Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 30
AKUREYRI
30 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ný sending
Kápur Jakkar
Hörfatnaður Bolir
Jakkapeysur Buxur
Samkvæmisfatnaður
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Opið í dag frá kl. 10-16
Til sölu er hluti úr jörðinn Jarðbrú í Svarfaðardal ásamt íbúð í tvíbýlishúsi, kjallari og
hæð, byggt 1936 og 1955, alls 240 fm, hesthúsi, 223 fm hlöðu, 765 fm og geymslu 28
fm. Landið sem fylgir er um 9 ha að stærð og að hluta ræktað. Jörðin er í 6 km fjarlægð
frá Dalvík og aðeins 1 km í Húsabakkaskóla. Þá eru aðeins 2 km. í 9 holu golfvöll.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá eiganda, Þorsteini á Jarðbrú í símum 466 1618 og 867
5678 og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Akureyri á skrifstofutíma í síma 460
4477 og þangað skulu tilboð í eignina berast fyrir 26. apríl 2003.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
JÖRÐ TIL SÖLU
hækkað sig á lista yfir samkeppnis-
hæfni þjóða, er nú í 12. sæti af 80 og
það sé einkum að þakka traustri efna-
hagsstjórn og góðum starfsskilyrð-
um. Helstu styrkleikar landsins eru á
sviði upplýsinga- og samskiptatækni,
góðar opinberar stofnanir, tæknimál
og lítið skrifræði en á meðal veikleika
landsins nefndi hún að staða fyrir-
tækjaklasa væri ekki sterk, vinnu-
markaður væri miðstýrður, fá einka-
leyfi og mikill vaxtamunur.
Í máli Valgerðar Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kom
m.a. fram að víða erlendis hefði um-
fjöllun um byggðamál breyst og um-
fjöllun um atvinnumál færst frá um-
ræðu um einstakar atvinnugreinar til
umfjöllunar um einstök svæði og
SAMKEPPNISHÆFNI svæða og
fyrirtækja var rædd á ráðstefnu á
Akureyri í gær, en ráðstefnan byggð-
ist á stefnumörkun og áherslum iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, Valgerð-
ar Sverrisdóttur, á sviði byggðamála
og samkeppnishæfni sem m.a. kemur
fram í nýlegri byggðaáætlun.
Unnið hefur verið að ýmsum verk-
efnum er miða að því að efla byggða-
kjarna á Eyjafjarðarsvæðinu á veg-
um verkefnisstjórnar sem sem
ráðherra skipaði í kjölfar samþykkt-
ar byggðaáætlunar.
Á ráðstefnunni kom fram bæði hjá
fulltrúum OECD og World Economic
Forum, þeim Alejandro Aurrecoech-
ea og Fionna J.M. Paua að umfjöllun
um efnahags- og atvinnumál er í
meira mæli að þróast frá því að vera
umfjöllun um einstakar atvinnu-
greinar á landsvísu yfir í umfjöllun
um einstök svæði. Slíkt geri auknar
kröfur til íbúa svæðanna, en einstök
svæði keppi nú í auknum mæli hvert
við annað um hylli fólksins. Sérstak-
lega var fjallað um svonefnt LEED-
verkefni innan OECD á sviði byggða-
mála, en Háskólinn í Reykjavík er að-
ili að verkefninu. Verkefnið snýr
sérstaklega að uppbyggingu og sam-
starfi ýmissa aðila á kjarnasvæðum.
Nefnd voru á ráðstefnunni nokkur
dæmi um það sem vel hefði tekist til
varðandi kjarnasvæði og árangur
þeirra, m.a. Kísildalinn í Bandaríkj-
unum og svipuð dæmi eru til um góð-
an árangur einstakra svæða í Evr-
ópu.
Fram kom í máli Fionnu Paua að
Ísland hefði á undanförnum árum
byggðakjarna. „Þetta gefur sterka
vísbendingu um að byggðamál eru
ekki eitthvað sem er „gamaldags“
heldur er starf á þessu sviði mikil-
vægur hlekkur í samræmdri og skil-
virkri umfjöllun um efnahags- og
skipulagsmál og hagþróun einstakra
svæða og landa. Alþjóðavæðing og
samstarf óháð landamærum skiptir
sífellt meira máli,“ sagði Valgerður.
Nefndi hún nokkur dæmi sem unnið
hefði verið að til að auka samkeppn-
ishæfni atvinnulífsins og auðvelda að-
lögun þess að þróun og kröfum al-
þjóðavæðingar og mætti sjá
árangurinn m.a. í aukinni erlendri
fjárfestingu hér á landi í ýmsum
greinum og útrás íslenskra fyrir-
tækja.
Ráðstefna um samkeppnishæfni svæða og fyrirtækja
Svæði keppa í auknum
mæli hvert við annað
Morgunblaðið/Kristján
Fjölmenni var á ráðstefnu um samkeppnishæfni svæða og fyrirtækja.
TVEIR menn voru stöðvaðir í
vikunni vegna gruns um
fíkniefnamisferli. Við rann-
sókn málsins fundust fimm
grömm af hassi og sex
grömm af ætluðu amfetamíni
heima hjá öðrum þeirra. Við-
urkenndi hann að eiga efnin
og að hafa selt fíkniefni und-
anfarið auk þess að neyta
slíkra efna sjálfur.
