Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 34
HEILSA 34 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ A LÞJÓÐAHEILBRIGÐISDAGURINN var 7. apríl síðastliðinn og var hann helgaður heilbrigði barna með það að markmiði að tryggja þeim heilbrigt umhverfi, en á hverju ári látast um fimm milljónir barna 0–14 ára, aðallega í þriðja heiminum. Hér á landi eru lífslíkur frá getnaði til fæðingar með því sem best gerist í heiminum. En þegar í heim- inn er komið eru slys á börnum hérlendis algeng og mun algengari ef miðað er við hinar Norðurlandaþjóðinar. Talið er að um 20.000 börn og unglingar slasist árlega hér á landi og eru heima- og frítímaslys lang- stærsti slysaflokkurinn. Á eftir koma skólaslysin í yngri aldurshópunum og íþróttaslysin fara síðan að síga fram úr þeim fjölda upp úr 10 ára aldri og umferðarslysum fer síðan hratt fjölgandi frá 15 ára aldri (sjá mynd). Mjög margt er hægt að gera til að fyrirbyggja þessi slys, en svo virðist sem foreldrar komist langt á þeirri hugsun að ekkert komi fyrir hjá þeim og einhvern veginn virðast íslenskir foreldrar treysta börnum sínum mun betur til að passa sig sjálf en foreldrar í nágrannalöndunum. Hvað er til ráða? Í tengslum við heimilið, þar sem slysin eru flest, þarf að horfa gagn- rýnum augum á umhverfið og gera það „barnvænna“ þannig að börnin geti leikið sér án þess að það hafi slysahættu í för með sér. Þeim þarf að setja skýrar línur um hvað er leyfilegt og hvað ekki og standa alltaf við þær. Margar öryggisvörur eru til sem hægt er að nota til að fyrirbyggja slysin, eins og hlið á stigaop, hlífar á borðshorn, festingar fyrir bönd á rimlagardínum, hlífar á eldavélar, takka þeirra og ofna og svo mætti lengi telja. Varðandi skóla- og íþróttaslys geta foreldrar unnið að slysaforvörnum með því að gera athugasemdir við það sem þeim finnst vera ábótavant í umhverfi barnanna, t.d. við leiktæki, íþróttaaðstöðu eins og laus mörk o.fl. Í umferðinni þurfa foreldrar að vera til fyrirmyndar og gæta þess að börnin noti réttan öryggisbúnað, sama hvort um er að ræða hjól, línu- skauta, hjólabretti, hlaupahjól eða bíl. Munum gamla góða málsháttinn sem stendur alltaf fyrir sínu: „Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í“. Sigrún A. Þorsteinsdóttir. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Slys á börnum Slys á börnum eru algengari hérlendis en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum …til a› fullkomna augnabliki› TÍMI TIL A‹ FERMAST FERMINGARTILBO‹ kringlan sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s ver› kr.9.400 ver› kr.4.950 ver› kr.4.750 ver› á›ur kr.9.500 ver› kr.7.250 ver› kr. 7.800 ver› kr. 7.800 ver› kr. 5.300 ver› á›ur kr.14.500 ver› á›ur kr.9.900ver› á›ur kr.18.800 UNNT er að hægja á þróun blöðru- hálskirtilskrabbameins með heil- brigðum lífsstíl sem felst m.a. í því að viðhalda réttri líkamsþyngd, hreyfa sig reglulega, og fara reglulega í skimun á blöðruhálskirtli. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísinda- manna við háskólann í Texas sem á sex ára tímabili rannsökuðu sjúk- linga með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Rannsóknin var kynnt nýlega á vefsíðunni health-news.co.uk. Rannsóknin leiddi í ljós að meiri líkur eru á að krabbamein í blöðru- hálskirtli þróist hraðar hjá sjúkling- um sem eru of þungir, hreyfa sig sjaldnar en tvisvar í viku og fara ekki í árlega skimun á blöðruhálskirtli. Á hinn bóginn er þróunin mun hægari hjá þeim sem halda þyngdinni í skefjum, stunda reglulega líkamsæf- ingar og fara reglulega í skimun. „Niðurstöður okkar eru jákvæð vísbending um hvernig hugsanlega megi halda krabbameini í blöðru- hálskirti í skefjum,“ segir dr. Mfon Cyrus-David, prófessor í faraldurs- fræðum við háskólann í Texas. Rannsóknin er með þeim fyrstu þar sem leitast er við að mæla áhrif lífsstíls á krabbamein í blöðruháls- kirtli hjá þeim sjúklingum sem hafa fengið meðferð. Morgunblaðið/Kristinn Áhrif lífsstíls á krabbamein í blöðruhálskirtli ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Verð 450 kr. og 795 kr. 5 stærðir Páskaeggjamót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.