekki yfir nægilegum liðsafla í
Írak til að halda þar uppi „lögum“ og reglu á
sama tíma og mótspyrna einstakra herflokka
Íraka er upprætt og öryggi sveita innrásar-
hersins treyst. Krafan um að Bretar og
Bandaríkjamenn taki á sig skyldur hernáms-
veldis magnast hins vegar með hverjum degi.
Þrýstingurinn á eftir að aukast enn á næstu
dögum. Þegar hefndarmorðin hefjast kann
hann að verða nánast óbærilegur.
Þegar horft er til þessa er ljóst að innrás-
arherinn mun reyna að bregðast við. Almenn-
ingur í Írak telur ekki, frekar en annað fólk,
ríkjandi ástand sérlega heillandi birtingar-
mynd frelsisins.
Á hinn bóginn er vitað að liðsauki er á leið-
inni. Trúlega ræðir hér alls um 100.000 manna
bandarískan liðsafla. Þetta herlið hefur verið
flutt sjóleiðina til landsins en upphaflega stóð
til að þessi hluti innrásarhersins færi um
Tyrkland inn í Norður-Írak. Eftir því sem
næst verður komist ræðir hér um þungvopn-
aðar bryn- og stórskotaliðssveitir.
Uppgjöf Íraka í einhverju formi er vissu-
lega hugsanleg en líklegra er að þetta herlið
muni hafa hlutverki að gegna í Tikrit.
Könnunarárásir?
Vitað er að Bandaríkjamenn hafa látið
sprengjum rigna yfir herafla Íraka umhverfis
borgina á undanliðnum vikum og ætla má að
loftárásir hafi frekar harðnað á síðustu dög-
um. Reynslan úr þessu stríði og stríðinu 1991
kennir að slíkar árásir geta haft gríðarleg
áhrif á staðan liðsafla sem að auki nýtur engr-
ar loftverndar. Ekki er vitað hvort herliðið í
kringum Tikrit getur samhæft aðgerðir sínar
og lýtur beinni yfirstjórn. Ef miðað er við fyrri
stig þessarar herfarar verður að telja það
heldur ólíklegt. Sveitir Íraka í kringum þessa
borg eru dauðadæmdar gefist þær ekki upp.
Inni í borginni bíða vopnaðir liðsmenn
Baath-flokksins og „Fedayeen Saddam“-
sveitir. Þar ræðir um dyggustu stuðnings-
menn stjórnarinnar og, sem ef til vill er mik-
ilvægara, menn sem engu hafa að tapa.
Þegar Bandaríkjamenn höfðu náð að safna
saman nokkru liði við Bagdad-borg í fyrri viku
hófu þeir að gera eins konar „könnunarárásir“
á liðsafla Íraka í nágrenni borgarinnar til að
kanna styrk hans og viðbúnað. Afar líklegt er
að sömu aðferð verði beitt við Tikrit á næstu
dögum.
Herförin gegn stjórn Saddams forseta hef-
ur einkennst af gríðarlegum hraða, dirfsku og
sveigjanleika og mun komast á spjöld sögunn-
ar af þeim sökum. Vera kann að hvergi verði
látið staðar numið og því ákveðið að ráðast
beint gegn síðasta vígi forsetans og Baath-
flokksins. Á hinn bóginn er það svo að ástandið
í Bagdad og raunar fleiri borgum er með þeim
hætti að ætla verður að herstjórn innrásarliðs-
ins ákveði að það skuli njóta forgangs. Gera
má ráð fyrir því að þau boð hafi þegar borist
frá hinum pólitísku yfirboðurum herforingj-
anna.
Komi til lokauppgjörs í Tikrit kann það því
að „tefjast“ um nokkra daga af þessum sökum.
Endalokin
nálgast í Tikrit
Tikrit, heimaborg Saddams Husseins, stendur
nú ein eftir af veldi hans. Ásgeir Sverrisson fjallar
um lokauppgjörið sem vofir yfir.
Rafstöðvarvegi 1a / 110 Reykjavík / Sími 588 0066 / Opið mán. - laug. frá kl. 13 - 18Íslensk húsgögn eftir Kristinn Brynjólfsson
P L A Z A R A C E R M I L E S T O N E
„Þetta eru ekki peningar Saddams heldur þjóðarinnar“
ÍBÚI MOSUL