Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 27

Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 27
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 27 ALI Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, lýsti því í gær yfir að Íranar væru ánægðir að sjá á bak Saddam Hussein, forseta Íraks. Hann sagði hins vegar að Íranar litu svo á að að áætlanir um að útnefna bandarískan hershöfðingja land- stjóra yfir Írak væru „árás á íslam“. Þá skoraði Khamenei á íraska stjórnarandstæðinga að taka ekki þátt í „sögulegri hneisu“ með því að eiga samstarf við hersveitir Banda- ríkjanna og Breta í Írak. Ólíklegt er að ummæli Khameneis veki mikla lukku í Washington, en grunnt hefur verið á því góða með bandarískum og írönskum stjórn- völdum. Íranar hafa hins vegar verið í jafnvel enn minni vinskap við Sadd- am Hussein, en sem kunnugt er áttu Íran og Írak í stríði 1980–1988 og tal- ið er að hundruð þúsunda manna hafi fallið í þeim hildarleik. „Afstaða okkar er sú sama og írösku þjóðarinnar. Íraska þjóðin er glöð að Saddam skuli hafa verið steypt af stóli og við erum glaðir yfir því líka,“ sagði Khamenei við bæna- gjörðir í Teheran í gær. Fordæmdi erkiklerkurinn áætlan- ir Bandaríkjanna um að koma á fót herstjórn í Bagdad. „Við álítum þetta árás gegn íslam,“ sagði hann. „Íraska þjóðin hefur ekki sloppið undan einræðisstjórn Saddams til þess eins að verða hlekkjuð á ný und- ir enn viðameiri einræðisstjórn Bandaríkjamanns.“ „Að eiga samstarf við erlendan her er söguleg hneisa og ég ráðlegg ykkur að vinna ekki með þessum er- lendu herjum,“ sagði Khamenei og beindi orðum sínum til leiðtoga írösku stjórnarandstöðunnar. Hvatti hann þá til að koma í veg fyrir varg- öld í Írak sem Bandaríkjamenn gætu nýtt sem afsökun til að halda kyrru fyrir í Írak. Khamenei sagði ennfremur að George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefðu verið að ljúga er þeir sögðust hafa ráðist á Írak til að frelsa írösku þjóðina. „Þeir eru að gæta eigin hagsmuna,“ sagði hann og fór fram á að hersveitir banda- manna yfirgæfu Írak nú þegar. „Þið hafið steypt Saddam af stóli þannig að ef þið hafið lýðræði og frelsi í há- vegum ættuð þið að fara heim núna.“ Khamenei fagnar falli Saddams Fordæmir áætlanir Bandaríkja- manna um skipan landstjóra yfir Írak VINCENT Brooks, undirhershöfð- ingi Bandaríkjanna, sagði í gær að íraskir leiðtogar væru að reyna að flýja land. Birtur hefur verið listi með nöfnum 55 einstaklinga sem Bandaríkjamenn vilja handtaka. Brooks nefndi engin nöfn á blaða- mannafundi í gær en sagði að her- menn hefðu fengið þessa lista með myndum af þeim sem eftirlýstir eru. Raunar hafa hermenn fengið afhentan sérstakan „spilastokk“, eins og þann sem sést á myndinni, til að auðvelda þeim að þekkja mennina 55. Heldur Brooks hér á spili sem geymir mynd af Quasay, syni Saddams. Þá sagði Brooks að verið væri að prenta veggspjöld til að veita írösk- um almenningi upplýsingar um hvaða einstaklinga Bandaríkja- menn vilji yfirheyra. Fram kom í fréttum Sky News, að sennilega væri búið að handtaka um þriðjung þeirra 55 sem eftirlýstir eru en óstaðfestar fréttir væru um að hátt- settir íraskir embættismenn hefðu reynt að komast inn í Sýrland og einnig inn í Íran. Ekkert er vitað um afdrif Saddams Husseins og helstu aðstoðarmanna hans. Reuters Segja ráða- menn reyna að flýja FJÖRUTÍU og átta óbreyttir borg- arar, þ.á m. konur og börn, hafa beð- ið bana í loftárásum Breta og Banda- ríkjamanna í nágrenni við borgina Hillah, sunnarlega í Írak, sl. sólar- hring. 310 til viðbótar hafa særst. Þá drápu bandarískir landgönguliðar tvö írösk börn, og særðu ellefu til viðbótar, er þeir hófu skothríð gegn bifreið sem nálgaðist eftirlitsstöð í Nasiriya í Suður-Írak. Alls hafa 73 óbreyttir borgarar fallið í sprengjuregni bandamanna á Hilla frá því á mánudag. Sagði Murt- ada Abbas, forstjóri sjúkrahússins í Hilla, að sprengjuflugvélar banda- manna hefðu gert árásir á íbúðar- hverfi í suðurhluta Hilla, sem er um 80 km af Bagdad. Hefur reynst erfitt að sinna öllum þeim, sem þurfa að- hlynningu, á sjúkrahúsinu vegna fjölda særðra og látinna. Fréttamaður AFP sagði að sjá mætti leifar klasasprengna á þeim stað, þar sem sprengjur banda- manna komu niður. Missti öll ættmenni sín Fimmtán meðlimir einnar fjöl- skyldu biðu bana seint á mánudag þegar bifreið þeirra var sprengd í loft upp af flugskeyti frá Apache- herþyrlu bandamanna ekki langt frá Hilla. Lifði aðeins einn af, Razek al- Kazem al-Khafaji, en hann kvaðst hafa misst eiginkonu sína, sex börn og foreldra sína, auk þriggja bræðra sinna og eiginkvenna sinna. Hann sagði fjölskylduna hafa verið að flýja harða bardaga í Nasiriya. 48 óbreytt- ir borgarar féllu í Hilla Tvö börn skotin til bana í Nasiriya Hilla. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.