Að öðru leyti var vikan ró-
leg hjá lögreglu á Akureyri
og lítið um óhöpp, eða alls
fimm og öll slysalaus og
eignatjón í lágmarki. Helst er
nefnt í dagbók lögreglu að
ökumenn eigi erfitt með
hraðastillinn í góða veðrinu,
en sjö ökumenn voru staðnir
að of hröðum akstri í vikunni.
Fundu
hass og
ætlað
amfetamín
RÚMLEGA 20 nemendur í iðn- og
verknámsskólum víðs vegar um
landið tóku þátt í smíðakeppni í
tréiðngreinum og í keppni í málm-
suðu, sem fram fór á vegum Iðn-
menntar í Verkmenntaskólanum á
Akureyri fyrir helgina. Davíð Þór
Jónsson frá Iðnskólanum í Reykja-
vík stóð sig best í málmsuðu-
keppninni og Hjálmar Jónsson frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands í
smíðakeppninni.
Aðeins ein stúlka tók þátt, Anna
Katrín Svavardóttir frá Verk-
menntaskóla Austurlands, en hún
keppti í smíðum. Í smíðakeppnina
mættu 10 nemendur frá jafn-
mörgum skólum til leiks en í
málmsuðukeppninni voru kepp-
endur 12 talsins, frá sex skólum.
Auk þess að sigra í samanlagðri
keppni, sigraði Davíð Þór í log-
suðu, hann varð í öðru sæti í
hlífðargassuðu og í þriðja sæti í
pinnasuðu. Andri Þór Kristinsson
frá Borgarholtsskóla sigraði í
pinnasuðu og Vigfús Þráinn
Bjarnason frá Iðnskólanum í Hafn-
arfirði sigraði í hlífðargassuðu. Í
öðru sæti í smíðakeppninni varð
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og í
þriðja sæti varð Guðmundur K.
Gunnarsson frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra afhenti verðlaun í
lok keppninnar.
Smíða- og málmsuðukeppni verknámsnemenda víðsvegar af landinu
Morgunblaðið/Kristján
Þátttakendur í málmsuðukeppninni voru ein-
beittir á svip er þeir munduðu logsuðutækin.
Anna Katrín Svavarsdóttir frá Verkmenntaskóla
Austurlands var eina stúlkan í keppninni.
Þrír efstu nemendurnir í smíðakeppninni, f.v. sigurvegarinn
Hjálmar Jónsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Guðni Sig-
urbjörn Sigurðsson, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og Guð-
mundur K. Gunnarsson, Fjölbrautaskólanum Breiðholti.
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra afhendir Davíð Þór
Jónssyni frá Iðnskólanum í Reykjavík sigurlaunin.
Davíð Þór og Hjálmar stóðu sig best
FJÖGUR verktakafyrirtæki
sendu inn tilboð í gatnafram-
kvæmdir á Akureyri, annars
vegar í endurbyggingu
Geislagötu og hins vegar í
framkvæmdir í Bjarkarlundi
og Grenilundi. Í hvoru tilfelli
var aðeins eitt tilboðanna
undir kostnaðaráætlun. Skila-
dagur þessara verka er 31.
maí nk.
G.V. Gröfur ehf. áttu
lægsta tilboð í endurbyggingu
Geislagötu, rúmar 6,8 millj-
ónir króna, eða um 94% af
kostnaðaráætlun. Hafnar-
verktakar ehf. áttu hæsta til-
boðið, tæpar 13 milljónir
króna, eða 178% af kostnað-
aráætlun, sem hljóðaði upp á
rúmar 7,2 milljónir króna.
G. Hjálmarsson ehf. átti
lægsta tilboð í framkvæmdir í
Bjarkarlundi og Grenilundi,
um 20,8 milljónir króna, eða
um 91% af kostnaðaráætlun.
G.V. Gröfur áttu hæsta tilboð
í verkið, 25,6 milljónir króna,
eða um 112% af kostnaðar-
áætlun, sem hljóðaði upp á
22,7 milljónir króna.
Gatnafram-
kvæmdir að
fara í gang
Reynir Katrínar myndlistarmaður
opnar sýningu á verkum sínum í
versluninni Aldadín, Brekkugötu 3b
á Akureyri í dag, laugardaginn 12.
apríl kl. 13. Á sýningunni eru á
milli 40 og 50 verk, olíumálverk og
vatnslitamyndir unnar á árunum
2001 til 2003. Reynir hefur áður
haldið 34 einkasýningar, m.a. í
Noregi þar sem hann bjó og starf-
aði sem myndlistarmaður í 7 ár,
Frakklandi og Reykjavík svo dæmi
séu tekin, en þetta er fyrsta sýning
hans á Akureyri. Sýningin stendur
fram yfir miðjan maí og er opin á
sama tíma og verslunin, eða frá kl.
11 til 18 virka daga og á laug-
ardögum.
Undirbúningsfundur að stofnun
Stangveiðifélags Akureyrar verð-
ur haldinn í dag, laugardaginn 12.
apríl, kl. 15 á Hótel KEA. Tilgang-
urinn með stofnun félagsins er að
efla samkennd meðal veiðimanna á
Akureyri, fá þá til að sameina
krafta sína í einu stóru félagi,
stuðla að auknu félagsstarfi meðal
veiðimanna, bæta umgengni við
náttúruna, efla unglingastarf og
horfa til þess að taka á leigu veiði-
svæði í náinni framtíð að því er
fram kemur í frétt um stofnun fé-
lagsins.
Í DAG
SMS FRÉTTIR
mbl.is
Fermingarhárskraut
Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12