Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 37
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 37
ÞEGAR mengun af völdum samgangna er
skoðuð eru Íslendingar á meðal efstu
þjóða í heiminum miðað við höfðatölu. Í
þéttbýli er einkabíllinn helsti loftmengunar-
valdurinn. Bílaeign í heiminum vex gríðarlega.
Sem betur fer hafa bílaframleiðendur brugðist
við með því að framleiða betri bensín- og dísil-
vélar og fullkomnari hreinsibúnað í bíla. Nokkrar
tegundir af vistvænni bílum eru einnig komnar á
markað og eru í sífelldri þróun.
Ráð vikunnar – samgöngur
Ef þú átt bíl getur þú tileinkað þér svokallaðan mjúkakstur.
Aktu eins og þú sért með eggjabakka í aftursætinu. Þetta dreg-
ur úr loftmengun, sparar bensín og dregur úr hættu á umferð-
aróhöppum. Með mjúkakstri minnkar bensínnotkun um allt að
20%. Mundu svo að hafa bílinn ekki í gangi að óþörfu, ef numið
er staðar í meira en mínútu, borgar sig að slökkva á bílvélinni.
Grunnreglur um mjúkakstur
· Að halda jöfnum hraða.
· Að forðast að auka eða draga úr hraðanum snögglega.
· Að aka í hæsta mögulega gír: að keyra í fimmta gír í stað
fjórða sparar allt að einum áttunda úr desilítra á hvern km.
· Að aka ekki hraðar en nauðsynlegt er til að halda bílnum í
fimmta gír, jafnvel upp brekku. Við 110 km hraða á klukku-
stund er niturútblásturinn tvöfalt meiri en við 80 km hraða.
· Haltu dagbók yfir akstur þinn og bensínnotkun, svo að þú
getir glaðst yfir ávinningum þínum.
Vistvernd í verki
VERSLUNIN Fjarð-
arkaup í Hafnarfirði
hefur bætt aðstöðu
hannyrðafólks og
opnað prjónatorg.
Torginu er ætlað að
gera prjónafólki
kleift að sinna áhuga-
máli sínu, segir í til-
kynningu. Á torginu
er hægt að setjast
niður og skoða sýn-
ishorn og nýjustu hann-
yrðablöðin. Einnig verða ráð-
gjafar á staðnum milli klukkan
14 og 16 á fimmtudögum og
föstudögum út apríl. Fram kem-
ur að fjölmargir hafi lagt leið
sína á torgið en um 2.000 hann-
yrðakonum mun hafa verið boð-
ið á opnun þess. Á myndinni eru
Unnur Sigtryggsdóttir, Sigríður
Dagsdóttir, Auður Krist-
insdóttir, ritstjóri Prjónablaðs-
ins Ýrar, og Margrét Magn-
úsdóttir.
Aðstaða fyrir prjónafólk
fiú velur flá fjármögnunarlei› sem flér hentar best
Vi› bjó›um hagkvæm kjör
fiú ræ›ur hvar flú tryggir
Ábyrg›armenn alla jafna óflarfir
Einfalt, fljótlegt og flægilegt
Númer eitt, ertu kraftmikill?
Bílalán - Bílasamningur - Einkaleiga - Rekstrarleiga
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun